31.7.2007 | 10:04
Þjónusta íslenskra ferðaskrifstofa
Nú er maður kominn heim eftir mestmegnis vel heppnaða sumarleyfisdvöl á Krít. Maður náði góðri afslöppun í steikjandi hitanum ásamt því að ferðast um aðeins á þessari heillandi eyju sem virðist vera almennur búsetustaður vinsamlegs fólks og ýmislegt þar í fari Krítverja sem Íslendingar ættu að taka til fyrirmyndar í viðmóti sem og hegðun s.s. kurteisi í umferðinni, stressleysi og þjónustulund.
Einn var þó galli með ferðina og það var íslenski hlutinn sem er þjónustu Úrvals-Útsýnar sem við fórum með. Óánægjan með þjónustuna, hófst eiginlega fyrir brottför þegar hópurinn lenti í veseni með pöntunina þar sem þeir klúðruðu reikningsgerðinni og á endanum þurfti maður að borga meir og m.a. maðurinn sem hélt að hann væri búinn að fullgreiða ferðina. Skiljanlega varð hann hálffúllyfir þessu en út héldum við samt án þess að vera með eitthvað vesen.
Í vélinni á leiðinni út kom þó næsta atriði sem við settum spurningamerki við. Farið var með leiguflugi frá Iceland Express í 6 klst. flug til Krítar og á leiðinni var boðið upp á samlokur og drykki sem maður þurfti að GREIÐA fyrir. Ég veit nú ekki með aðra en mér finnst það hálfklént að geta ekki boðið upp á mat, þó það væri ekki nema 2 samlokur og vatn, í svona langri og dýrri ferð. Þó IE hafi haft þetta svona í áætlunarflugi sínu, þá finnst manni lágmark að ferðaskrifstofurnar reyni að hafa þetta öðruvísi í leiguflugi. Nógu er ferðin dýr fyrir og þarna er verið að henda burt smáþjónustu sem er ánægjuaukandi til að spara krónur og aura, sérstaklega þar sem ég efast um að Sóma-samlokur og vatnsflaska frá Vífilfelli sem maður borgaði 400 kr. og 200 kr fyrir, séu eitthvað dýrar í innkaupum né 200 kr. Nissað sem sumir fengu sér til þess að lifa flugferðina af.
Heill lenti maður þó eftir þrönga flugferð og haldið á hótelið sem var reyndar í okkar tilfelli toppstaður. Enginn fararstjóri fór þó með okkur heldur var einungis afhentir bæklingar með helstu upplýsingum og símanúmerum til að ná i fararstjóra o.sv.frv. Staðurinn sem maður var á, var nú soldið frá aðalborginni sem Íslendingar voru í, og svo sem truflaði mig ekkert þó þetta væri svona. Aftur á móti furðaði maður sig á því hvað ferðir á vegum ferðaskrifstofanna væru mun dýrari en þeirra innfæddu þegar maður skoðaði verð enda varð fátt um svör þegar við skutum aðeins á fararstjóra með þetta. Reikna þó með að það sé ekki neitt frá þeim heldur frá fyrirtækinu sjálfu sem þessi mikla álagning kemur á ferðir
Persónulega hef ég nú eiginlega ekkert út á fararstjórnina að setja enda varð maður lítið var við hana nema í ferðinni til eyjunnar Santorini þar sem hún var mjög hefðbundin og ekkert út á hana að setja. Þar mætti skoða þó ferðatilhögun til og frá eyjunnar þar sem farið var með hraðferju sem hefur líklegast verið notuð til gripaflutninga hingað til, miðað við þrengsli, lélegrar loftræstingu, útsýnisleysi og almenn óþægindi.
Eitt atvik blótuðum við þó fararstjóranum fyrir og það var þegar við fengum bílaleigubíl. Við höfðum beðið um stóran bíl til að hafa aðeins rúmt um okkur þegar við héldum í skoðunarferð til Knossos og stefnulausa keyrslu um eyjuna til skoðunar. Þegar út á bílastæðið var komið, stóð þar þessi litli Ford Focus sem við böðluðumst okkur inn í, við miklar vinsældir eins manns sérstaklega sem vildi helst brenna bílinn eftir ferðina. Eftir á hyggja er ég ekki viss um þó að þetta sé fararstjóranum að kenna, gæti veirð bílaleigan, en manni hefði þótt þægilegra að vita af þessu fyrirfram.
Svo kom að heimferðinni sem var frekar óþægileg flugferð í miklum þrengslum fyrir alla, í anda fangafluga CIA. Þar var það sama upp á teninginnn, matur drykkur seldur og klikkelsi hjá áhöfninni með það að slökkva ljósin til að leyfa fólki að sofa, þetta var jú næturflug. Maður lifði þennan hryllinga af með herkjum og verkjum í hálsi, herðum og dauðum löppum. Slær samt ekki óþægilegstu flugferð sem ég fór með, til Dublin með íslenskri ferðaskrifstou og leiguflugi, þar sem ég þurfti að borða samlokuna í vélinni með uppréttar hendur og hallandi haus vegna þrengsla sem m.a. voru það slæm, að lappirnar snertu ekki gólfið. Ég þurfti nefnilega að vera með hnén beygð og spyrnt í stólbakið fyrirframan til að geta "setið" þarna. Litli svertinginn sem sat við hliðina á mér var líka á þeim nótum að aðstaða forfeðra sinna í Amistad hefði verið skárri, þar hefðu menn allavega getað teygt úr löppunum.
Þegar heim var komið þá var maður þó í heildina einstaklega sáttur með Krít þrátt fyrir þessa íslensku hnökra og sérstaklega efitr að maður fór að bera bækur sínar saman við litlu systur sem fór með annari ferðaskrifstofu(ætla ekki að nefna hana nema að kvörtunarbréfið beri engan árangur) til Rhodos þar sem hótelið virtist hafa verið helvíti á jörð og fátt staðist sem stóð i bæklingnum. Svo maður taki nokkur brot úr lýsingum hennar þá var ströndin sem átti að vera þarna samkvæmt bæklingnum hinum megin á eyjunni, hótelið reyndist vera þriggja stjörnu en ekki fjögurra eins og auglýst var, íslensku fararstjórarnir reyndu að telja fólki trú um að það væri grískt að heita vatnið kæmi úr bláa krananum og það væri einnig grísk venja að halda á sturtuhausnum yfir sér og því væru ekki neinar festingar fyrir hann og hálfa fæðið reyndist frekar vera vafasamt, afgreitt af slöppum veitingastöðum í kring og í matsal sem minnti meira á biðstað fyrir fangaflutninga til Guantamano eða Auschwitz með glugga og loftleysi . Auk þess var víst þjónusta hótelsins fyrir neðan allar hellur, t.d. áttu samlokur og ís að vera frítt fyrir börnin en þegar starfsfólkið var spurt um það, var hreytt út úr sér að þar sem þau væru Íslendingar þá væru þau nógu rík til að kaupa það sjálf, þrif eftir hentisemi, kakkalakkar í heimsókn og margt annað í þeim dúr. Við bættist svo að bílaleigubílar sem búið var að panta, voru ekki þeir sem beðið var um og lofað heldur einhverjir smábílar sem afgreiddir voru frá bílakirkjugarðinum sem bílaliegan var staðsett við, af 10 ára gutta.
Maður prísaði sig sælan eftir þessar og fleiri lýsingar frá systur minni, með ferðina en maður veltir fyrir sér í framhaldi hvernig þjonustan er orðin hjá ferðaskrifstofum hér í dag. Ég hef ekki farið skipulega ferð í gegnum ferðaskrifstofu í ca. 10 ár en áður fyrr man ég ekki betur en að flugferðirnar hafi verið mun þægilegri, boðið upp á mat og drykk endurgjaldslaust og fararstjórn sem og annað framkvæmt af metnaði. Er þetta kannski afleðing af samþjöppun á þessum markaði þar sem meir virðist eytt í það að hafa veglega yfirbyggingu þar sem ferðum er prangað inn á fólk, frekar en að veita almennilega þjónustu og tryggja að vesen verði ekki með eins og hótel, bílaleigubíla o.sv.frv. Held að þessir aðilar ættu að velta því svo fyrir sér hvort það sé ekki betra að græða ekki eins mikið á hverri seldri ferð, í stað þess að eltast við að spara smáaura á stöðum þar sem kúninn finnur fyrir því.
Eða er þetta bara normið í dag um allan heim og nokkuð sem allir eiga að sætta sig við í fríum sínum?
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
- don
- soleys
- tharfagreinir
- sigurgeirorri
- neddi
- smali
- omnis
- nanna
- baldurkr
- siggi-hrellir
- gorgeir
- paul
- geimveran
- skari60
- semaspeaks
- vest1
- thj41
- gudrunlilja
- zeriaph
- siggisig
- gudbjorng
- svatli
- athena
- ace
- ragnarb
- einarolafsson
- amadeus
- brell
- thorsaari
- tbs
- vilhjalmurarnason
- patent
- jennystefania
- drum
- folkerfifl
- larahanna
- ragnar73
- hildurhelgas
- ladyelin
- sigurduringi
- sij
- hedinnb
- valgeirskagfjord
- hehau
- baldvinj
- jonarnarson
- olinathorv
- saemi7
- agustg
- ingaragna
- liljaskaft
- astajonsdottir
- reisubokkristinar
- lehamzdr
- sparki
- malacai
- leifur
- evaice
- gus
- tryggvigunnarhansen
- kjarri
- vistarband
- fun
- einari
- spurs
- annaeinars
- gattin
- kaffistofuumraedan
- launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fyrst þú minnist nú á þessa skrautlegu ferju sem að við fórum í til Santorini þá verð ég eiginlega að deila með þér lýsingu á því hvernig þetta var áður, svona svo þú getir svarað því hvort þú hefðir frekar viljað.
Þegar að farið var með hinni ferjunni var lagt af stað um kl 4 um nóttina og fengu menn morgunmat um borð í ferjunni. Þar höfðu menn svo rúman tíma til að kynnast samferðamönnum sínum á meðan þessari rúmlega fimm tíma siglingu stóð. Þegar svo ferjan nálgaðist Santorini var það tilkynnt í kallkerfi ferjunnar og farþegar hvattir til að fara upp og dekk og njóta útsýnisins þegar að siglt var inn í gíginn.
Þegar heim var svo haldið fengu menn kvöldverð og þeir sem að voru svo forsjálir að hafa pantað sér klefa gátu farið þangað og lagt sig eftir langan og strangan dag. Hinir, sem að ekki voru með klefa, gátu farið í einskonar svefnpokapláss og lagt sig þar.
Og nú er það bara spurningin hvort þú hefðir frekar viljað. Ég veit hvað ég hefði valið.
Neddi, 31.7.2007 kl. 13:04
Ég hef bara vonda reynslu af sólarlandaferðum með ferðaskrifstofum. Útskriftarferðin til Korfu á Grikklandi var í besta falli misheppnuð, þótt við gerðum okkar besta til að hafa gaman. Ströndin sem hótelið var við var ekki strönd heldur fjara (engar öldur, bara möl og þang). Lyklarnir að herbergjunum voru eins og lyklar sem notaðir voru til að læsa skírlífisbeltum á miðöldum (1229-1532). Rúmin voru ömurleg. Ekkert hafði verið gert við hótelið síðan í seinni heimsstyrjöld eða fyrr. Einhver drullusokkur á nálægum næturklúbbi misþyrmdi einum samferðamanni okkar. Lögreglunni var gert viðvart og okkur tjáð að hann væri bak við lás og slá. Á leiðinni út á flugvöll að loknu fríinu ókum við framhjá klúbbnum og þar stóð drullusokkurinn sína vakt. Ég og nokkrar vinkonur mínar fórum í flugferð til Aþenu til að fá þó einhverja skemmtun út úr ferðinni. Það var meiriháttar að koma þangað. Leigðum íbúð af konu og bjuggum þar í vellystingum, í miðbænum. Skoðuðum fornminjar og fleira.
Hin ferðaskrifstofuferðin var svik frá upphafi til enda. Keypt í Danmörku. Mallorca af öllum stöðum. Hvað var ég að hugsa! Við völdum hótelið sérstaklega þar sem í bæklingnum stóð að loftkæling væri í hverju herbergi og úr þeim væri útsýni út á sjóinn. Þegar á reyndi var engin loftræsting í herberginu og útsýnið veggurinn á næsta hóteli. Við kvörtuðum og fengum þá herbergi með útsýni yfir sjóinn. En loftkælingin var víst bara í móttökunni. Prentvilla. Þetta var síðasta sólarlandaferðin sem ég fer með ferðaskrifstofu svo lengi sem ég tóri.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 1.8.2007 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.