5.7.2007 | 11:27
Starfsmannastjórinn frá helvíti
Fyrir nokkkrum vikum síðan, skrifaði ég blogg sem ég kallaði Avinnuviðtöl frða flei helvti. Þar lýsti ég m.a. reynslu minni úr nýlegu atvinnuviðtali þar sem starfsmannnastjórinn hafði verið að velta sér upp úr heilsu- og holdafari mínu. Þetta viðtal varð uppspretta umræðu í vinahópnum og fólk átti ekki orð yfir þessu en allavega einn vinur minn hafði nú lent í einu biluðu. Sá sem sá um ráðningamál eins fyrirtækis, heimtaði að hann kæmi með heimilistölvuna sína svo hægt væri að athuga hvort hún væri nothæf fyrir vinnu.
Ég væri samt ekkert að minnast á þetta aftur, ef ekki kæmi til að þetta hefði breyst í smá framhaldssögu. Ég hafði algjörlega afskrifað þetta fyrirtæki en var samt farinn aðeins að mildast gegn því enda hafði fólk sem ég þekki og treysti, og þekkir til þarna, sagt mér að þessi maður væri bara svona og ég ætti ekkert að dæma fyrirtækið eftir því. Mikið væri af góðu fólki þar og ekki slæmt að vinna þar. Reyndar heyrði ég svo í vini mínum segja sem hafði unnið þarna, segja að smáhluti yfirmanna þarna skorti ýmislegt upp á, þegar kæmi að mannlegum samskiptum við undirmenn. Það er reyndar alls staðar hjá fyrirtækjum sem eru í stærri kantinum, margir yfirmenn eiga ekki að vera með mannaforráð eða eiga í samskiptum við fólk, heldur hafa komist áfram á því að vera sparkað upp út af öðrum orsökum.
En nóg um það, fyrirtækið birti aðra auglýsingu þar sem sama starf var auglýst aftur og ég hugsaði með mér feginn að ég væri laus allra mála og var farinn að gleyma þessu nema ef ekki kæmi til að fyrir tveimur vikum síðan, er ég í fríi heima. Ég hrekk upp með andkvælum um 10 leytið við það að síminn hringir í frekjutóni og ég ákvað að stökkva á fætur og grípa símann enda hafði ég gefið veiðileyfi á mig frá vinnunni ef það kæmi upp neyðarástand varðandi eitt verkefni. Ekki var það svo, heldur var þetta starfsmannastjórinn illræmdi sem náði mér þarna milli svefns og vöku. Hann byrjaði nú að spjalla við mig rosalega kammó og smeðjulega, og kom svo að aðalatriðinu, að þeir væru að taka seinni skorpu í ráðningum(yeah, right, hafa örugglega ekk fengið umsóknir hugsaði ég) og hvort ég vildi koma í viðtal. Ég jánkaði og OK-aði mig í gegnum þetta enda heilinn ekki byrjaður að geta hugsa. Að lokum endaði samtalið á mjög fölskum og slepjulegum buddy-nótum af hans hálfum með tilheyrandi gæsahúð fyrir mig. Eftir að símtalinu lauk stóð ég svo út á gólfi og barði hausnum í vegg og hugsaði hvað í andskotanum var ég að gera og segja?
Eftir að ég fór að vakna betur og byrjaður á mrogunverkunum:fá mér kaffi, lesa blöðin og leyfa páfagauknum að tæta þau í sig í leiðnni, þá var ég nú þó kominn á það stig að maður ætti nú að láta slag standa og mæta bara í viðtalið. Þetta yrði líklegast hjá öðrum og maður þyrfti nú ekki líkt og fólkið sem þekkti til þarna, að eiga samskipti við þennan mann nema kannski einu sinni á ári. Þetta var allavega orðinn niðurstaðan ef ekki hefði gerst eitt, ég fékk annað símtal síðar um daginn.
Símtalið var frá meðmælanda mínum og góðum félaga. Eftir blaður um hitt og þetta, þá kom hann sér að efninu, hann hafði fengið símtal frá einhverjum að spyrja út í mig. Reyndist það þá hafa verið þessi margræddi starfsmannastjóri og meðmælandi minn sagði mér frá samtalinu svo. Eftir að það haffði byrjað á almennu nótunum um mig, þá kom að aðalefninu sem má lýsa þannig í samtalsformi:
"Hann hafði miklar áhyggjur af því að þú værir einhleypur" Dauðaþögn í símanum.
Ég:"HA???"
Meðmælandi(eða M): Já, það var aðallega í sambandi við það hvort þú hefðir rænu á því að fara í bað"
Ég:"Þú ert að grínast"
M:"Nei,nei,ég er ekki að djóka"(Síðustu tvær línurnar endurteknar nokkrum sinnum í viðbót og svo eftir næstu uppljóstrun")
M(bætir við):"Svo spurði hann einnig um hvort þú passaðir upp á það að skipta um föt og þvo þau reglulega"(Endurtekning á síðustu tveimur línum á undan í mikilli vantrú)
Ég gat ekki annað en hlegið af mikilli undurn eftir þetta, hristi hausinn og sagði vá, hvað þessi maður er bilaður. Svo sagði meðmælandi minn að hann hefði veirð byrjaður að finnast þetta óþægilegt þar sem starfsmannastjórinn var mikið að pumpa hann um þetta. Lauk svo samtali okkar á spjalli um áhugamálin o.fl.
Mér fannst þetta svo ótrúlegt að ég gat ekki annað en sagt mínu fólki frá þessu sem varð vitlaust af hlátri og fékk ég svo margar áskoranir um það að mæta í viðtalið með diktafón, jafvnel lyktandi eins og mykjuhaugur í gömlum sveitalörfum með hjálm á hausnum og páfagaukinn á öxlinni. Þetta var allavega orðinn nógu mikill farsi fyrir til að réttlæta múnderinguna.
Svo kom boðun um viðtal frá yfirmanni þarna í tölvupósti í síðustu viku. Ég var þá á þeim nótum að vera ekkert að standa í þessu lengur og vera ekki að eyða tíma mínum sem og annara í svona bull en samt var þó efi í mér hvað skyldi gera, hvort ég ætti að mæta og kannski hundsa þetta framferði. Þrýstingur frá fólki sem þekkir til var nú ekki til að gera ákvörðunina einfalda og einnig orð vinar míns sem sagði að ef ég vildi ná mér í reynslu í tengslum við þetta starf, þá gæti ég kyngt stoltinu, farið og þraukað þarna í nokkra mánuði og komið mér svo annað, liti betur út á CV að hafa starfað þarna. Eftir að hafa kannað baklandið og ráðfært mig við mína nánustu ráðgjafa í þessum her sem umkringir mig, þá ákvað ég að svara póstinum daginn eftir.
Um kvöldið var mikið hugsað og bylt sér í rúminu þar til maður sofnaði. Um morguninn var ég enn í smávafa en þá kom lítill púki sem settist á öxlina á mér og kallar sig víst Sjálfsvirðingu. Hann sagði mér að ég ætti e.t.v. erfitt með að líta í spegil ef ég myndi kyngja þessu eins og hverjum öðrum skít og láta koma svona fram við mig. Réttlætiskenndin bættist einnig við ásamt fleiru inn í þessar innri umræður og að lokum settist ég niður og skrifaði kurteislegt svar til þessa yfirmanns og sagði honum sólarsöguna og að ég væri ekki beint spenntur fyrir að vinna hjá þeim eftir svona framferði hvort sem ég var undantekning eður ei, allavega sem stendur og lauk bréfinu á því að segjast hvorki vilja afsökunarbeiðni né frekari samskipti við þennan starfsmannastjóra framar. Bætti svo við í lokin að málinu væri lokið af minni hálfu og mér þætti þetta frekar fyndið í öllum fáránleik sínum.
Kannski var þetta röng ákvörðun eður ei, að láta ekki koma fram svona við sig og svara fyrir sig en hvort sem er þá ver ég sáttur við hana. Ekki veit ég þó hvað þessum manni gekk til, hvort hann var að þessu til að geta boðið mér verri laun, eða hvort þetta sé hans hugsunarháttur og hann álitið að bangsalegi maðurinn sem ég er, væri þessi týpa sem léti alla vaða yfir sig og svaraði aldrei fyrir sig. Held þó að þetta hafi ekki verið viðbrögðin sem búist var við af mér
Hver sem ætlun hans var, þá tókst honum eitt þó. Svo maður vitni nú í orð japanska aðmíralns sem sá um árásina á Pearl Harbour, þá vakti hann einungis upp sofandi dreka í mér og slík kvikindi eru yfirleitt ftilbúinn í stríð ef við þeim er stuggað illilega og þau vakin upp af værum blundi. Spurning þó hvort drekinn í mér nái ekki að sofna aftur, hann er búinn að fá að bíta aðeins frá sér.
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
- don
- soleys
- tharfagreinir
- sigurgeirorri
- neddi
- smali
- omnis
- nanna
- baldurkr
- siggi-hrellir
- gorgeir
- paul
- geimveran
- skari60
- semaspeaks
- vest1
- thj41
- gudrunlilja
- zeriaph
- siggisig
- gudbjorng
- svatli
- athena
- ace
- ragnarb
- einarolafsson
- amadeus
- brell
- thorsaari
- tbs
- vilhjalmurarnason
- patent
- jennystefania
- drum
- folkerfifl
- larahanna
- ragnar73
- hildurhelgas
- ladyelin
- sigurduringi
- sij
- hedinnb
- valgeirskagfjord
- hehau
- baldvinj
- jonarnarson
- olinathorv
- saemi7
- agustg
- ingaragna
- liljaskaft
- astajonsdottir
- reisubokkristinar
- lehamzdr
- sparki
- malacai
- leifur
- evaice
- gus
- tryggvigunnarhansen
- kjarri
- vistarband
- fun
- einari
- spurs
- annaeinars
- gattin
- kaffistofuumraedan
- launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þetta mál hefur allt verið hið athyglisverðasta. Mér þætti áhugavert að vita hvort yfirmaðurinn sem þú sagðir sögunna hefur bara ákveðið að grafa hana, eða hvort hann hafi kjark til að gera eitthvað í málinu.
Er svo ekki spurning um að þú mætir sem "deit" með einhverjum af innanbúðarmönnum þessa blessaða fyrirtækis á næstu árshátíð þeirra, fáir sæti við hlið starfsmannastjórans, étir eins og svín með viðeigandi subbugang, græðgi og óhljóðu (þar á meðal af disknum hans), prumpir, ropir og lyktar undan handakrikunum og talar um síðust magaminkunaraðgerð sem þú fórst í en mistókst og spyrð ráða við fótsveppum, vörtum, andremmu, graftarkýlum, herpes, lús og kláðamaur.
Geimveran
Geimveran, 6.7.2007 kl. 16:28
Hmm, in the history of bad ideas,this isn't such a bad one. Ég hugsa svo að maður myndi nú kannski enda með því að þegar hann færi að fá sér sopa af rauðvíninu þá myndi maður hvísla undurljúft í eyra hans:"Ég er hrifinn af þér" Þegar honum svo sveldgist á og frussaðu út úr sér með tilheyrandi hóstaköstum, þá myndi maður horfa á hann með áhyggjusvip og segja:"Ertu orðinn eitthvað veikur? Þú veist að þú þarft að hugsa um heilsuna!"
Annars að hinu, þá hef ég nú sterklegan grun um það, að ekkert mun gerast með þennan starfsmannastjóra. Enginn vill rugga bátnum, hræðslan í hierarchy fyrirtækja um brottrekstur eða aðrar afleiðingar hefur það yfirleitt í för með sér að óhæfir yfirmenn sitja sem fastast en mjög fært fólk , hrökklast í burtu, frekar en að vandamálið sé lagað.
AK-72, 6.7.2007 kl. 20:06
Þetta er svakalegt. En það er nú samt þekkt með einhleypa karlmenn að þeir lifa í öðrum takti hvað varðar þvott og svoleiðis. Þeir hafa ekki nef konunnar sem er nb. betra en nef karlmannsins. Þegar ég var einhleypur fór ég í bað mánaðarlega, eftir að ég er ekki lengur einhleypur fer ég í bað hálfsmánaðarlega. Svo er líka ákveðin tilhneiging hjá mörgum að troða þvottavélina út af þvotti og þá þvæst ekki skítalyktin úr eða jafnvel að þvo á of lágum hita með of lítið af þvottaefni. Fyrir þá sem hafa ekki nef konunnar er góð regla að þvo amk. vikulega allan fatnaðinn og fara ekki í sömu ógeðslegu G-string nærbuxurnar og Corleone bolinn meira en tvo daga í einu.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 12.7.2007 kl. 08:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.