29.5.2007 | 13:10
Fjölmiðlar og fordómakynding
Ég hef alltaf gaman af því að velta fyrir mér fréttaflutningi af ýmsum málum, skoða hvernig þeir setja fram fréttir og hvað þeir segja eða segja ekki.
Eitt af því sem ég hef tekið eftir er hvernig fréttaflutningur er þegar kemur að þegar neikvæðum samskiptum, glæpum og öðru slíku í sambandi við útlendinga og hvernig fréttir eru matreiddar þar. Tökum sem dæmi fyrst það að RÚV fyrir nokkrum árum minntist á það að kastast hefði í kekki milli tveggja unglingahópa og einhverra hluta vegna tóku þeir það sérstaklega fram að annar hópurinn hefði verið asískur að uppruna, án þess að það kæmi í raun fréttinni sem slíkri við því ekkert var minnst á það að öðru leyti að litarháttur eða uppruni hefði verið orsök átakanna.
Svo nú síðasta haust, þá kom fréttaflutningur af nauðgunartilraun A-Evrópubúa og fréttir af glæpum tengdar útlendingum. Þessu var slegið fram á forsíðu með stríðsletri og æpandi fyrirsögnum um að útlendingar væru að fremja glæpi. Á sama tíma var konu af erlendu bergi brotið nauðgað af Íslendingi en ekki var því slegið fram á forsíðu með stríðsletri og uppruna glæpamannsins né fórnarlambsins. Nei, maður þurfti að lesa fréttina alla til að komast að því að hún var ekki héðan. Greinilega ekkert fréttnæmt við það að Íslendingar nauðga, kannski vegna þess að Íslendingar eru á bak við meirihluta nauðgana hér á landi.
Framhaldið þekkja flestir, þetta var notað svo í pólitískum tilgangi og sem hræðsluáróður gegn útlendingum þar sem sleggjudómar Íslendinga og útlendingahræðsla fengu útrás í blöðum, á öldum ljósvakans og í sumum tilfellum í framkomu gagnvart saklausu fólki af erlendu bergi brotið.
Svo kom i morgun fréttir um barsmíðar helgarinnar og innan í Fréttablaðinu mátti finna vel falda frétt um það að Litháa hefði verið misþyrmt illilega, í miðri fréttinni. Ég fór þá að velta fyrir mér fyrir að ef það skyldi koma fram að honum hefði verið misþyrmt af Íslendingi, ætli það verði risafyrirsögn í öllum fjölmiðlum:"Litháa misþyrmt af Íslendingi!"? Einhvern veginn held ég ekki. Ef aftur á móti að Íslendingur fengi í það minnsta kinnhest frá útlending þá yrði það sett fram sem stríðsfyrirsögn af viðkomandi fjölmiðlum, það er ég nokkuð viss um.
Fyrirsagnir sem þessar og fréttaflutningur í þessum dúr er til þess fallinn eingöngu, að kynda undir fordóma og gefa fordómafullum einstaklingum vopn til þess að nota í hræðsluáróður. Í framhaldi af því má velta því fyrir sér hver er ábyrgð fjölmiðla? Geta þeir verið stikkfríir og sagt eingöngu að þeir hefðu verið að flytja fréttir? Eða eru þeir eingöngu búnir að gleyma því að orð bera ábyrgð, sérstaklega skoðanamótandi orð líkt og fjölmiðlar bera á borð fyrir okkur?
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
- don
- soleys
- tharfagreinir
- sigurgeirorri
- neddi
- smali
- omnis
- nanna
- baldurkr
- siggi-hrellir
- gorgeir
- paul
- geimveran
- skari60
- semaspeaks
- vest1
- thj41
- gudrunlilja
- zeriaph
- siggisig
- gudbjorng
- svatli
- athena
- ace
- ragnarb
- einarolafsson
- amadeus
- brell
- thorsaari
- tbs
- vilhjalmurarnason
- patent
- jennystefania
- drum
- folkerfifl
- larahanna
- ragnar73
- hildurhelgas
- ladyelin
- sigurduringi
- sij
- hedinnb
- valgeirskagfjord
- hehau
- baldvinj
- jonarnarson
- olinathorv
- saemi7
- agustg
- ingaragna
- liljaskaft
- astajonsdottir
- reisubokkristinar
- lehamzdr
- sparki
- malacai
- leifur
- evaice
- gus
- tryggvigunnarhansen
- kjarri
- vistarband
- fun
- einari
- spurs
- annaeinars
- gattin
- kaffistofuumraedan
- launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.