5.8.2009 | 13:11
Hið Villta Vestur
Ég elska vestra, hef alla tíð gert það frá því að minn kæri fóstri byrjaði að sýna mér þá á stóra myndbands-hlunknum frá Nordmende sem dugði fjölskyldunni í 12 ár. Varla var maður byrjaður í skóla þegar maður hafði séð John Wayne sveifla fram Winchesternum sínum í Rio Bravo og salla svellkaldur niður þý óðalsbónda sem vildi ná drápsglöðum syni sínum úr fangelsi lögreglustjórans væna og tákngervingur hetjunnar fæddist í huga manns, hetjan sem var tilbúinn til þess að berjast gegn ofurefli til að réttlætið næði fram að ganga.
Tveimur árum síðar opnaðist nýr heimur fyrir manni þegar á RÚV eitt föstudagskvöldið hjá ömmu gömlu, birtist Nafnlausi maðurinn í fylgd með mannaveiðaranum Lee Van Cleef, í eltingaleik við bankaræningjann brenglaða Indio í For a few dollars more. Þar opnaðist nýr og grárri heimur spagetti-vestrans og þrír menn kynntir til sögunnar sem dáðir hafa verið á þessum bæ síðan: Eastwood, Morricone og Leone. Þó var það þríeykið Góða, slæma og ljóta sem átti eftir að stimplast rækilega inn í sálu mína sem uppáhaldið um ókomna tíð, þríeykið sem leitaði að stolnu gulli í miðri styrjöld í von um skjótfenginn auð og breytti ásýnd vestursins um leið í átt til þess sem það raunverulega var.
Þetta voru hetjur æsku minnar, hvítar sem gráar og hetjur í samfélagi sem var villt en hafði einfaldar reglur manna á milli. Heiður, hollusta, sannleikur og réttlæti var í hávegum hafður og framar lögum og reglum ef þess þurfti, og aldrei í hávegum haft af þeim föntum og fúlmennum sem skeldfu samfélagið með gripdeildum eða fólskulegum óðalsböndum með spilltan ættarlauk sér við hið, sem svifust einskis í því að ná því sem þeir vildu með þjófnuðum, hótunum, kúgunum og jafnvel morðum á heilu fjölskyldunum. Lögin unnu með þeim jafnvel, lögreglustjórinn og bæjarstjórinn í vasa óðalsbóndans ógurlega. Jafnvel í vestrinu sjálfu leyndust samtök miskunnarlausra auðmanna sem töldu sig hafna yfir allt, líkt og Santa Fe-hringurinn sem fékk Pat Garret til að leita uppi Billy the Kid vegna þess að hann ógnaði hagsmunum þeirra.
En oftast nær þá tókst hvítum sem gráum hetjum hvort sem það voru slyngir byssumenn sem þoldu ei óréttlætið, heiðarlegur og réttsýnn lögreglustjóri sem stóð einn gegn ofureflinu eða góðhjartaðir bófar sem vildu vernda þá sem minna eiga sín, sem klekktu á spillingunni og losuðu samfélagið úr viðjum óttans í átt til bjartari framtíðar.En umfram allt þá gilti sú grunnregla að réttlætið var ofar öllu, lögum og reglu, embættsimönnum og auðmönnum og grunnforsenda þess að sár samfélagsins greru á ný.
Þetta var vestrið í sinni enföldustu mynd skáldskaparins, vestrið sem flestir kannast við og vestrið sem flestir hugsa til, þegar um er það rætt. En er þetta það vestur sem Bjarni Ben vísar til þegar hann talar gegn breytingum eða afnámi bankaleyndar eða er það vestur sem hann talar um hið raunverulga vestur þar sem kaldrifjðair nautgripabændur og járnbrautakóngarsölsuðu undir sig land og eigur fólks með hótunum og ofbeldi, höfðu embættismenn í eigin vasa, embættismenn sem litu undan glæpum auðmanna og lögin með sér þegar kom að því að ganga að lítilmagnanum. Er það vestrið þar sem hagsmunir fárra voru ofar réttlætinu og almannahagsmunum, vestrið þar sem græðgi eftir landi og gulli réð ríkjum? Er þetta vestrið sem Bjarni Ben vísar tilí með orðum sínum um bankaleynd?
Maður spyr sig.
![]() |
Þurfa breyttar reglur um bankaleyndina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 6.8.2009 kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggfærslur 5. ágúst 2009
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
-
don
-
soleys
-
tharfagreinir
-
sigurgeirorri
-
neddi
-
smali
-
omnis
-
nanna
-
baldurkr
-
siggi-hrellir
-
gorgeir
-
paul
-
geimveran
-
skari60
-
semaspeaks
-
vest1
-
thj41
-
gudrunlilja
-
zeriaph
-
siggisig
-
gudbjorng
-
svatli
-
athena
-
ace
-
ragnarb
-
einarolafsson
-
amadeus
-
brell
-
thorsaari
-
tbs
-
vilhjalmurarnason
-
patent
-
jennystefania
-
drum
-
folkerfifl
-
larahanna
-
ragnar73
-
hildurhelgas
-
ladyelin
-
sigurduringi
-
sij
-
hedinnb
-
valgeirskagfjord
-
hehau
-
baldvinj
-
jonarnarson
-
olinathorv
-
saemi7
-
agustg
-
ingaragna
-
liljaskaft
-
astajonsdottir
-
reisubokkristinar
-
lehamzdr
-
sparki
-
malacai
-
leifur
-
evaice
-
gus
-
tryggvigunnarhansen
-
kjarri
-
vistarband
-
fun
-
einari
-
spurs
-
annaeinars
-
gattin
-
kaffistofuumraedan
-
launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar