28.11.2007 | 12:33
Að eyðileggja Áramótaskaups-stemmingu
Á hverju ári þegar menn setjast niður og gera upp árið eftir góðan mat og drykk þar sem á við, þá fylgir því óhjákvæmilega áhorf á Áramótaskaupið sem skapar misjafna hrifningu og umræður í nokkra daga á eftir. Stundum er stemmingin yfir skaupinu eyðilögð með röð ófyndnra brandara sem veldur því að sprengjuóðir, miðaldra kallar fara út og byrja á 5 tonnum sínum af sprengiefni. En fleiri atvik geta ollið því að stemminginn eyðileggst: einhvern ælir í snakk-skálina, slagsmál um Baugs-málið eða að heimilisfaðirinn kveikir ír skottertu innahús með tilheyrandi látum.
E nú hefur útvarpstjóranum, honum Páli Magnússyni, tekist að finna djöfullegt ráð til að slá öllu þessu við og stefnir á að eyðileggja stemmingu heillar þjóðar þetta kvöld. Hann ætlar að fara að selja auglýsingar í skaupið og brjóta það upp með mínútu auglýsingahléi sem verður selt hæstbjóðanda á "markaði". Fyrir það fyrsta þá dugar þessi 60 sekúndna ekki einu sinni fyrir pissuhléi eða leit að flöskuopnara í hefðbundnu gamlársboði og hvað þá fyrir einni sígarettu fyrir þá sem reykja. Einnig er þetta guaranterað fyrir slagsmál þar sem flesitir vilja fara á þessari m´niútu í stað þess að eins og hefur verið að fólk annað hvort heldur í sér þar til í lokin eða stekkur til þegar það heldur að lélegur brandari sé að koma, nokkuð sem er órjúfanelgur hluti stemmingar skaupsins.
Annað sem gerist með þessu, er það að brjáluðu sjálfærðu sprengjusérfræðingarnir rjúka út í þessar 60 sekúndur með Idiot's guide to explosices í annari hendi, kveikjari í hinni og með burðardýrin sín(börnin) í eftirdragi og byrja að skjóta upp til að nýta þennan þrönga ramma sem þeir hafa. Það er nánast öruggt að þá er skaðinn skeður, sprengjusérfræðingurinn og burðardýrin koma ekki innn aftur fyrr en tonnið af púðri er búið því jú, það tekur því ekki að fara inn fyrir þessar 25 mínútur sem eftir eru.
Það eru örugglega ótal afleiðingar af þessum djöfulelgu áformum Páls sem hefur gleymt sér í græðginnin í það minsta. En vhers vegna ætli hann leggist ú í tþetta? Það fyrsta sem mér dettur í hug, er að annað hvort hefur rekstrakostnaður RÚV verið svo ótæpilegur af þessum rándýra bíl sem hann lét kaupa fyrir sig á kostnað skattborgarann eða þá að hann er búinn að finna dýrari bíl til að kaupa á næsta ári. Ofurforstjórar þurfa nefnillega að kaupa nýjan bíl reglulega til að sýna hvað þeir eru með stór typpi í bransanum og geta montað sig af þeim í laxveiðinni milli þess sem þeir sýna launaseðlanna. Aftur á móti þegar kemur að lok ársinss þá á Páll ekki pening aflögu því það hefur allt farið í launin hans, nýja bílinn og bónið á honum og því verður að fara að selja fleiri auglýsingar til að fjármagna neyslu hans. Hvað næst? Auglýsingar í fréttum? Megum við egia von á að heyra Pál tala um styrktaraðila frétta eins og "Þessi frétt um Hafskips-málið var í boði Landsbankans"?
Að lokum, Páll, ef þig vantar pening svona mikið, seldu þá bílinn, keyptu Yaris eða álíka og láttu það nægja. Bara vinsamlegast ekki eyðileggja gamlárskvöld fyrir þjóðinni með þessum hryðjuverki sem auglýsingahléið er!
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
- don
- soleys
- tharfagreinir
- sigurgeirorri
- neddi
- smali
- omnis
- nanna
- baldurkr
- siggi-hrellir
- gorgeir
- paul
- geimveran
- skari60
- semaspeaks
- vest1
- thj41
- gudrunlilja
- zeriaph
- siggisig
- gudbjorng
- svatli
- athena
- ace
- ragnarb
- einarolafsson
- amadeus
- brell
- thorsaari
- tbs
- vilhjalmurarnason
- patent
- jennystefania
- drum
- folkerfifl
- larahanna
- ragnar73
- hildurhelgas
- ladyelin
- sigurduringi
- sij
- hedinnb
- valgeirskagfjord
- hehau
- baldvinj
- jonarnarson
- olinathorv
- saemi7
- agustg
- ingaragna
- liljaskaft
- astajonsdottir
- reisubokkristinar
- lehamzdr
- sparki
- malacai
- leifur
- evaice
- gus
- tryggvigunnarhansen
- kjarri
- vistarband
- fun
- einari
- spurs
- annaeinars
- gattin
- kaffistofuumraedan
- launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.