Nasismi busavígslunar

Í morgun sá maður frétt sem er árviss áminning um að skólar séu hafnir, þ.e. frétt um busavígslu. Hugur manns leitaði til sinnar eigin busavíglsu og vegna aldurs og þekkingar, þá rann upp fyrir manni smá ljós, hvað þetta væri óhugnanlega  nasískt allt saman, ferlið sem maður gekk í gegnum og meðferð á litlum hópi fólks sem skar sig út úr.

Mín busavígsla fór fram einn grámóskulegan dag í september fyrir nær því 20 árum. Maður mætti þarna um morgunin, aðeins kvíðinn  um að vera tekin illilega í gegn, eftir að hafa heyrt sögur um ansi misjafna meðferð á fólki, frá eldri vinum sínum. Þeir sögðu manni frá því að einhverjir hefðu verið lamdir um kvöldið á busaballinu vegna þess að einhver þótti þeir ekki nægilega busaðir. Önnur saga var um að einhverjir höfðu tekið einn samnemanda sinn, bundið hann, fleygt í skott og keyrt með hann út í sveit þar sem hann var skilinn eftir. 

Þegar maður hafi heyrt svona lýsingar, þá gerði það að sjálfsögðu að verkum, að maður læddist með fram veggjum eins og mús í þeirri von um að vera ekki tekinn og þegar í mannfjölda var komið reyndi maður að láta á ekkert bera, heldur gekk um eins og maður væri vanur nemandi. En allt kom þó fyrir ekki. Í öðrum frímínútum rakst maður á vin sem sveik mann í hendurnar á sérskipuðum fulltrúum valdsins sem kölluðust böðlar. Böðlarnir gripu mann og merktu mann svo að maður stæði út úr fjöldanum, væri öðruvísi og allt aðkast og niðurlægjandi meðferð leyfileg. Þó í stað gulrar stjörnu, þá var notðaur tússpenni, bæði bláiri og svartir og andlitið merkt.

Þetta hafði tilætluð áhrif. Eldri nemendur hlógu, gerðu grín og bættu við krotið. Sumir lentu í því að fá jafnvel meiri meðferð ef þeir börðust á móti með vatnsbaði og jafnvel mjólkurbaði ef mig minnir rétt. Þetta stigmagnaðist svo framyfir matartímann þar til "stóra stundin" rann upp, síðar um daginn, þegar busavígslan hófst.

Upphaf busavígslunnar hófst þannig að á ákveðnum tíma var öllum busum nema þeim sem höfðu komið sér undan því með flótta eða skrópi, smalað saman og ýtt áfram inn í félagsmiðstöð nemendafélagsins, með tilheyrandi öskrum, látum og jafnvel smáhrindingum. Þar voru busarnir látnir dúsa í dimmum og þröngum vistarverum við gæslu örfárra böðla, óvissir um hver örlög þeirra yrðu.

Skyndilega kom skipunin til böðlanna um að allt væri tilbúið og með tilheyrandi öskrum byrjuðu þeir að reka busana út um þröngar dyr þar sem lokameðferð busuninnar hófst .Fólk var rennbleytt, látið skríða og gera ýmislegt niðurlægjandi þar sem böðlar nutu valdsins í botn sér og áhorfendum til skemmtunar. Áhorfendahópurinn hafði raðað sér upp við þannig að það mynduðust þröng göng sem businn var látinn fara í gegnum og maður heyrði síðar að einhverjir áhorfendur hefði tekið þátt í fjörinu með því að útata einhvern busa í tómatsósu eða öðru, að sjálfsögðu með velþóknun böðlanna. Ekki tóku allir þessari meðferð vel og rámar mig í það að einn hafi náð að brjótast út í gegnum þvöguna og hlaupa í burtu með tvo böðla á efitr sér sem höfðu sérmeðferð í huga. Þegar þeir voru að ná honum, snér sá sér víst við og sló annan niður. Við það kom fát á boðlana og þeir snarhættu eftirförinni enda ekki búist við því að fórnarlömbin myndu svara fyrir sig.

Hvað mig varðar þá man ég ósköp lítið eftir þessum svipugöngum. Man þó að maður hlýddi aðeins í upphafi en þegar nálgaðist endann kom upp baráttuandinn gegn þessu niðurlægingarferli. Ein stelpa sem hafði verið skipaður böðull, fór að öskra á mann að ég ætti að ganga gæsagang sem ég þóttist ekkert kannast við hvað væri og spurði hvort hún gæti sýnt mér það. Við það trylltist  þessi handhafi valdsins og froðufellandi öskraði hún meir að ég ætti að hlýða og reyndi svo að fá annan böðul til að neyða mig til þess. Ekki varð úr því því öskrin gerðu það eitt að verkum ásamt hótunum um ofbeldi að ég var farinn að verða tilbúinn að svara fyrir mig. og fljótlega misstu þau áhuga þar sem önnur fórnarlömb voru í augsýn og manni var ýtt áfram að lokamarkinu þar sem busunin endaði. Ekki man ég hvernig það var í hvelli en man þó að maður tók strætó heim, hríðskjlafandi og hníptur vegna allra hornauganna sem maður fékk í strætó.

<>Manni varð nú ekki meint af samt, maður gleymdi hamagangum um kvöldið og slapp við aukabusanir á ballinu. Næstu vikur heyrði maður þó sögur af hinum og þessum sem lentu í misjöfnu. Sumum böðlum þótti drottnunarvaldið greinilega svo gott og tækifærin sem það gaf þeim til að sleppa hvötum sínum lausum í niðurlægingu og jafnvel kynferðislega áreitni gagnvart einstaka stelpu. Eftir áhggja þá upplifiði maður þarna sinn fyrsta múgæsing þar sem hópur fólks er tekið fyrir, niðurlægt og beitt ofbeldi fyrir það eitt að vera öðruvísi á einhvern hátt. Þarna tók risastórt hópur þátt í þessu sér til skemmtunar og stjórnað af leiðtögum sem höfðu útvalda sér til aðstoðar í ofsóknunum.  Hljómar kunnuglega, ekki satt?

Í framhaldi af þessu fór maður að hugleiða með böðlana, þetta venjulega fólk sem breyttist í óargadýr með kvalalosta á misháu stigi, hvort þetta hefði verið einstök atvik eða hvort böðlarnir hefðu hagað sér svona áfram í lífinu. Manni datt í hug að sumir væru yfirmenn eða forsvarmsenn fyrirtækja sem níddust á starfsmönnum sínum á Kárahnjúkum, siðblindir fasteignasalar eða verktakarsem hóta fólki öllu illu til að komast yfir íbúðir þeirra ivð Hverfisgötu fyrir bankamenn eða nytu þess valds e.t.v. sem þeir hefðu sem fjárfestar sem við geðþóttaákvarðanir leggðu efnahagslíf bæjarfélaga í rúst með nýjum hugötkum á borð við "arðsemi" og "hagræðingu" í stað "lokalausnar" og "brottflutnings".

Að lokum kom þó þessi spurning upp í hugleiðingum um þetta:

Ætli fangaverðirnir í Auschwitz hafi byrjað sem böðlar í busavígslum? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband