Það sem FME og bankarnir segja ekki

Þegar ég var að velta fyrir mér sannleiksgildi þessarar sögu um að verið væri að fella niður skuldir starfsmanna bankans, þá var sett eftirfarandi athugasemd frá manni nokkrum að nafni Gestur H.:

"Úr því að þú vitnar í athugasemd mína verð ég að koma að smá komment. Það er ekki verið að "fella niður lán" í eiginlegum skilningi. Veit reyndar ekki hvað Bankamaður á við með að "losa ákveðinn hóp undan skuldbindingum" en ljótu dæmin sem ég hef fregnir af eru svona:

Maður kaupir hlutbréf með láni frá banka. Hlutabréfin verða verðlaus við bankahrunið en krafan frá Gamla Banka er enn til staðar. Hana þarf að greiða. Hann á (eða stofnar) einkahlutafélag og fær síðan bankann til að flytja lánið af sinni kennitölu yfir á ehf félagið sitt. Veðið fyrir láninu eru hlutabréfin, sem núna eru orðin verðlaus og eru líka færð yfir á ehf. Krafan gjaldfellur en einkahlutafélagið á engar eignir og getur ekki borgað. Það er lýst gjaldþrota, engar eignir í búinu og bankinn tapar kröfunni. Maðurinn sjálfur sleppur og borgar ekkert.

Þannig losnar lántakandinn undan því að borga. Ef þú eða ég færum og bæðum um að færa skuldir okkar yfir í ehf sem á engar eignir og engin veð væri hlegið að okkur og okkur vísað út. Það er með algjörum ólíkindum að menn geti, stöðu sinnar vegna, hagrætt málum með þessum hætti. Get ekki ímyndað mér að það sé löglegt. Vitneskju mína hef ég frá tveimur mönnum sem eru báðir "háttsettir í kerfinu" og er þessa stundina að leita eftir skriflegum staðfestingum þó ég dragi orð þeirra ekki í efa. Dæmin sem Bankamaður vísar í kunna að vera annars eðlis.

Sumir hafa notað sömu aðferð og bankastýran sem týndi bréfunum sínum ætlaði að gera, þ.e. að nota ehf í sinni eigu til að kaupa bréfin. Þeir geta látið félagið sitt fara á hausinn. Einhverjir gætu samt þurft að "bjarga" alvöru verðmætum úr þeim fyrst, en um það gilda líka reglur. Einnig gætu þeir fengið skattinn á sig ef þeir hafa notið sérkjara eða vaxtaleysis - þann þátt þekki ég ekki nógu vel. Væri fróðlegt ef einhver sem er snjall í skattareglum ehf-félaga veit hvort slík hlunnindi fylgi ekki eigandanum þó hann stofni ehf um hlutabréfakaupin sín. Hvað sem öðru líður þá er skítalykt af málinu. Og það eru hreint ekki litlar upphæðir sem hér um ræðir."

Í dag birtist frétt um að tveir starfsmenn Kaupþings hefðu stofnað ehf. rétt áður en bankinn var yfirtekinn og hafði annar þeirra náð að framkvæma þessa brellu. FME segir ekki aukatekið orð um þetta né heldur Kaupþing, að svona hafi þetta verið framkvæmt og í raun er það eina sem sagt er, að skuldirnar séu eign hins nýja banka. Annað er svo loðiið að mörgu leyti að það hálfa væri nóg.

Ég játa að að mér finnst þetta vera fyrirsláttur og það sé verið að reyna að kaupa sér tímabundin frið. Maður trúir ekki einu orði sem kemur frá bönkunum í dag, Seðlabanka, FME o.lf. vegna þess að þessir aðilar hafa logið svo mikið að okkur og eru þessa daganna að reyna að bjarga eigin rassi. Fjölmiðlar hafa sofið á vaktinni og eftir leynifund ritstjóranna og útvarpstjóra á maður erfitt með að trúa því sem kemur þaðan þessa daganna. Enda er ég kominn á þá niðurstaða að yfirmennirnir í bönkunum og FME verði að víkja strax frá störfum og fá traustverða menn til að rannsaka svona hluti. Persónulega sting ég upp á Vilhjálmi Bjarna, treysti honum til þess en aðra veit ég ekki um, enda ekki skrítið.

Allt traust er nefnilega farið.

 


mbl.is FME hefur ekki samþykkt niðurfellingu skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. nóvember 2008

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband