5.11.2007 | 20:13
Ábending til dómsmálaráðherra, um glæpahóp
Virðulegi dómsmálaráðherra,
nú hefur þú nýverið beitt ákvæði um ógn við þjóðaröryggi til að hindra komu meðlima illræmdra bifhjólasamtaka til landsins. Sýslumaður þinn tók vasklega til hendinni og kom þessu illþýði í burtu og ber að fagna því þó maður vilji sjá rökstuðning fyrir beitingu þessa ákvæðis. En með fordæmi því sem þú hefur gefið með beitingu þessa ákvæðis, þá langar mig til að benda á stóran hóp kaldrifjaðra glæpamanna sem hafa áhuga á að koma til landsins og taka sér bólfestu..
Þessi hópur er illræmdur um allan heim fyrir margþætta glæpi sína og fær vítisenglana til að líta út sem saklausa hvítvoðunga í samanburði. Ég reikna með að þú hafir kveikt á perunnii og áttað þig á því að ég er að tala um hin illskeyttu glpasamtök Rio Tinto Group eins og þau kalla sig. Ef þú skyldir ekki muna í hvelli hvað þau hafa gert m.a., þá leyfi ég mér að rifja upp nokkur atriði sem þau hafa gerst sek um þar sem þau hafa skilið eftir sig sviðna jörð og stundum blóði drifna:
Meiriháttar umhverfisspjöll af ásetningi sem hafa valdið stórskaða.
Mútur
Hótanir og kúganir gagnvart saklausu fólki
Hafa látið beita fólk ofbeldi sem hafa sett sig upp á þeim og jafnvel látið myrða.
Ýmiskoanr gróf mannrétindabrot
og það síðasta en eitt af því alvarlegasta: Bera ábyrgð á stríðsglæpum sem kostuðu yfir 19.000 manns lífið.
Eins og þú sérð væntanlega á þessari upptalningu, þá blikna Vítisenglarnir í samanburði og þar sem þú vilt beita þér hart gegn glæpamönnum, þá má reikna með að Rio Tinto verði þitt næsta skotmark. Ég hef fulla trú á því að þú látir ekki jakkaföt viðkomandi glæpamanna birgja þér sýn þegar þú skrifar undir það að meðlimum þessa glæpagengis verði neitað að koma til landsins og hindrað að þeir taki sér bólfestu hér því svona menn eru líklegast mesta ógn við almannahagsmuni og öryggi þjóðarinnar sem fyrirfinnst, og þá er Al Queda meðtalið.
Ég treysti því að hart veðri tekið á þesum viðurstyggilegu glæpamönnum svo þú verðir ekki að aðhlátri fyrir að dæma menn eftir fötunum sem þeir ganga í og bankainnistæðu þeirra.
Virðingarfyllst,
AK-72
P.S. Það eru víst einhverjir vopnasalar á Nordica, spurning hvort þú grípir þá ekki í leiðinni fyrir glæpi gegn mannkyninu og vísir nektardansmeyjum út ú rlandi þar sem ákvæðið sem þú getur beitt tekur einnig til verndunar siðgæðis manna.
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
- don
- soleys
- tharfagreinir
- sigurgeirorri
- neddi
- smali
- omnis
- nanna
- baldurkr
- siggi-hrellir
- gorgeir
- paul
- geimveran
- skari60
- semaspeaks
- vest1
- thj41
- gudrunlilja
- zeriaph
- siggisig
- gudbjorng
- svatli
- athena
- ace
- ragnarb
- einarolafsson
- amadeus
- brell
- thorsaari
- tbs
- vilhjalmurarnason
- patent
- jennystefania
- drum
- folkerfifl
- larahanna
- ragnar73
- hildurhelgas
- ladyelin
- sigurduringi
- sij
- hedinnb
- valgeirskagfjord
- hehau
- baldvinj
- jonarnarson
- olinathorv
- saemi7
- agustg
- ingaragna
- liljaskaft
- astajonsdottir
- reisubokkristinar
- lehamzdr
- sparki
- malacai
- leifur
- evaice
- gus
- tryggvigunnarhansen
- kjarri
- vistarband
- fun
- einari
- spurs
- annaeinars
- gattin
- kaffistofuumraedan
- launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 123270
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.