2.1.2009 | 00:55
Mótmælin á gamlársdag og Ari Edwald
Ég er einn af þessum skríl, lýð, atvinnumótmælenda, VG-pakk, krakki og öllum öðrum nöfnum sem maður er víst kallaður af smáborgaralegum unnendum spillingar, sem mætti á mótmælin við Hótel Borg sem fara líklegast í annála. Í dag hef ég aðeins fylgst með umræðunni, horft á myndbönd, skoðað ljósmyndir o.fl. og langar að setja mitt sjónarhorn inn um þetta, enn einn vitnisburð þeirra sem voru þarna en sitja ekki í sófanum sínum með blammeringar og stimplanir á okkur "skrílinn", og kannski skilja ekki hvað er að fara að gerast á þessu ári og því næsta sem verður mun verra að öllum líkindum.
Atburðarrásin er eins og ég sá hana frá mínum sjónarhóli inn í portinu, er frá mínum sjónarhóli séð svona. Eftir að einhverjir klifruðu inn í portið og opnuðu hliðið þar, þá fór fólk þar inn og ég þar á meðal, ásamt tveimur félögum mínum sem voru líkt og ég að taka myndir. Fólk var þá komið inn á Hótel Borg og ég sá nú ekkert hvað var að gerast þar inni og get því ekki borið vitni til um það. Lögreglumenn héldu sig frá, tvístigandi bak við eitt hlið þar og litu flestir út fyrir að vera óviljugir til að fara að standa í einhverju stappi, enda í sama helvítis fokking fokkinu og við hin. Svo tók maður eftir því að þar var kominn einhver yfirstjórnandi sem fór að gefa fyrirskipanir og stuttu síðar færði lögreglan sig inn að mótmælendum. Um tíma stóðu þeir þar, þar til nokkrir lögreglumenn fóru inn og var þeim hleypt góðfuslega í gegn af fólki, enginn var að veitast að þeim eða hrópa að þeim heldur flestir talið að þeir ætluðu bara að ýta fólki út eða taka sér öryggisstöðu inni. Loks tóku sér lögreglumenn stöðu í dyrunum, til að hleypa ekki neinum inn.
Í framhaldi af því, þá verða kaflaskipti þegar gasinu er beitt þar inni og maður heyrir sársaukaöskur í fólki þar, sem er innikróað. Ég get vel skilið að lögreglan hafi ætlað sér að koma fólki út, en að innikróa það til að beita vopnum gegn fólki, er ekki beint til þess fallið að róa ástandið niður, og líklegast hefðu nú gamlir jaxlar á borð við Geir Jón getað komið fólki þarna út með góðu. Við þetta verða margir reiðir og reiðin beinist í átt að lögreglunni fyrir þetta. Það er hrópað að þeim,og loks er byrjað að syngja og senda þeim fingurinn. Þá stormar fram foringinn með kalltækið sitt, gargar að fólk sé með ólögleg mótmæli sem ég skil ekki hvernig hann fær út, tilkynnir í kalltækinu sem varla heyrist í, fyrir öðrum hávaða, að beitt verði táragasi. Maður hugsaði með sér þá, hvað í andskotanum er í gangi í kollinum á þessum manni, að gasa fólk fyrir að hrópa og syngja?
Skyndilega brjótast svo fram GAS-man og félagar, og byrja að sprauta á fullu eins og óðir yfir fólkið sem sumir hverjir höfðu lyft höndum upp til að sýna að það væri óvopnað og ekki með neitt ófriðsamegt í huga, á meðan aðrir lögreglumenn byrja að rífa þá upp sem sátu eða vísa fólki í burtu. Einn fór upp að mér og bað mig um að fara í burtu og hlýddi ég fyrirmælum, lyfti upp höndum til að sýna að ég væri friðsamelgur, en komst ekki mikið þar sem fólk hreyfðist hægt í burtu. Lögreglan hélt áfram að ýta við bakinu á manni með kylfunum upp að mannlegri keðju þarna og var ég orðinn fastur upp við. Viðkomandi lögreglumaður hvæsti þá á mig að hreyfa mig en ekki náði ég að svara honum um að slíkt væri ekki hægt, þareð keðjan losnaði og skyndilega fannst mér eins og e.t.v. öðrum, að verið væri að ýta mér upp að þar sem verið var að gasa fólk. Úðiinn fannst manni vera orðinn aðeins of nálægt og ég játa að ég hefði misst allt álit á lögreglunni ef þeir hefðu ýtt manni bununa sem stóð frá þessu árásarvopni.
Svo fór nú ekki og fór maður út úr sundinu klakklaust og án þess að vera gasaðureða verra. Eftir á, stóðum við félagarnir og fylgdumst með m.a. gömlum, reiðum manni sem hafði veirð þarna í sundinu að ég held, sem las yfir lögreglumönnunum pistilinn fyrir að hafa úðað yfir fólk sem hafði ekki gert neitt nema vera í sundinu. Fólk fyrir utan Borgina, var margt hvert yfir sig hneykslað á gasárás lögreglunnar, því þetta fyrir utan var árás en ekki vörn eða nauðsyn. Ég ætla þó mér ekkert að réttlæta það sem gerðist inn á Borginni, og ekki sæmandi að beita aðra manneskju ofbeldi, og finnst það einnig ömurlegt að lögreglumaður hafi endað á spitala. Ég skil svo sem ofsareiðina sem greip um sig af hálfu þessa einstaklings, að rífa upp grjót og henda efitr gasárásina, en það réttlætir það engan veginn ekki. Mér finnst eiginlega að við mótmælendur ættum að rölta með konfekt og blóm niður á lögreglustöð og biðja félaga hans um að koma þeim til skila, svona um leið og við lesum þeim pistilinn fyrir yfirgengilg viðbrögð fyrir utan hús. Ég er nefnilega hræddur um að þetta atvik leiði bara til dýpra vantrausts í garð lögreglunnar sem bitnar á heiðarlegum mönnum þar, en ekki vanhæfri yfirstjórn, sem vernda hina raunverulegu glæpamenn í landinu vegna flokks- og vinatengsla. Hinir almennu lögreglumenn eru nefnilega engir sökudólgar, heldur eru í óþægilegri stöðu á milli steins og sleggju og ég efast ekki um að þeir vildu frekar vera að handtaka auðmenn, bankamenn og spiltla stjórnmálamenn fremur en að berja á fólki sem er í sama skítnum og þeir sjálfir.
En þá að öðrum hlut í tengslum við þessi mótmæli og það er Stöð 2 og Ari Edwald. Ég er enn að reyna að átta mig á hvað Stöð 2 var að hugsa fyrir það fyrsta að hafa Kryddsíld eftir allt saman, þátt þar sem úr sér gengnir stjórnmálamenn og atvinnugasprar sem njóta einskis trausts lengur, troða út á sér belginn og láta út úr sér sömu þvæluna enn og aftur, í andvana skilningsleysi á því hversvegna fólkið fyrir utan borðar ekki bara kökur þegar brauðið klárast.Einnig hefði þeim átt að vera ljóst og fullkunnugt um að mótmæli væru fyrihuguð við Borgina. Kannski var það ætlunin, að hleypa smá fjöri í hrútleiðinlegan þátt og reyna að búa til smá fjör, hver veit?
Á sama tíma þvældist fólk fyrir utan frá þeim að taka viðtöl við mótmælendur og eins og venjulega, reyndu þeir mikið til þess að reyna að gera lítið úr fólki með barnalegum og háflvitalegum spurningum, sem kokkaðar voru upp í Valhöll. Fjölmiðlar hérlendis hafa hingað til nefnilega tekið afstöðu með valdinu í gegnum tíiðina, svona í svipuðum dúr og aðrir sambærilegir fjölmiðlar erlendis:Fox news, Pravda og TASS svo maður nefni dæmi. Engin breyting virðist vera á þessum þankagangi hjá Fréttastofu Stöðvar 2, enda kannski erfitt þegar þeir vinna fyrir gerendur hrunsins og í meðvirkni sinnni vilja vernda höndina sem gefur þeim að éta og segir þeim jafnvel hvað þeir eigi að hugsa og segja.
Maður var því þokkalega undirbúinn undir fréttaflutning Stöðvar 2 sem var orðinn að þáttakanda í frétt og kastaði í burtu þykjustuhlutleysinu sínu sem er ágætt mál því engum þarf að dyljast það lengur með hverjum þeir standa. Hefðbundin frétt sást frá þeim þar sem reynt var að draga upp þá mynd að mótmælendur væru vondir ofbeldismenn upp til hópa, örugglega eitthvað sem Ari Edwald hefur heimtað til réttlætingar orða sinna um "vopnaða glæpamenn".Var fólk að beita vopnum þarna fyrir utan grjót tekið upp í reiði? Og hvað með þessi skemmdarverk? Það sést bara einn bruninn kapall, nokkuð sem gerðist eftir að lögreglan beitti táragasi. Hvaða aðrar skemmdir áttu að vera framdar á tækjum Stöðvar 2? Og já, er gasárás ekki nógu hart að þínu mati? Hvað vildirðu, Ari? Að lögreglan myndi hefja skothríð á fólk?
Ari Edwald má þó eiga það að hann kallaði fram reiði hjá manni og einstaklega mikla klígju yfir Ara sem minnti mann helst á þa atvinnurekendur og landeigendur fyrr á öldum sem letu berja og myrða fólk sem barðist fyrir réttindum verkafólsk. Sór ég þess eið að ég myndi aldrei gerast áskrifandi að Stöð2 eftir þau orð, og var hálffúll yfir því að vera ekki áskrifandi, því ég hefði getað sagt upp áskriftinni með þeim formerkjum. Ari Edwalds er nefnilega einn af þeim mönnum sem hafa átt þátt í að setja landið á hausinn því fyrir utan það að vera stjórnandi einstaklega skuldsetts Baugs-fyrirtækis og hafa sukkað með lífeyrissparnað fólks, þá var hann einn af þeim félögum í Viðskiptaráði sem þrýsti á ríkistjórnina og mótaði aðgerðarleysisstefnu gagnvart fjármálaglæpum og glæframennsku því eins og Viðskiptaráð sagði, þá ættu fyrirtæki að sjá um að móta reglur sjálf um sig, ekki ríkið sem ætti ekki að skipta sér af starfsemi fyrirtækja á neinn hátt. En hverjir eru í Viðskiptaráði með Ara? Klingja einhverjar bjöllur við nöfn manna á borð við Lárus Welding, Erlend Hjaltason forstjóra Exista o.fl slíkt lið sem hefur framkallað þjóðargjaldþrot? Viðskiptaráð hefur nefnilega í gegnum tíðina fengið um 90% af sínum hlutum í gegn, vegna náinna tengsla í gegnum Sjáflstæðisflokkinn og afleiðingarnar sjáum við nú með efnahgshruninu.
Takki, Ari fyrir það, og vonandi verða fleiri sem þakka þér fyrir þinn þátt í ástandinu, með því að segja upp áskrfitinni að Stöð 2 og hætta viðskiptum við fyrirtæki sem þú kemur nálægt.
Hér eru svo hlekkir á skrif fólks af staðnum, ljósmyndir og videó af mótmælunum svo fólk geti séð þetta frá sem flestum sjónarhornum:
http://birgitta.blog.is/blog/birgitta/entry/758972/
http://hehau.blog.is/blog/hehau/entry/759218/#comment2063228
http://salvor.blog.is/blog/salvor/entry/759037/
http://eyjan.is/blog/2008/12/31/myndband-fra-hotel-borgar-motmaelum/
http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/759143/
http://skessa.blog.is/blog/skessa/entry/758550/
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
Bloggfærslur 2. janúar 2009
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
-
don
-
soleys
-
tharfagreinir
-
sigurgeirorri
-
neddi
-
smali
-
omnis
-
nanna
-
baldurkr
-
siggi-hrellir
-
gorgeir
-
paul
-
geimveran
-
skari60
-
semaspeaks
-
vest1
-
thj41
-
gudrunlilja
-
zeriaph
-
siggisig
-
gudbjorng
-
svatli
-
athena
-
ace
-
ragnarb
-
einarolafsson
-
amadeus
-
brell
-
thorsaari
-
tbs
-
vilhjalmurarnason
-
patent
-
jennystefania
-
drum
-
folkerfifl
-
larahanna
-
ragnar73
-
hildurhelgas
-
ladyelin
-
sigurduringi
-
sij
-
hedinnb
-
valgeirskagfjord
-
hehau
-
baldvinj
-
jonarnarson
-
olinathorv
-
saemi7
-
agustg
-
ingaragna
-
liljaskaft
-
astajonsdottir
-
reisubokkristinar
-
lehamzdr
-
sparki
-
malacai
-
leifur
-
evaice
-
gus
-
tryggvigunnarhansen
-
kjarri
-
vistarband
-
fun
-
einari
-
spurs
-
annaeinars
-
gattin
-
kaffistofuumraedan
-
launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar