Paris Hilton, bandarískir og íslenskir fjölmiðlar

Eihver skrifleti hefur þjáð mig upp á síðkastið, bæði út af góðu veðri og svo miklum önnum. Samt er ekki eins og maður hafi ekki viljað setjast niður og buna út úr sér áliti manns á skandölum Gunnars Birgis, vitneskju íslenskra stjórnvalda um fangaflug CIA og svo óvænt framhald af blogginu mínu um atvinnuviðtöl frá helvíti(reikna með að skrifa um það e.t.v. í næstu viku þar sem þeim farsa er ekki enn lokið). 

En þó til að koma sér í gírinn, þá er nú eitt sem manni langaði til að koma á framfæri. Ég sem og fleiri, eignðumst nýja hetju í gær: fréttakonuna Mika Brzenenski sem fékk nóg og neitaði að flytja aðalfrétt dagsins og reif hana. Hvaða frétt var það? Jú, Paris Hilton-skrípaleikurinn en Mika fannst þetta út í hött þegar mun mikilvægari fréttir voru látnar bíða. Það var loksins að einhver fréttamaður sagði nóg og ekki lengra.

Þessi farsi er búin að vera fáránlegur og flestallar, ef ekki allar sjónvarpstöðvar í BNA hafa orðið að athlægi vegna umfjöllunar. T.d. var CNN með teljara á hvenær Paris yrði látin laus og beina útsendingu líkt og um heimsviðburð væri að ræða. Come on, er það virkilega heimsviðburður að forrík og gerspillt dræsa(finn ekki betra orð yfir hana), fari í fangelsi í smátíma og sé látin laus. Það eina sem manneskjan hefur gert sér til frægðar er að láta taka myndband af sér í rúminu og vera erfingi auðæva. Er þessi manneskja og hennar lestir virkilega meiri fréttir en t.d. Írakstríðið, sprengjufundir í London o.fl., skýrsla ESB um fangaflug CIA o.fl.? Ég held að það hefði heyrst eitthvað hér, ef allir fjölmiðlar hér, hefðu verið að velta sér dag eftir dag upp úr fallinni Idol-stjörnu, og varla birt fréttir um ríkistjórnarmyndun t.d. eða hvað?

Þetta leiðir nefnilega hugann aðeins að íslenskum fjölmiðlum og hvort þeir séu nokkuð betri. Persónulega finnst mér þeir yfirleitt mun skárri en þessi fréttamennska hér að ofan en eitt er þó gagnrýnisvert strax og það er hvað fréttirnar eru yfirborðskenndar. Oft á tíðum þá eru yfirborðskenndar, stuttar fréttir um mál sem maður vill meira um, valdamenn fá að vaða áfram með vafasamar fullyrðingar án þess að íslenskir fréttamenn hjóli í þá og svo þegar stórmál eru farin að verða vandræðaleg fyrir valdhafa, þá er eins og þeir bakki í burtu eftir viku og reyni að finna eitthvað nýtt til að fjalla um, i þeim tilgangi að láta fólk gleyma og styggja ekki valdhafa meir.

Ef ég tek sem dæmi um yfirborðsfrétt sem ekki er kafað í, þá er það skýrsla ESB um fangaflugið og Ísland, enginn fjölmiðill hefur haft rænu á því að kafa ofan í þann hluta skýrslunar. Annað dæmi um fullyrðingagleði sem enginn spyr út í er t.d. mútuásakanir Davíðs Oddsonar(frægasta smjörklípan hans) og svo vandræðaleg mál eru t.d. Byrgis-málið þar sem komið hafði í ljós að 6 ráðherrar og nokkrir þingmenn höfðu hylmt yfir gríðarmiklu fjármálamisferli. Annars staðar væri þetta fólk e.t.v. á leið í fangelsi eða hefðu sagt af sér, en hér kóuðu fjölmiðlar með.

Talandi um Byrgis-málið og fjölmiðla, þá líklegast kristallaðist íslensk fjölmiðlun gagnvart valdhöfum, í einni frétt RÚV. Þar stóðu fréttamenn í hóp líkt og þægir hundar á meðan ráðherrar sem tóku þátt í yfirhylmingunni strunsuðu framhjá án þess að blaðamenn reyndu að spyrja þá. Loks kom einn ráðherra og henti í þá smá kjötbita til að þeir gætu farið ánægðir í burtu án þess að spyrja gagnrýnna spurninga.  Ömurleg sýn en einhvern veginn var þarna allt samankomið sem hrjáir íslenska fréttamenn:of mikil virðing fyrir valdhöfum, meðvirkni, leti og þjónkun við valdið.

Vonandi birtast íslenskir Bernstein og Woodward einn daginn og bjarga íslenskri fjölmiðlun frá þessum aumingjaskap. Verst er að þegar einhverjir gera góða hluti hér(undantekningartilfellin), þá grípa aðrir blaðamenn og flokkshundar athugasemdalaust fullyrðingar frá valdhöfum, um að viðkomandi fréttamenn séu með annarlegar hvatir og séu í eigu Baugs, Samfylkingarinnar eða séu hluti af stóru samsæri andstæðinga sinna í pólitík. 

Hérna er svo linkur á YouTube þar sem Mika fær nóg.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Frábært að einhverjum skuli loksins hafa blöskrað ruglið í kringum frk. Hilton. Þetta er ein fjárans manneskja! Sem hefur ekki einu sinni gert neitt af viti á sinni ævi.

Ég er líka sammála þessu með íslensku fréttamennina; þeir eru allt of linir, og þegar einhver reynir að vera harður er hann bara ásakaður um pólitískar ofsóknir og yfirgangshátt. Ég held að Alþingi sé einn verndaðasti vinnustaður í heimi.

Þarfagreinir, 30.6.2007 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband