Enn eitt bloggið um Spaugstofugrín

Ég náði loks að horfa á Spaugstofuþáttinn umdeilda í endursýningu á RÚV á áðan. Þekkjandi Íslendinga má búast við að ansi margir sem misstu af þættinum hafi setið límdir við og annað hvort tekið hlátursroku yfir textanum við þjóðsöngslagið eða fólkið fyllst af svipaðri hneykslun og þegar það downloadaði myndbandinu með Guðmundi í Byrginu. Þar að auki má búast við að gott áhorf verði að næsta þætti þar sem menn bíða spenntir eftir hvernig þeir gera grín að viðbrögðum manna og vart hægt að finna betri og ókeypis auglýsingu en taugatitrandi og yfir sig hneykslaða þjóðrembur, fyrir Spaugstofuna .

 Persónulega sé ég ekkert að því að gera grín að þjóðsönginum eða öðru sem er umvafið einhverjum hálf yfirborskenndum hátíðleika og helgidómi því þannig séð er ekkert svo heilagt að það megi ekki nota það í góðlátlegu gríni eða ádeilu.Hitt er aftur á móti annað mál að ef Spaugstofumenn brutu lög, þá fer það sína leið því lög eru lög hvort sem fólki finnst þau bjánaleg eður ei.

Aftur á móti gat ég ekki annað en brosað yfir mörgum sem hafa verið hneykslaðir eða húmorslausir fyrir þessu því þeir tilheyra eða styðja ríkistjórnarflokkana tvo. Ekki hef ég orðið var við að þetta sama fólk hafi staðið upp og bent sínum þingmönnum og ráðherrum, á að það væri að brjóta stjórnarskránna í fjölmiðlafrumvarpsmálinu  2004 og ekki varð ég var við það að það heimtaði að menn sættu ábyrgð samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð og öðrum lögum þegar 6 ráðherrar stjórnarinnar sem og nokkrir þingmenn, hylmdu yfir fjármálamisferli í Byrginu og dældu áfram peningi þangað með fullri vitneskju um að það væri eitthvað stórkostlegt að í bókhaldinu.Ekki má gleyma heldur öllum þeim skiptum þar sem lög hafa verið brotin í sambandi við mannaráðningar, lóðaúthlutanir, skipulagsmál o.fl. af háflu samflokksmanna.

Hvers vegna hefur margt af þessu fólki ekki verið kært þrátt fyrir að hafa brotið lög og jafnvel sömu menn og hneykslast á meintu lögbroti Spaugstofunnar varið það í orðum sem riti? Er ekki dálítil hræsni í þessu að gera miikið úr lögbroti eins en verja lögbrot annars?

Hvernig læt ég annars,grín með þjóðsöngi sem fáir kunna og önnur yfirborskennd þjóðrembutákn eru miklu verri lögbrot en þegar skeint sér er á stjórnarskrá sem og öðrum lögum.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er spurning hvort að Eyþóri Arnalds finnist það minna mál að brjóta lög um ölvunarakstur heldur en lögin um þjóðsönginn og fánalögin.

Neddi (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband