Valhallarhneykslið: EInkavæðing HS, tengslanetið og var styrkurinn liðkun fyrir einkavæðingu?

Frá því að Valhallarhneykslið komst í fjölmiðla, þá hefur hver sprengjan fallið á fætur annari og varnir FL-okksmanna, verið hefðbundnar. Fyrst steig fram fyrrum formaður og tók við syndunum enda orðin hálfgerð ruslakista fyrir allar syndir FL-okksins og þegar það dugði ekki til að þagga niður umræðuna, þá var gripið til hefðbundnar Baugs-varnar með Samflylkinguna og benda þangað.  Það sprakk í andlitið á FL-okksmönnum svo. Framkvæmdastjórinn núverandi lét sig hverfa næst með þeim orðum, að hann hefði ekki komið nálægt þessu og fyrrum framkvæmdastjóri þóttist ekkert vita frekar en miðstjórn og fjáröflunarnefndir flokksins. Að lokum gáfu sig fram tveir menn sem sögðust hafa reddað styrknum fyrir hönd Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, Þorsteinn M. Jónson, stjórnarmaður í FL Group og Steinþor Gunnarsson, yfirmaður í Landsbankanum. Við það átti málið að falla dautt niður og þetta væru "mistök" allt saman.

En er það nægilegt? Er ekki talsvert af spurningum ósvarað um vitneskju manna? Hversvegna er þetta fé gefið? Hvað ætluðust menn að fá í staðinn? Hversvegna er styrkurinn settur fram á þessum tíma? Og svo það sem verið hefur reynt að beinta athyglinni frá, tengslin við REI-málið og það sem er upphafið: að þessu öllu: tengist þessi styrkveiting einkavæðingu á HS?

Í nýlegri færslu hjá Láru Hönnu má lesa ágæta og mjög ítarlega grein Péturs Blöndals blaðamanns, um ferli REI-málsins og því óþarfi að fara nánar út í það sem stendur. Aftur á móti þegar nú þessir"styrkir" hafa komið í ljós, þá er vert að skoða hvað var í gangi á þessum tíma, og það er ekki bara stofnun Geysis Green Energy, heldur einnig einkavæðing HS, sem virðist tengja þessu ferli öllu.

Skoðum smá tímalínu í tengslum við einkavæðingu HS og stofnun GGE.

  • 20. desember Árni Matthíasen fjármálaráðherra og Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, fela einkavæðingarnefnd á fundi, að einkavæða hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Á sama fundi er bréf tekið fyrir þar sem Glitnir lýsir áhuga sínum á að kaupa HS.
  • 29. desember Greiðsla FL Group, eins af eigendum Glitnis, upp á 30 milljónir berst inn á reikning Sjálfstæðisflokksins. Um svipað leyti eru greiddar 25 millur frá Landsbankanum.
  • 1. janúar Lög um styrki lögaðila taka gildi.
  • 7. janúar Glitnir og FL Group stofna fyrirtækið Geysir Green Energy ásamt  VGK-hönnun.
  • 2. febrúar Reykjanesbær kaupir 2,5% hlut í GGE fyrir 175 milljónir. 
  • 30. apríl GGE eignast hlut ríkisins, til viðbótar hlutnum í HS frá Reykjanesbæ. Samtals er GGE með 32% og reyndi síðar meir að eignast meir, bæði um sumarið og svo hefði REI-sameiningin skilað um 48% hlut í HS.

Þennan hluta styrkja-málsins finnst mér lítið hafa verið spáð í, sérstaklega einkavæðingarnefnd, leikmenn þar og í bönkunum eða það sem kallast tengslanetið. Það er nefnilega þannig með íslensk stjórnmál og viðskipti, að það nægir ekki að elta peninginn, það verður líka að skoða mennina sem hafa hagsmuni af peningunum, hverjum þeir tengjast og hver eru tengslin í viðskipta- og stjórnmálalífinu.Tengslanetið er kannski flókið og því miður gat ég ekki græjað skyringamynd.

Byrjum á því að skoða einkavæðingarnefnd, hverjir sátu þar þegar þessi einkavæðing átti sér stað.

  • Baldur Guðlaugsson-ráðuneytistjórinn sem seldi í LÍ kortér fyrir hrun og Sjálfstæðismaður.
  • Illugi Gunnarsson-Sjálfstæðismaður
  • Jón Sveinsson-Framsóknarmaður?
  • Sævar Þór Sigurgeirsson-Ekki viss um fyrir hvorn flokkinn hann starfaði fyrir í nefndinni.

Skoðum tvær staðreyndir með þessa menn.

Síðar meir þá tók Illugi Gunnarsson það hlutverk að sér, að gerast stjórnarmaður í Glitnir sjóðum.

Jón Sveinsson, Baldur Guðlaugsson og Sævar Þór Sigurgeirsson, tóku allir þátt í einkavæðingu bankanna, á sínum tíma og sátu í þessari nefnd. Þessi nefnd hafði tvo starfsmenn á sínum tíma við einkavæðingu bankanna: Skarpheðinn B. Steinarsson og Guðmund Ólason. Þetta er gott að hafa í huga þegar kemur að stjorn Glitnis og FL Group.

Á þessum tíma eru FL Group og Milestone nokkuð ráðandi eigendur í Glitni. Werners-bræður, Hannes Smárason o.fl. þeim tengdir sitja í stjórnum eða taka sæti í stjórn Glitnis á þessum tíma.

Skoðum nú nokkra menn sem tengjast Glitni í stjórn, og eða starfa þar á þessum tíma.

  • Skarphéðinn B. Steinarsson-Stjórnarmaður sem starfaði fyrir einkavæðingarnefnd og þá menn sem sitja þar. Einnig í stjórn FL Group.
  • Guðmundur Ólason-Stjórnarmaður sem starfaði fyrir einkavæðingarnefnd og þá menn sem sitja þar. Framkvæmdastjóri Milestone.
  • Árni Magnússon-Fyrrum ráðherra Framsóknarflokksins og framkvæmdastjóri hins nýlega orkusviðs Glitnis.
  • Jón SIgurðsson-stjórnarmaður og aðstoðarforstjóri FL Group. 
  • Þorsteinn M. Jónsson-Varastjórn Glitnis(frá febrúar 2007 allavega, gæti verið fyrr) og sá sem reddaði pening frá FL Group, fyrir Sjálfstæðisflokkinn
  • Einar Sveinsson-Stjórnarformaður, frændi Bjarna Benediktssonar, eigandi í BNT hf(N1) og stjórnarmaður í Sjóvá-Almennum, sem er í eigu Milestone.

Þá skulum við skoða næst hverjir sitja í stjórn FL Group og/eða tengjast nánum böndum.

  • Jón Ásgeir Jóhannesson-Stjórnarmaður sem varla þarf að kynna
  • Þorsteinn M. Jónsson-Varaformaður stjórnar FL Group og sá hinn sami og sótti styrkinn fræga.
  • Skarphéðinn B. Steinarson-Stjórnarformaður og sá sem vann eitt sinn fyrir einkavæðingarnefnd.
  • Kristinn Björnsson-Stjórnarmaður, þekktur úr olíusamráðinu, og fyrirtæki í hans eigu er næststærsti eigandi FL Group á þessum tíma. .Einnig stjórnarmaður i Sjóvá og Árvakri.

Á þessum tíma, séu heimildir mínar réttar, þá voru stærstu eigendurnir Oddaflug Hannesar Smára, Baugsmenn og fyrirtæki Kristinss Björnssonar. Einnig er áhugavert að sjá að Glitnir á í eigenda sínum smá hlut.Í

framhaldi af þessu er vert að skoða Reykjanesbæ, og tengslanetiðá þessum tíma. Þetta er þó aðeinsþað sem maður fann í fljótu bragði.

  • Reykjanesbær á fyrirtækið Fasteign hf. til heilminga við Glitnir. Þetta fasteignafélag sér um rekstur fasteigna bæjarins.
  • Árni Sigfússon er bæjarstjóri fyrir Sjálfstæðisflokkinn og bróðir hans heitir Þór Sigfússon.
  • Þór Sigfússon er forstjóri Sjóvá-Almennra, stjórnarformaður Árvaks á þessum tíma og framkvæmdastjóri SA.  Werners-bræður eiga góðan hlut í Glitni og á Sjóvá-Almennar, í gegnum Milestone, Þáttur og önnur fyrirtæki.

Það er vert að minnast þess einnig í framhjáhlaupi að einkavæðing varnarliðssvæðisins, tengdist einnig fyrirtæki í eigu bróður Árna Matt, fjármálaráðherra og Þórs Sigfússonar, og ef mig minnir rétt, þá var Reykjanesbær einnig tengdur því máli. Þori samt ekki að fara með það.

En allavega svo við snúum okkur að aðalmálinu. Það þarf varla neinn eldflaugasérfræðing til að fara að tengja saman tengsl manna í viðskiptalífi og stjórnmálalífi þegar kemur að einkavæðngu HS í gegnum stjórnir fyrirtækjanna sem tengjast því máli, og svo maður reyni að draga saman þessi flóknu tengsl.

  • FL Group sem greðir 30 milljónir til Sjálfstæðisflokksins, fer með stóran eignahlut í Glitni.
  • Milestone á einnig stóran hlut í Glitni. Milestone er einnig eigandi Sjóvá-Almennra.
  • Í stjórn Glitnis og FL Group sameinast menn sem hafa náin tengsl við einkavæðingarnefnd, Sjóvá Almennar og Sjálfstæðisflokkinn.
  • Í gegnum Glitni og Sjóvá-Almennar, eru svo sterk tengsl við Reykjanesbæ.

Einnig þegar tímalínan er skoðuð, þá verður varla hægt að draga aðra ályktun en þá, að þessar 30 milljónir voru til þess að liðka fyrir einkavæðingunn á HSi.Landsbankinn(sem var reyndar einnig 8-9 stærsti eigandi í FL Group) var þar að auki einnig að hugsa sér til hreyfings á þessum markaði og því mjög líklegt að einmitt í gegnum flokkinn hafi borist þau skilaboð: "Ef þú vilt vera með í leiknum, þá þurfið þið að borga ykkur inn í hann." Hugsanelga hefur átt Landsbankinn að fá Landsvirkjun eða annað orkufyrirtæki síðar um árið og með þeim rökum að það gengi ekki að ríkið væri í samkeppni við einkafyrirtækið HS eða álíka klassísk rök frjálshyggjumanna þegar kom að einkavæðingunni.

En hversvegna draga menn þá ályktun að það þurfi að liðka fyrir einkavæðingunni? Er það ekki e.t.v. að fenginni reynslu?Þegar haft er í huga að einkavæðingarnefnd var að mestu leyti skipuð mönnum sem sáu um einkavæðingu bankanna á sínum tíma, að innan Glitnis og FL Group voru menn sem þekktu til hvernig hlutirnir gengu fyrir sig, þá getur maður ekki annað en skellt fram þeirri stóru spurningu: Var þetta svona líka þá? Nú sér maður að Illugi Gunnarsson fær stjornarset innan Glitnis eftir þetta, var það eðlilegt eða tengist það störfum hans í einkavæðingu HS?  Þarf ekki að opna bókhald flokkana mun lengra aftur í tímann en bara 2006?Þarf ekki að opna einnig prófkjörs-fjármálin aftur í tímann?

 


mbl.is Svandís skorar á Guðlaug Þór og Vilhjálm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá skilaboð til kjósenda!


Bloggfærslur 13. apríl 2009

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband