Umræðan um bifhjólamenn vs. aðra ökumenn, umferðin o.fl.

Félagi minn sem er bifhjólamaður er búinn að vera frekar fúll í dag yfir þessu slysi sem gerðist í nótt. Annarsvegar er það út af þessum ofsaakstri sem ekki er réttlætanlegur og svo hinsvegar út af viðbrögðum hjá fólki í tengslum við þetta atvik gegn öðrum ofsaakstri.

Eftir að hafa skoðað ábendingu frá honum um hvernig fólk tekur á tveimur mismunandi fréttum hér, get ég ekki annað en tekið undir það hvað fólk getur verið hræsnisfullt stundum. Viðbrögðin við bifhjólaslysinu eru þau að margir keppast við að lýsa frati á þessa bifhjólamenn, þeir kallaðir illum nöfnum og sumir í umræðu hér sem og annars staðar fullyrða að hætti Íslendinga, og sleggjudæma alla bifhjólamenn sem ökuníðinga.

Á sama tíma birtist frétt um það að franskur ferðamaður ekur á ofsahraða til að ná fluginu sínu og er stoppaður af löggunni til allrar hamingju áður en slys hlýst af. Viðbrögðin eru annars konar, þeir fáu sem blogga um þetta atvik gera grín að þessu, tala um flugbíla eða fyrirsögnin sé fyndin á meðan örfáir velta upp alvarleikanum með kannski einni setningu og búið. Engar fullyrðnigar um að allir Frakkar eða fólksbílanotendur séu ökuníðingar fylgja ólíkt því sem er slengt framan í bifhjólafólk.

Maður veltur fyrir sér hvers vegna þessi viðbrögð eru, er það út af því að ekkert slys varð eða eru þau út af því að fólk finnist það frekar í lagi að keyra hratt á bíl? Á ekki að fordæma bæði atvikin á sama hátt sem og annan ofsaakstur? Og hvers vegna að stimpla heilan hóp út af bjánaskap lítils minnihluta?

Þekkjandi nokkra bifhjólamenn og konur, þá býst ég fastlega við að þau líkt og félagi minn, séu frekar reið yfir þessu, ekki bara því að vera stimpluð út frá hegðun annara heldur einnig yfir því að menn skulu haga sér svona eins og þessir tveir ökumenn í nótt. Flest allir bifhjólamenn eru passasamir ökumenn og heiðarlegt fólk,  en líkt og með aðra minnihlutahópa, þá er alltaf blásið upp þegar einhver brýtur af sér og restin stimpluð sem óþokkar. Er það ekki soldið langt gengið? 

Persónulega er reynsla mín úr umferðinni sem gangandi vegfarandi á þann veg að ég er í mun meiri hættu frá bílum en bifhjólum. Maður heyrir allavega í þeim langar leiðir, þeir virðast geta litið í kringum sig ólkt mörgum bílstjórum og reyna ekki að keyra niður gangandi fólk fyrir það eitt að nenna ekki að hægja á sér þegar kemur að gangbraut(sá ökumaður skuldar mér einn skósóla) svo maður nefni sem dæmi.  Tillitsleysi fólks á bílum gagnvart gangandi vegfarendum hefur aukist og mættu nú margir líta t.d. í eigin barm áður en þeir fara að gagnrýna aksturslag annara hvort sem þeir eru að reyna að taka niður einn á hjóli á jeppanum sínum, eða svína fyrir aðra bíla án þess að gefa stefnuljós.

Ef fólk getur ekki sýnt smá tillitsemi gagnvart gangandi fólki, fólki á reiðhjólum eða bifhjólum sem og öðrum bílum vegna stress, of hárrar tónlistar, frekju eða vegna þess að þeir telji typpaframlenginuna(jeppinn, BMW t.d.) veita þeim forréttindi í umferðinni, þá á það að skila inn skirteininu og taka strætó. Þetta á þó við minnihluta hóps ökumanna sem þó fer stækkandi því miður, og mega allir þeir sem sýna kurteisi í umferðinni eiga góðar stundir.

Ef ekki, þá neyðist ég til að fara að ganga með haglabyssu til að stöðva bíla þegar ég fer yfir næstu gangbraut.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Ég skil það vel ef félagi þinn er fúll vegna þeirrar umfjöllunar sem oft gætir um bifhjólamenn. Svo virðist sem einn sauður liti alla hjörðina. En því miður eru þeir hlutfallslega fleiri bifhjólamennirnir sem aka á ólöglegum hraða en ökumenn bifreiða. Ég þekki alla vega engan bifhjólamann sem ekki hefur gaman af því að aka vel á öðru hundraðinu, jafnvel því þriðja. Sjálf tala ég af reynslu því ég starfaði sem lögreglumaður í Umferðardeild lögreglunnar og ´tel mig því hafa góða reynslu af því að halda uppi hraðaeftirliti með bifhjólamönnum. En til eru góðar undantekningar frá reglunni en þær eru ekki margar, því miður.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 11.6.2007 kl. 20:33

2 identicon

Um Hvítasunnuhelgina var ég að koma frá Kirkjubæjarklaustri á hjóli og ók, að ég hélt á umferðarhraða eða 100-110. En engu að síður fór hver einasti bíll á sömu leið og ég framúr mér og skildu mig nánast eftir í rykmekki. 

Og flestir þessara bíla voru með felli/hjólhýsi aftan í sér. Það var ansi hátt hlutfall af þeim vel yfir hámarkshraða. Ætli það sé ekki nærri lagi að 99% bílanna hafi verið á 130 hið minnsta. 

neddi (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband