23.5.2008 | 20:44
Heimildarmyndahátiðin Skjaldborg
Um hvítasunnuhelgina fóru nokkrir meðlimir Heimildarmyndaklúbbsins Hómers sem ég hef minnst á áður, til Patreksfjarðar að kynna sér hvað væri í gangi hjá íslenskum heimildarmyndagerðarmönnum annars vegar og svo til að ná tali af snillingnum Albert Maysles. Það verður að segast að þessi ferð fór framar vonum, allir ánægðir, hugmyndir kviknuðu hjá klúbbmeðlimum með verkefni og margt fleira.
Þegar maður lítur yfir þá stóð margt upp úr en ég vill benda á umfjöllun klúbbsins sem heyrðist annarsvegar síðasta laugardag hjá kvikmyndaþættinum Kviku á Rási 1 og verður svo seinni og ítarlegri hluti um hátíðna næsta laugardag. Einnig má benda á ferðasögu eins meðlimisins á heimasíðu okkar þar sem er farið yfir sögu.
Eitt verð ég þó að segja og að hápunktur hátíðarinnar fyrir okkur var þetta prívat-viðtal við Albert Maysles. Við mættum þarna um tíuleytið á laugardegi þar sem þessi 82 ára gamli maður, var nývaknaður efitr barbrölt til klukkan þrjú og settumst niður með honum. Við áttum við hann ca. hálftímaspjall sem var tekið upp en þegar slökkt var á míkrófóninum þá vildi nú sá gamli ekki sleppa af okkur hendinni og ræddi við einræðisherra klúbbsins m.a. um hvernig sá hafði gert myndina Tímamót ásamt því að segja ökkur skemmtilegar sögur. Sá gamli er mjög ern og alveg á fullu ennþá í kvikmyndagerð, skemmtilega grobbinn með verk sín því hann veit að hann á það skilið en grobbið var á skemmtilega hógværan hátt en stendur fast á sínu prinsípp í heimildarmyndagerð um að heimildarmyndagerðarmenn eiga ekki að vera þáttakendur heldur aðeins áhorfendur.
Eina sögu verð ég þó að segja af kallinum sem kemur ekki fram í pistlinum á morgun eða tvær kannski. Sú fyrri var í tenglsum við mynd hans Gimme shleter þar sem George Lucas var tökumaður. Við urðum að sjálfsögðu að spyrja hann og grínuðumst með það hernig hefði verið að starfa með Lucas og hvort hann hefði nú fengið að snerta hann. kallinn tók því gríni ágætlega en sagði okkur það svo að hann hefði aldrei hitt hann á meðan tökum stóð, Lucas hefði verið plantað langt í burtu á tökusvæðinu og svo þegar kíkt var á efnið frá honum reyndist það að mestu ónýtt nema smábútur. Sá bútur endaði svo sem glæsilegar myndbirtingar í lok myndarinnar sem endir hippatímabilsins.
Hin sagan sem Maysles sagði okkur var það að 1962 þá gerði hann mynd sem hét Showman og var svo sýnd á Granda-sjónvarpstöðinni bresku ári síðar. Einhver virtist hafa séð þessa mynd því skyndilega hringdi síminn hjá þeim bræðrum og hann svaraði. Þar var á ferð maður frá Granada sem spurði hann hvort hann væri til í að taka að sér að fylgja eftir Bítlunum sem væru að lenda í BNA eftir tvo klukkautíma. Maysles þagði í smástund, sagði svo við manninn:"Hinkraði aðeins", lagði svo hendina yfir tólið og spurði bróðir sinn:"Hverjir eru Bítlarnir og er eitthvað varið í þá?"
Tveimur tímum seinna voru þeir komnir út a´völl.
Nóg í bili og enda með topp fimm lista af Skjaldborg þar sem myndin Kjötbörg trónar á toppnum. Hinar fjórar í ekki sérstakri röð voru:
Chequered flags of our fathers
Jórunn Viðars
Birginr Andresson
Bad boy Charlie
Ef þið missið af Kviku á morgun þá er hún endurflutt eftir hlegi og síðar verður hægt að nálgast pistilinn á www.hmk-homer.com . Vill svo að endingu þakka Patreksfirðingum, aðstandendum sem og öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn og megi Skjaldborg lengi lifa.
Bloggar | Breytt 25.5.2008 kl. 16:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 23. maí 2008
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
-
don
-
soleys
-
tharfagreinir
-
sigurgeirorri
-
neddi
-
smali
-
omnis
-
nanna
-
baldurkr
-
siggi-hrellir
-
gorgeir
-
paul
-
geimveran
-
skari60
-
semaspeaks
-
vest1
-
thj41
-
gudrunlilja
-
zeriaph
-
siggisig
-
gudbjorng
-
svatli
-
athena
-
ace
-
ragnarb
-
einarolafsson
-
amadeus
-
brell
-
thorsaari
-
tbs
-
vilhjalmurarnason
-
patent
-
jennystefania
-
drum
-
folkerfifl
-
larahanna
-
ragnar73
-
hildurhelgas
-
ladyelin
-
sigurduringi
-
sij
-
hedinnb
-
valgeirskagfjord
-
hehau
-
baldvinj
-
jonarnarson
-
olinathorv
-
saemi7
-
agustg
-
ingaragna
-
liljaskaft
-
astajonsdottir
-
reisubokkristinar
-
lehamzdr
-
sparki
-
malacai
-
leifur
-
evaice
-
gus
-
tryggvigunnarhansen
-
kjarri
-
vistarband
-
fun
-
einari
-
spurs
-
annaeinars
-
gattin
-
kaffistofuumraedan
-
launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar