10.4.2007 | 19:00
Guantamano og Auschwitz
Á skírdag birtist ný skýrsla frá Amnesty International þar sem enn einu sinni var reynt að vekja athygli fólks á ömurlegum og grimmilegum aðbúnaði í Guantamano og meðferð á föngum þar sem virðist verða meir og meir harðneskjulegri.
Í hvert sinn sem berast fréttir af þessum búðum, þar sem mannréttindi eru brotinn á föngum á hverjum degi t.d. með andlegum sem líkamlegum pyntingum, engri réttarstöðu og góðum hluta manna þar hefur verið haldið saklausum föngnum án þess að þeir hafi hugmynd um hvers vegna þeir eru þarna, fyllist ég reiði. Sú reiði beinist m.a. að vestrænum stjórnvöldum sem og stuðningsmönnum þeirra sem tala af vandlætingu og hræsnisfullri hneykslun um mannréttindabrot Kína, Saudi-Arabíu eða meðferð Írana á breskum sjóliðum en líta undan, þegja um eða réttlæta á þeim forsendum að Bandaríkin séu "góðu" gæjarnir.
Það eru einfaldlega ekki til nokkuð sem heitir "góðu" gæjarnir þegar kemur að svona dýrslegri meðferð á fólki þar sem andlegum sem líkamlegum pyntingum er beitt og því refsað grimmilega fyrir með fullkomnri einangrun t.d. ef það vogar sér að segja frá. Á meðan stjórnvöld m.a. þau íslensku leggja ekki Amnesty lið og setja fram opinber og formlega fordæmingu á alþjóðavettvangi gegn Guantamano og jafnvel einhverjar refsiaðgerðir, munu bandarísk stjórnvöld ganga lengra og lengra því þeir sjá að öllum er sama.
Síðan er sú spurning sem blaðamaðurinn David Rose varpaði fram í bók sinni um Guantamano áhugaverð í þessu sinnuleysi, hvort Bandaríkjamenn hafi ekki einfaldlega starfrækt þessar búðir svona í dagsljósi til að athuga hversu langt þeir gætu gengið og til að dreifa einnig athyglinni í burtu frá mun verri búðum og fangelsum, m.a. þeim leynifangelsum sem CIA ku reka í löndum þar sem pyntingar þykja eðilegar.
Skýrsla Amnesty International sem ég mæli með að lesa.
En að öðrum illræmdari og óhugnanlegri fangabúðum: Auschwitz. Ég hef verið að horfa á einstaklega góða heimildarþætti frá BBC um Auschwitz og helför nasista gegn gyðingum, þar sem sérstaklega er beint ljósinu að Auschwitz-búðunum, sögu þeirra og daglegu lífi og talað bæði vil þolendur sem gerendur og búðunum lýst ítarlega.
Auschwitz byrjuðu ekki sem útrýmingarbúðir heldur sem fangabúðir fyrir pólska fanga sem aðhylltust rangar skoðanir(kommúnistar, mannréttindasinnar o.sv.frv) eða börðust á móti nasistum með einhverju móti. Þetta voru vinnubúðir en síðar meir þegar ákveðið var að fullum krafti í útrýmingu á gyðingum var bætt við fjölda allan af búðum í kring sem sáu um útrýminguna en þekktust af þeim er Birkenau. Allt þetta svæði hefur síðan verið nefnt eftir aðalbúðunum Auschwitz og eru þekktustu útrýmingarbúðir nasista, nokkuð sem hefur valdið misskilningi hjá sumum um að þetta hafi verið einu búðirnar.
Fleiri útrýmingarbúðir voru starfræktar með þann eina tilgang að drepa sem flesta og t.d. Treblinka þar sem lesstirnar keyrðu beint inn með gyðingana, þeir affermdir beint inn í sturtuklefana og þar gasaðir.Dags daglega hefur verið áætlað að um 12-15 þúsund manns hafi verið drepnir þarna í gasklefanum sem tók um 3000 manns í einu.Engar vinnubúðir voru starfræktar í slíkum búðum ólíkt Auschwitz sem nýtti heilsuhraustari gyðinga sem vinnuafl.
Stór, þýsk fyrirtæki á borð við IG Farben og Krupp nýttu sér þetta ódýra vinnuafl til framleiðslu á vörum sínum enda var einn helsti hvati fyrir búðarstaðsetninguna hversu vel landið í kring var búið af hráefnum fyrir þessi fyrirtæki og var reiknað með að hægt væri að reka búðirnar á tekjum sem fengjust frá IG Farben, allavega þar til skipulögð morðin hófust en talið er að minnst 1,1 milljón manna hafi dáið þarna af völdum gasklefana sem og ömurlegra aðstæðna.
Ljótur blettur á mannkynssögunni og nokkuð sem á aldrei að gerast aftur en mannskepnan er fljót að gleyma sbr. Bosníustríðið, Rwanda og fleiri staði þar sem litið er framhjá og menn vilja helst ekki gera neitt því það er engir hagsmunir, olía eða annað sem hvetur til aðgerða.
Maður getur ekki annað en að lokum velt fyrir sér hvað hefði gerst ef ríkistjórnir fyrir seinni heimstyrjöld hefðu tekið mark á og ekki hundsað eða gert lítið úr fréttum af fangabúðum sem nasistar komu af stað.
Hefði kannski Auschwitz sem og helförin aldrei farið af stað, ef naistar hefðu verið fordæmdir eða refsað þrátt fyrir að margir litu á þá sem "góðu" gæjana í upphafi vegna baráttu gegn kommúnistum sem og hinum fyrirlitnu gyðingum?
Getum við leyft slíkt aftur og litið framhjá Guantamano og e.t.v. ennþá meiri grimmd og illri meðferð með tilliti til sögunnar, hvort sem það eru "góðu" gæjarnir eða "vondu" gæjarnir?
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
- don
- soleys
- tharfagreinir
- sigurgeirorri
- neddi
- smali
- omnis
- nanna
- baldurkr
- siggi-hrellir
- gorgeir
- paul
- geimveran
- skari60
- semaspeaks
- vest1
- thj41
- gudrunlilja
- zeriaph
- siggisig
- gudbjorng
- svatli
- athena
- ace
- ragnarb
- einarolafsson
- amadeus
- brell
- thorsaari
- tbs
- vilhjalmurarnason
- patent
- jennystefania
- drum
- folkerfifl
- larahanna
- ragnar73
- hildurhelgas
- ladyelin
- sigurduringi
- sij
- hedinnb
- valgeirskagfjord
- hehau
- baldvinj
- jonarnarson
- olinathorv
- saemi7
- agustg
- ingaragna
- liljaskaft
- astajonsdottir
- reisubokkristinar
- lehamzdr
- sparki
- malacai
- leifur
- evaice
- gus
- tryggvigunnarhansen
- kjarri
- vistarband
- fun
- einari
- spurs
- annaeinars
- gattin
- kaffistofuumraedan
- launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 123270
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.