8.7.2009 | 22:04
Kæri Finnur: Bréf til bankastjóra Kaupþings
Kæri Finnur,
þetta er ekki í fyrsta sinn sem mér dettur í hug að rita til þín bréf upp á síðkastið, síðan ég var hrifsaður úr nýjum heimkynnum bankaviðskipta minna í SPRON yfir til Kaupþings. Þangað hafði ég flutt mig eftir að ég hafði tekið þá ákvörðun að flýja Landsbankann-Birkenau(eins og ég kalla þann óþverrabanka eftir réttorðaðan samanburð Ásmundar kollega þíns á starfseminni þar) en Gylfi Magnússon sá svo mikið eftir mér úr faðmi ríkisins, að hann kom mér í fóstur til þín þremur dögum seinna.
Síðast þegar ég var sestur niður til að skrifa þér bréf, þá var það vegna þess að mér ofbauð eins og fjölmörgum, hvað kom út úr lánabókum bankans, blessað af málsvörum andskotans líkt og lögfræðingar eru oft kallaðir. Til allrar hamingju virtist sem að gripið hefði verið í taumana strax og þrátt fyrir yfirlýsingu um að yfirmaður lögfræðideildarinnar hefði "hætt", þá mátt lesa milli línanna að skófar þitt prýddi auman afturendann á honum þegar hann fauk út um gluggann, líkt og í bestu försum. Eina sem gæti þó skyggt á þær ágætu fréttir, væri ef síðar kæmi í ljós að hann hefði fengið gullna fallhlíf til að draga úr fallinu , en vonandi hefur hún þá verið ansi götótt.
En nú er komið annað tilefni til að skrifa til þín og jafnvel mun alvarlegra en áður. Fyrir það fyrsta þá hef ég haft þá tilfinningu að þú gerir þér grein fyrir hlutunum og sért tilbúinn til þess að reyna að gera þær breytingar sem þarf á íslensri bankastarfsemi, þ.e. að færa hana frá því að vera skipulögð glæpastarfsemi, einkasjóður herrastéttar landsins og sýnikennsla í siðleysi og siðblindu fyrir sögubækur framtíðar. Fyrstu skref þin lofuðu nefnilega góðu með tilheyrilegri hreinsun á yfirmönnunum sem innvinklaðir voru í siðleysð og haldnir firrtri blindu á veruleikann. Þetta gerði það að verkum, að manni fannst þrátt fyrir öll hin rotnandi lík í fjöldagröfum fjármálagjörninga fyrri stjórnenda sem opnuð hafa verið, að e.t.v. væri þetta skásti bankinn af þessum þremur sem settu landið á hliðna.
Því miður verð ég að segja, að ég er mjög uggandi um það álit og sú hugsun læðist nú að mér, að mér hafi nú skjátlast um fólk áður. Ég asnaðist nú til þess á sínum tíma, að kjósa Davíð Oddson einu sinni en hef loksins náð því að hætta að gráta mig í svefn og vonandi get fyrirgefið sjálfum mér einhvern daginn.
En hversvvegna ætli ég sé orðinn svona uggandi? Þér ætti það nú að vera það frekar augljóst eftir daginn í dag. Já, það er vegna þessa smátterís að Kaupþing sé í alvörunni að hugleiða það sem möguleika að afskrifa helming af láni Björgúlfsfeðga upp á 6 milljarða. Nú tel ég þig ekki vera vitlausan mann né óskynsaman en það hvarflar að mér nú þar sem þú ert ekki bara að leika þér með eld, nokkuð sem við brýnum börnum fyrir að gera ekki, heldur ertu hreinlega að leika þér með eldvörpu inn í Kaupþings-vinnuskúrnum fullum af bensínvættum púðurtunnum. Örugglega áhugaverður leikaraskapur í örfáar sekúdnur, en örugglega til þess fallið að sprengja allt innan sem utan af húsinu með skelfilegum afleiðngum.
Svo er nefnilega mál með vexti, að það sýður á fólki vegna þessa máls, og sérstaklega þar sem Björgúlfurnar stungu af frá frekar stórum reikning á bresk-hollensku veitingahúsi, eftir að hafa svolgrað græðgisfullt í sig IceSlave kampavíni með gullflögupastana sínu. Þeir nutu þess einstaklega vel og sitja enn með fullt af eignum, þrátt fyrir reikningnum sem allir aðrir eiga að greiða fyrir: ég, þú, starfsmenn Kaupþings og 300.000+ manns til viðbótar í fjölda ára, ef ekki áratugi. Ég gæti skilið að það hefði hvarflað þessi möguleiki á afskrftum eftir árangarsulaust fjárnám og sýnt þætti að feðgarnir væru eignalausir, orðnir gjaldþrota eða komnir í greiðslu-aðlögun með tilheyrandi tilsjónrmanni, en svo er nú ekki. Þeir virðast nefnilega vera borgunarmenn ólkt öðrum sem tilheyra hinum svokallaða almenningi, þeim almenningi sem gengið er fram af hálfu fulltrúa bankans og handrukkara þeirra, af þvílíkri hörku, að skuldararnir tékka ósjálfrátt hvort búið sé að næla gulri stjörnu í barm þeirra, svona til aðgreiningar frá herrastétt auðmanna, fagfjárfesta og bankamanna.
En, já. Börgúlfarnir eru nú borgunarmenn eins og ég sagði áður, og ekki virðist skorta eigur hjá þeim: stórglæsilegt húsnæði hér og þar fyrir sig, snekkjur, Novator, Actavis, húsnæði og lóðir við Hverfisgötu, Laugaveg og þar í kring auk Fríkirkjuvegs 11 sem líklegast verður breytt í IceSlave-safnið til minningar síðar meir um afglöp nýfrjálshyggjunar, græðginanar og heimskunnar sem réð ríkjum hér, hlutir sem mega aldrei gleymast. Það gæti orðið jafnvel aðdráttarafl fyrir ferðamenn líkt og svipuð söfn um hörmungar annars staðar í Evrópu.
Fleiri eignir iega þeir, en það sr svo skrítið að ekki virðist bankanum hafa dottið til hugar að fara í einhverjar aðgerðir gegn þessum feðgu, ekkert fjárnám, engar eignaupptökur, hvað þá að sleppa hýenuhjörðinni í Intrum lausri gegn þeim, þeirri sömu hýenuhjörð og hneggjandi af hlátri rífur í sig særðan almenninginn og heldur honum á vanskilaskrá um aldur og ævi Einhvernveginn grunar manni að varla yrðu þeir Björgúlfs-feðgar settir á vanskilaskrá eða haldið þar inni með endurnýjun krafna þó þeir slepptu því að borga nokkuð. Sumir eru nefnilega jafnari en aðrir hér á landi, sérstaklega þegar þeir eru vel tengdir og liðkunarsamir þegar kom að fyrirgreiðslum í Landsbankanum til handa stjórnmálamönnum. Hvað þá að þeir tilheyri hinum íslenska aðal sem virðist vera hafinn yfir lög, reglur og geti hagað sér hvernig sem er.
En nú er reiðin orðin mikil og það sýður á vel flestum út af þessu, líkt og þú hefur áttað þig á. Nú þarft þú að íhuga málin vel því þegar Vilhjálmur Bjarnason varaði við borgarastyrjöld í gær, þá þó orðin séu stór, þá má alveg sjá grundvöll fyrir því að þetta gæti haft stóralvarlegar afleiðingar að fella niður skuldir þessara manna án þess að ganga að eigum þeirra fyrst. Það er nefnilega svona jarðvegur sem veldur átökum og jafnvel borgarastyrjöldum, þegar réttlætið fæst með teinóttum jakkafötum eingöngu, þegar sumir eru jafnari en aðrir og þegar fólki finnst það hafa ekki lengur að tapa því traðkað hefur verið svo lengi á þei, það svívirt og ofsótt af þeim sem þjóna teinóttklæddri skuldakóngastétt.
Þetta er nefnilega ekki bara lengur spurning um siðferði, mismunun og vafasama viðskiptahætti heldur er þetta einnig spurning um hvort Kaupþing sé að taka afstöðu gegn almenningi og skipa sér í lið með þeim sem knésettu þjóðina. Þetta er líka orðin spurning um að lægja öldurnar, reyna að skapa frið, reyna að skapa grundvöll fyrir sátt og réttlæti og síðast en ekki síst spurningin um að það sé tekið á sama hátt á öllum.
Þitt er valið en eitt veit ég, ég mun aldrei sætta mig við það né mikið af því fólki sem ég þekki. Ég mun fara fram á það að mér verði boðinn sömu afskriftarkjör á mínum skuldum við bankann þó smáar séu, og ef því verður ekki gengist, þá færa viðskipti mín sem fyrst annað. Það munu örugglega einhverjir fleiri gera það sama og miðað við reiðina og heiftina sem þessi hugmynd ykkar um afskrift, er að valda, þá yrði ég ekkert hissa þó fólk fari í beinni aðgerðir gegn bankanum. Leitt þykir mér þó það mjög, að heyra að þú,konan þín og starfsfólk hafi fengið hótanir, en því miður kom það ekkert á óvart. Tilfinning mín miðað við hvað fólk hefur verið að tjá sig um þetta mál, hefur nefnilega verið sú að þetta sé kannski dropinn sem sé að fylla mælinn hjá sumum, ef hann verður að veruleika. Upplifun fólks hefur nefnilega verið sú að það sé ekkert verið að gera til að taka á mönnum eins og þeim feðgum né hefur lítið náðst að draga úr spennuni í þjóðfélaginu þrátt fyrir tilraunir í þá áttina sem hafa ekki náð að slá á reiðina, spennuna og örvæntinguna.
Að lokum þá langar mig til að beina þeim tilmælum til þín að marka bankanum siðlega viðskkiptahætti, ráða jafnvel siðfræðing til starfa við mat á starfsfólki, kenna fólki hvað er siðferðislega rétt og rangt, og innleiða siðferði í bankann sem grundvallarsýn til framtíðar. Starfshættir sem eru löglegir en siðlausir eru nokkuð sem ekki eru heillavænlegir til frambúðar, líkt og efnahagshrunið hefur sýnt manni.
Kveðja,
Agnar Kr. Þorsteinsson
P.S. Ákvað að birta þetta bréf bara opinberlega á blogg-síðu minni, bankinn okkar virðist ekki bjóða upp á að maður geti sent þér tölvupóst. Auk þess hefur maður grun um að síur vírusvarna bankans, hafi fengið aukahlutverk í dag, þ.e. að flokka alla pósta sem tengjast Björgúlfum sem SPAM og því kannski möguleiki að þetta hefði aldrei borist til þín. Hefði hvort eð er ekki búist við svari.
![]() |
Bankastjóra Kaupþings hótað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 9.7.2009 kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Bloggfærslur 8. júlí 2009
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
-
don
-
soleys
-
tharfagreinir
-
sigurgeirorri
-
neddi
-
smali
-
omnis
-
nanna
-
baldurkr
-
siggi-hrellir
-
gorgeir
-
paul
-
geimveran
-
skari60
-
semaspeaks
-
vest1
-
thj41
-
gudrunlilja
-
zeriaph
-
siggisig
-
gudbjorng
-
svatli
-
athena
-
ace
-
ragnarb
-
einarolafsson
-
amadeus
-
brell
-
thorsaari
-
tbs
-
vilhjalmurarnason
-
patent
-
jennystefania
-
drum
-
folkerfifl
-
larahanna
-
ragnar73
-
hildurhelgas
-
ladyelin
-
sigurduringi
-
sij
-
hedinnb
-
valgeirskagfjord
-
hehau
-
baldvinj
-
jonarnarson
-
olinathorv
-
saemi7
-
agustg
-
ingaragna
-
liljaskaft
-
astajonsdottir
-
reisubokkristinar
-
lehamzdr
-
sparki
-
malacai
-
leifur
-
evaice
-
gus
-
tryggvigunnarhansen
-
kjarri
-
vistarband
-
fun
-
einari
-
spurs
-
annaeinars
-
gattin
-
kaffistofuumraedan
-
launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar