Áskorun borgarafundarins

Á þessum magnaða fundi sem haldin var, þá kom fram áskorun frá Gunnari fyrir næsta borgarafund sem verður haldin í Háskólabíó næsta mánudag. Þess er krafist að ríkistjórnin mæti og svari fyrir sig, umbúðalaust og beint til fólks. Maður veit nú ekki hvort þau hafi hreðjar í það, en stólum verður raðað upp á svið, merktum með nöfnum þeirra, þar sem sést hverjir mæta ekki. Einnig er skorað á alla þingmenn, Seðlabankastjóra o.fl. að mæta.

 Svo er spurningin hvort fjölmiðlar taki einnig hinum hluta áskorunar, þ.e. að þeir sýni beint og þeir þrýsti á stjórnina að mæta.

Verður gaman að sjá, það verður allavega svo á næstu dögum byrjað að auglýsa þetta upp hjá okkur sem vinnum að undirbúningnum undir dyggri stjórn Gunnars leikstjóra.

Meir um það síðar....

 Ákvað að setja inn myndbandið þar sem Gunnar kemur með áskorunina hér.


mbl.is Troðfullt á fundi á Nasa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opinn borgarafundur á NASA í kvöld kl. 20:00! Fjölmennum öll!

Vinir og velunnarar! Nú ríður á að láta þetta fundarboð berast í gegnum tölvupóst, bloggsíður og símskeyti. Hægt er að vista viðhengið og prenta það út.

Á fundinum verður m.a. rætt verður um ábyrgð og stöðu fjölmiðlanna. Í viðhengi er veggspjald fundarins sem er upplagt að festa á bloggsíður, MySpace, Facebook og áframsenda í tölvupósti. Við erum á www.borgarafundur.org.


OPINN BORGARAFUNDUR #3


á NASA við Austurvöll, mánudaginn 17. nóvember klukkan 20:00.

Í pallborði verða ritstjórar og fréttastjórar helstu fjölmiðla landsins, auk fulltrúa frá Blaðamannafélagi Íslands.

Hvetjum ríkisstjórn Íslands og alla alþingismenn til að mæta á svæðið, hlusta á sína kjósendur og vera með í umræðunni. Hvetjum ennfremur alla fjölmiðlamenn og konur til að mæta og taka þátt.
 
Til hvers?
- Til að hinn almenni borgari geti komið hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri á óvissutímum.

- Öllum stjórnmálamönnum, seðlabankastjórum, bankastjórum, fréttastjórum og öðru fjölmiðlafólki er boðið að mæta til að svara spurningum Íslendinga, milliliðalaust.
 
- Til að almenningur fái skýr skilaboð og sé ekki hafður útundan í umræðunni.
 
- Til að leita spurninga og svara um efnahagsástandið.
 
Fyrirkomulag:

Fjórir frummælendur hefja umræðuna (5 mínútur hver):

Irma Erlingsdóttir, bókmenntafræðingur
Eggert Briem, stærðfræðingur
Björg Eva Erlendsdóttir, blaðamaður
Davíð A. Stefánsson, bókmenntafræðingur

Þegar frummælendur hafa lokið máli sínu er orðið gefið laust og hver sem vill fær tvær mínútur til að tjá sig úr sal eða spyrja þátttakendur í pallborði spurninga.
 
Fundarstjórn og tímavarsla verður sem fyrr tekin föstum tökum í nafni lýðræðislegrar umræðu.

Sýnum stuðning með þátttöku – spyrjum og heimtum svör – látum í okkur heyra.
 
Við ítrekum breyttan fundarstað. Hittumst á NASA kl. 20:00.
 
F.h. undirbúningshóps: Gunnar Sigurðsson leikstjóri (gus@mmedia.is - s: 897 7694) og Davíð A. Stefánsson bókmenntafræðingur (david@ljod.is - s: 864 7200).

 Bendi einnig á www.borgarafundur.org með upptökum frá síðustu fundum, myndum og spjalli.


Bloggfærslur 17. nóvember 2008

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband