Árni Matt flengdur enn eina ferðina vegna dómaraspillingarinnar

Eitt mesta spillingarmál síðustu mánuði er crony-isma ráðning Árna Matthíassen á vanhæfasta umsækjanda +til dómaraembættis, máli sem er ekki enn lokið og hefur stórskaðað dómskerfi ásamt því að líklegast mun það kosta íslenskan almenning stórfé í formi málaferla. Þess vegna er frekar skrítið að fjölmiðlar sem annað hvort hafa verið múlbundnir af ritstjórum Sjálfstæðisflokksins sem þar stjórna, eða hafa misst áhugann, skuli ekki hafa tekið upp málið í dag þegar Ragnheiður Jónsdóttir birti frekar öfluga grein þar sem röksemdir Árna Matt eru tættar í sig og hann nánast flengdur ásamt því að hvernig komið var fram við hana í tengslum við andmælarétt og þeim órétti sem hún var beitt. Ég held að það sé orðið ekki bara krafa heldur nauðsyn að Árni Matt og sú klíka sem hann þjónaði við þessa ráðningu, verði vikið burtu úr valdastöðum miðað við þessi og fleiri mál af svipuðu tagi.

Hérna er greinin sem er þess virði að lesa þó löng sé.

Eitt enn, eitt af því sem Þorstein var talið til tekna af Árna Matt, var að hann hefði reynslu af bókaútgáfu og prófarkalestri. Annars staðar á netinu sá ég því fleygt fram að það hefði fundist ein bók sem Þorseinn hefði lesið yfir: hin fræga bók Halldór eftir Hannes Hólmstein. Maður þarf að tékka á þessu:) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

Takk fyrir ábendinguna, þetta er mjög góð grein og styrkir mann í trúnni á stjórnkerfi landsins... eða þannig. Mér finnst svo fúlt að hugsa til þess að Árni geti bara gert hvað sem honum dettur í hug því stjórnmálamaður í hans stöðu sem er kominn á síðasta söludag bíður bara eftir framhaldslífinu sínu í útlöndum og sætir því aldrei neinni pólitískri ábyrgð og heldur ekki flokkurinn hans því Íslendingar eru svo helvíti vitlausir.

Sóley Björk Stefánsdóttir, 11.4.2008 kl. 09:48

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk fyrir fróðlegan pistil!

Hef ekki séð  þetta blogg  svo  ég verð líklegast að skrifa út allt heila klabbið sem þú ert búin að skrifa  og lúslesa.

Langar að læra meira um þessi mál.  Fann þig á kommenti hjá Erlingi og bætti við athugsemdina þína smávegis.  Ég hef talið Björn Bjarnason heiðarlegan, en spyr bara um þína skoðun á þessu.  Er hann það? Og ef þú tekur að hann sé það ekki, þá hvað gerði hann til að vera það ekki?

Og hvað stendur AK 72 fyrir?

Kalla sjálfur mitt blogg "huldumenn" til heiðurs þeim sem ég myndi vilja taka upp á rassgatinu, þá sömu og eru að ræna þjóðina öllu sem hægt er að komast yfir. Þeir sem stýra "Ríkisstjórninni"..

Þú ert búin að gefa mér alveg splúnkunýja hugmynd sem ég ætla ekki að fara nánar út í hér. Takk fyrir þá hjálp alla vega, að laga "kompásinn" minn!

Óskar Arnórsson, 14.4.2008 kl. 14:19

3 Smámynd: AK-72

Heill og sæll Óskar,

ef þú vilt fræðast talsvert um dómararáðningar og hugleiðingar í kringum það, þá bendi ég á bloggvin minn Þarfagreini sem hefur skrifað margar athyglisverðar færslur um það.

Varðandi Björn Bjarnason þá hef ég verið þeirra skoðanar síðustu ár að hann sé orðinn gerspilltur af valdi eftir Davíðsárin sem ráðherra. Ég mat hann eitt sinn og er enn á þeirri skoðun að hann hafi veirð góður menntamálaráðherra en svo er eins og allt byrji að hrynja niður á hans bæ upp úr 2004. Dómararáðningarnar tvær þar sem crony-isminn er láttin ráða og frænda Davíðs og briddsfélaga troðið inn í Hæstarétt, gerðu það eitt að veikja tiltrú fólks á og efast um heilindi dómara. Svo byrjar Baugs-málið og sú ballaða, engu til sparað en mun mikilvægari mál látin sitja á hakanum eins og stærsta þjófnaðarmál Íslandssögunnar: olíusamráðið, og jafnvel vísvítandi klúðrað. Þegar þáttur Davíðs-klíkunnar kom svo í ljós þá varð ég sannfærður um að það allt teygði sig inn í dómsmálaráðuneytið líka og yfirstjórn lögreglunnar. Hvað hefur svo komð á daginn? Þeir sem sáu um ofsóknir lögreglunnar á hendur Baugi, fengu svo góðar stöður eftir á og í snarhasti skorið niður fjármagn til efnahagsbortadeildar nýverið.  Svo er spurningin hversu langt niður þessi spilling nær en Björn Bjarnason virðist vera meir í mun að viðhalda 412 milljón króna tindátaleik og leyniþjónustu eða "greiningardeild", heldur en að tryggja öryggi borgaranna og að lögreglan geti gætt öryggis og haft upp á stórglæpamönnum hvort sem það eru fíkniefnakóngar eða olíusamráðsmenn.

Svo kemur þessi dómararáðning á syni Davíðs en strákurinn hafði sótt einu sinni um áður og þá réð Björn hann ekki, vegna þess að hann var talinn sá alvanhæfasti og reynslulausasti umsækjandi þá en ég held að raunverulega ástæðan væri sú að það var stutt í kosningar. Þá taldi Björn sig ekki vanhæfan til að fjalla um umsókn aðstoðarmanns síns en allt það breyttist nú, Björn gaf honum meðmæli og skellti því málinu í hendurnar á Árna Matt. sem var ætlað að ráða Steina og finna svo afsökun eftir á fyrir því, ef fólk skyldi taka eftir þessu í jólaösinni.

Ak-72 setndur svo fyrir fyrstu stafina í for- og millinafni og fæðingarár. 

AK-72, 14.4.2008 kl. 19:53

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk fyrir gagnlegar upplýsingar. Áhugavert það sem ég er búin að lesa hingað til. Það er margt sem passar inn í það sem ég er að gera. Ég hef gaman af að pússla saman aðferðafræði sem glæpamenn nota til að sjá hvort ég hafi rétt fyrir mér...

Óskar Arnórsson, 15.4.2008 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband