Fyrsta álit á ríkistjórninni

Þegar ég stóð í kjörklefanum í kosningunum þá var ég búinn að ákveða að kjósa annað hvort VG eða Samfylkinguna. Báðir flokkar höfðu sem stefnu sína mörg mál sem ég var sammála, og í mínu kjördæmi var þar gott fólk efst á blaði:hin efnilega Katrín Jakobs og einn albesti þingmaður landsins, Jóhanna Sigurðardóttir. Ákvörðunin var erfið svo ég dró djúpt andann og ákvað að merkja við þann flokk sem undirmeðvitundin og eðlisávísunin sögðu mér að væri betra valið í þetta sinn.

Kosningarnar fóru eins og þær fóru og svo kom að stjórnarmyndun eins og flestallir vita. Svo í gær fór að sjá fyrir endann á þessu og leist mér ágætlega á þó að helmingurinn af krabbameininu sem hefur verið síðustu 12 árin við völd sé enn til staðar. Þetta leit samt ágætlega út þar sem Samfylkingin hafði öll spil á hendi sér og hafði alla burði í að geta náð góðri stöðu.

En ekki fór svo eins og maður vonaði. Þegar byrjuðu að berast fréttir af ráðherrum og ráðuneytum, runnu á mig tvær grímur. Sjálfstæðisflokkurinn virtist enda með flest mikilvægustu ráðuneytin og budduna þar að auki sem ég hafði vonast og búist við að Ingibjörg tæki nú að sér, enda húsmæðrum yfirleitt betur treystandi fyrir slíku en dauðyflislegum skrifstofublókum. En nei, Ingibjörg ákvað frekar að taka að sér ráðuneytið sem maður þarf bara að muna að segja já við óskum Bandaríkjamanna í, og vildi greinilega ferðast. Það hýrnaði þó aðeins yfir mér að sjá að allavega að umhverfisverndarsinnin Þórunn fékk draumastarfið og hún Jóka fengi félagsmálaráðuneytið og kæmi allavega öryrkjum og öldruðum undir verndarvæng sinn, frá frjálshyggjupjakknum sem fór í heilbrigðismálin, áður en hann tæki smá Kobba kviðrista á þessa þjóðfélagshópa og græðgisvæddi kerfið. Fékk það á tilfinninguna að ef maður myndi lenda í aðgerð næstu fjögur árin, þá væri best að telja öll líffæri eftir, það gæti svo farið að eitthvað yrði selt upp í kostnað.

Einhvern veginn fannst mér þó hlutur Samfylkingarinnar frekar klénn miðað við ráðuneytaskiptingu og sérstaklega þar sem þurfti að skipta iðnaðar- og viðskiptaráðuneytunum upp, starfi sem einn ráðherra hafði haft með áður og fannst eiginlega verið að gefa í skyn að fyrri ráðherrar hefðu greinielga verið tveggja manna makar og unnið allan sólarhringinn, sem ég stórefast um.

Svo byrjuðu óljósar fréttir að berast af málefnasamningnum og sumar ískyggilegar og óhugnanlegar, þ.e. að Sjálfstæðisflokkurinn fengi Íbúðarlánasjóðinn í krumlu sína og gæti fengið tækifærið sitt til að ganga af honum dauðum fyrir hönd bankana. Klukkan 11 í morgun þá kom stóra stundin, samningurinn kynntur og ákvað þá einn vinnufélagi minn að fylgjast með útsendingunni og stuttu seinna átti ég leið framhjá skrifstofunni hans og slóst í hópinn Við fylgdumst með og þetta leit ágætlega út:barnamálin, málefni aldraðra, uppstokkun á landbúnaði en svo byrjuðu að koma atriði sem fengu okkur til að líta á hvorn annan eða hrista hausinn.

Í það fyrsta má nefna stóriðjumálin, mikið hitamál í vinnunni, þar sem Geir tók sérstaklega fram að ekkert yrði skrúfað fyrir stóriðjuna ef hún væri með leyfi og talað um rammaáætlun um náttúruvernd sem ætti að rumpa af á tveimur árum. Einhverra hluta vegna passaði þetta nákvæmlega við það að eftir tvö ár er planið að byrja að byggja álver á Bakka. Tilviljun? Held ekki.

Svo kom annað atriði sem við vinnufélagarnir urðum orðlausir og það var þegar hið ólöglega og viðbjóðslega Írakstríðið var harmað. Ég fékk það þá stórlega á tilfinninguna að Jón Sigurðsson sæti þarna dulbúinn sem Ingibjörg Sólrún því þetta hljómaði nákvæmlega eins: stríðsreksturinn harmaður í innihaldslausu hjali, ekkert frekar um fordæmingu og aðgerðir til að draga til baka stuðning okkar við stríðið eða rannsóknir á gjörðum þeirra sem tóku ákvörðunina, og í anda Framsóknarmanna var talað um að ekki ætti að horfa til fortíðar heldur framtíðar. Gat nú ekki annað en hugsað, ætli þetta hafi líka verið sagt í tengslum við gjörðir nasista eftir seinna stríði lauk?

Eftir þetta fór maður og settist þögull við skrifborðið þar sem maður las yfir stefnuyfirlýsinguna og maður tók meir og meir eftir hversu mikil hægri stjórn þetta verður og ýmislegt loðið t.d. sem gaf fyrirheit um aðgerðarleysi í sjávarútvegsmálum og að jafnvel einkavæðing í orkugeiranum gæti orðið á dagskrá. 

Mér var farið að líða eins og ég væri staddur í bærilegum draumi sem væri að breytast i martröð og kvíði nú mjög fyrir framtíð undir stjórn þessarar hægri stjórnar því Samfylkingin virðist hafa látið margt fjúka fyrir ráðherrastóla og völd, m.a. sum stefnumál, mál sem varða hagsmuni almennings eins og Íbúðarlánasjóð og heilbrigðismál, og siðferðislegt stórmál eins og Írakstríðið sem margir(ég þar á meðal) eru enn reiðir yfir og munu ekki fyrirgefa Samfylkingunni fyrir að hafa lúffað eins og lúbarinn hundur í. 

Einn ljósan punkt sá ég þó eftir allt saman: eðlisávísunin lét mig krossa við VG. Ég væri annars berjandi hausnum við vegg næstu fjögur árin fyrir að hafa kosið Samfylkingunna og ekki öfunda ég þá sem það gerðu og líður svipað og ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Ég kaus Samfylkinguna og er ekki farinn að sjá eftir því alveg strax. Best að bíða og sjá hvernig þetta reynist allt saman.

Þarfagreinir, 23.5.2007 kl. 23:12

2 Smámynd: AK-72

Ég er allavega ekki neitt sérlega sáttur þvi maður gerði sér vonir um að Samfylkingin myndi nýta sér sterka stöðu í stjórnarmyndun en nei, manni finnst að stórðijumálum og Íraks-hryllingnum hafa veirð sturtað niður. Og hvað varð um vatnalögin sem Samfylkingin barðist svo hart á móti á sínum tíma?

En þetta er auðvitað "first impression" og spurning hvort úr rætist en mér líst allavega illa á komandi tíma miðað við byrjun, sérstaklega þar sem Samfylkingin sér ekkert rangt við það að strika út þáttökuna í Írkastríðinu og segja að fólk eigi að gleyma því. Það er eitthvað svooooo siðferðislega rangt við það! 

AK-72, 24.5.2007 kl. 09:32

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

 Samfylkingin kom fullklædd á ballið og stendur nú alsber og niðurlút við hlið Geira. Hann tók sætustu stelpuna á ballinu heim, rasskelti hana og rétti henni skúringarfötuna.

 Tek ofan fyrir Geir, hann ætlar að eiða samfylkingunni á sama hátt og framsókn.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 24.5.2007 kl. 18:38

4 Smámynd: Kallaðu mig Komment

Þú hefur sem sagt ákveðið að hlusta á raddirnar í hausum á þér, þegar kom að því að kjósa? Hvað sögðu þær þér að gera fleira. :-)

Kallaðu mig Komment, 24.5.2007 kl. 20:59

5 Smámynd: AK-72

Þorsteinn: Þetta er líklegast fyndnasta lýsing sem ég hefð séð á stjórnamyndunni og hvernig mörgum finnst Samfylkingin standa eftir þetta(þó hún sé kannski soldið kyt, stelpan fær að vera á nærfötunum við hliðina á töffaranum).

Minn kæri Komment: Raddirnar í hausnum á mér sögðu mér að gera ýmislegt:stækka DVD-safnið sem fyrst, kaupa helling af dósamat,þurrmat, safna vatnsbyrgðum(þar sem það verður brátt allt saman í eigu ESSO) og haglabyssur ásamt því að byggja bunker í garðinum, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn stefnir að því að skilja landið eftir sem kjarnorkuauðn. Að lokum komu raddirnar með þá spádóma að ef Björn bjarnason yrði ráðherra, þá myndi Milan vinna Liverpool og veðrið nálægt Hvítasunnu myndu endurspegla hag almennings næstu fjögur árin, sérstaklega sjúklinga!

AK-72, 25.5.2007 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband