Íslenska kindin er falleg....og menguð?

Í gær sátum við félagarnir að spjalli og leiddu umræðurnar út í umræður um álver og mengun þar sem einn sagði m.a. það að mengun á Reyðarifirði er víst orðin meiri en áætlað var tæpt einnig aðeins á sandfokinu fyrir austan. Einn félaganna kom þó með nokkuð óvænt tíðindi fyrir okkur hina sem hófst með því að hann sagði að það sé e.t.v. kominn tími til að krefjas framleiðendur um uppruna lambakjöts. Eftir að hafa heyrt það sem hann hafði fram að færa, þá varð ég skyndilega mjög feginn að vera ekki mikið fyrir neyslu á vegamorðingjum eða rolluketi eins og það kallast í daglegu máli.

Það fyrra sem hann hafði fram að færa um íslenska lambakjötið, var það að nú nýverið hafði hann rekið augun í frétt sem ekki fór mikið fyrir. Þar voru bændur að kvarta undan mikilli flúormengun út frá verksmiðju Norðuráls á Grundartanga sem hefur verið að losa mengun umfram leyfileg mörk að manni sýnist og að rannsóknir sýndu að mengunin væri komin yfir hættumörk og byrjað að valda tannlosi hjá búfenaði . .Ekki virtist þó mikið fara fyrir áhuga á að kanna þetta betur hjá fréttamanninum því hann lét sér nægja svar Norðuráls um að allt væri í lagi, í stað eþss að hafa samband við óháða eftirlitsaðila og athuga hvort þeir hefðu kannað þetta betur.

Fólki til fróðleiks má benda á að áhrif of mikils flúorsmagns á menn og dýr, geta verið hættuleg. Samkvæmt doktor.is eru áhrifin m.a. þessi:

"Flúoreitrun (fluorosis) í mönnum og dýrum, það er þegar flúorupptaka er meiri en hæfilegt er í lengri eða skemmri tíma, kemur fyrst fram í bein- og tannvef. Í mönnum kemur þetta fyrst fram í blettum á glerungi og í kjölfarið fylgja skemmdir á tönnum. Í kindum getur komið fram svokallaður gaddur, sem er ofvöxtur í vissum tönnum. Önnur áhrif í mönnum eru liðverkir og aukin beinmyndun og áhrif á hjarta og æðakerfi.

Langtíma ofneysla getur jafnvel leitt til vansköpunar og má sjá slík áhrif á einstöku stöðum í heiminum þar sem neysluvatn er of flúorríkt."

Seinna atriðið sem hann sagði okkur var þó ekki staðfest en samt umhugsunarvert ef rétt reynist. Einhverra hluta vegna hafði vinnufélagi hans látið efnagreina lambalæri sem hann hafði tekið með sér til heimkynna sinna erlendis. Niðurstöðurnar voru ekki beint fallinn til þess að viðhalda ímynd hins hreina og náttúrulega lambakets frekar en álverketið frá Grundartanga. Í lærinu hafði greinst nefnilega óvenjulega mikið magn geislavirkra efna en það skal tekið fram að það þarf alls ekki að vera hættulegt. Rannsóknarstofan sem hafði enga vitneskju um uppruna kjötsins, hafði hugsanlegt að miðað við magnið, þá gæti lærið góða e.t.v. verið af frægu svæði sem kallast Chernobyl eða þar í kring. Vinnufélaginn kvaðst hafa sent niðurstöðurnar til Geislavarna ríksins með ábendingu um þetta, en hafði ekki fengið svar um hvort þetta væri innan marka og einnig hvort þetta teldist eðlilegt her á landi.

Maður veltir því fyrir sér að lokum, hvort það sé ekki kominn tími á öflugra eftirlit og að tekið sé á svona mengunarmálum. Íslenska lambakjötið skiptir marga Íslendinga máli, bæði sem neyslu-afurð og svo sem atvinnuvegur sumra. Að sama skapi, þá er það ekki ásættanlegt að svona sé ekki rannsakað af eftirlitsaðilum, heldur virðist hagsmuna-aðila látið það eftir að sjá um þetta.

Fyrir flesta skiptir þetta einnig máli þegar kemur að heilsu til frambúðar og einnig heilbrigðiskerfið sem slíkt því ef Íslendingar fara að breyats í tannlausa, liðaverkjand þjóð út af menguðu lambakjöti þá má búast við álagi á kerfið.

AÐ lokum þá hafa Íslendingar verið að gorta sig af og auglýsa lambakjötið sem hreina náttúruafurð og að það sé best í heimi og alt eftir því. Ef ekki er reynt að standa undir því, heldur látið eftir hagsmunum mengandi stórfyrirtæki sem skaða þessar neysluvörur, þá legg ég til að hætt verði að nota þessi hástemmdu lýsingarorð um íslensku kindina á borð við hreinasta kjötið. Í staðinn sting ég upp á að skipt verði um slagorð og þetta tekið upp í staðinn:

Cherno lamb- Fyrir þá sem vilja glóa í myrkri!

 

 


Bloggfærslur 24. júlí 2008

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband