Illur og illa unninn hatursáróður.

Ein af þeim aðferðum sem Göbbels, Streichner o.fl. beittu við gerð hatursáróðurs gegn gyðingum, var að taka vers úr Talmudinum til að sýna fram á illsku og hatur gyðinga í garð allra annara, og sett í samhengi við grimmdarverk

Á þessum nótum hefst hatursáróðursmynd Geert Wilders sem nær ekki almennilega að stíga í spor lærimeistara sinna í áróðursfræðinni með mynd sinni Fitna. Hann reynir að tína allt til að kynda undir fordóma og hatur í garð múslima með því að reyna að tengja handvalin vers úr kóraninum og ræður öfgaklerka við myndir sem eiga að fá áhorfandann til að gleypa við illsku múslima s.s. ellefta september, Madrid-sprengingunni og krakka sem greinilega hefur verið mataður á því sem hann á að segja um gyðinga, nokkuð sem er eitt af því sem er reynt að nýta til að sýna hvað múslimar allir eru vondir, þeir séu allir gyðingahatarar frá æsku. Að lokum fer hann út í það að útlista hvað múslimar séu hættulegirHollandi og reynir að nýta tölur um hvað múslimar eru orðnir margir í Evrópu og tengja þá alla við hryðjuverk, nokkuð sem ef fólk hugsar um er absúrd þar sem aðeins örlítið brot ástundar það sem Wilders reynir að telja fólki trú um að allir múslimar séu. Framsetning myndarinnar er svo frekar barnaleg og augljós tilgangurinn blasir við flestum nema þeim sem eru sanntrúaðir á illsku allra múslima að viðbættu að kvikmyndalega séð er myndin illa unnin og óspennandi.

En það er ekki nóg með að þetta sé barnalega unnið og slappt hjá Wilders heldur skýtur hann sig í löppina allavega þrisvar sinnum. Hann setur mynd af hollenskum rappara í stað myndar af manni sem drap kvikmyndaleikstjórann Theo Van Gogh, nokkuð sem gæti leitt til lögsókna líkt og það að nota túrbans-tekininguna frægu af Múhammeð án leyfis höfundar sem ætlar sér í mál við Wilders og einnig má e.t.v. velta því fyrir sér hvort fleiri clips úr fréttum séu með leyfi. Þriðja skotið í löppina er þó ekki eins greinilegt og annað en það er þegar lík er dregið um göturnar á einum stað. Ég gat allavega ekki annað séð en þetta sé einn af Blackwater-málaliðunum sem var drepinn í Fallujah og varð upphafið að hroðalegu blóðbaði þar sem Bandaríkjamenn beittu fosfórssprengjum gegn almenningi ásamt fjöldamorðum á óbreyttum borgurum. Drápið á málaliðunum tnegdist ekkert trúarbrögðum heldur uppreisninni í Írak og hrottaskap Blackwater-málaliðanna sem skemmtu sér við að skjóta almenna borgara.

En Geert Wilders er nokk sama um sannleikann, hann er tækifræissinnaður öfga hægrimaður sem reynir að næla sér í atkvæði út á að spila inn á gamlakunnar trommur haturs og fordóma. Í gegnum tíðina hefur hann lýst því yfir að Kóraninn sé sambærileg á við bókina sem hvílir á náttborðinu hans örugglega: Mein Kampf, og að múslimar eigi að njóta ekki sömu mannréttinda og aðrir ásamt allskonar haturskenndum áróðri í þeirra garð. Wilders er að sama skapi sprottinn upp úr þeim hópi hægri öfgaflokka sem dýrkuðu Hitler áðru en eftir stríð þá náði gyðingahatursáróður þeirra ekki lengur til fjöldans. Upp úr 1970 þegar fylgi þeirra var í lágmarki þá sáu sumir þeirra að sér og fundu út að það væri betra að finna nýjan óvin til að spila inn á, og skiptu út gyðingum fyrir múslima. Á þessum nótum hafa svo Wilders sem aðhyllist neo-constefnu Bush-stjórnarinnar, belgíska útgáfan af flokki hans o.fl. spilað og í bland við lúðra þjóerðniskenndar og kristna öfga-frjálshyggju.

En því miður er það nú alltaf svo að það finnast fordómafullir einfeldningar og fólk sem ætti að vita betur, sem fellur fyrir svona áróðri og tekur undir allt svona án þess að spyrja spurninga og efast um matreiddan "sannleika" Wilders. Sumir sem verða e.t.v. stormsveitarmenn framtíðarinnar, telja þetta vera allt satt og rétt um múslima án þess að gera sér grein fyrir tölfræðinni á bak við, sama fólk telur jafnvel að forsíðufréttir lýsi algjörlega ástandi hluta án þess að kynna sér frekar málin og tala um mynd Wilders sem hinn stóra sannleik. Aðrir vegna trúar- og/eða stjórnmálaskoðana, keppast við að verja myndina og boða "fagnaðarerindi" Wilders og vísa til mál- og tjánignarfrelsis. Það er því miður ekkert annað en skrumskæling og misnotkun á því frelsi að nota það til að kynda undir hatur á saklausu fólki, og niðurlægja það. Hatursáróður á ekkert heima undir málfrelsinu því eins og sumir af þeim postulum sem prédika þetta hatur á múslimum segja, frelsi eins má ekki skaða aðra. Hatursáróður Wilders er jafn ógeðfelldur og hatursáróður öfgaklerkana sem hann vitnar í, og allt sæmilega gefið fólk á að fordæma slíkt.

Að lokum þá get ég ekki annað en velt einu upp hér sem tengist þessu ágæta bloggi Moggans. Síðastliðið haust var opnað blogg þar sem nasistaáróðri var básúnað og því lokað stuttu síðar af stjórnendum hér. Að sama skapi hafa skipulögð hatursblogg gegn múslimum fengið að standa hér óáreitt þar sem keppst er við að reyna að skapa "óvinar-imyndina" af múslimum. Hver er munurinn? Hvers vegna að banna nasistaáróður og leyfa hitt? Er þetta ekki tvöfalt siðferði, sérstaklega þar sem hatursáróður og dreifing hans er ólögleg hér á landi sem og á mörgum stöðum í heimnum? Er jafnvel ekki dreifing eða tenglar á mynd Wilders einmitt glæpsamleg í lagalegum skilningi þar sem bloggið hér fellur undir íslensk lög?

Maður ætti kannski að prófa að kæra til að fá úr þessu skorið. 


mbl.is „Fitna" fjarlægð af netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. mars 2008

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband