22.6.2009 | 20:46
Til fjandans með fullveldið!
Frá því að IceSave eða IceSlave-umræðan hófst hér nýverið, þá hef ég verið að reyna að gera upp hug mnn varðandi það, sem hefur gengið erfiðlega hingað til vegna þess að góðar greinar með og á mót samningnum, hafa talsvert týnst í upprópunar-umræðu þar sem gargarð svo hátt fullyrðingar um landráð, fullveldisafsal, svo hátt á vefsíðum og í umræðuþáttum, að maður sá fyrir sér æðarnar tútna út og sprengja kolli viðkomandi með tilheyrandi lblóð- og heilagumsi dreift yfir tölvuskjá og herbergi viðkomandi.. Semsagt umræða af því tagi sem fær mann til þess að fá mun frekar samúð með ræstingakonunni sem þarf að spúla líkamsleifarnar í burtu eftir þá sprengingu fremur en málstaðnum.
En þessi umræða leiddi mig samt í smá hugleiðingar út af þessu og um upphrópunina um fullveldið og þann hóp sem hefur sig mest frammi í þeim. Það rann nefnilega upp fyri rmér ljós, hverjir eru það sem eru að tapa sér hvað mest, og það eru þeir sem notast við sömu gífuryrði og upphrópanir í ESB-umræðunni, menn sem eru að reyna að nýta sér IceSave-málið til fylgisaukningar við sinn málstað, fyrst og fremst með því að spila á þjóðernishyggju með hræðsuáróðri og þjóðrembingi.
Þegar litið er yfir þann hóp(og gerist ég örugglega jafn stóryrtur og þeir), þá má finna þar fólk af því tagi sem maður vill eiginlega ekki að sé með sér í "liði": fordómafullir öfgakristnir sem halda því fram að sæti Satans sé í Brussel, berjast fyrir því að fóstureyðingar verði bannaðar, og að fólki sé mismunað á grundvelli trúar og kynhnieigðar. Einnig eru þarna ofstækisfullir þjóðernissinnar sem telja Íslenidnga vera æðri öllum þjóðum og aðrar þjóðir og/eða kynnþættir séu glæpamenn sem hafi veirð skapaðir til að óhreinka íslenska kynið, gamlir hræddir íhaldsskarfar til hægri og vinstri sem telja að Íslenidngum sé hollast að einangra sig frá umheiminum og lifa á grilluðu hvalspiki um aldur og ævi í helli Gísla Súrssonar með Internet-tengingu svo þeir geti jarmað á sauðskónum um allan veraldarvefinn um hvað íslenska sauðkindin sé falleg.
Svo má alls ekki gleyma þeim verstu: öfgafrjálshyggjumönnunum í sárum sínum yfir falli Fjórða Ríki Frjálshyggjunar, sem vilja viðhalda spilltu fyrirtækjaræði framar fullveldi ásamt því að auðmenn og fyrirtæki séu hafin yfir lög og gagnrýni nema þú heitir Jón og fyrirtæki þitt sé Baugur eða þú eigir/hafir átt Stöð 2. Framtíðardraumsýn þeirra byggist helst á því að fyrirtæki ráði öllu landinu og til vara að við gerumst nýtt fylki í Bandaríkjunum, nokkuð sem eru skemmtileg öfugmæli miðað við upphrópanir þeirra um að fullveldið glatist ef aðrir möguleikar séu skoðaðir. Að lokum má ekki gleyma lýðskrumandi þing- og stuðningsmenn FL-okksins sem sjá sér leik á borði til að skora feitt í þeirri von um að ná völdum aftur, mútuþægum og spilltum FL-okksmönnum til góðs, þjóðinni til hryllilegrar framtíðar í landi án réttlætis.Frábært lið til að hafa við hlið sér eða hitt þó, lið sem ætti meir heima í Biblíubeltinu, í afdalahéruðum Kentucky eins og klipptir úr myndinni Deliverance eða sem staðalímynd kaldlynda, siðblinda fyrirtækjamannsins í einhverri bíómyndinni sem endar illa.
En nóg um æsingarmennina og lýðskrumarana, þá er það þetta með fullveldið sem ég fór að spá í. Hvað með það? Hversvegna á mér og mínum að finnast það skipta máli þegar kemur að því að lifa af? Af hvejru á ég að vera tilbúinn til þess að fórna atvinnu, fæðu-öryggi, möguleikum til menntunar, möguleikum til að geta gengið um erlendis án þess að skammast mín fyrir að tilheyra þjóð þjófa og þjóðrembingslegra stórmennskubrjálæðinga með dulda minnimáttarkennd?
Við erum nefnilega í dag skítur skítsins, þjóðin sem allir elska að fyrirlíta, þjóðin sem er þekkt fyrir heimsku hins stórasta gjaldþrots í heimi og aðhlátursefni fræðigreina næstu 50-100 árin eða svo. Einu þjóðunum sem líkar eitthvað við okkur ennþá þrátt fyrir hinu stóru skelfilegu víkingaferð síðustu ára, eru Færeyingar út af einhverjum hvala-fetish og svo Nígeríubúar sem líta á Ísland sem bjargvætti sína úr snöru endalausra brandara um svindl og svínarí.
Ég fyllist nefnilega ekki þjóðernislegri standpínu við að horfa á blaktandi fána við gaul þjóðsöngs sem þarf masters-gráðu til að tóna eða hlusta á innantómt píp um hvað Íslendingar séu stórasta þjóð í heimi. Þjóðenriskennd mín dó með Davíð Oddsyni og varð að þjóðernisskömm með Falum Gong-meðferðinni og Íraks-stríðsstuðnignum.Hví ætti mér eftir þá skömm, það tímabil hroka, valdníðslu, spillingar og græðgi, að vilja taka undir þann kór sem dýrkar og dáir þann mann og þau gildi, stefnu og strauma sem hann og FL-okkurinn innleiddi með stórustu og hörmulegustu afleðingum í heimi fyrir þessa litlu þjóð?
Og hvernig er svo fullveldið sem menn vilja vernda? Það er svo rotið og spillt að ef Jón Sigurðsson væri á lífi, þá myndi hann grátbiðja Dani um að hirða það aftur því þjóðinni væri ekki treystandi fyrir því miðað við 65 ára reynslu sína og framferði, og helst myndi Nonni greyið vilja reyna að fá flugmiða fyrir sig og sína til Fjarskanistans, svo hann þyrfti ekki að sjá þetta skítasker í samfélagi þjóðanna framar.Slík væri skömm hans yfir því hvernig hinir nýfrjálsu hafa saurgað allt það sem hann barðist fyrir og sem dirfast til að sletta fram nafni hans í froðuræðum á 17. jún, sér til dýrðar.
Þetta er fullveldið þar sem kvótagreifar mega einir eiga fiskinn í sjónum, þetta er fullveldið þar sem fyrirtæki og auðmenn hafa meiri rétt en almenningur, þetta er fullveldið þar sem innvígðir menn komast upp með olíusamráð vegna þess að þeir eru vinir FL-okkins á meðna óvinir FL-okksins og viðskiptamannana sem eiga hann eru hundeltir að skipun hrokafullra valdhafa sem telja lög vera barn síns tíma.
Þetta er fullveldið þar sem ráðherraræðið er algjört, þetta er fullveldið þar sem þingmenn eru afgreiðslumenn á kassa, þetta er fullveldið þar sem stjórnmálamenn þurfa ekki að bera ábyrgð á siðleysu og glæpsamlegu hátterni.
Þetta er fullveldið þar sem menn komast áfram vegna ætternis og flokkskírteinis, þetta er fullveldið þar sem spillingin er sjálfsögð, þetta er fullveldið þar sem mútuþægir stjórnmálamenn og FL-okkar eru ekki rannsakaðir af lögreglu.
Þetta er fullveldið þar sem tveir valdamestu menn landsins gáfu vinum sínum banka og ríkisfyrirtæki, þetta er fullveldið þar sem ríkistjórn þessara sömu manna sveigðu, brutu og beygðu allar reglur til að þóknast álrisa, þetta er fullveldið þar sem þessir sömu valdamenn ákváðu upp á sínar eigin spýtur að samþykkja innrás inn í land sem þeir kunnu varla að stafa svo það myndi ekki hafa áhrif á kosningaúrslit.
Þetta er fullveldið þar sem forsætisráðherra lagði niður heila stofnun vegna þess að hún var ekki sammála honum, þetta er fullveldið þar sem ættingjar og vinir sama manns voru gerðir að dómurum og þetta er fullveldið þar sem sami maður gerði sjálfan sig að vanhæfasta Seðlabankastjóra heimsins, með skelfilegum afleiðingum þjóðargjaldþrots.
Og þetta er fullveldlið sem ég á að borga fyrir, þetta er fullveldið þar sem ég á að skerða rétt minn til lífsgæða, atvinnu, menntunar og heilsu fyrir, þetta er fullveldlið þar ég nýt ekki lýðræðis, jafnræðis eða sanngirni í, og þetta er fullveldið sem ég og afkomendur mínir eiga að greiða dýru verði fyrir um aldur og ævi með handónýtum gjaldmiðli sem enginn í heimi hér vill sjá. Það er ekki nema von að ég segi:
TIL FJANDANS MEÐ FULLVELDIÐ!
Bloggar | Breytt 23.6.2009 kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
Bloggfærslur 22. júní 2009
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
-
don
-
soleys
-
tharfagreinir
-
sigurgeirorri
-
neddi
-
smali
-
omnis
-
nanna
-
baldurkr
-
siggi-hrellir
-
gorgeir
-
paul
-
geimveran
-
skari60
-
semaspeaks
-
vest1
-
thj41
-
gudrunlilja
-
zeriaph
-
siggisig
-
gudbjorng
-
svatli
-
athena
-
ace
-
ragnarb
-
einarolafsson
-
amadeus
-
brell
-
thorsaari
-
tbs
-
vilhjalmurarnason
-
patent
-
jennystefania
-
drum
-
folkerfifl
-
larahanna
-
ragnar73
-
hildurhelgas
-
ladyelin
-
sigurduringi
-
sij
-
hedinnb
-
valgeirskagfjord
-
hehau
-
baldvinj
-
jonarnarson
-
olinathorv
-
saemi7
-
agustg
-
ingaragna
-
liljaskaft
-
astajonsdottir
-
reisubokkristinar
-
lehamzdr
-
sparki
-
malacai
-
leifur
-
evaice
-
gus
-
tryggvigunnarhansen
-
kjarri
-
vistarband
-
fun
-
einari
-
spurs
-
annaeinars
-
gattin
-
kaffistofuumraedan
-
launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar