Íslensku klámborgarnir

Það hefur verið gaman hér á hliðarlínunni við það að að fylgjast glottandi með umræðunni um klámráðstefnuna. Miðað við lætin í sumum þá hefur þetta verið eitt stærsta mál samtímans og skítt með það þó tryggingarfélögin séu að fá í gegn lagabreytingar sem minna óneitanlega á Þriðja ríkið í hugsunarhætti, iðjudeild geðsjúkra sé lokað, fjöldi manns missi atvinnuna á Ísafirði vegna "hagræðingar", skaðsemi Múlavirkjunar á umhverfið reynist meiri en talið var og spilling í ákvörðunartöku um hana látin óáreitt.

Margt fleira er hægt að nefna sem er meira aðkallandi að ræða heldur en það hvort einhverjir ferðamenn sem vinna í einum af mest sleazy bransa heims fengu ekki gistinguna sem þeir áttu pantaða. Nei, í staðinn láta menn eins og þetta hafi verið Alþjóðaráðstefna um frið á jörð og gestirnir sendir til Guantamano þegar lausn var í sjónmáli eða mestu óþokkar heimsins hefðu hist hér til að nauðga börnum og éta .

Fyrir utan það að vera ómerkileg umræða um mál sem skipti ekki máli í raun, þá tókst mörgum það, að opinbera sína öfga og hræsni með fáránlegum fullyrðingum og upphrópunum.

Öfgakenndustu aðilarnir voru tilbúnir til að brjóta mannréttindi til varnar mannréttindum og heimta brottvísun fólksins úr landi fyrir það eitt að vinna í bransa sem er löglegur í þeirra landi.

Sumir af þeim sem berjast fyrir "frelsi" einstaklingsins, reyndust ekki hafa nokkurn áhuga á því þegar það kom að þessu máli.

Aðrir ásökuðu fólkið um barnaníð og margt fleira í hneykslun sinni og ærumeiðandi fullyrðingar fuku, en sáu ekkert athugavert við það að styðja ólöglegt stríð sem hefur kostað hátt í milljón manns, pyntingar í Guantamano og þjófnað á opinberum eigum af hálfu flokksbræðra sinna.

Fólk sem hneykslast á því að klámliðið gæti verið að koma hingað til að ræða og e.t.v. búa til klám, sér svo ekkert að því að klám sé selt í íslenskum verslunum og kaupir sér kannski einn DVD með dildóinum sínum. Klámlögum er ekkert framfylgt gagnvart Íslendingum, að því virðist.

Þeir sem vörðu rétt fólksins til að koma hingað, hafa sumir hverjir verið á móti því að innflytjendur flyttust til landsins því það væru glæpamenn og fólk sem tilheyrði óæskilegum trúarbrögðum, væri ekki velkomið.

Varnaraðilum klámliðsins finnst svo alveg ótækt að það megi ekki halda ráðstefnu og tjá skoðanir sínar en eru yfir sig hneykslaðir og vilja banna þeim sem mótmæla Kárahnjúkavirkjun, að koma til landsins.

Sumum af þessum mönnum finnst það alveg ótækt að feministar mótmæli klámi en fagna óspart þegar kemur að því að hrinda gamalmennum frá skattframtölum, í mótmælum sinna manna á skattstofunni.

Varnaraðilum klámliðsins finnst svo ótækt að brotið sé á réttindum klámborgara en sjá ekkert að því að konur hafi ekki jafnan rétt til launa.

Og svo sem síðasta dæmi, hótelið sem úthýsti klámhundunum, reyndist vera svo sjálft að selja klám í gróðaskyni.

Svona í lokin, þá hafa klámhundarnir fullan rétt til að koma til landsins og halda ráðstefnu því þó þeir séu sleazy þá eiga þeir að hafa jöfn réttnidi við annað fólk, feministar sem og aðrir hafa fullan rétt til að mótmæla þessu og grípa til aðgerða eða þrýstings, hótelið hefur fullan rétt til þess að vísa frá gestum sem þeir telja óæskilega og gestirnir hafa fullan rétt til að sækja rétt sinn ef þeir töldu á sér brotið.

Ef eitthvað er þá hefur þetta opinberað hvað Íslendingar eru móðursjúkar og smáborgaralegar dramadrottnignar þegar kemur að málum sem skipta litlu máli þannig séð, en ekki múkk heyrist þegar kemur að stórum málum og áhugaleysið algjört, sérstaklega þegar kemur að því að bæta mannréttindi stórs hóps fólks. 

Er þessi ráðstefna ekki annars bara afleiðing af vel heppnaðri markaðssetningu Icelandairs á Íslandi sem landi one night stands og dirty weekends?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig langar bara að vita hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að fólki sé bannað að koma til landsins. Ef maður horfir til klámhundanna, Vítisengla og Falun gong þá virðist það stjórnast af því hvort starfsemin sé lögleg eða ólögleg í eigin landi, a.m.k. í augum leikmanns eins og mig. Falun gong var vísað úr landi þótt trúar- og leikfimisiðkun sé lögleg á Íslandi. Hins vegar þótti ekki líklegt að hægt væri að banna klámhundunum að koma til landsins þótt grunur léki á að þeir ætluðu að stunda ólöglega starfsemi í landinu (upphaflega sögðu þeir að þeir ætluðu að taka upp klám á Íslandi. þótt þeir hafi dregið það til baka eftir að umræðan fór af stað). Það væru samt hálfundarleg skilyrði. Veit einhvern hvaða viðmið íslensk stjórnvöld hafa þegar þau taka ákvörðun um að meina hópum landgöngu eða hleypa þeim inn í landið?

Íris (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 10:56

2 Smámynd: AK-72

Góður punktur en persónulega held ég að það sé engin viðmið til löglega, heldur eingöngu geðþóttaákvarðanir ráðherra og yfirvalda. Svoleiðis hefur það verið í gegnum tíðina allt frá því að í tíð Hermanns Jónssonar að allir þeir sem höfðu þýsk vegabréf með gyðingastjörnu fengu ekki inngöngu til landsins. 

Held reyndar með eins og Hell's angels, að þar sé horft til Schengen eða Interpol, varðandi alþjóðlega glæpastarfsemi og hvort menn tengist þar inn. Falum Gong voru að mótmæla gestum og eins og þú veist kannski Íris, þá má ekkert raska ró erlendra gesta hér sem heiðra landið með komu sinni . Það gæti gefið einhverja neikvæða mynd af landinu(hmm, hvers vegna varð mér hugsað til Rúmeníu á tímum Ceasenscau eða hvernig sem það var skrifað) og slíkt er ekki vel séð nema þegar það er Dirty weekend Flugleiða.  

AK-72, 26.2.2007 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband