Hatursáróðurstæknin Sköpun óvinar

Í síðustu færslu minni þá hugleiddi ég aðeins fordóma Íslendinga í garð múslima, nokkuð sem virtist fara í taugarnar á sumu fólki því í stað þess að ræða það, byrjuðu þessir aðilar að skella inn upphrópunum og hatursáróðri í garð múslima. Líkt og ég sagði þar þá var þetta allt saman kunnuglegt í augum áhugamanns um seinni heimstrjöldina og Helförina, áróðurstækninni sem Göbbels fullkomnaði ásamt Streicher og fleirum, beitt enn á ný og byggir á áróðurstækni sem kallast Sköpun óvinar, sem hefur verið beitt í gegnum aldirnar þegar kemur að stríðum en einnig frá tímum nasista í hatursáróðri og má þar t.d. nefna Rúanda og Bosníustríðið sem góð dæmi um notkun þessarar áróðurstækni.

En hver er þessi áróðurstækni og markmið hennar? Markmið hennar er fyrst og fremst að taka fyrir eitthvað ákveðið mengi fólks, hvort sem það byggist á þjóðerni, trú eða öðrum þáttum, og gera það ómennskt í augum þorra almennings svo það sé réttlætanlegt að fara fram með mismunun eða ofbeldi og í verstu tilfellunum útrýmingarherferð. 

Til að skapa þennan óvin í huga fólks, þá er hamrað á nokkrum skilaboðum aftur og aftur þar til fólk byrjar að trúa því og fer að líta á fólkið með fyrirlitngu og loks hatri sem gerir þeim sem prédika svo, kleyft að beita því fólki til voðaverka gegn "óvininum".

Í stuttu máli þá eru skilaboðin þessi:

  • Óvinurinn er öðruvísi en við-Hamrað er á þessu með tilvísiunum um ólíkan menningarheim, ólíkan hugsunarhátt eða ólíkan kynþátt, sem gerir þá óhæfa til sambýlis við aðra. Þegar fólk byrjar að trúa þessu, þá er auðveldara að sía inn fleiri skilaboð um "vonsku óvinarins".
  • Óvinurinn er alillur frá örófi alda og verður alltaf illur-Hamrað er á þessu oft á tíðum með tilvitinum í söguna, reynt er að tengja t.d. ofsatrú og voðaverk við allan hópinn sem á að herja á, og sú mynd dregin upp að þeir séu djöfullegir í öllu er þeir taka sér fyrir hendur. Ekki er gert ráð fyrir á engan hátt að í þeim leynist gott og að hópurinn sé allur eins og illskan erfist milli kynslóða.
  • Óvinurinn hefur ollið okkur miska áður-Allt er tínt til þegar kemur að þessu, bæði sönn atvik og upplogin þar sem mengið sem skilgreinir "óvininn", er orsök þessara óhæfuverka sem eru hryðjuverk, styrjaldir, barnaníð og allt sem er ógeðfellt. Tilgangur þessara skilaboða er að framkalla fornarlambstilfinningu og reiði hjá fólki í garð "óvinarins". Þannig getur það fundið hjá sér réttlætistilfinningu þegar það beitir "óvininn" rangindum eða ofbeldi, það er að hefna sín fyrir óhæfu hinna.
  • Óvinurinn hefur djöfulleg áform um óhæfuverk í okkar garð í nánustu framtíð-Þessi skilaboð berast í beinu framhaldi af fórnarlambstilfinningunni sem réttlæting á óhæfurverkum, það er einungis verið að stöðva áform "óvinarins" sem geta verið margvísileg og allt frá skipulögðum áformum um að yfirtaka lönd með barnafjölgun og gera þjóðina þar með að minnihluta í eigin landi til skipulagðra glæpa, hryðjuverka eða styrjalda gegn "fórnarlömbum óvinarins".
  • Við erum miklu göfugari en óvinurinn og eigum allt gott skilið sem óvinurinn ætlar sér að taka frá okkur-Þetta eru mikilvæg skilaboð sem spila oft á tíðum inn á þjóðerniskennd og upphafningu hópsins sem áróðrinum er ætlað að ná til. Ætlunin með þessum skilaboðum er ekki aðiens að upphefja fólkið heldur einnig gera óvininn að slíkri ógn, að óhæfuverk framin gegn honum eru ekki illverk heldur nauðsyn til að "vernda hina göfugu siðmenningu okkar" sem "óvinurinn" í illsku sinni stefnir að eyðileggingu á og hefur komist upp með hingað til vegna "umburðarlyndi og göfugmennsku okkar".
  • Óvinurinn er sameinaður gegn okkur svo við verðum að vera sameinuð einnig. Allir þeir sem reyna að koma í veg fyrir þá sameining, eru verkfæri óvinarins-Þarna er verið að þjappa hópnum saman í baráttunni en einnig sem er mjög mikilvægt í þessum skilaboðum, að allir þeir sem dirfast að mótmæla eða efast um hina algjöru illsku "óvinarins" eru allt frá því að vera kallaðir nytsamir sakleysingjar eða naivisitar til þess að vera svikarar við þjóð, kynþátt, trúna eða annan faktor sem hinn sameinaði hópur "okkar" fellur undir.
  • Þetta er lokauppjgörið og ef við losnum við óvninn þá bíða okkar betri dagar-Í flestum öllum hatursáróðri þá má sjá þessi skilaboð koma fram fyrr eða síðar, og í margskonar formi allt frá því að hagur fólks vænkist um leið og hópurinn hverfur frá landinu til þess að geryeða þurfi honum. Hamrað er á að "óvinurinn" sé heilagri krossferð eða stríð gegn okkur svo dæmi sé nefnt, og þetta geti orðið okkar síðasta tækifæri til að stöðva "óvininn", annars líði "siðmenning okkar "undir lok.

Það er vert að hafa þessa hatursáróðurstækni í huga þegar talað er um hvað hinn eða þessi hópur séu slæmir samfélaginu, og spyrja sig hvort verið sé að kynda undir andúð í garð þessa hóps. Að sama skapi þá verðum við að gera ákveðna kröfu til okkar sjálfra, að vera gagnrýninn á hvað er verið að matreiða ofan í okkar og í hvaða tilgangi, sérstkalega þegar offlæði upplýsinga réttra og rangra, finnst á veraldarvefnum. Þar má finna allskonar hatursáróðurs, misvel falinn og misvel gerðan, sem ætlað er til að skapa fordóma og hatur. Varast verður svo að draga ályktanir og alhæfingar um hópa út frá gjörðum örfárra og gæta sín að glepjast ekki af hatursáróðrinum þó hann hljómi sannfærandi í eyrum fólks vegna einmitt gjörða smábrots af hópnum sem verið að "demonisera".

Studdi mig við þessa stórgóðu grein við skrifin en einnig má benda fólki sem vill lesa sér meira til um þessa tækni, að það má finna nokkrar ágætis grenar um þetta og bækur þar sem hatursáróðurinn er krufinn með sögulegum dæmum. Að lokum bendi ég á að kíkja á þetta stórgóða vefsvæði þar sem áróður nasista er varðveittur og mæli með að renna yfir áróður gegn gyðingum og hafa Sköpun óvinar í huga.


Bloggfærslur 8. júní 2008

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband