Hvar er sómatilfinningin?

Þetta er bara eitthvað lið sem hefði átt að vita betur. Klikkað lið sem getur bara sjálfu sér um kennt.

Hverju er þessu liði að mótmæla? Það getur bara sjálfu sér um kennt.

Aumingjar sem hafa ekkert betra að gera en að mótmæla. Helvítis atvinnumótmælendur.

Lið með frekju og yfirgang sem á að horfa í eigin barm, það á bara að halda kjafti og vera hlýðið við ríkistjórnina. Ríkistjórnin er mest og best og á að láta henda þessu mótmælendapakki í fangelsi

Þetta er einhvern veginn megin inntak margra bloggfærlsna stuðnignsmanna Sjálfstæðisflokksins í haust þegar fólk byrjaði að mótmæla aðgerðarleysi og sinnuleysi stjórnvalda. Skítnum og óþverranum var svoleiðis ausið yfir allt það fólk sem stóð sína pligt á Austurvelli og alla þá sem reyndu að gera eitthvað í átt til upplýsingar og réttlætis. Þegar svo spjótin byrjðu að beinast að Samfylkingunni, þá upphófst sami áróðurinn og skítkastið í garð þessa fólks um að það gæti sjálfu sér um kennt. Svo lauk þessu, Samfó og VG komin saman í stjórn en hvað svo?

Þessi söngur er hafinn upp á ný, en nú af hálfu stuðningsmanna stjórnvalda í garð þeirra sem telja að aðgerðir stjórnvalda í þágu heimilanna, gagnist ekki neitt. Einhvern veginn er það svo að nær því allir sem maður talar við og eru í erfiðleikum, eru á því að greiðslufrysting og greiðslujöfnun sé fyrst og fremst örlítil lenging á hengingarólinni þar sem tærnar ná að snerta stólbrýrnar og smásúrefni kemst inn um varir þínar, á meðan hægfara kyrkingin fer fram fyrir glottandi fulltrúum lánastofnanna og Intrum.

Niðurlægingarferlið sem fylgir svo greiðslu-aðlöguninni er varla manni bjóðandi þar sem kaldlyndur þjónustufulltrúi í Landsbankanum-Birkenau metur um hvort fjölsklydan eigi að vera sett í þrælabúiðr næstu árin eða áratugina með viðhaldi lána í gegnum Lánstraust eða send beint í "sérstaka meðferð" greiðslu-aðlögunar, á meðan aðhlæjandi viðskiptamenn Fjórða ríkis Frjálshyggjunar valsa þar inn á kontór bankastjóra með þingmann í eftirdragi þegar kemur að liðkun fyrirgreiðslu, niðurfellingu skulda og einhverju ódýru sem bónus s.s. húsnæði fjölskyldunnar sem bíður frammi.

Niðurlægingaferlið sem tekur við er svo jafn ómanneskjulegt og hægt er. Fjölskyldan er berstrípuð af öllum rétti til vals, fangavörður ser um að gæta þess að þau hafi rétt svo nægan mat næstu árin og þeim látið finnast eins og baggi á samfélaginu með kuldalegheitum og ógeðfelldum athugasemdum stuðningsmana stjórnvalda um að þetta sé þieim að kenna og þau séu bara pakk. Já, það er þeim að kenna að bankarnir hrundu, það er þeim að kenna að húsnæðislánin hækkuðu margfalt, það er þeim að kenna að allt hækkaði í landinu, það er þeim að kenna að fyrirtækin skertu kaup þeirra, það er þeim að kenna að þau misstu atvinnuna og það er þeim að kenna að skilja ekki að stjórnvöld séu æðislega góð með því að leyfa þeim að upplifa niðurlæginguna alla.

Ég er reiður yfir þessum upphrópunum og mannfyrirlitningu sem skín frá þessum stuðningsmönnum fjórflokkana, þegar kemur að fólki í neyð. og hræsninni sem því fylgir, sérstaklega þegar maður sá hæðnislega grein á Smugunni sem var eins og klippt út úr Staksteinum Moggans í byrjun mótmæla haustsins. Hvar er mannúðin sem á að fylgja félagshyggjunni? Hvar er samúðin með náunganum og skilningur gagnvart þeim sem reyna að berjast fyrir rétti sínum? Hvar er viðleitini til þess að hlusta á þetta fólk og reyna að hjálpa þí? Hurfu hugsjónirnar með því að "mitt lið" komst til valda?

Hjarðhugsunnin og fótboltaliðseðlið fær mann til að fyllast velgju, því munurinn á þessum stuðningsmönnum ríkistjórnar Sjálfstæðisflokks og núverandi ríkistjórnar er enginn. Það hafa bara orðið hlutverkaskipti, nú sitja Sjálfstæðismenn í stjórnarandstöðu og þykist vera vinur fjölskyldnanna í landinu þó hagsmunir LÍÚ sé það eina sem finnst í huga þeirra, Framsóknarmenn berja á brjóst sér og heimta aðgerðir í þágu heimilanna en eru með hugann allan við herbergið sitt og fyrrum stjórnarandstöðuflokkar eru í hlutverki stjórnar nú á fótboltavellinum. Og hvað hefur breyst fyrir almenning? Ekkert sem stendur, engin vonarneisti, ekkert ljós til framtíðar, bara fjas um ESB og nekt.

Ég ætla þó ekki að dæma ríkistjórnina út af borðinu strax því stuttur tími er liðinn og hún hefur lítinn tíma haft til að koma með alvöru lausnir, auk þess sem þar er margt gott fólk sem ég vona að valdi félagshyggjuhjarta mínu ekki vonbrigðum. Aftur á móti við stuðningsmenn ríkistjórnarinnar og Smugupenna sem haga sér svona með orðfari háðs og níðs í garð fólks sem er að berjast fyrir réttindum og réttlæti, fólks sem stóð með þeim í vetur og barði trommur, fólks sem sýndi samstöðu gegn sinnuleysi, aðgerðarleysi og valdhroka þáverandi ríkistjornar, þá vill ég taka mér söguleg orð öldungadeildarþingmannsins Joseph Welch, mér í munn og beina til þeirra:

"HAFIÐ ÞÉR ENGA SÓMATILFINNINGU? HAFIÐ ÞÉR GLATAÐ ENDANLEGA ALLRI SÓMATILFINNINGU?"

 


Bloggfærslur 24. maí 2009

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband