13.8.2009 | 20:31
Heimur á hvolfi
Mótmæli á Austurvelli voru í dag undir merkjum InDefence.
Þar mátti sjá Bjarna Benedikstsson formann Sjálfstæðisflokksins sem taldi 6,7% vexti á IceSave-láni til 10 ára með fyrsta gjalddaga ári síðar, vel viðunandi niðurstöðu síðastliðin desember. Í dag stóð hann og mótmælti því að 5,5% vextir væru á láni til 15 ára með fyrsta gjalddaga eftir 7 ár.
Annars staðar stóð Davíð Oddson fyrrum forsætisráðherra og utanríkisráðherra sem gerði sig að Seðlabnakastjóra. Sá maður einkavinavæddi Landsbankans til Björgólfs-feðga og hrópaði þeir lengi lifi, var alltaf frekar blíður í garð þeirra feðga og Landsbankans sem notaður var sem atvinnumiðlun fyrir Sjálfstæðisflokkinn og endaði sú vernd með ósköpum þar sem IceSave-skuldirnar féllu á landann og skilyrði um samning um þá mál sett inn í samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn með undirritun Davíðs Oddsonar Seðlabankastjóra.
Í dag stóð Davíð Oddson og mótmælti þeirri undirskrift sinni, einkavinavæðingu bankanna og hlustaði heillaður á Einar Már Guðmundsson bölsótast yfir stefnu og ákvörðunum Sjálfstæðisflokksins og vina þeirra sem þjóðin þarf að borga.
Enn er verið að leita að Hannesi Hólmsteini, Kjartani Gunnarssyni og Björgólfs-feðgum á myndbandi en vænta má að þeir ásamt fleirum öflugum Sjálfstæðisfmönnum sem kölluðu mótmælendur skríl, lýð og töldu að lögreglan ætti að berja þá til óbótar í vetur, sama lögregla og stóð nú og klappaði með Davíð og Bjarna. Reikna má með niðurstöðu innan skamms.
Í dag var ég kallaður Quislingur, landráðamaður og föðurlandsvikari fyrir að vilja ekki sýna samstöðu og telja þennan fund póltískt lýðskrum auglýst upp með þjóðernishyggju, í þágu Sjálfstæðisflokksins.
Ef þessi súrrealíski heimur á hvolfi, er afleiðing innhverfar íhugunar David Lynch, þá hef ég bara eitt að segja:
GUÐ BLESSI ÍSLAND, ÉG ER FARINN!
![]() |
Sneisafullur Austurvöllur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
13.8.2009 | 12:03
Samstöðu-spuni þjóðernishyggjunar
Mér er heitt í mansi núna enda fylltist mælirinn nú af dropum ógeðfellds áróðurs. Hver er ástæðan? Í gærkvöldi sá ég ábendingu um auglýsingu frá InDefence sem ég hef verið frekar tortrygginn í garð vegna annarsvegar tengsla þeirra við Framsóknarflokkinn og svo hinsvegar framkoma þeirra í tengslum við nýlegan borgarafund þar sem þeir eignuðu sér fundinn í fréttatilkynningum þrátt fyrir að vera eðeins gestir í boði aðstandenda Borgarafunda.
Það fauk hressilega svo í mig þegar ég sá þessa auglýsingu þó ég hafi verið orðinn nett pirraður yfir ábendingunni, því hún innihélt það sem ég fyrirlít framar öllu: þjoðernishyggjulegt myndmál notað í pólitískum myndmáli. Þar var flennistór mynd af styttunni af Jóni Sigurðssyni grenjandi eins og að hann hefði veirð neyddur til að hlusta á ræður Bjarna Ben og Sigmunds Davíðs einhvers staðar í þröngum fangaklefa í leynifangelsum CIA. Myndmálið var augljóslega til að sýna að hann gréti yfir IceSlave-samningnum sem Bjarni Ben hafði lofað rétt fyrir jól en þótti nú grátlegur, en tónninn sjálfur undirniðri er alvarlegri á margan hátt.
Síðustu daga hafa nefnilega birst fleiri auglýsingar í svipuðum dúr þar sem Jón Sigurðsson er notaður í svipuðum pólitískum tilgangi þar sem gefið er í skyn ákveðinn hótun til þingmanna með orðalaginu:Kæri þingmaður. Afstaða þín mun aldrei gleymast í Icesave deilunni kjóstu gegn ríkisaábyrgð af ónafngreindum aðilum sem kalla sig Áhugafólk um framtíð Íslands.Þetta áhugafólk er þó ekki annað en yfirvarp yfir Samtök Fullveldissinna sem eru öfgaþjóðernishyggjumenn sem fara einnig hamförum við að auglýsa upp þennan fund og berja á trommur þjóðernisrembings í pólitískum tilgangi.
Þegar þessar auglýsingar báðar eru svo skoðaðar í samhengi þá má lesa út úr þeim ákveðin skilaboð. Ef þú telur að það eigi að fara samningaleið eða hugleiðir einhverjar aðrar lausnir en þá sem InDefence og Fullveldissinar vilja, þá ertu föðurlandsvikari. Þar sem IceSave-málið er einnig blandað við ESB til að ná fram markmiðum fullveldssina og Sjálfstæðisflokksins sem þeir flestir, ef ekki allir tilheyra, þá ertu landráðamaður og vei þér, ef þú skyldir minnast á í þeirra hópi að Davíð beri einhverja ábyrgð á hruninu og skuli stinga inn, þá ertu nefnilega orðinn sekur um guðlast. Semsagt ef þú fylkir þér ekki á bak við grátandi Jón Sigurðsson, þá ertu lydda sem vilt skríða fyrir útlendingum, landráðamaður eða föðurlandsvikari í bland við hefðbundið blótsyrði hægri öfgamanna: kommúnisti eða Samfylkingarmaður.
Þessar þjóðernisöfgar fylla mig alltaf af velgju, velgju þess sem veit að þeir sem spila á slíkt í pólitískum tilgangi, eru með hrient lýðskrum í valdabrölti eða til að fá hrætt fólk á sitt band hvort sem það er að mótmæla einhverju máli, senda hermenn til Íraks til að berjast fyrir föðurlandið eða enn verri hluti sem má lesa í sögubókum.
Ég veit það allavega að ég mun ekki mæta á þennan samstöðu-fund spunameistara þeirra afla sem eru að nýta sér IceSave-málið inn á þingi til að ná völdum á ný. Ég veit það allavega að ég mun ekki mæta á samstöðufund sem þjóðernisöfgamenn auglýsa grimmt mitt á milli þess sem þeir tala um að vinstri menn séu landráðamenn, samkynhneigðir séu óæskilegir í samfélag manna og að múslimar séu ógn við hinn hvíta, kristna kynstofn, jafnvel þó það kitli mig aðeins að mæta dulbúinn sem vinstrisinnaður, samkynhneigður múslimi til að sjá viðbrögð brúnstakkalegra Samtaka fullveldissina sem telja sig eina hafa rétt a skoðunum hér á landi.
En nei, ég held ég haldi mig bara heima og rifji upp myndina Triumph of the will til áminningar um verstu afleiðingar þess að þjóðernishyggja sé spunninn inn í pólitískt lýðskrum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (45)
Bloggfærslur 13. ágúst 2009
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
-
don
-
soleys
-
tharfagreinir
-
sigurgeirorri
-
neddi
-
smali
-
omnis
-
nanna
-
baldurkr
-
siggi-hrellir
-
gorgeir
-
paul
-
geimveran
-
skari60
-
semaspeaks
-
vest1
-
thj41
-
gudrunlilja
-
zeriaph
-
siggisig
-
gudbjorng
-
svatli
-
athena
-
ace
-
ragnarb
-
einarolafsson
-
amadeus
-
brell
-
thorsaari
-
tbs
-
vilhjalmurarnason
-
patent
-
jennystefania
-
drum
-
folkerfifl
-
larahanna
-
ragnar73
-
hildurhelgas
-
ladyelin
-
sigurduringi
-
sij
-
hedinnb
-
valgeirskagfjord
-
hehau
-
baldvinj
-
jonarnarson
-
olinathorv
-
saemi7
-
agustg
-
ingaragna
-
liljaskaft
-
astajonsdottir
-
reisubokkristinar
-
lehamzdr
-
sparki
-
malacai
-
leifur
-
evaice
-
gus
-
tryggvigunnarhansen
-
kjarri
-
vistarband
-
fun
-
einari
-
spurs
-
annaeinars
-
gattin
-
kaffistofuumraedan
-
launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar