Illska kerfiskalla

Ein mesta skömm okkar Íslendinga var þegar íslenskir stjórnmálamenn og kerfiskallar ákváðu að senda gyðinga aftur til Þyskalands þar sem þeirra beið ill meðferð og síðar meir dauðabúðir nasista. Eftir að örlög gyðinga urðu ljós eftir stríð, þóttust sömu menn lítið kannast við framferði sitt og að þeir hefðu ekki vitað að það yrði farið illa með gyðinga í Þýskalandi nasimans, jafnvel þótt það hafi frést af meðferðinni í Dachau og Buchenwald hingað til lands fyrir stríð og Kristalsnótt gerði heimsbyggðinni ljóst hvað var í gangi.

Þetta ofangreinda getur ekki annað en skotið upp í kollinn þegar kemur að máli Paul Ramses og fjölskyldu og framferði íslenskra stjórnvalda. Í stað þess að úrskurða um málið ákváðu kerfiskallar og lítlmenni, að betra væri að splundra upp fjölskyldunni og senda Paul til Ítalíu þar sem hann fer aftast í langa, langa, langa röð í fjansamlegu landi, þ.e.a.s. ef ítölsk stjórnvöld sem þykja ansi fjandsamleg innflytjendum, flóttamönnum og múslimum í dag, senda hann ekki beint til Kenýa þar sem hann verður líklegast færður upp að veggnum og hnakkaður.  Við bætist svo að næsta skref er að senda konu hans til Svíþjóðar með sex vikna gamalt barn og allslausa og án eiginmannsins, þá get ég ekki annað en spurt hverskonar illmenni fara með völd á Útlendingastofnun? Eru menn gersamelga sneyddir öllu sem heitir mennska og mannúð þarna? Eru menn búnir að gleyma að það er til nokkuð sem heitir mannréttind, nokkuð sem ríkistjórnin ætlaði sér að vera meðal fremstu þjóða í framkvæmd á? 

En svo veltir maður fyrir sér spurningunni með málsmeðferðina, ástæður og hvernig var staðið að henni. Paul kemur hér í desember og sækir um hæli. Kerfið dregur lappirnar og svarar honum ekki þrátt fyrir fjórar yfirheyrslur 'utlendingastofnunar yfir honum og óstaðfestar fréttir hér á blogginu segja að málið hafi veirð komið inn á borð utanríkisráðuneytis í mars. Skyndilega er svo ákveðið að taka ekki mál hans fyrir og hann sendur með hraði út úr landi og yfirklór byrjað til að reyna að breiða yfir ástæðurnar. Falið er á bak við að þetta sé lögmætt sem er klassík þegar kemur að réttætingu illverks kerfiskalla og vísað til Dyflinnarsamkomulags sem réttlætingu, samkomulags sem segir að ríki þurfi ekki að gera það sem var framkvæmt í morgun og nú að ekki væri hægt að fara yfir mál Pauls þar sem kona hans var ólöglegí  landinu.....hvernig komst hún inn í landið ólöglega? Rann út dvalarleyfi hennar vegna seinagangs sálarlausra kerfiskalla? Ef svo er, hvers vegna á þá að refsa henni og Paul fyrir það?

Þetta er sú ástæða sem mér dettur til hugar, að Haukur Guðmundsson og aðrir starfsmenn 'utlenidngastofnunar hafi einfaldlega ákveðið að losa sig við Paul og fjölskyldu til að þurfa ekki að vinna vinnuna sína og biðjast afsökunar á seinaganginum, seinagangi sem virðist ekki vera til þegar kemur að því að redda ríkisborgararétt handa tengdadóttur ráðherra svo hún geti komist á námslán. Maður er nokkuð sannfærður um það að ef Paul hefði verið tengdasonur einvhvers ráðherrans, kannski Björns Bjarna sjálfs, þá væri hann kominn með dvalarleyfi, ríkisborgararétt og prófessorstöðu í Háskólanum við hliðina á Hannes Hólmsteini og það allt saman fyrir síðustu áramót.

Svo skjóta þó aðrar grunsemdir upp í kollinn á manni einnig þegar sést að Útlendingastofnun hefur stundað þetta grimmt á síðasta ári að senda fólk til annars lands og láta úrskurða um hælisleit þar, hvort þetta sé leynileg stefna Björns Bjarnasonar í innflytjendamálum þar sem notað eru brögð kerfisins sem fáir frétta af, til að hindra að flóttamenn komi til landsins. Eini munurinn kannski á þeim málum og nú, að þettta rataði í fréttirna. 

Svo er líka þriðji möguleikinn, að Haukur GUðmundsson og Björn Bjarnason hafi einfaldlega fundið gamalt skilti sem nasistar gáfu íslenskum ráðamönnum til að hafa við vegabréfshliðið, í heimsókn sinni hingað. Þeir hafi ekki viljað henda því en ákveðið að breyta áletrunni og það sett upp á vegg í mötuneyti Útlendingastofnunnar með þessari áletrun:

SCHWARZE VERBOTEN!

 


mbl.is Eiginkona Ramses ólöglega í landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. júlí 2008

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband