15.6.2009 | 22:56
Þegar Seðlabankinn lét gjaldeyrinn hverfa...
Þegar bankarnir hrundu og gengið með, þá varð uppi fum og fit í Seðlabankanum. Hagfræðingar Seðlabankans settust niður og hófu að semja neyðaráætlun sem ætlað var að reyna að draga sem mest úr skaðanum í kjölfar hrunsins, m.a. til að vernda gjaldeyrisforðann og draga úr gengishruninu í byrjun október. Áætlunargerðin var langt á veg komin, þegar einum hagfræðingnum varð það á að fara inn á visir.is að morgni 7. október(sami dagur og tilkynnt var um Rússalánið og Davíð mætti í Kastljós), og sá þar að gengið hafði verið fest á evrunni með fengnu samþykki forsætisráðherra, án þess að það hafi verið borið undir þá. Hagfræðingum Seðlabankans féllust hendur því þeir sáu að öll þeirra vinna var til einskis, og að afleiðingarnar af þessu athæfi, myndu hafa alvarlegar afleiðingar, sérstaklega þar sem þetta er talið óðs manns æði í því ástandi sem var þá, þ.e. gengið var á hraðri niðurleið líkt og lyftan til vítis.
.Enda fór sem fór, þessi tilraun Seðlabankans sem endar í sögubókum hagfræðinnar sem víti til varnaðar og sem aðhlátursefni í skólabókum hagfræðinga framtíðarinnar, olli því að gífurlegt magn gjaldeyris hvarf út úr landi á stuttum tíma. Var hún því skyndilega stoppuð þann 8. október með frekar loðnum skýringum af hálfu Seðlabankans sem hafði talað fyrr um morguninn að "hið lága gengi krónunnar væri óraunhæft":
"Seðlabanki Íslands hefur í tvo daga átt viðskipti með erlendan gjaldeyri á öðru gengi en myndast hefur á markaði. Ljóst er að stuðningur við það gengi er ekki nægur. Bankinn mun því ekki gera frekari tilraunir í þessa veru að sinni."
Til að útlista nánar hvað gerðist og olli því hversvegna Seðlabankinn hætti með tilraunina, þá fór af stað atburðarás innan bankanna strax í kjölfarið á opinberri tilkynningu Seðlabankans um gengisfestinguna. Verðbréf, skuldabréf og annað í íslenskum krónum var á svipstundu selt eða skipt yfir í evrur og flutt út úr landi með stórum hagnaði, sem myndaðist með þessum mun á raungengi og gengi Seðlabankans en gengi Seðlabankans í festingu var 131 kr fyrir evruna á meðan raunverulegt gengi var á þriðja hundrað ef ekki yfir 300 kr. fyrir evruna erlendis og náði víst 305 kr.. þann 9. október þegar Evrópski Seðlabankinn hætti að skrá krónu.
Til að gera sér grein fyrir því þá er ágætt að setja upp tölulegt dæmi(tölurnar eru gervi til að einfalda hlutina), sem er svona:
- Segjum að þú eigir 200 milljónir í íslenskum krónum inn á reikning, þegar bankarnir hrundu.
- Segjum að raungengi evrunnar sé 200 kr. þannig að ef þú skiptir yfir í evrur, þá færðu eina milljón evra.
- Seðlabankinn festir svo gengið á evrunni við 100 kr. í smá "tilraun" til að rétta af gengið.
- Þú skiptir krónunum þínum yfir í evrur miðað við gengi Seðlabankans, þá áttu 2 milljónir evra.
- Þú nærð því að hagnast um eina milljón evra á þessari "tilraun" Seðlabankans
En það er ekki bara það að hagnaður þeirra sem gerðu þetta, var mikill, heldur var framkvæmdin líka skuggaleg. Peningarnir voru millifærðir út úr landi í gríðarlegu magni færslna sem hafðar voru nógu lágar til að þær vektu ekki eftirtekt eftirlitsaðila né að gefa þyrfti skýringar á þeim. Ekki var heldur notast við svokölluð clearing house sem sjá um millibankaviðskipti(Reiknistofa bankanna er t.d. clearing house), heldur millifært beint inn á reikninga erlendis. Sú leið er venjulega farin í eðlilegum bankaviðskiptum. Til útskýringar þá skilst mér að clearing houses virki eins og Paypal þegar kemur að millifærslum. Þau sjá um að taka við millifærslu frá einum banka til annars, sannreyna greiðslur og ganga frá uppgjöri yfir til hins bankans. Getur sá ferill tekið allt að þrjá daga.til að tryggja þó að ekki verði bið fyrir móttakandann, þá er sendanda greiðslunnar gert það kleift að notast við yfirdrátt á meðan verið er að sannreyna og ganga frá réttu uppgjöri. Ástæðan fyrir beinni millifærslu án notkunar clearing housegæti hugsanlega verið að skera í burt millilið sem auðveldaði að rekja millifærslurnar og þá áhættu að greiðslurnar yrðu stoppaðar, ef það kæmist upp hvað væri að gerast í myrkum dýflissum bankanna.
Og hvar voru þessir erlendu reikningar? Þeir voru í bankaparadísum á borð við Lúxemborg, Kýpur, Lichenstein og annara slíkra ríkja þar sem bankaleyndin er prédikuð sem drottins orð og hægt að fela slóðir svika og pretta fjárglæframanna.
Þetta vekur upp margar spurningar, og ekki bara um hverjir hreinsuðu innan úr bönkunum, heldur einnig um Seðlabankann. Hver tók ákvörðunina um þessa tilraun og hversvegna var þetta ekki borið undir hagfræðingana? Var þrýst á viðkomandi aðila utanfrá um að gera þetta eða voru þessi heimskulegu aðgerðir, viðbrögð örvæntingarfullra manna eða manns? Gerðu viðkomandi sér nokkra grein fyrir hvað gæti gerst? Höfðu aðilarnar sem gengu svona hreint til verks innan bankanna, vitneskju um ákvörðun Seðlabankans fyrirfram? Og svo, stóra spurningin: hversu mikið fjármagn fluttist út úr landi á þessum stutta tíma og hversu mikið tapaði þjóðin af gjaldeyrisforðanum á þessari "tilraun"?
En hvort sem þessum spurningum fæst svarað af hálfu stjórnsýslunnar og Seðlabankans, þá er eitt ljóst: þessi aðgerð Seðlabankans olli því að þeir sem vildu koma fénu sínu út úr landi, gátu gert það með hagnaði.
Að lokum smá eftirmáli um þennan pistil, sem hefur verið tilbúinn hjá mér um tíma og er m.a. ætlað að svara nokkrum spurningum/athugasemdum fyrirfram. Hlutirnir gerðust hratt í byrjun otkóber og fáir veittu þessari tilraun bankans athygli því þessi gjörningur týndist í stórfréttum af frægu Kastljósviðtali við Davíð Oddson og setningu hryðjuverkalaganna. Þegar leið á veturinn byrjaði maður að heyra meir og meir um þennan bita í stóra hrunspilinu og að lokum þá fékk maður söguna alla frá ónafngreindum en mjög áreiðanlegum heimildarmönnum.Ástæðan fyrir því að birting þessa pistis hefur dregist er óttinn við það að hann myndi týnast í öllum stórfréttunum líkt og á sínum tíma. Hinsvegar að ég hafði fréttir af því að fyrirspurn hafði borist til Seðlabankans, í tengslum við hversu mikið hvarf af gjaldeyrisforðanum þessa tvo daga. Hafði ég vonast eftir því að geta sett tölurnar inn til að sýna hversu mikið hefði horfið af gjaldeyri út úr landi á þessum tveimur dögum, en Seðlabankinn hefur víst ekki enn svarað beiðninni þrátt fyrir að frestur samkvæmt upplýsingalögum sé útrunninn.
Einnig lifði maður í þeirri von að fjölmiðlar fjölluðu um þetta eða fréttist eitthvað frá FME um þetta, en það tekur víst ekki nema örfáa vinnudaga fyrir þá að sannreyna og samkeyra gögn um færslur frá landinu þessa daga, vegna þess hversu afmarkað tímabilið er. Úrkula vonar um að eitthvað kæmi frá þeim að fyrra bragði, þá ákvað ég að tiltaka af skarið og koma þessu á framfæri, vitandi að þetta verða líklegast stimplað sem staðhæfingar eða fullyrðingar. Ég vona þó að sannleikurinn um hvað gerðist innan veggja Seðlabankans og bankanna þessa tvo daga, komi í ljós, máli mínu til sönnunar.
Að endingu, þá vill ég taka það fram að ef villur reynast í textanum varðandi "clearing houses" þá skrifast það alfarið á mig þrátt fyrir tilraunir ágæts bankamanns til að troða skilningi á þeim, í koll minn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 15. júní 2009
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
-
don
-
soleys
-
tharfagreinir
-
sigurgeirorri
-
neddi
-
smali
-
omnis
-
nanna
-
baldurkr
-
siggi-hrellir
-
gorgeir
-
paul
-
geimveran
-
skari60
-
semaspeaks
-
vest1
-
thj41
-
gudrunlilja
-
zeriaph
-
siggisig
-
gudbjorng
-
svatli
-
athena
-
ace
-
ragnarb
-
einarolafsson
-
amadeus
-
brell
-
thorsaari
-
tbs
-
vilhjalmurarnason
-
patent
-
jennystefania
-
drum
-
folkerfifl
-
larahanna
-
ragnar73
-
hildurhelgas
-
ladyelin
-
sigurduringi
-
sij
-
hedinnb
-
valgeirskagfjord
-
hehau
-
baldvinj
-
jonarnarson
-
olinathorv
-
saemi7
-
agustg
-
ingaragna
-
liljaskaft
-
astajonsdottir
-
reisubokkristinar
-
lehamzdr
-
sparki
-
malacai
-
leifur
-
evaice
-
gus
-
tryggvigunnarhansen
-
kjarri
-
vistarband
-
fun
-
einari
-
spurs
-
annaeinars
-
gattin
-
kaffistofuumraedan
-
launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar