25.3.2008 | 19:41
Skipulagðar íkveikjur og grotnun miðbæjarins?
Eftir að hafa séð þessa frétt og einnig fréttina um að kveikt hafi verið í Sirkus á svokölluðum Klapparstígsreit, þá læðist óhjákvæmilega að manni sá grunur að verið sé að reyna að brenna húsin til að geta hafið framkvæmdir sem fyrst eða selt lóðirnar. Þegar kviknaði í sama húsi í desember í fyrsta eða annað sinn, þá var lýsingin á íkveikjunni þessi samkv. frétt visir.is:
"Slökkviliðsmenn segja merki um að reynt hafi verið að kveikja í á öllum þremur hæðum hússins, í kjallara, hæð og í risi."
Ekki virðist þarna hafa verið á ferð útigangsmenn miðað við umfang íkveikjunnar og líklegast allavega þrír menn. Svo þegar kviknar í tveimur húsum á sama reit á stuttum tíma núna um páskana, þá er maður hættur að trúa á tilviljanir.
Það sem kannski ýtir talsvert undir þesssar grunsemdir er hvernig framferði verktaka hefur verið í uppkaupum og umhirðu húsa á svæðinu. Fólki hefur verið hótað, íbúðum breytt í dópgreni ef verktaki eða fasteignafyrirtæki nær íbúð í húsi þar sem fólk vill ekki selja, og á eftir fylgir talsvert ónæði og jafnvel innbrotafaraldur þar til eigendur hrökklast út og selja fyrir mun lægra verð en þeir hefðu mögulega fengið ef allt hefði verið með felldu. Þetta hafa ýmsir menn reynt að benda á, en einhvern veginn hefur hingað til verið lítill sem enginn áhugi fjölmiðla á þessu og læðist að manni sá grunur einnig, að það sé vegna sterkra fjársterkra manna í teinóttum fötum líkt og einn orðaði það, við þessar mafíosalegu aðferðir
Í framhaldi þá standa húsin auð og byrja að grotna niður. Dópgrenin fara ekki neitt og ekki eyða hinir ósvífnu eigendur krónu í að bæta húsin enda er veirð að reyna að knýja sinnulaus borgaryfirvöld til að samþykkja niðurrif á húsunum svo verktakarnir/fasteignafélögin geti selt lóðina á uppsprengdu verði eða hafið byggingu á einhverju háhýsaskrímslinu án tillits til umhverfis. Í fréttum RÚV í kvöld, var þetta staðfest með sum húsin og maður þarf ekki annað en að ganga um miðbæinn og sjá hvaða hús hafa verið látinn drabbast niður í lengri tíma.
Ekki eru þó allir verktakar eða félög svona illa innrætt en þeir eigendur húsa sem haga sér svona, eru í það minnsta sekir um vítavert gáleysi við umhirðu húsa þar sem þeir þverbrjóta byggingareglugerðir sí ofan í æ og í versta falli sekir um skipulögð spjöll á miðbæ Reykjavíkur og jafnvel glæpsamlegar athafnir ef þeir hafa staðið skipulega að íkveikjum.
Að lokum má þó ekki gleyma því að skjöldur borgaryfirvalda er ekki hreinn heldur. Þau hafa snúið sér undan ástandinu og látið þessi umhverfisspjöll í friði þrátt fyrir að skýrar reglur séu til um viðhald húsa og hægt sé að beita menn dagssektum ef þeir sjái ekki að sér. Að sama skapi hefur maður heyrt því fleygt að þau hafi snúið sér undan vegna þess að einhver í kerfinu hafi séð að borgin myndi græða á nýbyggingum þarna án tillit til framferðis verktakana í garð borgarana sem greiða einnig laun borgaryfirvalda, og einnig e.t.v. hafa persónuleg eða flokkatengsl við verktaka/fasteignafélög spilað inn í.
En hvað veit maður? Kannski er þetta bara rugl í mér með íkveikjurnar en um grotnun miðbæjarins og framferði verktakana hafa fleiri talað um og þar á meðal annars Hörður Torfason, Þráinn Bertelson og nú síðast RÚV með mjög góðri umfjöllun.
Svaf í brennandi húsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
- don
- soleys
- tharfagreinir
- sigurgeirorri
- neddi
- smali
- omnis
- nanna
- baldurkr
- siggi-hrellir
- gorgeir
- paul
- geimveran
- skari60
- semaspeaks
- vest1
- thj41
- gudrunlilja
- zeriaph
- siggisig
- gudbjorng
- svatli
- athena
- ace
- ragnarb
- einarolafsson
- amadeus
- brell
- thorsaari
- tbs
- vilhjalmurarnason
- patent
- jennystefania
- drum
- folkerfifl
- larahanna
- ragnar73
- hildurhelgas
- ladyelin
- sigurduringi
- sij
- hedinnb
- valgeirskagfjord
- hehau
- baldvinj
- jonarnarson
- olinathorv
- saemi7
- agustg
- ingaragna
- liljaskaft
- astajonsdottir
- reisubokkristinar
- lehamzdr
- sparki
- malacai
- leifur
- evaice
- gus
- tryggvigunnarhansen
- kjarri
- vistarband
- fun
- einari
- spurs
- annaeinars
- gattin
- kaffistofuumraedan
- launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.