1.4.2007 | 12:46
Viðbrögð við álverskosningum og önnur viðbrögð
Nú er álverskosningum í Hafnarfirði lokið og niðurstaðan ljós: Hafnfirðingar vilja óbreytt ástand en ekki stækku.Þetta var greinilega stórmál þar sem annars staðar og því er ekki annað en gott um það að segja að Hafnfirðingar hafi fengið að kjósa um þetta á lýðræðislegan hátt, nokkuð sem mætti vera meira af og oftar þegar kemur að stórum ákvörðunum fyrir samfélagið hvort sem það eru ákvarðanir í sveitarfélagi eða á Alþingi.
En nóg um það, það hefur verið frekar skondið að sjá viðbrögð þeirra sem vildu stækkun og eru hlynntir áversframkvæmdum almennt. Þvílík harmakvein um að Hafnarfjörður verði svefnbær, það sé búið að rústa atvinnulífi Hafnfiðringa, álverið muni fara(stórefast um það) o.sv.frv. Þvílík dramatík sem fengi mexíkóskar sápuóperur til að blikna í samanburði.
Aftur á móti varð manni samt hugsað til í leiðinni, hvar var þetta fólk þegar kemur að því að hugsa til hags annara bæjarfélaga? Ekki man ég til þess að það hafi verið jafn sterk viðbrögð þegar herinn fór, heldur var það einfaldlega að önnur atvinna komi í staðinn. Hvers vegna æsti þetta fólk sig ekki yfir því þegar togaranum Brettingi frá Vopnafirði var lagt og fjölda fólks missti vinnuna, bæði gæðablóðin þar um borð og störfin í tengslum við þjónustu sem og annað? Hvar var þetta fólk allt þegar Grandi, Brim, Samherji, ÚA og öll þau fyrirtæki voru að leika sér að því að færa kvóta í burtu frá bæjum, loka frystihúsum og kippa stoðum undan samfélaginu? Hvers vegna reis þetta fólk ekki upp og talaði um það þyrfti að stoppa svona og hugsa um hag bæjarfélaganna?
Það skyldi þó aldrei vera að sumir þarna hugsi fyrst og fremst um að hagur fyrirtækja sé mikilvægari en hagur almennings og samfélagsins....
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
- don
- soleys
- tharfagreinir
- sigurgeirorri
- neddi
- smali
- omnis
- nanna
- baldurkr
- siggi-hrellir
- gorgeir
- paul
- geimveran
- skari60
- semaspeaks
- vest1
- thj41
- gudrunlilja
- zeriaph
- siggisig
- gudbjorng
- svatli
- athena
- ace
- ragnarb
- einarolafsson
- amadeus
- brell
- thorsaari
- tbs
- vilhjalmurarnason
- patent
- jennystefania
- drum
- folkerfifl
- larahanna
- ragnar73
- hildurhelgas
- ladyelin
- sigurduringi
- sij
- hedinnb
- valgeirskagfjord
- hehau
- baldvinj
- jonarnarson
- olinathorv
- saemi7
- agustg
- ingaragna
- liljaskaft
- astajonsdottir
- reisubokkristinar
- lehamzdr
- sparki
- malacai
- leifur
- evaice
- gus
- tryggvigunnarhansen
- kjarri
- vistarband
- fun
- einari
- spurs
- annaeinars
- gattin
- kaffistofuumraedan
- launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.