Að vernda ósvífna viðskiptamenn

Ég varð aðeins hugsi eftir frétt RÚV í kvöld um byggingarverktakann ósvífna sem skilaði af sér annars vegar hrovðirknislega unnu verki í mörgum tilfellum og var þar að auki með skæting við þá sem keyptu og töldu sig hlunnfarna. Það var ekki endilega frétta-efnið sem slíkt þó ömurlegt og dæmigert sé fyrir margan verktakann, heldur framsetning fréttarinnar og umfjöllun eða þögn um svipað framferði og jafnvel verra.

 Svo maður útskýri nánar, þá tók ég eftir því í fréttinni um þetta mál, að ekki í eitt einasta sinn var minnst á hvaða verktaki/fyrirtæki þetta væri né hver væri forsvarsmaður fyrirtækisins. Eingöngu var sagt frá því að hann hefði fengið á sig dóm fyrir svipuð vinnubrögð áður en aftur á móti var ekkert dregið undan þegar kom að því að tala við íbúa og hvaða hús væri um að ræða. Þannig fengum við að vita það að varast að kaupa húsin sem þolendur höfðu asnast til að kaupa en ósvífni gerandinn var alveg stikkfrí.

Því miður er þetta ekki eina dæmið í fréttaflutningi af óheiðarlegum og ósvífnum viðskiptamönnum og athæfi þeirra. Fyrr í vikunni minntist Þráinn Bertelson á, í bakþönkum sínum á fasteignasala nokkurn sem stóð í kaupum á Hverfisgötunni. Í pistli Þráinns kemur fram að fasteignasalinn hafi veirð ansi ágengur við fjöslkyldu nokkra og þar sem þau voru treg til að selja, gerðist hann enn ósvífnari og óhuggulegri í vinnubrögðum sínum. Fjölskyldunni var hótað öllu illu, íbúðum í blokkinni sem fasteignasalinn hafði keypt breytt í drykkjubæli og dópgreni sem endaði náttúrulega með því að þau seldu íbúðina sína til hans. Þegar hann svo var búinn að kaupa allt upp sem til þurfti, þá kom í ljós að stórir viðskiptajöfrar voru búnir að eignast skyndilega allar íbúðirnar sem hann keypti og virkaði þetta eins og fasteignasalinn hefði veirð leppur fyrir þá.

Maður væri nú ekki að minnast á þennan pistil Þráinns, ef ekki væri fyrir það að einn kunnigi minn lenti í þessum fasteignasala og annar í svipuðum verktaka. Þar var svona mafíutaktíkum beitt, fólk hrætt, innbrot jukust skyndilega hjá þeim sem vildu ekki selja og á endanum gafst fólk upp. Fjölmiðlar sýndu þessu engan áhuga, enda líklegast um að ræða fjársterka menn með ítök í viðskiptalífinu og í tengslum við helstu peningaframleiðendur Íslands:bankana. 

Mörg fleiri dæmi væri hægt að nefna um fasteignasala, verktaka og fjárglæframenn sem valda saklausu fólki búsifjum vegna þess að græðgin og siðblinda ræður ríkjum í viðskiptaháttum þeirra. Alls staðar ber það þó að sama brunni. Fjölmiðlar vernda þá með því að fjalla ekkert um hlutina, passa sig á því að rugga ekki peningabátnum og jafnvel hylla þessa menn, vitandi að margt er rotið. Á sama tíma eru menn nafngreindir jafnvel nafngreindir fyrir smáþjófnað í samanburði við þessa menn.

Maður spyr sig eiginlega, hverjum er verið að þjóna með því að leyfa óprúttnum og siðblindum fjárglæframönnum að njóta nafnleyndar? Ekki er það fórnarlömbunum allavega né öðrum sem gætu átt grunlausir í viðskiptum við þá síðar meir. Er ekki kominn tími á að stinga á svona kýlum eða eru sumir einfaldlega ósnertanlegir í samfélaginu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband