Stjörnustríð, strumpar og stjórnarslit

Þessa daganna keppast formenn og stuðningsmenn stjórnmálaflokkana við að benda á hvorn annan um hver sprengdi stjórnina og sumir grenja eins og verstu smákrakkar yfir því að fá ekki nammi á sunnudegi, þegar nammidagurinn er nýbúinn.

Einhverra hluta vegna leiddu þessi harmakvein og þras stjórnmálamanna, til tveggja mun áhugaverðari, áhrifameiri og skemmtilegri rifrilda sem maður hefur lent í. Það fyrra átti sér stað þegar ég var krakki og gerðist ca. ári eða tveimur eftir að maður upplifiði Star wars í fyrsta sinn. Ég rölti út til að leika mér og kom þar að tveimur leikfélögum mínum frekar æstum sem stóðu og öskruðu á hvorn annan. Deiluefnið var það að annar stóð í þeirri trú að Svarthöfði hefði drepist í endann á Star wars en hinn benti (réttilega) á að geimflaugin hans hefði einfaldlega laskast og hún þotið stjórnlaust út í geim. Ég var þá spurður út í hvort væri rétt og ég svaraði eftir bestu vitneskju og e.t.v. einnig það að mér líkaði betur við annan, að Svarthöfði hefði drepist. Þetta endaði með látum og margra daga fýlu á milli okkar strákanna og gott ef ekki einvherjir fleiri drógust inn í þetta. Loks kom að því að málið leystist þegar einn var búinn að gleyma rifrildinu og bankaði upp á hjá okkur hinum og spurði hvort maður vildi vera memm, málið dautt. Stuttu síðar sáum við svo Star wars aftur og allir sammála um að geimflaugin hefði þotið í burtu. Næst rifrildi um Star wars fór svo fram mörgum árum seinna um Boba Fett og hvort hann hefði drepist en það er önnur saga....

Hitt eftirminnanlega rifrildið hófst í partý fyrir ca. 5-6 árum. Við sátum þar nokkur og spjölluðum og samtalið leiddi að Strumpunum og ákveðinni Strumpabók. Í þessari bók þá hafði gamli Strumpurinn strumpast eitthvað í burtu og einn strumpur var strumpaður upp í það hlutverk að strumpa yfir hinum strumpunum í staðinn(gat bara ekki staðist að rifja upp strumpa-tal). Fljótt fór þetta nú að snúast út i rifrildi um það hvort strumpurinn sem gerðist einræðisherra í staðinn fyrir gamla strumpinn, hefði verið kallaður Æðsti strumpur eða Yfirstrumpur, og þar á móti hvort nafnið sá gamli hefði verið kallaður. Um þetta var þrasað í örugglega klukkutíma og að lokum röltum við út á djammið.

Þar sem við gengum niður í bæ, hélt rifrildið áfram og að lokum þá var einhver sem snéri sér við að fólki sem  gekk á eftir okkur og spurði hvort þau vissu þetta. Enginn hafði hugmynd um þetta og þegar við gengum í burtu þá heyrðist fyrir aftan okkur að fólkið var byrjað að kýta um þetta einnig. Við aftur á móti fórum stuttu síðar að tala um annað og steingleymdum þessu. Ég hef þó góðan grun um að þetta hafi orðið að farandsrifrildi í bænum þetta kvöld og hver veit, kannski startað blóðugum slagsmálum, stíað í sundur hjónum og næstum því sprengt ríkistjórnina daginn eftir.

Þetta leiðir hugann þá aftur að stjórnarslitunum og rifrildum um það hver beri ábyrgð og hver sveik hvern. Eftir nokkra daga þá verður þetta gleymt og grafið því það skiptir engu máli eftir smátíma þegar ný ríkistjórn er kominn og sú staðreynd stendur eftir að stjórnin hætti og allir verða vinir aftur. Hver veit, kannski setjast þau öll í forystu flokkana og horfa á Star wars-myndirnar í röð og rífast um hversu svalur/ömurlegur Boba Fett er eða hómó-erótískt samband Han Solo við gangandi teppi? Það væri allavega mun skemmtilegra rifrildi á milli þessa fólks heldur en tuðið og biturðin í þeim þessa daganna.

Að lokum, ef einhver á umrædda Strumpabók, þá væri ég til í að fá á hreint hvað strumpa-einræðisherrann var kallaður og hvað sá gamli hét. Veit að það eru örugglega þó nokkuð margir sem vilja fá það á hreint núna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geimveran

Hvaða bók heldurðu að hafi verið fyrsta bókin sem ég rakst á ? Engin önnur en bókin: 2 strumpasögir - Æðsti strumpur og strumfónían. Gefin út hjá Iðunn árið 1979.

Fyrri sagan er þessi umrædda saga um æðstastrump. Jamm þar hefurðu það strympið þitt. Raunverulegi leiðtogi strumpanna kallast yfirstrumpur en sá sem var þarna strumpaður í það hlutverk að strumpa yfir hinum á meðan sá gamli var í burtu var kallaður æðsti strumpur.

Mannst bara að strumpa mig næst í stað þess að strumpa allt vitlaust í miðbænum endalaust.

 G

Geimveran, 23.5.2007 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband