12.7.2009 | 18:43
Kennitöluflakk kvótagreifa, hið nýja REI-mál og er verið að þyrla upp moldviðri með ESB-umræðunni?
Rétt fyrir kosningar, þá fullyrti góður félagi minn, að það væri ástæða fyrir því að ESB-umræðan fór skyndilega af stað og beint í skotgrafirnar. Henni væri nefnilega ætlað að beina athyglinni í burtu frá sóðamálum en þá var einmitt í gangi mál varðandi mútur til Sjálfstæðisflokksins. Mig er byrjað að gruna að hann hafi kannski hitt naglann á höfuðið.
Hversvegna? Tvö mál hafa nefnilega orðið merkilega lítið í umræðunni, drekkt af upphrópunum um landráð þar sem annar hver froðufellandi öfgamaður landsins, tjáir sig á þann máta að hræðslu-áróður fær næstum því nýja merkingu. Allavega verð ég hálfhræddur um að okkar verstu martraðir verða að veruleika, ef þessir spangólandi öskurapar nái völdum einhvern tímann.
En já, að málunum. Annað málið er einkavæðing orku-auðlinda Suðurnesjamanna, sem Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ stendur fyrir. Því máli eru gerð góð skil hér hjá Láru Hönnu. Miðað við það sem maður hefur kynnt sér með það mál, að þá er líklegast um að ræða nýtt REI-mál, þar sem fyrirtæki stjórnar algjörlega á bak við tjöldin. Ég mæli með að flestir lesi umfjöllun Láru Hönnu og einnig umfjallanir Hannesar Friðrikssonar sem hefur verið hvað öturlegastur við að gagnrýna þetta, líkt og hrópandi í eyðimörk.
Hitt málið er nokkuð sem mig langar að gera skil hér og það tengist nokkru sem Sjálfstæðisflokkurinn er einnig tengdur, þ.e. kvótakerfið sem þeir ganga svo langt fram að verja, að ekki má einu sinni setja ákvæði inn í stjórnarskrá um að þjóðin eigi auðlindir landsins. Ekki er þetta þó kerfið sjálft sem ég ætla fjalla um, heldur kennitöluflakk kvótagreifa sem afleiðingu af hruninu. Upp á síðkastið hafa borist tvennar fréttir af útgerðum sem hafa verið að forða sér undan skuldunum. Soffaníus Cesilson hf. í Grundarfirði seldi allar eigur sínar yfir til SC ehf. og skildi eftir 7,5 miljarða í skuldir eftir í gamla fyrritækinu og er í uppsiglingu dómsmál líkt og lesa má hér. Annað fyrirtæki í eigu feðga í Bolungarvík sem betur eru þekktir sem Stím-feðgarnir, eftir að þeir leppuðu fyrir Glitni á kaupum Glitnis í sjálfu sér, er einmitt að gera nákvæmlega það sama, stofna nýtt fyrirtæki, færa kvótann og skip yfir í hið nýja og skilja eftir skuldirnar. Ekki er einu sinni reynt að fela þetta, heldur gera menn þetta alveg blákalt vegna þess að þeir vita að þeir komast upp með þetta, líkt og kemur fram í fréttinni.
Það sem er einnig athyglisvert við fréttina af þeim Stím-feðgum er niðurlagið í stuttri útgáfu fréttarinnar á vefnum en þar stendur:
"Já, já, við fengum bara samþykki frá bönkunum til að færa þetta yfir á aðra kennitölu. Þeir voru bara með í þessu, segir Jakob og bætir því við að með þessu hafi þeir viljað tryggja áframhaldandi rekstur útgerðarfyrirtækisins og aðgreina hann frá fjárfestingahlutanum."
Takið eftir þessu, þeir fengu samþykki frá bönkunum sem í þessu tilfelli eru báðir bankar þar sem enn starfar margt af því fólki sem deildi þar og drottnaði frá fyrri tíð: Stím-bankinn Glitnir sem núna kallar sig Íslandsbanka og svo hinsvegar Landsbankinn. Takið eftir einnig hinu í þessu niðurlagi, þeir eru að aðgreina útgerðina frá fjárfestingahlutanum. Fjárfestingahlutanum? Halló, FJÁRFESTINGAHLUTANUM? Hvað er útgerðarfyrirtæki að standa í fjárfestingastarfsemi? Ganga ekki útgerðarfyrirtæki út á það að veiða fisk og selja hann til hæstbjóðandi eða veiða fisk og vinna hann svo í landi? Hversvegna er útgerðarfyrirtæki að standa í hlutabréfabraski?
Og þar liggur nefnilega málið. Báðar þessar útgerðir að mér skilst, voru að stunda hlutabréfabrask sem tengdist ekki neitt starfsemi þess og örugglega margar fleiri, og nú þegar kemur að skuldadögum fyrir fjárhættuspilið, þá ákveða útgerðamenn að stinga af frá skuldunum og taka allt með sér. Eftir situr reikningurinn í bökunum sem afskrifa þá um leið og nýrri kennitölu er úthlutað, og a endanum lendir þetta á almenningi að greiða fyrir þetta. Á sama tíma berst LÍÚ og Sjálfstæðisflokkurinn fyrir þeirra hönd, hart gegn því að farin verði fyrningaleið eða fundin einhver lausn í átt til réttlætis og friðs um kerfið. Rökin sem eru beitt eru m.a. sú að sjávarútvegurinn sé svo skuldsettur, skuldsettur vegna veðsetningu á kvótanum og hvert fóru þeir peningar teknir að láni? Ekki mikið í sjávarútveginn sem slíkan, heldur aðeins í Matador-leik sem endaði með skelfingu. Þessi rök halda því litlu vatni þegar sjávarútvegurinn gerir sér svo það að leik, að skipta um kennitölur til að losa sig undan skuldunum og ég játa að ég sem hef hingað til talið að reyna eigi að finna lausn á deilum varðandi kvótakerfið á þann máta að flestir geti sætt sig við, tel að ef þetta er hið almenna framferði í sjávarútveginum, þá eigi að fara 100% fyringarleið bara strax og þeir fara á hausinn, sem fara á hausinn.
Þetta vekur einnig upp fleiri spurningar um hvað sé að gerast inn í bönkunum með afskriftir og ekki bara Björgúlfsfeðga, og hvað er verið að bralla þar með framtíð fyrirtækja. Ekkert er nefnilega upp á borðum um hvernig er afskrifað,hvernig er staðið að málum heldur fær maður þá tilfinnngu að verið sé að hygla sumum "góðkunningjum" framar öllum, líkt og gerist á bak við margar luktar dyr þessa lands.
En eitt er víst, að í hinum risastóra ESB-sandkassaleik sem yfirgnæfir margt, þá er hægt að komast upp með ýmislegt ósvífið. Hvað þá, ef Sjálfstæðismenn ná fram tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum. Ringulreiðin, sandkassaleikurinn og einstengislegri einbeitningu fjölmiðla að bara einu atriði í samfélagsumræðunni, myndi þýða að margt skuggalegt gæti farið fram án þess að nokkur maður tæki eftir því. Moldviðri hefur oft verið þyrlað upp í gegnum tíðina til að afvegaleiða umræðuna frá slíkum verkum og ég er farinn að hallast að því eins og fyrr var nefnt, að umræðan um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu sé einmitt hugsuð sem slík auk fleirri þátta. Margir af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins hafa nefnielga áður lýst sig fylgjandi aðildarviðræðum en nú skyndilega eru sumir hverjir komnir í bullandi mótsögn við sjálfa sig. Skyndilega hlynntir dýrri þjóðaratkvæðagreiðslu sem velflestumer fulljóst að er eingönguverið að slá fram til að þæfa málið,nokkuð sem þeir máttu ekki heyra minnst á áður og nýbúnir að væla um að stjórnlagaþing sé svo dýrt, því eigi ekki að halda slíkt. Hugarfarsbreyting? Nei, held ekki, bara hagsmuna-aðilar að kippa í spottann sem nær alla leið inn í þingflokksherbergið.
Verum vel á verði, reynum að sjá í gegnum moldviðrið, annars kemur það í kollinn á okkur síðar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 12. júlí 2009
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
-
don
-
soleys
-
tharfagreinir
-
sigurgeirorri
-
neddi
-
smali
-
omnis
-
nanna
-
baldurkr
-
siggi-hrellir
-
gorgeir
-
paul
-
geimveran
-
skari60
-
semaspeaks
-
vest1
-
thj41
-
gudrunlilja
-
zeriaph
-
siggisig
-
gudbjorng
-
svatli
-
athena
-
ace
-
ragnarb
-
einarolafsson
-
amadeus
-
brell
-
thorsaari
-
tbs
-
vilhjalmurarnason
-
patent
-
jennystefania
-
drum
-
folkerfifl
-
larahanna
-
ragnar73
-
hildurhelgas
-
ladyelin
-
sigurduringi
-
sij
-
hedinnb
-
valgeirskagfjord
-
hehau
-
baldvinj
-
jonarnarson
-
olinathorv
-
saemi7
-
agustg
-
ingaragna
-
liljaskaft
-
astajonsdottir
-
reisubokkristinar
-
lehamzdr
-
sparki
-
malacai
-
leifur
-
evaice
-
gus
-
tryggvigunnarhansen
-
kjarri
-
vistarband
-
fun
-
einari
-
spurs
-
annaeinars
-
gattin
-
kaffistofuumraedan
-
launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar