31.3.2008 | 19:32
Hið "algilda málfrelsi"
Í fyrstu hafði ég ætlað þetta sem svar í umræðum vegna hatursáróðursmyndarinnar Fitna, en eftir umhugsun taldi ég að þetta væri efni í bloggfærslu.
Eitt af því sem menn veifa mikið sem rökum í umræðunni um Fitna er að mál- og tjáningarfrelsi sé algilt og verið sé að skerða það ef þeir sem verða fyrir barðinu því dirfast að mótmæla því sem særir þá á einhvern hátt og að það sé og eigi að vera algjört. Sannleikurinn er sá að svo er ekki og í öllum samfélögum m.a. á Íslandi eru hömlur á mál- og tjáningarfrelsi sem flestum finnst sjálfsagðar að einhverju leiti.
Að mínum dómi má skipta þeim mörkum tjáningarfrelsis upp í nokkra þætti:
- Lagalegar hömlur-Við höfum lög um meiðyrði, rógburð og níð í garð einstaklinga ásamt svipuðum lögum um níð um hópa byggða á litarhætti, kynhneigð, trúarbrögðum, uppruna o.sv.frv. Einnig eru lög um guðlast og birtingar á ýmsu efni sem þykir glæpsamelgt s.s. hatursáróðri, barnaklám og ofbeldisklámi svo dæmi séu tekin. Hér á landi höfum við einnig lög í tengslum við þjóðsöng og fánalög sem banna að vanvirða þessi þjóðtákn á einhvern hátt og margt fleira er hægt að telja upp.
- Félagsleg og siðferðislegar hömlur- Á hverjum degi þá notumt við ýmiskonar hegðunarreglur í samfélagi okkar sem byggjast á almennri kurteisi og tillitsemi við náungann. Við hrækjum ekki framan í fólk út á götu né vanvirðum fólk að óþörfu þar sem við erum gestkomandi og almennt er sú regla að láta kyrrt liggja í daglegum umgengnisvenjum og kurteisi í framkomu. Samfélagið sem við búum í, hefur sett okkur þessar óskráðu hömlur sem við beygjum okkur undir til að við séum ekki álitin hinir verstu ruddar og ekki í húsum hæf. Þegar hegðun okkar er þrálát í brotum á þessum hömlum þá útskúfar samfélagið okkur í samskiptum og það vilja flestir ekki. Auk þess má benda á að í lagalegum skilningi þá ef menn eru lamdir vegna ruddaskapar þá er það tekið með til refsilækkunar gagnvart ruddanum.
- Hömlur fjölmiðla-Fjölmiðlar ritskoða allt efni sem þeir birta og ákveða hvað skal birt út frá því hvað samfélag og lög segja til um. Einnig hamla fjölmiðlar birtingu hluta sem þeir vilja ekki að komist í umræðu eða telja að eigi ekkert erindi til fólks, ásamt því að ákveða hvað þeir telji að eigi að ræða um. Það að sama skapi getur einnig þýtt að margir mikilvægir hlutir eru þaggaðir niður og komast aldrei í umræðu nema hjá litlum hópi fólks. Fjölmiðlar þar að auki móta skoðanir fólks með því hvað þeir birta og ekki eru alltaf allar staðreyndir lagðar fram.
- Hömlur fyrirtækja-Fyrirtæki setja ýmiskonar hömlur á starfsmenn sína um hvað þeir megi segja og tjá sig almennt um. T.d. er á flestum stöðum bannað að ræða launamál eða segja frá innanhúsmálefnum. Fyrirtæki eru einnig viðkvæm fyrir því að slæmir hlutir fréttist og setja hömlur á hvað megi fréttast af erfiðum málum. Að sama skapi stjórna fyrirtæki því hverjir megi tjá sg og ef þörf krefur reyna að hamla umfjöllun annars staðar.
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
- don
- soleys
- tharfagreinir
- sigurgeirorri
- neddi
- smali
- omnis
- nanna
- baldurkr
- siggi-hrellir
- gorgeir
- paul
- geimveran
- skari60
- semaspeaks
- vest1
- thj41
- gudrunlilja
- zeriaph
- siggisig
- gudbjorng
- svatli
- athena
- ace
- ragnarb
- einarolafsson
- amadeus
- brell
- thorsaari
- tbs
- vilhjalmurarnason
- patent
- jennystefania
- drum
- folkerfifl
- larahanna
- ragnar73
- hildurhelgas
- ladyelin
- sigurduringi
- sij
- hedinnb
- valgeirskagfjord
- hehau
- baldvinj
- jonarnarson
- olinathorv
- saemi7
- agustg
- ingaragna
- liljaskaft
- astajonsdottir
- reisubokkristinar
- lehamzdr
- sparki
- malacai
- leifur
- evaice
- gus
- tryggvigunnarhansen
- kjarri
- vistarband
- fun
- einari
- spurs
- annaeinars
- gattin
- kaffistofuumraedan
- launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Áhugaverð grein sem hvetur mann til að hugsa um þessa hluti. Ekki má gleyma lögum um launaleynd, en þau banna einstaklingum í þjóðfélaginu beinlínis að gefa upp hvað þeir eru með í laun.
Hrannar Baldursson, 31.3.2008 kl. 19:41
Takk fyrir málefnalegan pistil.
Sveinn Atli Gunnarsson, 31.3.2008 kl. 23:18
Ofbeldisklám er ekki ólöglegt,
Alexander Kristófer Gústafsson, 3.4.2008 kl. 13:39
Góð færsla
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 3.4.2008 kl. 15:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.