Far vel,

Í gær skaust sú hugsun upp í koll mér þegar ég horfði á stórvirkið El Cid með Charlton Heston eða Kalla Hest eins og hann var döbbaður upp á íslensku í den, hvort það færi ekki að koma að leiðarlokum hjá Heston. Þetta virðist því hafa verið einhvers konar fyrirboði því þegar ég kveikti á tölvunni í morgun þá voru fyrstu skilaboð sem ég fékk á MSN, dánartilkynning hans, leikara sem hefur alltaf átt pláss í hjarta manns frá því í æsku. 

Fyrstu minningar mínar af Charlton Heston eru líklegast frá Beneath the planet of the apes. Ég sá hana 4 eða 5 ára gamall á Super 8mm, í kortérs útgáfu og barnshugurinn inntók hörkutólið Taylor þá og Apaplánetan sem maður hafði heyrt minnst á, varð að raunveruleika í barnshuganum þó það liðu nokkur ár þar til ég sá Planet of the apes í fullri lengd í sjónvarpinu og í framhaldi Beneath the planet of the apes í fullri lengd á videó þar sem manni hafði tekist að grafa hana upp á einni fjölmörgu leigum bæjarins.

Þó var það önnur merkileg mynd með Heston sem maður sá í æsku: The big country, vestri með mönnum sem urðu órjúfandi partur af kvikmyndauppeldi manns: Gregory Peck og Charlton Heston í aukahlutverki. Í fjölda ára þar til maður sá myndina aftur þá voru tvær senur ljóslifandi fyrir manni, lokauppgjör myndarinnar annarsvegar og svo fræg slagsmálasena milli Peck og Heston, en sú sena var tekinn upp á tökustað Ben Hur vegna þess að fyrstu tökurnar höfðu misheppnast. Þetta kom fram í ævisögu Sergio Leones sem var einn af fjölmörgum aðstoðarleikstjórum þar.

Einnig rámar mig aðeins í að hafa setið fyrir framan sjónvarpið hennar ömmu, með munninn opinn sem pjakkur, að gleyypa við 55 days in Peking þar sem vörpulegur Heston verndaði hina fögur Övu Gardner ásamt David Niven í umsátri um sendiráð í boxara-uppreisnini um aldamótin 1900 í Kína. Því miður hefur sú mynd ekki enn komið út á DVD en mér skilst að verið sé að vinna að því að hreinsa hana fyrir útgáfu.  

Það var þó ekki fyrr en á unglingsárum að maður sá Ben Hur og heillaðist. Loks skildi maður hvers vegna hún var talin eitt af stórvirkjum sögunnar og þó maður sæi hana ekki fyrr en áratug seinna í breiðtjaldsútgáfu þá lifði hún sterkt með manni. Eitt af þeim verkum sem er skylduáhorf.

Það er þó ekki fyrr en maður kemst á fulorðinsaldur að aðrar frægar myndir hans koma í tækið hjá manni: Soylent Green sem eldist ekkert sérlega vel þrátt fyri góða sögu en flestir vita endann og lokaorð Hestons þar. Khartoum þar sem Heston sem hershöfðinginn "Kínverski" Gordon í átökum við uppreisnarleiðtogann Mahdi í Súdan sem leikin var af Laurence Olivier, The agony and the ecstacty þar sem Heston var skringilegt val til að leika Michelangelo, Major Dundee hans Peckinpahs þar sem Heston var í essinu sínu en sú mynd átti þó eftir að heilla mann mun meira seinna þegar lengri útgáfan kom út á DVD.

Það er þó ekki fyrr en með tilkomu DVD sem nokkrar úrvarlsmyndir(og aðrar mistækari) með Heston rata í áhorf hjá mér: hinni mögnuðu Touch of evil hans Orson Welles þar sem Heston er mexikani er þarf að takast á við spillta lögreglustjórann Orson Welles, hinni upp og ofan The Omega man sem er byggð á sögunni I am legend, hinni fjári góðu uppgötvun The war lord þar sem riddarinn Heston verður ástfanginn af þorpsstúlku og ákveður að nýta rétt sinn sem riddari til að njóta hennar á brúðkaupsnótt.

Þó er það ein lítil mynd sem var bæði uppgötvun og sýndi vel hæfileika Hestons sem kom út á DVD fyrir nokkrum árum. Það er Will Penny þar sem Heston leikur gamlan, ólæsan kúreka sem er að verða of gamall fyrir sinn tíma og fær starf við að gæta fjallasvæðis yfir vetur þar sem kona ásamt syni hennar treður sér inn á hann. Heston nær að blása lífi í vel skapaðan karakter á þann hátt að maður gleymir honum ekki.

Þegar maður lítur svo yfir ferilinn í lokin þá eru margar myndir þar sem Heston brá fyrir á eftirminnanlegan hátt t.d. sem Richelieu kardinála í Skyttumyndum Richard Lesters og smáhlutverkin í lok ferilsins eins og cameo í Wayne's world 2, Tombstone, yfirmaður Arnolds Schwarzenegger í Truel lies en þeir hafa ansi líkt andlitsfall séð frá ákveðnu sjónarhorni og margt fleira.

Þessa leikara verður saknað á þessum bæ en kannski eru endalokin í El CId þar sem Heston ríður út úr virkinu í Valencia í hinsta sinn viðeigandi: hann kvaddi okkur með reisn eftir að hafa skrifað sig inn í minningar kvikmyndaáhugamanna um aldur og ævi.

Far vel, Kalli Hestur. 


mbl.is Charlton Heston látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband