Atvinnumótmælendurnir í SUS

Eitt af teiknum þess að verslunarmannahelgi nálgast eru hin hefðbundnu mótmæli atvinnumótmælandana í SUS niður á skattstofu og mótmæla fyrir hönd peningaaflanna. Í ár hafa þeir þó sýnt smá bragarbót og áttað sig á því að það er ekki sérlega vinsælt að veitast að gamalmennum með ofbeldi þó þeir haldi áfram að hindra lögbundið aðgengi fólks að álagningarseðlum og brjóti þar með á rétti fólks. Svo furðulega vill til að þótt þeir séu þarna með ólögleg mótmæli og dólgslæti, þá mætir lögreglan ekki á svæðið og handtekur þá líkt og meðlimi Saving Iceland, jafnvel þótt SUS-ararnir séu með ofbeldi og dólgslæti  gagnvart fólki líkt og önnur götugengi. 

Þegar maður fer svo að hugleiða mótmæli, baráttumál og yfirlýsingar SUS í gegnum tíðina þá man maður varla eftir öðru en að þeir séu fyrst og fremst að hugsa um hagsmuni fyrirtækja, harðsvíraðra og miskunnarlausra peningamanna og  græðigisvæðingar í þjóðfélaginu. Ef eitthvað er þá er minnst hugsað um hag einstaklingsins hjá þeim og almennings og hræsnin verður augljós í orðagjálfri þeirra um "frelsi einstaklingsins" og öðrum hugtökum sem þeir lærðu eins og aðrir pólitískir páfagaukar. T.d. þetta með skattamálin, þá fara þeir yfirum á því að einhver skuli geta skoðað álagningu gjalda, tala um viðkvæmar persónuuplýinsgar en sjá svo ekkert að því og þegja þunnu hljóði þegar fyrirtækjum er gert kleift að safna persónulegum upplýsingum til notkunar gegn einstaklingum(heilsufars-upplýsingar, skoðanir o.fl.). Svo er nú andstaða þeirra við afnám launaleyndar frekar með fyrirtækjunum en einstaklingnum. Er ekki verið að skerða rétt einstaklinga og málfrelsi með að banna þeim að tjá sig um launin sín og réttindi einstaklingssins til að hafa sömu laun og sambærilegur starfskraftur á borðinu við hliðina? Er ekki málið að stuttbuxnaliðið telur að fyrirtækjafasismi eigi að ríkja þar sem fyrirtækin geta haft algjör völd en einstaklingurinn engin?

Svo eru nú málin sem tengjast hagsmunum almennings og SUS dælir út yfirlýsingum út af. Þeir vilja koma t.d. auðlindum landsins í hendur örfárra manna á fákeppnismarkaði sem hefur skilað sér vel eða hitt þó hingað til. Þar er ekki verið að hugsa um hag almennings eða heldur SUS virkilega að mönnum eins og Kristni Björnssyni og félögum sé treystandi fyrir sanngjarnri og heiðarlegri samkeppni á fákeppnismarkaði á t.d. orku, vatni og öðru? Nei, þarna eru þeir eingöngu að tísta fyrir hagsmuni peningamanna en ekki almennings og berjast í leið gegn samkeppniseftirliti því fyrirtæki eigi að vera hafinn yfir lög og geti séð sjálf um að vera heiðarleg.....yeah, right. Ef fyrirtækjum er ekki veitt aðhald, þá munu þau líkt og önnur rándýr notfæra sér tækifærið til að svindla, svína og vera óheiðarleg ef þau telja sig komast upp með það.

Svo eru það baráttumálin: bjór í verslanir og fela tekjur auðmanna. Hmmm, er ekki eitthvað skrítið við þetta? Eru þetta ekki einhver smámál miðað við margt annað sem mætti laga í þjóðfélaginu? Hvar er t.d. yfirlýsingar um að vernda þurfi einstaklinga frá persónunjósnum fyrirtækja? Hvenær skyldu þeir lýsa yfir að það að herða þurfi refsingar vegna brota á Samkeppnislögum og hvetja til eflingar þeirra svo fyrirtæki komist ekki upp með að okra í fákeppninni? Hvers vegna ætli þeir þegi svo þunnu hljóði þegar ráðherra þeirra brýtur á einstaklingi með ráðningu annars óhæfari í stöðu? Og hvað með mannréttindamál? Ekki heyrast píp í þeim yfirleitt t.d. þegar kemur að því að mótmæla Guantamano, ólöglegu fangaflugi CIA og pyntingum heldur verða þeir frekar vitlausir yfir því að álagningarseðlar séu lagðir fram og jafnvel hvetja til þess að börn verði lögð í einelti vegna fátæktar foreldra, fyrst þetta sé leyfilegt. Maður getur ekki annað en velt fyrir sér siðferðiskennd þessara "einstaklinga" sem allir hljóma eins og virkar eins og klónaher með sömu innantómu frasana og handahreyfingarnar. Sumir þeirra verða þar að auki alveg brjálaðir yfir mótmælum gegn fyrirtækjum sem menga og brjóta lög en sjá svo ekkert að því að fyrirtæki tengist grófum mannréttindabrotum og stríðsglæpum og tala jafnvel um að það sé alveg í góðu lagi á meðan viðkomandi fyrirtæki hagi sér ekki svona hér á landi.

Að lokum legg ég til að SUS breyti nafni sínu yfir í SAF sem útleggst þannig Samtök Atvinnumótmælanda Fyrirtækja, og að hver sá sem leggur leið sína niður á skattstofu, kíki á tekjur þeirra í SUS og birti opinberlega. Miðað við æsinginn í þeim á hverju ári, þá hljóta þeir að hafa eitthvað að fela. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Gott hjá þér að vekja athygli á þessum gervi skátum

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 2.8.2007 kl. 12:47

2 Smámynd: Geimveran

Góður pistill... fæ alltaf aulahroll þegar ég heyri af "mikilvægu" baráttumálum SUS-ara. Að þeir skuli ekki sjá neitt mikilvægara í heiminum til að berjast fyrir er gjörsamlega óskiljandi !!

Að geta sagt blákalt að þeim finnist mikilvægara en flest annað að halda launaleynd og þar með viðhalda síauknum launamun í samfélaginu, eða að fá flog yfir að geta ekki keypt bjórinn sinn í Hagkaup en þegja svo þurru hljóði eða jafnvel styðja mannréttindabrot og mismunun, er að mínu mati ekki bara barnalegt og sjálfselskt heldur hreinlega illgirnislegt. Og ég sem mála heiminn sjaldnast sem svartan eða hvítan.

Geimveran

Geimveran, 2.8.2007 kl. 16:13

3 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Öhö, mætti ég benda ykkur á að birting gagna um skatta einstaklinga er bannað með lögum. Með sömu rökum ætti að birta upplýsingar um þá sem þá hæstu bæturnar.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 3.8.2007 kl. 21:37

4 Smámynd: Neddi

Ef birting þessara gagna er ólögleg afhverju eru þá SUS-arar að fara fram á að þetta sé bannað?
Afhverju fara þeir þá ekki fram á að farið verði eftir lögum?

Neddi, 4.8.2007 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband