EInhæft úrval kvikmyndahúsana

Glöggt er gests augað, er það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég las þetta og ágætt að einvher utanaðkomandi láti heyra í sér með þetta. Ástandið er búið að vera slæmt og versnar á hverju ári varðandi úrval kvikmynda. Hvers vegna? Jú, það er einfaldlega það að með fákeppninni og þröngsýni markaðsmanna hjá stóru keðjunum tveimur: Sam-Bíóunum og Senu, þá er eingöngu horft til Bandaríkjanna þegar kemur að myndum. Þær fáu myndir sem koma frá Evrópu eða Asíu í bíóhúsin hér á almennar sýningar, koma í gegnum bandarísku dreifingaraðilana. Maður veit það að ástandið er slæmt þegar breskar myndir fá ekki dreifingu hér nema á kvikmyndahátiðum og jafnvel að það þurfi kvikmyndahátíð til að sýna myndir sem flokkast undir afþreyingarmyndir frá öðrum löndum eins og t.d. 28 days later o.fl., myndir sem ef allt væri eðlilegt hér, myndu rata á almennar sýningar.

Talandi um kvikmyndahátíðir sem eru hið besta mál, þá er hliðin sem snýr að bíóhúsa-eigendunum ekki sem best heldur. IIFF-kvikmyndahátíðin hefur verið að sumu leyti hreingerning af lagernum, myndir sem þeir telja ekki hæfar fyrir almennar sýningar vegna tungumáls eða uppruna s.s. Óskarsverðlaunamyndina Tsotsi, Der Untergang og að hluta til hafa þeir staðið síg í stykkinu og komið með myndir eins og Volver ferska inn á hátíð og klórað sér svo í hausnum yfir því að hún skuli fá góða aðsókn jafnvel þótt hún sé ekki bandarísk og á spænsku. 2-3 ára myndir hafa einnig verið algengar og myndir á Norðurlandatungumálum sýndar ótextaðir eða jafnvel að myndir á tungumáli(japönsku myndina Hana-bi) sem fáir skilja, sýndar með sænskum texta eða álíka. Metnaðarleysið er mikið.

Svo kom Alþjóða kvikmyndahátiðin(RIFF), hátíð óháð kvikmyndakeðjunum og með það viðhorf sem nauðsynlegt er fyrir hátíðir til að blómstar. Nýjar, ferskar myndir sem ekki eru jafnvel komnar í almenna dreifingu og áhugafólk fremur en markaðsfræðingar við stjórn. Maður var byrjaður að líta á bjarta tíð, kvikmyndahátið kvikmyndakeðjanna þegar vorið nálgaðist og aðsókn þar á myndir á öðru tungumáli en ensku framar vonum og önnur hátíð á haustin sem var einstaklea vel heppnuð 2005 þrátt fyrir smá hnökra sem geta alltaf komið fyrir.

Maður gleymdi því þó óvart að sumir þola ekki samkeppni, sérstaklega hjá Senu. Þeir komu með sitt Oktoberfest þar sem sýndar voru 2-3 myndir af hinni hátiðinni til að fylla upp í, opnunarmynd RIFF var t.d. hin frábæra Adams æbler sem var sýnd með enskum texta þar en textalaus á Oktoberfest og hefði gengið vel í almennum sýningum en nei, hún var dönsk og svoleiðis myndir fer fólk ekki á. Oktoberfestið var í það heila fíaskó á margan hátt en Sena gat ekki setið á sér heldur var á síðasta ári færð til stóra kvikmyndahátið bíóanna:IIFF og sett á haustin, rétt á undan Alþjóðlegu kvikmyndahátiðnni. Þar að auki hefur maður heyrt af fleiri steinum í götu þeirrar hátíðar af hálfu Senu, neitað að leyfa sýningar á myndum sem þeir höfðu réttinn á og ætluðu ekkert að sýna og Sena neitaði að leigja sali Regnbogans undir hátíðina, nokkuð sem Sambíóin gerðu ekki með Háskólabío. Það er ekki eins og að Sena hefði tapað nokkru á því heldur eru þetta ekta einokunartilburðir og eingöngu gert til að drottna yfir markaðnum því báðar hátíðir geta þrifist á sitthvorum árstímanum. Svona tilburðir skaða líka fjölbreytnina yfir allt árið og er síður en svo gert til að auka úrvalið nema á örstuttum tíma á haustin.

Hvað á að gera? Ég veit það ekki en fyrsta skrefið er hjá kvikmyndahúsum að koma með fjölbreyttara úrval allt árið í kring og hætta eingöngu að horfa til Bandaríkjanna, heldur skoða hvað er vinsælt í Bretlandi, Frakklandi og Danmörku t.d. Svo hafa asískar myndir ákveðinn markað einnig og eru sterkar í hasar, spennu og hryllingi(sjáið bara allar endurgerðirnar af asískum myndum:The departed, The grudge, The ring og fleiri góðar), litlar hátíðir reglulega gæti gengið með óvissu myndir. Það þýðir heldur ekkert að reikna með að þessar myndir skili 10.000 áhorfendum fyrstu helgina og vera eins og Kaninn, líta á það sem flopp ef svo fer ekki. Svona myndir og góðar myndir sem ekki eru mainstream, taka tíma að taka inn áhorfendur með orðspori sínu og lifa lengur en nýjasta Fast and the furious-mydin og álíka, í bíósölum.

Annað skref er að vera ekki að kæfa niður kvikmyndahátíðir sem þeir hafa ekki gerræði yfir heldur fagna þeim og hlúa að þeim. Aðsókn áhorfenda skilar sér til þeirra í popp og kók kaupum því kvikmyndahátiðir hafa verið vel sóttar í gegnum tíðina og farið fram úr björtustu vonum. Einnig eiga kvikmyndahúsin ekki að koma með lagerhreinsun inn á kvikmyndahátíðir, sérstaklega þar sem margar myndirnar eru fyrir löngu síðan komnar út á DVD og menn búnir að fá sér myndirnar sem þeir eru spenntir fyrir.

Ef kvikmyndahúsin gæta sín hreinlega ekki, þá munu þeir hreinlega missa áhorfendur, sérstaklega þá sem eru eldri og þá sem vilja sjá fjölbreyttar myndir og áhugaverðar. Þessi hópur mun færa sig inn til þeirra aðila sem verða með minni sýningar í Tjarnabíó og kaupa frekar DVD-ana að utan. Að sama skapi þá mun þetta frekar auka niðurhal á áhugaverðum myndum ef kvikmyndahúsin eru að koma með þær allt að ári síðar.

Svona að lokum til að vera ekki algjörlega neikvæður, þá hefur Sena allavega rankað aðeins við sér eftir ábendingar líklegast og ákveðið að taka hina þrælgóðu Pan's labyrinth til sýningar í febrúar. Vonandi þýðir það að það sé vakning meðal kvikmyndahúsa að fara af stað en kannski er það bara óskhyggja hjá mér.
mbl.is Segir úrval kvikmynda einhæft í íslenskum kvikmyndahúsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér með þetta, úrval í bío er jafn hræðilegt eins og verðið >_<

Annars þá mættu þeir líka alveg sýna sumar amerískar myndir eins og t.d the fountain sem er mynd sem ég vildi sjá í bío.

Andri (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 15:13

2 Smámynd: AK-72

Að sjálfsögðu á að sýna einnig bandarískar myndir hvort sem þær eru algjör afþreying eða ekki. Fókusinn hefur einfaldega verið of mikill á hreinar markaðsmyndir frá Bandaríkjunum  Ég vill ekki sjá að Hollywood-framleiðslu verði ýtt til hliðar því hún þjónar ákveðnum hópum en þegar ofuráhersla er á eitt land og svipaðar myndir, þá fælir þetta til frambúðar aðra hópa. Ég áttit.d. í erfiðleikum síðasta sumar með að fara í bíó fór tvisvar sinnum frá maí til ágúst enda var ekkert í bíó sem var heillandi

<>  

AK-72, 29.1.2007 kl. 16:11

3 identicon

Ég fatta ekki af hverju það er svona mikið vandamál að sýna góðar myndir alls staðar að allan ársins hring. Ég er a.m.k. mjög þreytt á því að þurfa nánast að taka mér frí frá vinnu þegar RIFF gengur í garð.

Íris Ellenberger (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband