Samantekt um þróun fordóma hér síðasta árið og rúmlega það

Mig langaði til að setja hér saman smá samantekt hvað hefur gengið á, síðan innflytjendaumræðan byrjaði og þá hluti sem tengjast fordómum í garð innflytjenda. Þetta er byggt á því sem maður hefur séð annars staðar en hefur vantað almennilega samantekt á og mun reyna að bæta meir við eftir getu, ef eitthvað vantar. Þó vill ég segja að þrátt fyrir að sumt sé kannski smámál, þá eru þessi smámál lýsandi fyrir hvernig hlutirnir hafa fengið að grassera. Set llinka inn þar sem é. Vill einnig segja að þetta er frábært framtak hjá Bubba.

Haustið 2006: Innflytjendaumræðan hefst og út um allt þjóðfélagið er mikil og hávær umræða. Á einstak stað má glitta í mjög ósmekkleg og hatursfull ummæli í garð útlenindga. 

 5. nóvember 2006: Ráðist er hrottalega á portúgalskan mann fyrir utan 10-11 í Kópavogi, af sex mönnum af eingöngu þeirri ástæðu að maðurinn er útlendingur. Upptaka af því næst í öryggismyndavélar en aðeins 2 af ofbeldismönnunum eru ákærðir og fá aðeins sekt. Hinir fjórar sleppa algjörlega. Nánar má lesa um þetta hjá Jens Guðmunds í þessari færslu.

30. janúar: Hakakross og slagyrði gegn útlendingum máluð í grennd við sparkvöll í Reykjavík. Fréttina má sjá hér. 

19. mars 2007: Tveir menn ráðast á mann frá Marokkó og misþyrma illilega. Ástæðan fyrir verknaðinn er samkvæmt dómi, uppruni mannsins. Nánar má lesa hér um þetta hjá Jens Guðmunds í þessri færslu.

30.mars 2007: Í Reykjanesbæ er byrjað að spreyja hakakrossa og ýmsi níðrandi ummæli um útlendinga, sérstaklega Pólverja hér og þar um bæinn. Þarna má sjá einkennismerki rasistafélagsins ÍFÍ birtast. Hérna er fréttin af visir.is 

22. maí: Þennan daginn minnist visir.is aðeins á að ÍFÍ hafi verið enn á ferðinni og málað meir á byggingar. 

Sumar 2007(man ekki nákvæma dagsetningu í hveli): Maður er myrtur en meðal fyrstu blogga sem birtast um málið mátti sjá nokkra tala um að þarna hefðu örugglega veirð útlenidngar á ferð. 

17. september 2007: Í viðtali við DV, þá segir formaður Félags anti-rasista að fordómar hafi aukist í kjölfar umræðu Frjálslyndra um innflytjendamál. Í sama viðtali er minnst á árás á tvo afríkanska karlmenn á bensínstöð þar sem hópur réðst á þá vegna húðlitarins eins. Hérna er viðtalið

6. nóvember 2007: Íslensk rasistasíða skapari.com birtist á netinu. Þar er ýmsu fólki hótað öllu illu í bland við einstaklega ógeðfelldan hatursáróður. Hérna má sjá frétt um þetta af dv.is. 

 30. nóvember 2007: Rasistasíðan skapari.com tilkynnir komu herskás nýnasistahóps til landsins til að berjast fyrir hönd Íslendinga gegn innflytjendum og lituðum. Hérna má sjá frétt visir.is um þetta.

5. desember 2007: 15-20 manna hópur m.a. fólk úr rasistafélaginu ÍFÍ, ræðst á 4 Pólverja í kjölfar hins hörmulega banaslys í Reykjanesbæ. Hér má sjá nánar um það hjá DV.is ásamt pistli um rasisma. Í kjölfar þessa slys kom einnig frásögn hjá Stöð 2 um það að pólsk börn hefði lent í einelti út af þessu.

17. desember 2007: Hópslagsmál milli unglinga við Spöngina í Grafarvogi. Upphaf slagsmálanna má rekja til kynþáttafordóma. Hér er fréttin af dv.is 

7. janúar 2008: David Cross lýsir fordómum sem hann hefur orðið fyrir hjá KB-raflögnum. Honum var sagt að hypja sig þegar hann minntist á þetta við framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Hérna er frétt dv um þett

11. janúar 2008: Í DV birtist viðtal og umfjöllun um rasistafélagið í Reykjanesbæ sem kallar sig Ísland Fyrir Íslendinga(ÍFÍ). Í umfjölluninni kemur fram að félagskapurinn telur um 100 manns og m.a.s. einn á Flúðum, auk þess sem fordómarnir drjúpa af lýðnum. Hérna má sjá aðeins um þetta hjá dv.is. Í kjölfarið tjáði sýslumaður um áhyggjur sínar af þróun mála og minnst m.a. á að hann hafi heyrt um fleiri slíka hópa hér.

10. febrúar: Unglingspiltur stofnar félag gegn Pólverjum á Íslandi. Um 700 manns skrá sig í félagið og sjá mátti á síðunni ýmsa kommenta í garð Pólverja eins og t.d. stofnandinn sem stakk upp á að Pólverjar yrðu settir í holu og sprengju varpað þar í og stúlka á Álftanesi vildi leiða það í lög að það væri leyfilegt að berja útlendinga svo dæmi séu tekin. Síðunni var þó snögglega lokað eftir að lögreglan sýndi áhuga. Forstöðumaður ÍTR segir í framhaldi að það se´undiralda fordóma meðal ungmenna í dag.

12. febrúar: Á blog.is birtist blogg um morðtilraun um helgina sem rataði ekki í blöðin. Þar var erlendur maður stunginn af Íslendingi, á meðan annar hélt honum á meðan vinahópur hrópaði ókvæðisorð að fórnarlambinu um uppruna hans. Hérna má sjá bloggið. 

Þegar maður lítur yfir þetta, þá er þetta talsvert mikið um atvik á rúmlega ári og virðist hafa verið snjóbolti sem fór rólega af stað en hefur verið að vinda upp á sig síðustu mánuði, sérstaklega vegna neikvæðrar umfjöllunar um útlendinga. Þarna vantar þó inn í fleiri atvik örugglega, sem hafa ekki ratað í fjölmiðla sem hafa verið frekar áhugalausir hingað til að mestu að manni finnst, og ekki þau mál sem hafa ekki ratað til lögreglu. Einnig er hægt að benda á að inn í þetta vantar fjölmörg blogg sem eru neikvæð í garð útlendinga og almennt um hvernig umræðan hefur verið í þjóðfélaginu þar sem talað er um "helvítis Pólverjana" o.fl. í þeim dúr.

Ég tek undir með Bubba, ég er búinn að fá nóg og ég vona að fleiri séu sama sinnis. Það verður að berjast gegn þessum ófögnuði sem fordómar eru, áður en þeir ná að festa sig í sessi sem framtíðarvandamál og kæfa í fæðingu áður en eitthvað hræðilegt gerist líkt og með morðtilraunina síðustu helgi.


 

 

 


mbl.is Bræður og systur gegn fordómum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð samantekt AK. Það er virkilega þess virði að hugsa um hversu oft við heyrum fréttir af því þegar útlendingar mega þola óréttlæti í okkar landi. Við þetta mætti svo sem bæta öllum starfsmannaleiguósómanum sem tröllreið hér samfélaginu fyrir ekki svo löngu.

Jón Skafti Gestsson (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 23:40

2 identicon

það mætti nú kannski halda því til haga Kolbrún að AK segist hvergi vera að gera fræðilega úttekt á þróun fordóma með þessari samantekt sinni.

Jón Skafti Gestsson (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 23:54

3 Smámynd: AK-72

Það er rétt að þetta er enginn fræðileg úttekt, heldur eingöngu samantekt á því hvernig þetta hefur birst mér í gegnum fjölmiðla og blogg. Við þurfum stundum að setjast niður og byrja að skoða hlutina í röð til að átta okkur á hvert stefnir, og mér hreinlega hugnast ekki sú þróun sem er í gangi. Það segir líka okkur ýmislegt í viðbót við þetta að það tekur ár að ná 100 manns í Félag anti-rasista en ca. 1-2 sólarhringa að fá 700 manns til að ganga í Félag gegn Pólverjum.

 Reyndar mundi ég eftir einni frétt sem ég þarf að finna, og það er frétt sem birtist öðrum hvorum megin við bíslyslið hræðilega í Reykjanesbæ. Þá var talað um skemmdarverk á bifreiðum innflytjenda og hótanir símleiðis til þeirra.

AK-72, 13.2.2008 kl. 00:38

4 identicon

Gott og vel. Taka skal fram að ég styð engar árásir gegn fólki eða neitt slíkt en fyrst þú ert að halda til haga glæpum fólks byggða á skoðunum þess af hverju tekurðu ekki saman líka staðreyndir um glæpi eða gjörðir fólks af öðrum stjórnmálaskoðunum?

Dís (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 00:52

5 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Líklega er von á meiri og öflugri kynþáttafordómum þegar atvinna minnkar og herðir að buddunni, þá breytist margt og þess kvíði ég.

Mitt álit er að hinir nýju Íslendingar verði að fara í skólana til að kynna sig og sýna, það er allavega miklu áhrifaríkara en gamlir popparar sem beina kastljósinu að sjálfum sér, í stað þess að fræða og draga úr fordómum.

Stjórnvöld eru að mestu leiti ábyrg fyrir þessum hlutum, því með lítilli fyrirhyggju og aðgerðaleysi, hafa skapast aðstæður sem hvetja til fordóma og kynda undir þeim.

Stjórnvöld gerðu Schengen samninginn og misstu við það lykilinn að landamærunum.

Stjórnvöld skáru burt Íslenskukennsluna og fræðslu á siðum og menningu Íslands.

Stjórnvöld létu viðgangast misnotkun innflutts vinnuafls og gera enn.

Það er auðvelt að lengja listann og á sama tíma og samfélagið er að byrja að taka afleiðingum aðgerðarleysis Þingsins er setið þar og rætt um hvort titlar Ráðherra séu of karllegir.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 13.2.2008 kl. 01:18

6 identicon

Bryndís og Bubbi kalla á athygli fræga fólksins.....lol :) 

Dís (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 15:11

7 Smámynd: AK-72

Dis: Rasismi er ekki stjórnmálaskoðun heldur birtingarform af illsku. Þetta form af illsku smitast við og við yfir í stjórnmál þegar illmenni vilja notfæra sér fólk til að fremja hroðaverk eða smita illskuna út frá sér og er líklegast hreinasta dæmið um þessa illsku Hitler og fylgisveinar hans. Það má kannski benda á að þú ert að linka á eitt form þessarar illsku og tengir þig sjálfkrafa og viljandi við samansafn af óþverrum og lítilmennum sem fá útrás fyrir eigin vanmátt með því að ráðast eins og hýenur á saklaust fólk í nafni "hreina kynþáttarins".

Þorsteinn: Alþjóðahúsið má hafa þökk fyrir að reyna uppfræðslu. Þieir hafa veirð með námskeið og fyrirlestra í fyrirtækjum og fleiri stöðum en spurning hvort það þurfi ekki að fara í skólana. Best væri þó eins og með þetta 700 manna lið á myspace, að foreldrarnir tækju sig til og læsu duglega yfir því. Því miður efast ég þó um eftir sögur úr kennslu að þetta pakk tæki sönsum, fordekrað og of heimskt til þess.

AK-72, 16.2.2008 kl. 11:43

8 Smámynd: Þarfagreinir

Ágæt samantekt. Einnig mætti nefna fleiri dæmi þess að bloggheimar hafi rokið til og velt því fyrir sér hvort útlendingar hafi ekki verið á ferðinni þegar fréttir berast af glæpum - en svo reynist það alrangt. Ég minnist til dæmis bankaránsins við Glitnisútibúið. Þar vildu margir meina að líklegt væri að þetta væru útlendingar, eða þá vildu 'fá það á hreint' fyrst ekki var tekið fram hvort þetta væru Íslendingar eða útlendingar.

Svo er það nú til dæmis þetta:

http://www.dv.is/frettir/lesa/5914

Þarfagreinir, 6.3.2008 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband