Tvískinnungur Heimdælinga

Ég get ekki annað en hrist hausinn yfir þessari yfirlýsingu, hugsandi um aðra hluti sem sama félag hefur staðið fyrir eða ályktað um í gegnum tíðina.  Heimdælingar og/eða SUS hafa staðið fyrir dólgslátum sem þeir kalla mótmæli, á skrifstofu skattstjórans og beitt valdi til að hindra fólk þar til að nýta sér lýðræðislegan rétt sinn, jafnvel með ofbeldi. Ekki hefur maður heyrt félagið senda frá sér ályktun um það. Aftur á móti þegar einhverjir mótmæla einhverju sem tengist flokknum, á opinberum vettvangi lmeð baulum og köllum ólikt skattstofuátökum, þá er það aðför að lýðræðinu.

 Svo er það nú þetta með yfirlýsingar og  Heimdælinga og blessaða óvirðingu. Hafa þeir ekki vanvirt lýðræðið með að styðja dómararáðningar sem byggjast á crony-isma? Hafa þeir ekki vanvirt lýðræðið með því að styðja innrásina í Írak sem fyrir það fyrsta var ólöglegt innrásarstríð og í aðra staði ákvörðun sem var tekin á gerræðislegan og ólýðræðislegan hátt? Og hvað með aðrar ákvarðanri flokksins sem gagna gegn leikreglum lýðræðis? Hvað með þegar fulltrúar flokksins haga sér eins og sekpnur og telja sig hafna yfir lög? Ekki heyrist múkk frá Heimdælingum þá heldur tekið undir að lög séu börn síns tíma og allt almennt siðferði látið fjúka til verndar spilltum stjórnmálamönnum sem þeir þjóna. Ef þeir telja þessar aðgerðir eitthvað sem veikir tiltrú a´ungu fólki í stjórnmálum, þá ættu þeir að byrja á því að líta í eign barm og skoða hvað þeir styðja, margt af því á lítið skylt við lýðræði og frelsi heldur meir eins og það spillta einræði sem Pútín hefur sett á stokk í Rússlandi í t.d. dómararáðningum vina og ættingja Pútins eða KGB-manna.

Svo að lokum má kannski benda á það að ekki voru allir áhorfendur sem voru með borgarstjórnarmeirihlutanum til fyrirmyndar. Samkvæmt óstaðfestum óheimildum þá gargaði Erla fyrrum formaður Heimdalls, ókvæðisorðum að mótmælendum og sagði þá verri en skepnur, annar Sjálfstæðismaður líkti þeim við Hitlers-æskuna og fleira í þeim dúr. Hvers vegna er ekki einnig talað um þá? 


mbl.is Harma framferði ungliðahreyfinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr, heyr!

Erla (ekki Heimdalls) (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 00:10

2 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Það er er aðför að lýðræðinu að kæfa fund lýðræðislega kjörna fulltrúa. Að benda á aðra og segja að þeir sú verri eru ekki rök. Slíkur málflutningur kallast 'réttlætingar'.

Það ríkir lýðræði á íslandi og það er meirihluti kjósenda sem ræður (punktur).

Viðar Freyr Guðmundsson, 25.1.2008 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband