Auðmannamillifærslurnar og áhugaverður fréttaflutningur Morgunblaðsins

Einhvern tímann var sagt, að oft á tíðum væri það athyglisverðara hvað Morgunblaðið segði ekki frekar en hvað það birti í fréttum sínum. Fréttir gærdagsins um millifærslur auðmanna og bankamanna á milli landa er e.t.v. ágætis dæmi um það þar sem tvennar fréttir birtust, önnur á RÚV og svo hinsvegar fréttin sem þessi yfirlýsing tengist, á Stöð 2.

Lítum aðeins fyrst á þessa frétt um Björgúlfs-feðga, Magnús Þorsteinsson, Karl Wernersson, Milestone og Samson. Fréttin birtist á Stöð 2 um 18:30 en á vef Morgunblaðsins birtist ekki neitt fyrr en um 5:30 þar sem Morgunblaðsfréttin um málið er birt en hún birtist einnig í blaði dagsins, ekki sérlega áberandi þó. Er titill hennar eftirfarandi:

"Björgúlfs-feðgar segja frétt Stöðvar 2 ranga"

Ef fréttin er lesin svo, er lítið sagt um hvað kom fram í frétt Stöðvar 2, heldur aðeins koma fram sjónarmið auðmannana. Frekar óljóst og loðið allt saman og ef maður væri nú svo heftur í nútíma samfélagi að aðeins lesa matreiðslu Morgunblaðsins og þeim FL-okksins dindlum sem stýra þar á bak við tjöldin, þá væri maður eitthvað að klóra sér í hausnum.

Næsta frétt um þetta mál birtist svo kl. 12:04. Er það yfirlýsing frá Magnúsi Þorsteinssyni þar sem hann segist vera voða svekktur og sár, heimtar afsökunarbeiðin og er óhress.Ber fréttin titilinn:

"Segir frétt Stöðvar 2 ranga"

Eitthvað meir er hægt að glöggva sig á málinu, en samt er ekki komið fram nákvæmlega um hvað frétt Stöðvar 2 fjallaði um í heild sinni eða hvað Stöð 2 segir. Það skal tekið fram að Stöð 2 lýsir því yfir um svipað leyti að þeir standi alveg við fréttina um peningamillifærslurnar sem Morgunblaðið hefur ekki enn hirt um að segja okkur nákvæmlega frá.

Aðeins 10 mínútum síðar er birt tilkynning frá Straumi um að þeir væru óhressir með þessa frétt og ætluðu að leita til lögfræðinga sinna.Er titill fréttarinnar mjög eftirtektarverður og grípur strax lesandann heljartökum:

"Straumur leitar til lögfræðinga vegna fréttar"

Í þessari frétt kemur þó fram í einni setningu um hvað frétt Stöðvar 2 snérist um og þeir sem aðeins treysta á mbl. hefðu nú kinkað kolli og áttað sig á hvað væri í gangi. Því miður var fréttin fljót að hverfa í hít viðskiptafrétta svo ekki hefðu margir náð að glöggva sig á samhengi hlutanna.

Á öðrum vef-miðlum er vítt og breitt talað um málið, m.a. rætt við fjármálaráðherra, FME, skilanefnd Straums o.fl. en á Morgunblaðinu ríkir þögn að hætti húsins. Mætti halda að gamlir kaldastríðsdraugar frá Háaleitisbraut 1, hefðu nú hrekkt eitthvað tölvukerfið þegar kom að svona hlutum því það er ekkert minnst á þetta mál á einn eða annan hátt fyrr með þessari yfirlýsingu Björgúlfs Thor sem hér er tengt við og er hún með eftirfarandi stríðsyfirlýsingu:

"Björgúlfur Thor: Skipulagður óhróður, véfréttir og lygar"

Hefur hann fengið að vera framarlega í sessi hér á forsíðu mbl.is enda var nú faðir hans nú fyrrum eigandi blaðsins og örugglega margir sem hugsa hlýtt til þeirra ára, hvort sem það voru gamlir jaxlar eða kaldastríðshermenn sem dáðu þá feðga ofan af Háaleitisbraut 1. En hefur þó ekkert sést til neinnar tilraunar til að draga fram fleiri hliðar en burgeisana sem Sjálfstæðismenn kiknuðu í hnjánum yfir,  líkt og ástfangin skólastelpa fyrir framan draumaprinsinn. Hver veit, kannski eru þeir feðgar að fara að stökkva til með smáfjármagn til handa Morgunblaðinu, svo hægt sé að leyfa Davíð vini þeirra að setjast í ritstjórastól þar til eftirlaunin kalla?

En svo eru það hinar millifærslurnar, þessar sem RÚV sagði frá.  Nákvæmlega kl. 18:24 að staðartíma þá laumar Morgunblaðið þeirri frétt inn á mbl.is að Bjarni Ármanns og Lárus Welding, hafi nú millifært milljarða og ber fréttin titilinn:

"Millifærðu hundruð milljóna á milli landa"

Er fréttinni haglega komið fyrir undir viðskipti fremur en undir innlendum fréttum, þó að þetta sé stórfrétt að mörgu leyti. Er titillinn þó meira grípandi og segir mun meira í frétetinni hvað hafi verið gert heldur en þegar blaðamenn og ritstjóri mbl.is og Morgunblaðsins voru að væflast með burgeisana sem bjórseðla þóttust eiga, þá Björgúlfsfeðga. Eina sem fréttist um það mál í dag, er svo yfirlýsing frá Bjarna Ármannssem birt er að sjálfsögðu undir Viðskiptum og ber þann grípandi titil:

"Bjarni Ármanns: Eðlileg fjárstýring"

Reikna má með að hver einasti maður á landinu hafi stokkið til og lesið yfirlýsinguna sem hvarf fljótt inn í hyldýpi viðskiptaheimsins líkt og skortstaða bankanna eða millifærslur sem ekki máttu sjást. Ekki sást reynt að fá fleiri álit og/eða fleiri vinkla á fréttirnar, heldur ber þar að sama garði og með bjórfeðgana.

En það er meira við fréttaflutninginn af Glitnis-bankastjórunum. Þar er nefnilega ekki öll sagan sögð og líkt og áður þá eru þeir sem treysta aðeins á Morgunblaðið varðandi fréttaflutning, með skerta sýn og jafnvel búnir gleraugnalausir vegna ryksins sem fjölmiðillinn þyrlar upp. Það sem vantar inn í söguna er að í frétt RÚV. að það vantaði Harry Lime í söguna Fyrir ykkur sem ekki þekkja kvikmyndasöguna þá er Harry Lime Þriðji Maðurinn hans Orson Welles. Og hver er þessi Þriðji maður sem ekki er til hjá Morgunblaðinu?

Einar Sveinsson heitir hann og var nú stjórnarmaður á sama tíma og Karl Weners, Hannes Smára o.fl. töffarar útrásarinnar. Einnig sat hann í stjórn Sjóva Almennra, Olíufélagsins, BNT og Icelandair þar sem hann tautaði um vonda kommúnista þegar Icelandair var yfirtekið.

Og hversvegna ætli Morgunblaðið hafi kosið að minnast ekki á hann?

Það skyldi þó ekki vera þó sú staðreynd, að hann Einsi er nú bróðir Benedikts, pabba formanns Sjálfstæðisflokksins, hans Bjarna Ben.

 

 

 

 

 


mbl.is Björgólfur Thor: Skipulagður óhróður, véfréttir og lygar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. júlí 2009

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband