Dagurinn sem Morgunblaðið dó sem fjölmiðill og reis upp sem áróðursrit hrunvalda

Dagurinn í dag, 24. September 2009, er sögulegur dagur. Í dag kemur maður til starfa sem ritstjóri dagblaðs, maður sem setti heila þjóð á hausinn og iðrast ekki neins, maður sem öll íslenska þjóðin þarf að blæða fyrir á einn eða annan hátt. Þessi maður skapaði hér samfélag græðgi, innleiddi hér spillingu sem grunnstoð samfélagsins, sleppti rándýrum og hrægömmum lausum gegn varnarlausri þjóð sem í einfeldni sinni trúði lygum þessa manns og félaga hans í Sjálfstæðisflokknum, flokknum sem keyrði í ákafri fylgispekt við þennan sama mann, íslenskt samfélag fram af klettabrún niður í hyldýpi gjaldþrots, fátæktar, atvinnumissis, eignamissis og myrkrar, skuldugar framtíðar.

Í dag er sögulegur dagur, því til starfa tekur maður að nafni Davíð Oddson sem gerði heilan Seðlabanka gjaldþrota og velti mörg hundruð milljörðum á bak okkar, maður sem gaf vinum sínum banka sem setti landið á hausinn, maður sem lét ráða vini sína og ættingja sem Hæstaréttadómara og son sinn sem héraðsdómara, maður sem lagði niður heila stofnun vegna þess að honum mislíkaði þjóðhagsspá, maður sem innleiddi hótanir og ofsóknir inn í stjórnkerfið og maður sem síðast en ekki síst, er einn af stærstu orsakavöldum hrunsins sem ég, þú, börnin, barnabörn og aðrir þurfa að borga. Þetta er maðurinn sem lagði grunninn að og tók þátt í að rjúfa samfélagssáttmálann án nokkrar iðrunar og þetta er maðurinn sem við vorum látin blæða fyrir 3-4 milljarða í afskriftir .

Í dag er dagurinn sem samviskulaus, firrtur maður sem skapaði helvíti fyrir vora þjóð, var ráðinn til starfa á Morgunblaðinu. Í dag er dagurinn sem eigendur Morgunblaðsins kveiktu í blaðinu sem fjölmiðil, gerðu hann að ómarktækum salernispappír lyga, hálfsannleika einhliða flokksblaðs, og reistu úr ösku þess áróðursmiðil fyrir kvótagreifa, auðmenn, Sjálfstæðismenn og aðra þá sem hatast við þjóðina, í anda Pravda og Der Stumer. Í dag er dagurinn sem heill fjölmiðill var gerður að Postulínsturni hrunvalds, honum, náhirð hans, trúflokki og rökkum sínum til misnotkunar.

Í dag er dagurinn sem eigendur Morgunblaðsins vörpuðu grímunni og lýstu yfir styrjöld gegn þjóðinni í landinu, áróðurstyrjöld um að koma til valda á ný hrunvöldum harðlínuafla Sjálfstæðisflokks, áróðursstyrjöld til að tryggja eignarhald kvótagreifa, áróðurstyrjöld til að hindra og koma í veg fyrir rannsókn á hruninu og alvöru uppgjöri á því.

En í dag er líka dagurinn sem við getum gert eitthvað í málunum gegn þeim sem skipulega ráku starfsfólk sem var með rangar skoðanir, í dag getum við gert eitthvað í málunum gagnvart þeim sem drápu Moggann sem fjölmiðil og gerðu hann að áróðursmiðli sem ekki mun segja nokkuð satt orð í framtíðinni, í dag getum við risið upp og sýnt að við látum ekki hrækja á okkur lengur af þeim sem fengu milljarða í afskriftir svo hægt væri að koma hrunvaldinum mikla fyrir í þægilegum stól. Þó þeir sem ráði innan veggja Morgunblaðsins séu skyni skroppnir, iðrunarlausir og algjörlega lausir við samvisku, er hægt að koma þeim í skilning um að þeir gengu of langt og þetta sé eitthvað sem fólk sættir sig ekki við. Það er nefnilega ekki hægt að höfða til þeirra í gegnum skynsemi eða samvisku sem FL-okks og Foringjahollustan blindar bláum bjarma, en það er eitt sem þeir skilja og finna fyrir, það er tungumál peninganna.

Það sem ég legg til að við gerum öll sem viljum er eftirfarandi:

  • Segjum upp áskriftum að Morgunblaðinu, hvort sem það er fyrirtækjaáskrift eða einstaklingsáskrift.
  • Hættum að skoða mbl.is og hundsum fréttir þar. Þær verða hvort sem er ekki marktækar eftir þennan dag. Þeir sem vilja skoða blogg, farið frekar beint inn á blog.is og ekki fréttatengja blogg.
  • Ef við getum, beinum viðskiptum frá þeim fyrirtækjum sem auglýsa í Morgunblaðinu eða fréttum að auglýsi þar frá og með deginum í dag.
  • Drekkið stjórn Árvaks í tölvupóstum í mótmælaskyni, sendið póst á þingmenn og ráðherra og heimtið að það verði rannsakað hversvegna ákveðið var að afskrifa skuldir Árvaks þegar aðrir voru tilbúnir til þess að greiða þær að fullu.
  • Hugleiðið að loka bloggum ykkar og færa annað.

Sjálfur hef ég ákveðið að huga að brottför hér af Mogga-blogginu því ég ætla ekki að styðja við bakið á óvinum þjóðarinnar sem þetta blað leiða og eiga, heldur finna mér nýjan íverustað á næstunni, jafnvel taka þátt í að stofna nýtt bloggsvæði líkt og viðrað var við mig. Ég ætla einnig að vonast til þess að þeir fjölmiðlamenn sem eftir verða íhugi að það er betra að vera atvinnulaus en gólftuska þess fólks sem hörmungar yfir þjóðina kallaði og vona að þeir hafi rænu á að búa sér til nýjan fjölmiðil í staðinn, án yfirráða hinnar Bláu handar. Ég ætla svo sjálfur að gerast áskrifandi að DV til að tryggja að hér sé starfandi einn áskriftarfjölmiðill í blaðaformi áfram.

En að lokum, þá er eitt víst í dag, að eftir að hafa verið byrjaður að blómstra sem fjölmiðill að nýju, þá er Morgunblaðið dautt, grafið og allar fréttir lygar af þeirra hálfu. Ég óska ekki þeim sem eiga þetta blað né þeim sem því stýra neinna heilla heldur aðeins bölvunar, og vona að Mogginn hverfi í gleymsku sögunnar sem fyrst, þjóðinni til ánægju og bjartari framtíðar.


mbl.is Davíð og Haraldur ritstjórar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. september 2009

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 123493

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband