7.4.2007 | 14:14
Á sjó, I.hluti?
Eins og þeir sem mig þekkja vita, þá neyðist ég vinnu minnar vegna að fara út á sjó í stuttan tíma. Sjóferðirnar geta verið stuttar og langar, skemmtilegar og leiðinlegar og allt eftir því þó þær nýtist mér yfirleitt vel í því að ráðast á bókastaflann og grynnka aðeins á honum. Yfirleitt rúllar þetta áfram í rútinínuvinnu og ekkert fréttnæmt en stundum getur maður ekki annað en deilt ferðasögunni líkt og nú þó kannski ekki merkileg sé. Nöfn verða ekki gefin upp til að vernda hina saklausu og seku og staðreyndum hliðrað til eftir þörfum.
Síðasta sunnudag þurfti ég að halda af stað í einn stuttan túr. Eftir að hafa verið sóttur of snemma með þeim afleiðngum að ég náði ekki að vaska upp og gleymdi öllum nærbuxum til skipta. Ekki skaðaði það kannski þannig séð því sturtuaðstaðan um borð var ekki það glæsileg að maður stæði í því að baða sig þar og ekki náði maður að komast í land það snemma á kvöldin til að komast í sund eða sturtu.
Ég hafði nú farið tvisvar áður með þessum báti en nú voru komnir nýir eigendur og vonaðist maður eftir því að aðeins hefði verið hresst upp á hann, sérstaklega vistarverur. Vistarverurnar höfðu nú skánað aðþví leyti að hlýtt var og þurrt í klefunum sem við vinnufélagarnir fengum úthlutað, ólíkt því sem var áður þar sem jöklasvefnpokar voru standard eitt sinn og svo mikill saggi í dýnunum að menn vöknuðu upp líkt og pissublautir á morgnana.
Einn galli var þó við vistarverurnar sem ég man ekki eftir að hafi verið áður. Þar sem við sváfum frammí í stefni þá fyrir utan það að maður þurfti að fara eftir vinnsludekkinu, þá var við stigann niður í káeturnar einhver óþefur sem var eins og megn olíublönduð svitalykt líkt og af vel marineruðum vélstjóra sem hefur sofið í vélarrýminu án baðs í nokkra mánuði og matarbitum hent niður frekar en að fá hann upp í borðsal. Þessi lykt var nú þannig gerð að hún gat æst upp sjóveikina í mönnum. Að öðru leyti var við það allt sama, borðsalurinn jafn druslulegur og óbreyttur frá því að báturinn var smiðaður en nýttist sem slíkur alveg ágætlega.
Eftir mikið japl og jæja við að koma okkur fyrir og ganga frá græjum og fleira, kom í ljós að eitthvað hafði aðeins klikkað í samantekt á hlutum svo við þurftum að redda því með smá útréttingum sem og aðstoð sjóhrædda, rússneska vélstjórans sem var himinlifandi yfir því að vera að komast í burtu og öfundaði okkur af því að þurfa ekki að vera á sjó nema í ýtrustu neyð. Við þetta kom reyndar í ljós að allt vantaði um borð sem gat talist til hálfgerðar nauðsynja svo sem skrúfur, bolta, verkfæri og margt fleira. Einhverjir sem höfðu verið í áhöfn tímabundið í túr, höfðu nefnilega kvatt bátinn með virktum og hreinsað allt með sér sem ekki var neglt niður, frá verkfærum til hosuklemmna. En þetta hafðist þó og loks komumst við á sjó.
Eitt af því sem gerir sjóferðir skemmtilegar er áhöfnin og samsetningin af þeim. Yfirleitt eru nú þetta hinir fínustu náungar og oft miklir karakterar í þessu litla samfélagi sem við gestirnir komum inn í og oft jafnvel eins og hálfgerður þverskurður af samfélaginu sem og manngerðum. Þarna var t.d. kennari að skjótast í stuttan túr til að redda sínu fólk með son sinn með sér en sá var shanghæjaður í hásetastarfið þegar einn hásetinn fór í bakinu og var borinn í land. Fyrir rússneska vélstjórann kom svo gamall vélstjóri sem leit á það sem heilagt hlutverk sitt að vera miðpunktur allra samræðna og greip hvert tækifæri til að segja sögur eða toppa sögur annara og nægði oft að segja bara já til að hann færi á flug.
Svo var það kokkurinn sem þrátt fyrir að vera alveg ágætis kall þá var hann alveg arfaslakur kokkur. Fyrsta daginn var hann svo sjóveikur(fyrsti túrinn hans) og manni leist ekkert á blikuna, viðbúinn því að hann myndi æla ofan í sveppasósuna með kjötinu. Sveppasósan kláraðist nú ekki hjá kallinum og reyndi hann að koma henni út sem viðbiti næstu daga á eftir með brauði sem öðrum mat.
Svo leist okkur ekki á blikuna næstu daga þegar ekkert bólaði á mat yfir daginn heldur var einungis hent kexi(kláraðist eftir einn dag) og Bónus-brauði(rúgbrauðið kláraðist á degi 2) á borðið ásamt áleggi og á þessu lifðum við fram á kvöld, orðnir glorhungraðir þegar loksins kallinn fór að elda. Hann hafði nefnilega engan tíma því hann var á fullu í aðgerð yfir daginn. Ekki hirti hann heldur um að þrífa upp mylsnu sem og annað af borðunum og er sá fyrsti sjókokkur sem ég hef verið með, sem ekki hefur verið með tuskuna á lofti eftir að hungruðu úlfarnir hafa rifið í sig allt ætt á borðum. Þrátt fyrir að tekist ágætlega upp með kjötfarsbollur var nú kjöt i karrýkássan ansi döpur, svo döpur að alætan sem var með mér þurfti að fá sér að éta þegar hann kom í land og heimferðarmáltíðin samanstóð af afgöngum sem og pulsupottrétti sem rétt dugði fyrir fimm "heppna?" En nóg um kokkinn.
Eitt annað sem maður hefur nú gaman af við þessi samfélög og sjóferðir, það eru ekki bara áhöfnin heldur einnig viðbrögð þeirra við öðrum og samskipti sín á milli, sérstaklega er gaman að fylgjast með sveittustu sjóhundum breytast yfir í mjúkustu karlmenn þegar konur koma um borð og vilja allt fyrir þær gera. Slíkt var þó ekki til staðar í þessari ferð en aftur á móti fuku gullnar setningar eins og t.d. ein um hníf:"Það er ekki einu sinni hægt að skera blautan skít með þessu" og þegar rekið var á eftir einum var öskrað reiðilega til baka:"Vertu ekki svona graður, strákur, ég er að æla". Einnig gerðist vélstjórinn hin mesta dramadrottning þegar kar fyrir lifur og hrogn var ekki tilbúið niðri í lest og rauk inn í fýlu og kaffi í stað þess að fara og slægja eða græja sjálfur og margt fleira er hægt að týna til.
Á skírdag náði þó sjóferðin þó hámarki sínu, þ.e. við sáum fram á að klára vinnuna snemma og komast vonandi heim fyrir kvöldmat. Að sjálfsögðu greip lögmál Murphys inn í. Upp úr hádegi varð maður var að eitthvað vesen var komið i gang í vélinni. Maður kláraði vinnuna sína og eftir að hafa troðið í sig síðustu skinkusamlokunni og sötrað lapþunnt og mollulegt kaffi, fleygði maður sér aðeins á bekkinn til að leggja sig. Eftir sífelldar truflanir þar sem skipstjóri, vélstjóri og bátsmaður hlupu inn og út úr borðsal, rölti maður upp í brú til að fá skýringar á því að maður gæti ekki fengið kríuna sína. Þar fékk maður skýringar líkt og "Þú ert búinn að eyðileggja bátinn" frá háseta sem sat þar daufur og reykti og loks svo almennilegt svar frá öðrum. Rör höfðu farið í sundur og glussi sprautaðist út um allt í vélinni þ.á.m. á rafmagnstöflu og hafði næstum kveikt í vélstjóranum. Báturinn var semsagt orðinn vélarvana út af þessu og rákum við stjórnlaust upp að landi, að klettum stutt frá.
Eftir að hafa heyrt þetta þá gerði mðaur það eina sem hægt var að gera í stöðunni, ákvað að fara í koju til að lesa. Það voru nú 3-4 tímar þangað til við myndum stranda og ekki ætlaði ég að skilja eftir ókláraða bók. Til að komast þangað þá þurfti ég reyndar að rölta eftir dekkinu á bátnum því ekki var hægt að komast í gegnum vinnsluna með góðu móti af fenginni reynslu sem hafði annars vegar skilað mér sem slorskrímsli frammí eftir að hafa skriðið undir rennu og hárið sleikt slortauma af ásamt blóði niður eftir baki, og hins vegar hafði ég klofað yfir sömu rennu sem skilaði sér í að gallabuxurnar voru komanr með ansi stórt gat í klofinu og þetta var auðvledasta leiðin. Maður rölti yfir dekkið og fylgdist með glorhungruðum og hálfmóðguðum sjófuglum sem voru yfir sig hneykslaðir á því að báturinn sinnti ekki samfélagslegri skyldu sinnu og gæfu þeim að éta. Virtist fuglagerið vera komið á það stig í pirringnum að þeir voru að gera sig líklega til að sækja um hlutverk í endurgerð af The birds. Manni tókst nú að komast niður án þess að þeir æfðu hlutverkin, upp í koju og las góðan hluta af bókinni áður en vélin hrökk í gang, ca. einum og hálfum tíma fyrir strand og hafði vélstjóranum greinilega tekist að finna teip til að tjasla vélinni saman því ekki hafði hann varahluti að því virtist nema í takmörkuðu magni. Þetta nægði allavega til að klára vinnu dagsins og koma okkur í höfn þar sem maður gat haldið heim á leið, feginn og þreyttur.
Svo fer maður aftur eftir páska í viku um borð í þennan bát og stóra spurningin er: helst báturinn í heilu lagi og það sem mikilvægara er, hvernig verður þróuin á eldamennsku og kosti um borð?
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
- don
- soleys
- tharfagreinir
- sigurgeirorri
- neddi
- smali
- omnis
- nanna
- baldurkr
- siggi-hrellir
- gorgeir
- paul
- geimveran
- skari60
- semaspeaks
- vest1
- thj41
- gudrunlilja
- zeriaph
- siggisig
- gudbjorng
- svatli
- athena
- ace
- ragnarb
- einarolafsson
- amadeus
- brell
- thorsaari
- tbs
- vilhjalmurarnason
- patent
- jennystefania
- drum
- folkerfifl
- larahanna
- ragnar73
- hildurhelgas
- ladyelin
- sigurduringi
- sij
- hedinnb
- valgeirskagfjord
- hehau
- baldvinj
- jonarnarson
- olinathorv
- saemi7
- agustg
- ingaragna
- liljaskaft
- astajonsdottir
- reisubokkristinar
- lehamzdr
- sparki
- malacai
- leifur
- evaice
- gus
- tryggvigunnarhansen
- kjarri
- vistarband
- fun
- einari
- spurs
- annaeinars
- gattin
- kaffistofuumraedan
- launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 123270
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
úff, jú meik mí pjúk. plís ekki fleiri hluta af þessari hryllingssögu.
Sóley Björk Stefánsdóttir, 7.4.2007 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.