Lánabók Kaupþings: Illir kostir Kaupþings, hugleiðingar um lögbannið og stóra, skuggalega myndin

Þegar fréttir af lánabók Kaupþings dundu yfir mann og lögbannið var skellt á fréttir RÚV vegna fréttaflutnings úr lánabók Kaupþings sem hafði verið sett á vefinn Wiki-Leaks, þá áttaði ég mig á einu. Ég er ekki reiður lengur, ég er orðinn dofinn yfir hverri einustu fjöldagröf fjármálafrjálshyggjunar sem opnuð er úr rústum Fjórða Ríkis Frjálshyggjunar. 

Kannski hjálpar það þó til að sjá hlutina á fleiri en einn hátt, að vera laus við reiðina og vera orðinn svellkaldur yfir öllum þessum óhugnaði sem 18 ár frjálshyggju Davíðs Oddsonar og náhirðar hans, skildi eftir sem minnisvarða um hluti sem mega aldrei endurtaka sig aftur.

En hvað um það, ég ætla að hætta mér út beint út í stórskotahríðina fyrst og koma Kaupþing örlítið til varnar í upphafi. Ég held nefnilega að þeim hafi ekki verið á öðru stætt en að krefjast lögbanns á frétt RÚV með tilliti til starfsemi þeirra. Í lánabókinni sem birtist á Wikileaks, er nefnilega ekki bara að finna upplýsingar um Exista, Bakkabræður og annan óþjóðalýð, heldur einnig fara þarna út upplýsingar um fyrirtæki sem eru heiðarleg, stunda eðlileg viðskipti og hafa í raun ekkert erindi sem fréttamatur né eiga erindi út á við, þ.e.a.s ef allt var eðilegt og því ekki óeðlileg ástæða fyrir lögbannskröfunni til að geta haldið andlitinu gagnvart viðskiptavinum sínum. Önnur ástæða sem ég sé einnig sem forsendur fyrir lögbannskröfu, er að þessi bévítans bankaleynd myndi gera Kaupþing skaðabótaskylt ef þeir reyndu ekki að gera neitt í málunum. Þá hefðu blankir Bakkavarar-bræður, svikamyllan Exista o.fl. getað farið í mál og náð fé til sín(eins og þeir hafi ekki hirt nóg) í gegnum lagalegan grundvöll. Einhvern veginn held ég að maður yrði einstaklega ósáttur við það og vonandi nær þetta að slá það vopn úr höndum þeirra. Þetta var því val á milli að "damned if we do, damned if we don't" kosts.

Nú veit ég að reiðin hefur fengið einhver augu til að tútna út yfir því að ég sé með vörn fyrir Kaupþing. Skiliningur á hversvegna gripið er til svona aðgerða, gerir mann ekki sjálfkrafa samþykkan þeim og ég er engan veginn sáttur við lögbannið á fréttaflutning RÚV því þetta eru upplýsingar sem eiga fullt erindi við almenning, þ.e.a.s. upplýsingar um hrunvaldana. Enda viðbröðgin allstaðar sú sömu, harkaleg með hvatningu til "Streisand effect".Þó er eitt jákvætt við þetta lögbann, nú munum við fáið út úr því skorð fyrir dómi, hvort bankaleynd sé ofar almannahagsmunum, hvort bankaleynd sé ofar réttlæti og hvort bankaleynd sé ofar siðferði og glæpum.

En það er samt svo að þegar maður hættir að einblína á lánabókina sjálfa, þá kvikna ýmsar spurningar um lögbannið. Hveresvegna bara RÚV? Hversvegna ekki hinar stöðvarnar? Hvað var það í frétt RÚV sem gerir þá að sérstöku skotmarki? Maður gæti velt fyrir sér hvort það sé vegna þess að þetta er prófmál, hvort þetta sé vegna þess að Kaupþing var þarna með málamyndargjörning eða það sem ég og fleiri tókum efitr: Kristinn Hrafnsson talaði um heimildir um gífurlega fjármagnsflutninga hjá Kaupþingi og að á næstu dögum yrði meira sagt frá þeim, nokkuð sem Hörður Svavarsson veltir ágætlega upp í blogg-færslu sinni.Heimildr Kristinn virðast vera nokkuð fleiri en upplýsingarnar úr lánabókinni.

En frétt RÚV er ekki það eina sem vakti upp spurningar og hvort meira væri í gangi. Frétt DV á föstudagskvöldið um að lánanefndin hefði afgreitt þessi mál sama dag og þegar ákveðið var að fella niður ábyrgðir starfsmanna Kaupþings, fengu ákveðnar bjöllur til að hringja í hausnum í mér. Í kjölfarið fór ég að grufla og setja saman stærri mynd sem er örugglega ekki tæmandi. Það flaug nefnilega upp í hausinn á mér allar þær fréttir sem komið hafa fram um millifærslur o.fl. og ég ákvað að skoða einn vinkil á þessu, ekki upphæðirnar, heldur tímalínuna í kringum þetta.Ef við byrjum á að líta á tímalínu frá byrjun september:

  • 2. september: Björgvin G. Sigurðsson og Baldur Guðlaugsson sitja fund í London varðandi bankakerfið og áhyggjur breskra yfirvalda af Landsbankanum í London lýst þar yfir.
  • 11. september: Sigurður Valtýsson forstjóri Exista, færir eignarhlut sinn í félag á Tortola-eyjum. Stuttu eftir hrunið sjálft skráir hann húsið yfir á konuna.
  • 7-16. september(hugsanlegt tímabil).:Baldur Guðlaugsson ráðuneytistjóri selur bréf sín í Landsbankanum. Sumar fréttir segja að salan hafi farið fram nokkrum dögum eftir Lundúnar-fund, aðrar tveimur vikum.
  • 22. september: Sheik Al-Thani kaupir 5% í Kaupþingi.
  • 23. september: Hæsta millifærsla Bjarna Ármanns út úr landi. Hinar millifærslurnar ásamt millifærslum Lárusar Welding, voru ekki dagsettar í fréttum.
  • 25. september: Lánanefnd Kaupþings afgreiðir lán og afskrifar önnur, til útrásarvíkingafyrirtækja. Samþykkt í stjórn Kaupþings að ábyrgðir starfsmanna á lánum falli niður. Einar Sveinsson fyrrum stjórnarmaður í Glitni, millifærir 170 milljónir af reikningi sínum til Noregs.
  • 29. september: Ríkið lýsir því yfir að ætlun sé að yfirtaka Glitni og kaupa 75% hlut í bankanum.
  • 2. október: Ólafur Ólafsson lætur Kaupþing í Lúxemborg kaupa ríkiskuldabréf fyrir fé sitt í Lúxemborg og hefur verið að koma fé út úr landi um svipað leyti.
  • 3. október: Breska fjármála-eftirlitið gerir sérstakar ráðstafanir til að tryggja að innlagnir í Singer&Friedlander fari ekki inn í bankann, heldur á serstakan reikning. Heritable, dótturfélagi Landsbankans einnig gert skylt að gera hið sama. Imon-félag Magnús Ármanns kaupir í Landsbankanum.
  • 6. október: Kaupþings-menn fara inn í Seðlabankann og fá 80 milljarða króna lán. Sama dag eru Singer & Friedlander og Heritable sett í gjörgæslu breskra yfirvalda
  • 7. október:Heritable fært undir hollenska bankann ING.Seðlabankinn festir gengið við krónuna og upphefst miklar umbreytingar úr krónum í evrur innan bankanna. Landsbankinn yfirtekinn.
  • 8. október: Seðlabankinn heldur fast við gengisfestinguna allt þar til um kvöldið. Hryðjuverkalög sett á Landsbankann og Kaupþing Edge fært undir ING-bankann.Glitnir yfirtekinn
  • 9. október: Kaupþing yfirtekið af ríkinu.
Hvað hefu okkur verið svo sagt í fréttum til viðbótar um millifærlsur o.fl.(ótímasett)?
  • Björgólfs-feðgar, Karl Wernersson, Magnús Þorsteinsson, Samson og Milestone fluttu fé út úr landi.
  • Bakkavör flutti frá London til Reykjavíkur 130 milljónir punda í byrjun október. Þessi fjármagnsflutningur er llíklega einn af orsakavaldöldum hryðjuverkalaga Breta.
  • Fleiri menn í viðskiptalífinu(fyrir utan Kaupþings-menn) fluttu eigur sínar í einkahlutafélög eða yfir á konuna fyrir hrun. Ef fólk hefur orku í að finna það út hverjir það voru, endilega komið því á framfæri.
  • Kaupþing í Lúxemborg, Tortola-eyjar o.fl. lönd, eru vinsælir áfangastaðir fyrir þetta þar sem rík krafa um bankaleynd, gerir auðveldara fyrir menn að fela eignarhald og hvert peningar fara.
  • Hlutabréfakaup Al-Thani og Imons, félags Magnúsar Ármannsonar, eru þegar komin í rannsókn sem sýndarviðskipti.
  • Nokkrum sinnum áður hafa birst fréttir af því að óeðlilegir millifærslur hafi átt sér stað hjá Kaupþingi í kringum hrun, sem eru í rannsókn hjá rannsóknanefndinni og saksóknara.
  • Glitnir hefur ráðið sérfræðifyrirtækið Kroll til að kanna hugsanlegar óeðililegar millifærslur fyrir hrun.

Ef við skoðum þetta allt saman(vantar reyndar peningaflutninga af IceSave inn í myndina), þá er eitt sem stingur mann strax. Snemma í september voru menn byrjaðir að bjarga egin skinni, selja bréf, losa um eigur og flytja fé út úr landi. Upp úr miðjum september virðist vera brostinn á almennur fjármagnsflótti útrásarvíkinga, bankamanna og annara með innherja-upplýsingar ásamt því að allavega tvenn sýndarviðskipti eru sett á svið. Þetta er bara það sem við vitum af, nota bene, við höfum ekkert fengið enn af ráði úr Glitni og Landsbankanum sem slegin hefur verið þagnarmúr í kringum. Persónulega grunar mig að mesti óhugnaðurinn leynist í Landsbankanum og ekki bara IceSave, heldur einnig þar sem Björgólfs-feðgar réðu þar ríkjum og stjórnsýsla Sjálfstæðisflokksins var hvað í mestu ástarsambandi þar við, enda bankinn atvinnumiðlun fyrir margan SUS-arann og bankastjórnin tengd beint inn í æðstu stjórn landsins. Samkvæmt heimildarmanni sem ég hef enga ástæðu til að rengja, þá átti þar nefnilega líka sér stað sú fyrirgreiðsla til stjórnmálamanna sem hefur veirð minnst á, og gæti átt sinn þátt í því að algjör skjaldborg hafi verið slegin um þann banka til verndar starfsferlum margra. Þögn hefur svo ríkt um Glitni síðan leki varð þar síðasta haust og gripið var til ráðstafana til að koma í veg fyrir slíkt. 

Svo má einnig benda á til viðbótar, að allir þessir aðilar: Kaupþings-klíkan, Landsbanka-lýðurinn og Glitnis-gengið, voru að lána hvor öðrum, halda saman upp verði á hlutabréfum bankanna sinna og stunduðu allskonar óeðlilega viðskiptahætti sem miðuðu að því að viðhalda blekkingunni. Því er mögulegt að þegar einhver úr þessum hópi hafi fengið upplýsingar um að öll spilaborgin hafi verið að fara að hrynja, að bræðralagið hafi í anda skyttnana eða einn fyrir alla, allir fyrir einn, hafi gilt framar öllu og boðin gengið út: Þetta er búið, læsið neðri þilförunum svo almenningur komist ekki í björgunarbátana sem ætlaðir eru okkur einum.

En þetta vekur líka upp ýmsar spurnignar til viðbótar, ekki bara ályktanir. Hvaða vitneskja olli þessum fjölmenna flótta og uppnámi fyrir hrun? Lak eitthvað út úr stjórnsýslunni eða frá stjórnmálamönnum sem áttu ýmislegt undir, um að aðgerðir væru í vændum? Hveersvegna gripu FME og Seðlabanki ekki til aðgerða? Hverjir fleiri losuðu um fé sitt úr innstu röðum stjórnsýslunar og stjórnmálaflokkana? Höfðu ráðherrar, þingmenn, ráðuneytistjórar og aðrir valdamenn upplýsingar um hvað væri í gangi innan bankanna og sýndarviðskipti færu þar fram? Og svo hverjir sátu í lánanefndum bankanna?

Mörgum spurningum og hlutum er hægt að velta upp til viðbótar en þetta ætti að nægja að sinni. Þó er eitt atriði sem rifjaðist upp fyrir mér við þessa litlu samantekt og upplýsingaleit og það er þetta hér:

  • SKY sjónvarpsstöðin kom fram með umfjöllun um að Ísland hefði veirð notað sem peningaþvottastöð fyrir rússnesku mafíuna. Einnig var skrifuð grein þar sem fjallað var um þetta í rússnesku blaði og birtist hún víða. 

Er þetta ekki mál sem ætti að rannsaka einnig frekar? Gæti peningaþvætti tengst fjármagnsflutningum?

Að lokum, þá býð ég ykkur upp á gott grín í boði Samtaka atvinnulífsins: frétt um morgunverðarfund SA sem hafði yfirskriftina:

Traust í viðskiptalífinu - Getur gott siðferði borgað sig?


mbl.is Netverjar æfir yfir lögbanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. ágúst 2009

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband