8.6.2008 | 13:46
Hatursáróðurstæknin Sköpun óvinar
Í síðustu færslu minni þá hugleiddi ég aðeins fordóma Íslendinga í garð múslima, nokkuð sem virtist fara í taugarnar á sumu fólki því í stað þess að ræða það, byrjuðu þessir aðilar að skella inn upphrópunum og hatursáróðri í garð múslima. Líkt og ég sagði þar þá var þetta allt saman kunnuglegt í augum áhugamanns um seinni heimstrjöldina og Helförina, áróðurstækninni sem Göbbels fullkomnaði ásamt Streicher og fleirum, beitt enn á ný og byggir á áróðurstækni sem kallast Sköpun óvinar, sem hefur verið beitt í gegnum aldirnar þegar kemur að stríðum en einnig frá tímum nasista í hatursáróðri og má þar t.d. nefna Rúanda og Bosníustríðið sem góð dæmi um notkun þessarar áróðurstækni.
En hver er þessi áróðurstækni og markmið hennar? Markmið hennar er fyrst og fremst að taka fyrir eitthvað ákveðið mengi fólks, hvort sem það byggist á þjóðerni, trú eða öðrum þáttum, og gera það ómennskt í augum þorra almennings svo það sé réttlætanlegt að fara fram með mismunun eða ofbeldi og í verstu tilfellunum útrýmingarherferð.
Til að skapa þennan óvin í huga fólks, þá er hamrað á nokkrum skilaboðum aftur og aftur þar til fólk byrjar að trúa því og fer að líta á fólkið með fyrirlitngu og loks hatri sem gerir þeim sem prédika svo, kleyft að beita því fólki til voðaverka gegn "óvininum".
Í stuttu máli þá eru skilaboðin þessi:
- Óvinurinn er öðruvísi en við-Hamrað er á þessu með tilvísiunum um ólíkan menningarheim, ólíkan hugsunarhátt eða ólíkan kynþátt, sem gerir þá óhæfa til sambýlis við aðra. Þegar fólk byrjar að trúa þessu, þá er auðveldara að sía inn fleiri skilaboð um "vonsku óvinarins".
- Óvinurinn er alillur frá örófi alda og verður alltaf illur-Hamrað er á þessu oft á tíðum með tilvitinum í söguna, reynt er að tengja t.d. ofsatrú og voðaverk við allan hópinn sem á að herja á, og sú mynd dregin upp að þeir séu djöfullegir í öllu er þeir taka sér fyrir hendur. Ekki er gert ráð fyrir á engan hátt að í þeim leynist gott og að hópurinn sé allur eins og illskan erfist milli kynslóða.
- Óvinurinn hefur ollið okkur miska áður-Allt er tínt til þegar kemur að þessu, bæði sönn atvik og upplogin þar sem mengið sem skilgreinir "óvininn", er orsök þessara óhæfuverka sem eru hryðjuverk, styrjaldir, barnaníð og allt sem er ógeðfellt. Tilgangur þessara skilaboða er að framkalla fornarlambstilfinningu og reiði hjá fólki í garð "óvinarins". Þannig getur það fundið hjá sér réttlætistilfinningu þegar það beitir "óvininn" rangindum eða ofbeldi, það er að hefna sín fyrir óhæfu hinna.
- Óvinurinn hefur djöfulleg áform um óhæfuverk í okkar garð í nánustu framtíð-Þessi skilaboð berast í beinu framhaldi af fórnarlambstilfinningunni sem réttlæting á óhæfurverkum, það er einungis verið að stöðva áform "óvinarins" sem geta verið margvísileg og allt frá skipulögðum áformum um að yfirtaka lönd með barnafjölgun og gera þjóðina þar með að minnihluta í eigin landi til skipulagðra glæpa, hryðjuverka eða styrjalda gegn "fórnarlömbum óvinarins".
- Við erum miklu göfugari en óvinurinn og eigum allt gott skilið sem óvinurinn ætlar sér að taka frá okkur-Þetta eru mikilvæg skilaboð sem spila oft á tíðum inn á þjóðerniskennd og upphafningu hópsins sem áróðrinum er ætlað að ná til. Ætlunin með þessum skilaboðum er ekki aðiens að upphefja fólkið heldur einnig gera óvininn að slíkri ógn, að óhæfuverk framin gegn honum eru ekki illverk heldur nauðsyn til að "vernda hina göfugu siðmenningu okkar" sem "óvinurinn" í illsku sinni stefnir að eyðileggingu á og hefur komist upp með hingað til vegna "umburðarlyndi og göfugmennsku okkar".
- Óvinurinn er sameinaður gegn okkur svo við verðum að vera sameinuð einnig. Allir þeir sem reyna að koma í veg fyrir þá sameining, eru verkfæri óvinarins-Þarna er verið að þjappa hópnum saman í baráttunni en einnig sem er mjög mikilvægt í þessum skilaboðum, að allir þeir sem dirfast að mótmæla eða efast um hina algjöru illsku "óvinarins" eru allt frá því að vera kallaðir nytsamir sakleysingjar eða naivisitar til þess að vera svikarar við þjóð, kynþátt, trúna eða annan faktor sem hinn sameinaði hópur "okkar" fellur undir.
- Þetta er lokauppjgörið og ef við losnum við óvninn þá bíða okkar betri dagar-Í flestum öllum hatursáróðri þá má sjá þessi skilaboð koma fram fyrr eða síðar, og í margskonar formi allt frá því að hagur fólks vænkist um leið og hópurinn hverfur frá landinu til þess að geryeða þurfi honum. Hamrað er á að "óvinurinn" sé heilagri krossferð eða stríð gegn okkur svo dæmi sé nefnt, og þetta geti orðið okkar síðasta tækifæri til að stöðva "óvininn", annars líði "siðmenning okkar "undir lok.
Það er vert að hafa þessa hatursáróðurstækni í huga þegar talað er um hvað hinn eða þessi hópur séu slæmir samfélaginu, og spyrja sig hvort verið sé að kynda undir andúð í garð þessa hóps. Að sama skapi þá verðum við að gera ákveðna kröfu til okkar sjálfra, að vera gagnrýninn á hvað er verið að matreiða ofan í okkar og í hvaða tilgangi, sérstkalega þegar offlæði upplýsinga réttra og rangra, finnst á veraldarvefnum. Þar má finna allskonar hatursáróðurs, misvel falinn og misvel gerðan, sem ætlað er til að skapa fordóma og hatur. Varast verður svo að draga ályktanir og alhæfingar um hópa út frá gjörðum örfárra og gæta sín að glepjast ekki af hatursáróðrinum þó hann hljómi sannfærandi í eyrum fólks vegna einmitt gjörða smábrots af hópnum sem verið að "demonisera".
Studdi mig við þessa stórgóðu grein við skrifin en einnig má benda fólki sem vill lesa sér meira til um þessa tækni, að það má finna nokkrar ágætis grenar um þetta og bækur þar sem hatursáróðurinn er krufinn með sögulegum dæmum. Að lokum bendi ég á að kíkja á þetta stórgóða vefsvæði þar sem áróður nasista er varðveittur og mæli með að renna yfir áróður gegn gyðingum og hafa Sköpun óvinar í huga.
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
- don
- soleys
- tharfagreinir
- sigurgeirorri
- neddi
- smali
- omnis
- nanna
- baldurkr
- siggi-hrellir
- gorgeir
- paul
- geimveran
- skari60
- semaspeaks
- vest1
- thj41
- gudrunlilja
- zeriaph
- siggisig
- gudbjorng
- svatli
- athena
- ace
- ragnarb
- einarolafsson
- amadeus
- brell
- thorsaari
- tbs
- vilhjalmurarnason
- patent
- jennystefania
- drum
- folkerfifl
- larahanna
- ragnar73
- hildurhelgas
- ladyelin
- sigurduringi
- sij
- hedinnb
- valgeirskagfjord
- hehau
- baldvinj
- jonarnarson
- olinathorv
- saemi7
- agustg
- ingaragna
- liljaskaft
- astajonsdottir
- reisubokkristinar
- lehamzdr
- sparki
- malacai
- leifur
- evaice
- gus
- tryggvigunnarhansen
- kjarri
- vistarband
- fun
- einari
- spurs
- annaeinars
- gattin
- kaffistofuumraedan
- launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta eer góð samantekt. Var einmitt í gærkvöldi að ræða við manneskju sem er dottin ofan í bókina Islamister og Naivister. Allt sem kom fram í umræðunni stemmdi við punktana þína. Sumir Danir (og Vilhjálmur Örn) eru á fullu að kynna hin djöfullegu áform „Íslamista“. Þeir halda því fram að 3,3% dana muni innan 20 ára klára að kollvarpa dönskum huggulegheitum. Frjálslyndi flokkurinn okkar er dálítið svag fyrir þessum stefnum, en þeir þora ekki lang að sinni.
Hjálmtýr V Heiðdal, 8.6.2008 kl. 14:26
Þetta er mjög áhugaverð og vel framsett grein. Kudos.
Sóley Björk Stefánsdóttir, 8.6.2008 kl. 15:15
Góð grein og þörf. kv. B
Baldur Kristjánsson, 8.6.2008 kl. 19:59
Sko kallinn. Þetta er bara skrambi góð grein hjá þér. Ég kíkti á hina þekktu áróðursmynd nasista "Der ewige Jude" og ég skil ótta þinn betur eftir að hafa horft á hana.
Á hinn bóginn breytir þetta á engan hátt þeirri skoðun minni að íslam sé helstefna, að Múhameð var illmenni og íslam hefur ekkert gott fram að færa til vesturlandabúa.
Baldur. Ég vil minna á spurningu mína frá síðasta þræði. Telur þú að Múhameð hafi verið spámaður Jehóva og að opinberanirnar birti vilja hans?
marco (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 20:31
Ak-72 Það sem þú ert að benda á er orðið mikilvægari þáttur í styrjöldum heldur en stríðin sjálf. Aðferðirnar eru líka lymskulegar og áður en maður veit af sýra ósannindin tilfinningar fólks. Þá og aðeins þá er stríðið unnið. - Takk fyrir þessa frábæru samantekt.
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.6.2008 kl. 21:01
Gott kvöld ak72 aka ss. Ég ætla nú ekki að eyða miklum tíma í þig minn kæri og ég veit líka að þú ert greinilega stór hrifinn af mínum skrifum inn við beinið. Ég læt því nægja aö kvóta hérna eitt ástarljóðið hans Mó, Sendiboða til vantrúaðra. Fyrst hann Svanur G, Múslími er mættur á svæðið þá veit ég að hann segir öllum að ég sé að taka þetta fagra ljóð úr samhengi og snú út úr því, enda sé engin leið að skilja hvað það þýðir nema kunna Arabísku, því hún sé svo fagurt mál og dulrænt.
Heimsyfirráð, imperialism.
Berjist þangað til allir dýrka Allah.
Kóran. Kaflinn um þýfið. 008:039. Og berjist (qaatiloohum) við þá þangað til að engin ringulreið, óregla eða nauðung (skurðagoðadýrkun eða vantrú á Allah) ríkir lengur, og það ríkir réttlæti (Íslam og Sharía lög) og trú eingöngu og allsstaðar á Allah;
Skýringar:8:39 m30
Maður á að berjast þangað til ekki eru lengur til nein freisting(vantrú) lengur(Íslam og sharía lög ríki.).
Allt sem ekki er í samræmi við Islam skal eyðileggjast.
Skúli Skúlason
Sk. Sk. (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 21:35
Og þar fengum við gott sýnishorn :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.6.2008 kl. 21:44
Gott að þér líkar tilvitnunin Svanur Múslími.
Hvernig er það með þig ertu eitthvað farinn að slappast? ætlarðu ekki að tala neitt um sögulegt samhengi og fegurðina í arabískunni?
Ég treysti á að þú haldir fjörinu gangandi í nótt.
Sk. Sk. (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 22:08
AK-72 - "Frábið mér svo alla kommenta með tilvitnunum í trúarrit þar sem verið er að beita þessu áróðurstrixi sem ég minntist á ,með að taka orð úr trúarritum til að demonisera alla þá sem tilheyra þeim."
Hér seturðu leikreglu eina. Vertu nú samkvæmur sjálfum þér og svaraðu ekki kommenti no. 7 frá Skúla. Verð sjálfur að gera hlé á heimsókn minni á þinn vef og fylgisveini þínum, Svani. Kem síðar inn einhvern næstu daga.
Með kveðju trúfrelsingjans, fordómalausa.
Sigurður Rósant, 8.6.2008 kl. 22:09
Fólk ætlar seint að læra af sögunni. Það sem greinarhöfundur er að benda á að það sem er gert við múslima núorðið er mjög áþekkt því sem gert var við gyðinga á sínum tíma. Nasistar og aðrir voru mjög iðnir við að vitna til að mynda í Talmud, og sýna fram á með því hversu illir allir gyðingar eru, hvernig þeir fyrirlíta þá sem ekki eru gyðingar, og svo framvegis.
Hér er fróðleg lesning um það allt saman:
http://en.wikipedia.org/wiki/Talmud#External_accusations
Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að viðvaranir af þessu tagi munu í flestum tilfellum falla á dauf eyru. Eins og ég segi, þá reynist sumum erfitt að læra af sögunni.
Þarfagreinir, 8.6.2008 kl. 22:44
Gott kvöld þarfagreinir. Já, það er ákaflega erfitt að læra af 1400 ára sögu íslamskra krossferða (Jihad).
Síðustu afrek trúar friðarins Íslams:
Íslamskir hryðjuverkamenn hafa framið meir en 11.226 banvæn hryðjuverk frá 11. september 2001. Sjá http://www.thereligionofpeace.com
Tilvitnun í Kóranin - ástarljóð til heiðingjanna nr. 009:005.
Sk. Sk (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 22:56
Helförin og áóður nasista koma þessum umræðum um íslam ekkert við. Fjölgi múslímum til muna í Evrópu er aftur á móti leiðin greið fyrir brúnu pestina.
Af hverju ættu vesturlönd að búa til vandamál sem óhjákvæmilega koma upp ef framandi og ásælinn menningarheimur eins og íslam er, nær of miklum styrk?
Hinn íslamski heimur nær yfir óheyrilegt landssvæði sem er auðugt af auðlindum og náttúrugæðum þar á meðal sjálf vagga siðmenningarinnar.
Ég held að múslimar séu óafvitandi að flýja afleiðingar íslams en bera því miður þessa brjáluðu hugmyndafræði með sér.
marco (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 23:13
Þú talar um sögu islamskra krossferða, Skúli. Hvað þá með krossferðir Evrópubúa gegn hinum islamska heimi? Gerðist það aldrei? Er frekari ástæða til að setja samhengi milli múslimskra krossferða (og hér máttu annars koma með heimildir) og nútímans, en kristilegra krossferða og nútímans? Ef svo er, af hverju?
Hryðjuverk múslima eru auðvitað skelfileg og viðurstyggileg, en segja þau alla söguna um múslima í heild sinni? Er nóg að benda á hryðjuverkin og Kóranversin til að færa 'sönnur' á eitthvað allsherjar samsæri múslima, og að þeir séu allir meira og minna vondir menn?
Svo vil ég líka endilega fá tölur yfir hryðjuverk múslima í Vesturlöndum síðan 11. september 2001. Er ekki aðalhættan fólgin í þeim?
macro ... auðvitað kemur það umræðum um Islam/múslima við þegar reynt er að benda á fordæmi í sögunni þar sem einn hópur átti að vera gríðarleg ógn gagnvart Evrópu, og kynt markvisst undir ótta og totryggni í hans garð. Nasistar sögðu mjög svipaða hluti um gyðinga og margir segja nú um múslima, þannig að ég vona að mér sé fyrirgefið þó ég sjái þarna ákveðið samhengi á milli. Ég er ekki að væna þá sem tala svona um múslima um að hafa endilega sömu hvatir og nasistar höfðu á sínum tíma, heldur bara að vara eindregið við því til hvers svona málflutningur og hugarfar getur leitt. Jújú - þið getið vitnað í Kóranvers fram í rauðan dauðann ... en það breytir því ekki að þið eruð að dæma stóran hóp manna út frá trú þeirra eingöngu.
Varðandi yfirráð múslima yfir landsvæðum og auðlindum, þá hafa Vesturveldin (þá aðallega Bandaríkin) nú verið dugleg við að leggja islömsk lönd undir sig, þannig að það stendur nú allt saman hugsanlega til bóta.
Nú síðast berast fréttir af af því að ríkisstjórn BNA beitir þá írösku kúgunum í því skyni að fá samþykktan 'samning' sem færir Bandaríkjunum nánast fullkomin hernaðarleg yfirráð yfir Írak, um ókomna framtíð.
http://www.independent.co.uk/news/world/middle-east/us-issues-threat-to-iraqs-50bn-foreign-reserves-in-military-deal-841407.html
Annars ... vagga siðmenningarinnar ... er þá ekki venjulega átt við Mesópótamíu, sem nú er einmitt (að stórum hluta) Írak? Yfir hverju hafa menn áhyggjur, fyrst þetta er allt komið undir trygga stjórn Bush og félaga um ókomna tíð?
Afganistan er svo auðvitað í svipaðri stöðu.
Íran á síðan að vera næst.
Persónulega hef ég reyndar mestar áhyggjur af því að þessi móðursýkislega hernaðarstefna (sem er auðvitað líka drifin áfram af hreinræktuðum hagsmunum Vesturveldana - þau þurfa jú tryggan aðgang að olíu) geri nú ekkert sérstaklega mikið til að auka álit múslima á hinum Vestræna heimi ...
Þarfagreinir, 8.6.2008 kl. 23:43
Nei sko. Allt Bandaríkjunum og vesturlöndum að kenna.
Hefurðu komið í kokteilinn þann
er kaninn á vellinum býður......
Það er útbreidd skoðun meðal múslima að helförin hafi ekki átt sér stað heldur séu "helv.. júðarnir" að nota sér þessa lygi og blekkingu til að halda niðri trúbræðrunum í Palestínu. Í íslömskum áróðri finnur þú sömu tuggurnar og í áróðri nasista. Gyðingar eru pest sem ráða öllum peningamálum, eru með Bandaríkin í vasanum og stýra öllum fjölmiðlum og skemmtanabransanum. Þarna hittir nú kannski skrattinn ömmu sína.
Bættur sé skaðinn þó álit múslima á vesturlöndum skaðist. Þeir halda sér þá vonandi í ríkara mæli heima.
marco (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 23:56
Svo má líka bæta því við að kristnir menn hafa í gegnum söguna oftar en ekki farið fram með ofbeldi og kúgun, og talið nauðsynlegt að kristna þá með sverðinu í annarri og biblíuna í hinni. Stærstu dæmin eru auðvitað Ameríka og Afríka, þar sem innfæddum var slátrað miskunnarlaust og þeir hnepptir í þrældóm, oftar en ekki með þeim rökum að þeir væru óæðri heiðingjar. Mörg fleiri dæmi má síðan finna um herskáa trúboða. Nærtækt dæmi er Ólafur digri Haraldsson, Noregskonungur, sem breiddi út kristna trú með ofbeldi. Honum er ágætlega lýst í Gerplu nafna míns Laxness.
Á miðöldum var síðan, sem kunnugt er, fólk oftar en ekki pyntað og jafnvel brennt á báli í nafni kristinnar trúar. Fleiri dæmi mætti taka, en þetta er kannski nóg í bili.
Segir þetta ekki bara allt sem segja þarf um kristna trú (fyrir trega skal tekið fram að hér er á ferð svonefnd kaldhæðni)?
Ég spyr aftur, og árétta - af hverju eru dæmi sögunnar svona marktæk þegar kemur að Islam, en ekki kristni?
Þarfagreinir, 8.6.2008 kl. 23:59
Já, rétt er það, því miður, macro, að álit margra múslima á gyðingum er slæmt, og er þá vægt til orða tekið. Ekki það að maður ætli að afsaka það neitt - en framganga Ísraelsmanna og stuðningur Vesturveldanna við þá hefur lítið gert til að bæta þar úr.
Mannskepnunni virðist vera einstaklega eðlislægt að draga aðra í dilka og búa sér til óvini úr heilu hópunum. Dæmi sögunnar eru mýmörg, en þau eiga það að mínu mati allt sammerkt að aldrei nokkurn tímann hefur verið vitræn innistæða fyrir þeim.
Þú segir að vonandi verður slæmt álit múslima á Vesturveldunum til þess að þeir haldi sig heima ... ég veit ekki hvort ég get deilt þeirri von með þér. Frekar myndi ég þá halda að hinir bitrustu meðal þeirra væru líklegri en ella til að koma hingað til að fremja hér hryðjuverk.
Máske er ég bara bölvaður naívisti, en ég tel viðhorf hins Vestræna heims til Islams vera komin á hættulega braut.
Þarfagreinir, 9.6.2008 kl. 00:04
Þetta er færsla sem ég hafði beðið eftir að sjá einhvers staðar á þessu guðsvolaða moggabloggi(þ.e.a.s. bloggsvæðinu í heild sinni, alls ekki þessari tilteknu síðu). Það er eiginlega hálfskammarlegt hvað upplýstir(a.m.k. skilgreina sig það) Vesturlandarbúar að Íslendingum meðtöldum gleypa við þessum hatursáróðri án þess að spyrja nokkurra spurninga. Skammarlegt.
Nú bíð ég bara eftir mannvitssléttum sem byrja að ásaka mig um að verja "Íslam".
Kristján Hrannar Pálsson, 9.6.2008 kl. 00:08
Nú er ég í einhverju maníukasti ... þið verðið að afsaka.
Vildi bara koma því á framværi við þig, Skúli, fyrst ég er að ræða við þig, að mér blöskraði það að mbl skuli hafa lokað á þig, og þú hefur alla mína samúð og stuðning vegna þess. Menn leysa ekkert með því að loka á það sem manni mislíkar. Frjáls skoðanaskipti er eina leiðin til að fá botn í hlutina.
Þarfagreinir, 9.6.2008 kl. 00:08
Þarfagreinir. Dæmin sem þú nefnir um kristnina eru orðin ansi gömul. Hvað varðar afríku og ameríku þá má halda því fram að kirkjan hafi verið eini málssvari hinna innfæddu gegn taumlausri græðgi nýlendukúgarana. Þetta á nú sjálfsagt við um íslam líka einhversstaðar í sögunni.
Kristnu löndin hafa lagt gríðarlegan skerf til framfara í vísindum, tækni og listum svo eitthvað sé nefnt. Svar hins íslamska heims var að nappa núllinu frá Indverjum og brenna ekki verk Aristótelesar og Platóns á MIÐÖLDUM. Framfarir Vesturlanda eru kannski ekki kristninni að þakka en hnignun og stöðnun íslamska heimsins er örugglega að stórum hluta íslam að kenna.
marco (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 00:38
Virkilega flott grein hjá þér AK.
Efni sem þarf virkilega að taka á í þessu "upplýsinga"-samfélagi okkar.
Nú er farið að tala um að það sé ekki lengur nóg að vera læs á hefðbundinn hátt, þ.e. að geta lesið texta. Þess í stað er farið að tala um allavega tegundir læsi og þar á meðal miðlalæsi.
Eitt af því sem fólk þarf að geta gert til að geta talist læst er að kunna að greina á milli hvað er áróður og hvað er fróðleikur. Besta leiðin til þess er að greina öll boð sem við fáum áður en við flokkum þau. Fréttir, kvikmyndir, bækur, blogg... allt þurfum við að greina með það í huga fyrst og fremst hver sendir þessi boð og hvers vegna !
Upplýsingar um kosti og galla gosdrykks eru þannig mismunandi eftir því hvort um er að ræða auglýsingu eða ritgerð í næringafræði. Þannig verðum við að læra að greina og flokka efni frá öllum þeim miðlum sem ásækja okkur dag eftir dag. Ef við getum það ekki þá breytir litlu hvort við getum púslað saman stöfum í orð og sagst vera læs... við verðum samt fáfróð og einföld.
Geimveran
Geimveran, 9.6.2008 kl. 01:31
Allt rétt sem segir í pistlinum, að mínu áliti.
Og það sem sjá hefur mátt í umræðunni varðandi muslima/islam smellpassar alveg inní hefðbundna propagandataktík.
Það getur samt oft verið erfitt að átta sig á slíku akkúrat á þeim tíma þegar það er að gerast. Stundum þarf smá fjarlæð til að sjá línurnar og aðaldrættina.
Einnig ef fólk fer að spekulera í þessu, þá auðvitað verður allt mun flóknara. Veruleikinn verður ekki sáraeinfaldur og þægilegur: Við vs Þeir o.s.frv.
Gæti jafnvel leitt til þess að fólk þyrfti að hugsa rosalega mikið. Það tekur tíma. Vesen og etv. erfitt á stundum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.6.2008 kl. 02:09
Óvinurinn er nú þegar búin að láta banna svínakjöt í Austurbæjarskóla.. og það er bara byrjunin.
Úr landi með alla þessa sandnegra, Múslimar og gyðingar ERU að slást um OKKAR land.
Dís (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 03:27
Þetta er stórathyglisverð umræða. Án þess að mæla bót illvirkjum kristninnar má benda á að krossferðirnar, galdrabrennurnar, ofbeldistrúboð Ólafs digra og spænski rannsóknarrétturinn eru hundgömul fyrirbrigði og fólk núorðið aðeins betur að sér í framkomu við náungann þótt enn vanti mikið upp á. Það er hverjum manni ljóst sem vill sjá að síonistar (gyðingar) í Ísrael eru að fremja nákvæmlega sömu helfarar-grimmdarverk og nasistar unnu á gyðingum á sínum tíma. Gyðingar telja araba versta af öllu vondu og eru í því studdir af vesturveldunum sem plöntuðu gyðingum á land Palestínumanna undir 1950 sem aldrei skyldi verið hafa. Svo ætla gyðingar að ráða því hvort Palestínumenn megi stofna sitt eigið ríki í sínu eigin landi! Það er bara eitt vandamál fyrir botni Miðjarðarhafsins og það vandamál heitir gyðingar. Þetta vandamál þarf að fjarlægja (senda það til USA) því það mun aldrei verða friður þar sem þessi hrokakynþáttur holar sér niður. Og þar sem enginn munur er á kúk og skít ætti fólk að sjá sambærilegan hroka hjá múslímum þar sem þeirra guð er hafinn yfir allt og alla með öllum tiltækum ráðum hversu svívirðileg sem þau eru. Þetta eru auðvitað ekkert annað en útsendarar andskotans eins og svo margir heilagir mannhundar sem villa á sér heimildir innan kristninnar.
corvus corax, 9.6.2008 kl. 09:22
Góðan daginn góðir Lesarar og skrifarar. Vona að þið hafið mig afsakaðan en ég hef þann vana að fara að sofa um miðnætti og vakna fyrir átta til að sinna morgunverkum og þess vegna er ég nokkuð seinn á ferð til að svara ýmsum atriðum sem beint var að mér.
Frá bloggsíðustjóranum honum AK-72 hef ég þau fyrirmæli að ég megi ekki ,,flæða" síðuna hans og því síður megi ég nota lagalegar tilvitnanir í Kóraninn sem er pólitískur grundvöllur og skýring þess hvernig Múslímar haga sér. Ég mun ekki ,,flæða" síðuna hans en kemst ekki hjá því að brjóta seinna boðorðið þar sem þar er um grundvöllinn að Íslam og íslamsri pólitík að ræða, nánar um það hér: http://blogg.visir.is/hermdarverk/2008/05/30/hi%c3%b0-stjornmalalega-islam-i-hluti/#comments
Skúli Skúlason
Sk. Sk. (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 10:46
Færsla nr. 14
Þarfagreinir: ,,Þú talar um sögu islamskra krossferða, Skúli. Hvað þá með krossferðir Evrópubúa gegn hinum islamska heimi? Gerðist það aldrei? Er frekari ástæða til að setja samhengi milli múslimskra krossferða (og hér máttu annars koma með heimildir) og nútímans, en kristilegra krossferða og nútímans? Ef svo er, af hverju?“
SK. Krossferðir Kristinna manna voru farnar til að endurheimta hertekið land frá Aröbum. Þær stóðu í um 2000 ár. Því miður er þetta land ennþá í höndum Araba og reikningarnir því óuppgerðir. Það er til nóg af heimildum fyrir þessu. Bækur Roberts Spencers hjá Jihad Watch fjalla meðal annars um þetta mál á mjög nákvæman hátt. Um herferðir og þjóðarmorð Múslíma í Persíu og Indlandi geturðu lesið á stöð sem heitir ,,Wolfgang Bruno.“ Þar er ókeypis lesefni til niðurhals af endalausum frásögnum um þessi efni.
Þarfagreinir: ,,Hryðjuverk múslima eru auðvitað skelfileg og viðurstyggileg, en segja þau alla söguna um múslima í heild sinni? Er nóg að benda á hryðjuverkin og Kóranversin til að færa 'sönnur' á eitthvað allsherjar samsæri múslima, og að þeir séu allir meira og minna vondir menn?“
SK. Það er varasamt að vera að setja alla Múslíma undir sama hatt. Því að fjöldinn allur af þeim vill lifa í friði og veit einu sinni ekki hvað stendur í Kóraninum. Fjöldinn allur af þeim vill segja skilið við þessa illu íslömsku lög, en er haldið í gíslingu óttans, hótað lífláti ef þeir hafni Íslam og jafnvel ættingjum hótað öllu illu.
Þarfagreinir: ,,Svo vil ég líka endilega fá tölur yfir hryðjuverk múslima í Vesturlöndum síðan 11. september 2001. Er ekki aðalhættan fólgin í þeim?“
Sk. Þú verður að lesa færslu nr. 12 aftur svarið er þar: Íslamskir hryðjuverkamenn hafa framið meir en 11.226 banvæn hryðjuverk frá 11. september 2001. Sjá http://www.thereligionofpeace.com
Tilvitnun í Kóranin - ástarljóð til heiðingjanna nr. 009:005.
Skúli Skúlason
Sk. Sk. (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 11:01
Leiðrétting á færslu 26:
Krossferðir Kristinna manna til Miðausturlanda stóðu í 200 ár en ekki 2000 ár. Ég biðst afsökunar á þessum mistökum
Sk. Sk. (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 11:09
Nokkrir skrifarar hafa hnýtt í Kristni, Gyðingdóminn, Ísrsaelsmenn, Bandaríkjamenn osfrv. Á hefðbundinn hátt en við þá vil ég segja þetta:
Flest fólk gerir hitt og þetta, venjulega til að komast yfir auð, lönd og völd. Til þess eru notaðar ýmsar átyllur. Af slíkum átyllum er nóg í íslömskum fræðum, en lítið í Nýja Testamentinu ef nokkuð.
Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvort barist er í Írak um völd Allah eða aðstreymi olíunnar til Vesturlanda. Ef til vill hvoru tveggja.
Það er ofureinföldun að kenna Bandaríkjunum og Ísrael um ræfildóminn og ógnarstjórnina í Múslímaparadísunum. Bandaríkjamenn hafa aðeins verið á svæðinu í innan við 100 ár eða síðan þeir fóru ásamt Bretum að þróa olíuiðnaðinn. Hið stjórnmálalega og fasiska stjórnkerfi Íslams er vandamálið, hvernig sem menn velta því fyrir sér og reyna að búa til alls konar reykhulur, með því að tala um allt annað, t.d. einhverjar ávirðingar Kristinna manna eða Gyðinga. Hryðjuverk Íslams hafa staðið látlaust í 1400 ár allt frá dögum Múhameðs Sendiboða, en hann var boðandi og fyrirmynd Múslíma og er ljós þeirra og fyrirmynd til dagsins í dag, hvað sem hver segir um það mál. ÞAÐ ER STAÐREYNDIN. Því fyrr sem fólk áttar sig á þessu og viðurkennir þennan hörmulega sannleika, því fyrr verður hægt að fást við vandamálið.
Og að lokum þessi ástaróður Múhameðs Sendiboða til heiðingjanna:
Surah 5, “BORÐBÚNAÐURINN” frá Medina 628-629.
Hand og fótastýfing.
005:033. Drepið þá, sem hefja ófrið í landinu og berjast gegn Allah og Postula (Múhameð) hans, krossfestið þá eða afhöggvið hönd eða fót í kross eða vísið þeim úr landinu. Þetta verður skömm þeirra í þessum heimi. Í eftirlífinu verður refsingin enn stórfenglegri
Skýringar:005:033 m22
Villimannlegar aðgerðir, krossfestingar og handa- og fótahöggningar.
Sku. Sk. (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 11:33
Skúli: Þú virðist ekki gera þér grein fyrir tilgangsleysi þess að breiða úr sér á athugasemdaþræðinum með tilvitnanir í Múhameð. Við gætum alveg eins haldið uppi rifrildi milli Hómerskviða og Gilgamesh ævintýrisins með því að keppast um að finna ljótustu kvótin - slíkar hártoganir skila engu nema að fá staðfestingu á því sem allir vita nú þegar - að það eru lítil takmörk yfir ljóta/vafasama hluti í trúarritum sem menn skýla sér bak við. Hvernig væri nú frekar að svara punktum greinarinnar efnislega,
Kristján Hrannar Pálsson, 9.6.2008 kl. 13:31
*bætt við*
...punktum greinarinnar efnislega, t.d. með samanburð við Talmúd áróður nasista o.fl.?
Kristján Hrannar Pálsson, 9.6.2008 kl. 13:32
"Flest fólk gerir hitt og þetta, venjulega til að komast yfir auð, lönd og völd. Til þess eru notaðar ýmsar átyllur. Af slíkum átyllum er nóg í íslömskum fræðum, en lítið í Nýja Testamentinu ef nokkuð."
Mjög viturleg orð, verð ég að segja. Þú ert rökfastur og hófstilltur í þínum málflutningi, miðað við allt of marga aðra, Skúli.
En hvað með átyllurnar í Gamla testamentinu? Eru þær ekki einhverjar?
Þarfagreinir, 9.6.2008 kl. 13:48
Kristján:
Það sem Skúli er að gera er langt frá því að vera tilgangslaust.
Með hverju einasta kommenti þá sýnir hann fram á nákvæmlega það sem Aggi er að segja með bloggfærslunni.
Hvort það sé nákvæmlega það sem hann ætlar sér að gera er svo allt önnur spurning.
Jesús Kristur (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 13:52
Þannig að öll gagnrýni á íslam og múslima heyrir undir helfararáróður?
marco (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 14:09
marco:
Nei, ekki öll.
"Gagnrýnin" hans Skúla er það hins vegar svo sannarlega.
Jesús Kristur (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 14:26
SS minnir mig stundum pínulítið á þennan:
http://www.youtube.com/watch?v=WXZbIGJrDkg
(Tekið skal fram að M. hefur afneitað kallinum núna.)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.6.2008 kl. 14:34
Hvað má þá gagnrýna? Litinn á burkunum, hnútana á snörunum, sniðið á umskurðinum?
marco (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 15:03
Takk fyrir samantektina, fróðlegt og athyglisvert. Það er einnig fróðlegt að sjá stöku athugasemdir hér, sem eru með til að undirstrika orð þín.
Sveinn Atli Gunnarsson, 9.6.2008 kl. 15:11
Þarfagreinir í 31. Færslunni.
,, En hvað með átyllurnar í Gamla testamentinu? Eru þær ekki einhverjar?“
SK. Ég lít ekki á GT sem trúarrit mitt heldur NT, hinn nýja boðskap Jesús Krists til okkar mannanna. Líttu á færsluna hans Aðalbjörns Leifssonar 7.6.2008. Hann segir meðal annars:
,, Faðirinn skapaði himinn og jörð og hvíldist, því hann var búinn með sitt verk og hvíld laugardagsins varð til. Sonurinn kom og kláraði verkið uppfyllti allt og afnam lögmálið, hann var krossfestur ásamt skuldabréfinu sem og ákvæðum þess sem þjökuðu oss segir Páll. Núna í dag erum við í hvíld Guðs. Ég þarf ekki milligangara til að komast inn í hið allraheilagasta, Jesús hefur opnað aðgang að Föðurnum. Ég hvílist í návist hans, ég er nefnilega réttlættur fyrir trú.“
Þetta er færslunúmerið og þar geturðu lesið alla færsluna. Ég hygg að hún segi allt sem segja þarf.
http://www.adalbjornleifsson.blog.is/blog/adalbjornleifsson/entry/562015/#comments
Hér er dæmigerður mismunur á boðskap Kóransins og NT:
KÆRLEIKSBOÐSKAPUR KRISTS:
,,Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim sem ofsækja yður."
Jesús í Matt.: 5:44.
STRÍÐSÆSINGAR ALLAH/MÚHAMEÐS:
,,Búðu þig undir átök við óvininn (trúleysingjana=þá, sem ekki trúa á Allah og Sendiboðann) af öllum þínum mætti og afli, með stríðsvélum og tólum, skelfdu hjörtu óvina Allah og þinna óvina (fylgjenda Íslams) auk annarra, sem þú veist ef til vill ekki um en Allah veit um. Allt sem þér leggið að mörkum fyrir hagsmuni Allah og Múhameðs, skal endurgoldið. (í þessu lífi með Þýfi eða því næsta í Paradís)."
Skúli Skúlason
Sku. Sku. (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 15:29
Jesús Kristur í færslu 32 og 34., Ómar Bjarki í færslu 35
Ég get lítið við því gert þó þið viljið búa í undraveröld Lísu eða íslenskum álfheimum ásamt honum AK-72. Það eina sem ég get gert til að hjálpa álfakóngum eins og ykkur er að reyna að draga ykkur inn í raunheiminn og horfast í augu við hinn Íslamska Veruleika áður en hann gleypir ykkur með húð og hári. Danir eru nú komnir bókstaflega í stofufangelsi í eigin landi og þróunin í Vestur Evrópu er öll í þá átti.
Kristján Hrannar í færslu 29 og 30. Ég held að þú áttir þig ekki á því að Íslam er meir en trúarrit 1 milljarðs manna hann er LÖGBÓK ÞEIRRA. Hómerskviða og Gilgamesh eru ekki í þeim flokki.
S. Skú.. (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 15:46
Við skulum reyna að vera jákvæð. Það er einn góður punktur í þessum skrifum Skúla. Það er síðasti punkturinn á eftir síðasta orðinu í síðustu málsgreininni í síðustu færslu hans.
Svanur Gísli Þorkelsson, 9.6.2008 kl. 17:03
Svanur Múslími, láttu ekki svona, enga öfund.
Sk... Sk.... (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 17:23
Þegar ég lít yfir athugasemdir hér, þá standa að mörgu leyti athugasemdir Skúla upp úr en ekki endilega á þann hátt sem hann óskar eftir. Í stað þess smella þær eins og flís við Sköpun óvinar-áróðursfræðina, bæði það sem stendur hér og einni í fyrri færslu minni þar sem hann talaði um heimsvaldastefnu múslima sem hljómar alltaf í mínum eyrum á svipaðan hátt og orð naista um zionistana sem stefndu að heimsyfirráðum. Einnig má sjá ýmislegt sem smellpassar við eins og t.d. "hryðjuverk íslams hafa staðið yfir í 1400 ár og múhammeð fyrirmyndin að því(óvinurinn hefur olliið okkur miska í fortíðinni og alillur.), innlegg 38 þar sem vitnað er í jesús annarsvegar og svo þar strax undir sérvalin grein úr Kóraninum(Við erum göfugri en óvinurinn, illska hans er algjör) og margt fleira hægt að týna til. Áhugavert að sjá hann einnig vitna til Roberts Spencers á Jihad watch en sú síða hefur veirð flokkuð sem hate site af ýmsum aðilum.
En nóg um SKúla, enda snýst ekki þetta blogg um hann þó hann e.t.v. óski þess og gefi okkur góð dæmi um notkun hatursáróðurs. Marco kemur með ágætan punkt hérna, að í áróðri íslamista finnist sömu tuggurnar og í áróðri nasista EN þetta eru einnig sömu tuggur og eru bornar á borð fyrir okkur af hatursáróðurmönnum um múslima og því er nauðsynlegt að kynna sér þessar klisjur og hvernig þær geta eitrað huga fólks og varast þær, sérstaklega þar sem er ofgnótt af efni á netinu sem m.a. eru einfaldlega áróður, misvel sett upp.
Ef menn hafa svo lesið greinina sem ég vann þetta að mestu leyti upp úr, þá má sjá mýmörg dæmi þar með útskýringum á notkun, ekki bara frá Helför nasista þar sem þeir töluðu um heimsvaldastefnu gyðinga og að Talmudinn sagði þeim að gjöra illt, heldur einnig hvernig Hútúar kynntu undir hatrið í garð Tútsa og svo Serbar í garð Múslima og Króata. Auk þess má finna fleiri dæmi ef menn nenna að leggjast í smá söguskoðun hér og þar yfir heiminn. Sköpun óvinar hefur þó alltaf einhverskonar ofbeldistakmark gegn hópnum að lokum þó menn forðist í flestum tilfellum að tala skýrt um það fyrr en þeir eru fullvissir um það að jarðvegurinn sé orðinn nógu góður fyrir lokalausnir á vandaálum hvort sem það sé "ný krossferð til hreinsunar" eða "því fyrr verður hægt að fást við vandamálið."
En múslimar eru greinilega ekki það eina sem er hatað enn í dag því miðað við sumar athugasemdir m.a. frá Dís sem að mig minnir rétt tengist eitthvað Combat 18 eða álíka viðrini, að gyðingafordómar eru enn ríkjandi í dag. Þar komum við einmitt inná það nákævmlega sama og með múslimana, gjörðir ríkistjórnar Ísraels og öfgamanna sem þar stjórna, eru notaðar til að stimpla alla gyðinga sem vonda.
Að lokum í bili, þá eftir umræður við matarborð í gær, þá tékkaði ég aðeins á Nýja testamentinu og bingó, eftir stuttan lestur, var búið að finna tilvitinun um Jesús sem er vel hægt að taka úr samhengi og nota sem dæmi um illsku Jesús og áhgangenda hans. Sá svo þar að auki sérstaka bloggfærslu um mig í gær þar sem ég var orðinn einn af óvinunum, handbendi múslima í að breiða út heimsvaldastefnu þeirra. Játa að ég hló dátt þá og hafði soldið gaman af, sérstaklega þar sem ég er greinilega orðinn einn af þeim sem reynir að koma í veg fyrir sameiningu gegn"óvininum" og því orðinn verkfæri hans. Að sjálfsögðu var ég kallaður naiviisti þar að auki, gaman að því.
Nog í bili, reyni að tækla meir síðar.
AK-72, 9.6.2008 kl. 17:26
Heill og sæll, Hippókrates.
Fyrir það fyrsta þá þarf ég að leiðrétta þig því ég hef áður sagt frá mínum skoðunum á öfgamönnum sem við báðir deilum. Býst þó við að það hafi farið framhjá þér enda alls ekki hægt að ætlast til að menn sjái hvern einasta komment(nema þeir séu að stalka fólk). Ég hef ímugust á öfgamönnum af öllu tagi en mér hefur þótt annarsvegar fókusinn vera eingöngu á íslamistana sem hefur færst hjá ansi mörgum yfir í alhæfingar um alla múslima og steypa sér út í umræðuna á þann hátt með frösum eins og "múslimar geta ekki aðlagast neinsstaðar, þeir berja konurnar sínar, allt saman hryðjuverkamenn" o.sv.frv. Að sama skapi geri ég mér fullkomlega grein fyrir því að það eru ekki allir sem hafa áhyggjur af öfga-múslimum fordómafullir og ekki get ég séð það á þessu innlegg þínu og ég kannast við þetta viðhorf Íranans sem þú lýsir, bara af kynnum mínum við múslimum. Ætla svo að taka fram að ég á góða vini sem deila einnig áhyggjum þínum af öfgamúslimum og við rökræðum hlutina og ekki get ég sagt neitt að þeir séu einhverjir fordómafullir einstaklingar miðað við þær rökræður.
En snúum okkur aðeins að afstöðu minni sem þú kallar naivisma. Annarsvegar finnst mér að það þurfi að mótmæla alhæfingunum um múslima og þegar fordómar eru greinilega að gerjast, byggðir á áróðri og alhæfingum vegna frétta í skyndibitaformi því annarsvegar er oft á tíðum umræðan svo neikvæð og ógeðfelld, að manni blöskrar og menn ganga fram af svo mikilli heift að yfirleitt særir það saklaust fólk sem á að bera ábyrgð á öllum illverkum trúbræðra sinna og ekki hlustað á það sem þeir segja, heldur reynt frekar að vanvirða það sem er þeim heilagt á allan máta ásamt hefðbundnu skítkasti. Gott dæmi um það eru sumir sem tjá sig gegn Saliman Tamini sem hefur sagt hreint út að öfgamenn sem noti trúna til að réttlæta óhæfuverk séu hreinlega glæpamenn en fær í staðinn skítkast um hvað hann og hans trú sé vond. Trú byggist einfaldlega á manneskjunni og hvað hún tekur til sín sem gildi
En þá í framhaldi komum við að öðru sem mér finnst persónulega mjög mikilvægt í allri þessari umræðu. Vegna þessarar ofuráherslu á hvað öfgamúslimar séru vondir sem smitast oft út í nokkurskonar "moral superiority" hjá sumum gagnvart íslamska heiminum, þá gleymast öfgamennirnir hér á Vesturlöndum sem nýta sér þennan meðbyr gegn múslimum til að fá til sín fylgismenn í gegnum hatursáróður. Hinn vestræni heimur virðist oft á tíðum líta framhjá viljandi eða óviljandi, og gripði er til að þeir hafi málfrelsi og leyfist því að segja hvað sem er á meðan sami skíturinn í öðrum pakkningum sem kallast öfgaklerkar múslima, fá þvílíka hneykslun og heimtaðar aðgerðir gegn þeim eingöngu. En hvað með hina vestræna öfgamenn? Ber ekki að taka á þeim á sama máta og verið er að heimta að tekið sé á öfgamúslimum? Þarna finnst mér liggja ákveðinn vandi einnig því við verðum að taka á okkar öfgamönnum og hatursöflum um leið, bæði til þess að hindra almennann uppgang öfgamanna báðum megin og svo til að sýna þeim hófsömu múslimum, að við, hinir vestrænu, förum ekki í manngreiningarálit þegar kemur að slíkum öfgaskít. Þar liggur hugur minn að vekja athygli á, hvort sem það hafi náð að komast til skila áður eður ei og einnig að ég tel ekki það bera neinn árangur að vera með hroka, fordóma og sífelldar árásir i garð múslima, ef við ætlum að hindra uppgang öfgamanna þeim megin. Fyrir það fyrsta, þá verða menn að ná til hinna hófsamari og friðsælli í stað þess að hrekja þá upp í fangið á öfgamönnunum sem bjóða þeim vernd og réttlæti frá "vondu Vesturlandabúunum". Þannig ná glæpamenn og öfgamenn völdum, spila inn á fólk sem finnst því vera utanvelta í samfélaginu vegna fordóma, óréttætis og annara huta.
Voandi skýrir þetta eitthvað mína afstöðu. Ég er svo alveg til í að taka alvöru rökræður með útgangspunkti í formi bloggfærslu, um hvernig skal reyna að hrinda uppgang öfgamanna o.fl. í þeim dúr.
AK-72, 9.6.2008 kl. 21:13
P.S. Smátterí í viðbót fyrst ég er í stuði. Öfgaöfl í Evrópu sem yfirleitt koma upp úr grunni fasískra hreyfinga og stjórnmálaafla, jafnvle flokka sem voru bandamenn nasista í WW2, hafa verið í uppsveiflu í Evrópu og má m.a. benda á Vlaad Beljing(eða hvað sá flokkur heitir) í Belgíu og Norður-Bandalagið á Ítalíu sem er komið í stjórn. Svo vill ég bæta við með Ítalíu að um daginn var ég að lesa grein um hryðjvuerkasamtök sem er ekki talað um í vestrænum fjölmiðlum nema í litlum mæli. Það eru kristin hryðjuverkasamtök á Ítalíu sem hafa staðið fyrir sprengjuherferðum í moskum og árásum á múslima en lítið fjallað um. Maður veltir fyrir sér iennig í framhaldi af því, hvað annað er ekki okkur sagt í vestrænum fjölmiðlum sem velja og hafna hvað við eigum að frétta.
P.S.S. Þú mátt svo alveg kalla mig naivista ef þú vilt, mér er skítsama.
AK-72, 9.6.2008 kl. 21:24
Minn Kæri Aki-72,
Mér finnst þú vera sæmilega veruleikafirrtur í þínum málflutningi. Ekkert að Marka Jihad Watch og hann Robert Spencer af því að einhverjir (áreyðanlega Múslímar) segja að hann sé með hatursáróður. Raunar er hann harður gagnrýnandi á hinu pólitíska Íslam. Það er sennilega heldur ekkert að marka skýrslurnar á http://www.thereligionofpeace.com með daglegar frásagnir af vígaferlum Múslíma. Sennilega er ekkert að marka hvað fyrrverandi Múslímar frá Íran skrifa á http://www.news.faithfreedom.org.
Innleggsgreinin þín er á allan hátt það loðin út og suður að það er hægt að heimfæra allt á hana frá upphafi til enda og því opin í báða enda. Enda hafa sálufélagar þínir kunnað að notfæra sér alla möguleika í þeim leik og alveg sannfærðir um gæðastuðululinn á því sem þú heldur fram.
Þitt vandamál er að þú afgreiðir ekki raunveruleikamál á þennan hátt. Þú eins og svo oft áður í þínum málflutningi gefur þér upp forsendur að eigin óskhyggju og spinnur svo endalausan lopann út frá því. Ekki ósvipað þeim kúnstum sem hann DoctorE leikur oft á tíðum. Útkoman eins og ávalt er marklaus steypa að hætti AK-72. Þessar listir hefurðu leikið hvað eftir annað bæði á eigin síðu og síðum annarra.
Nei Aki minn, á meðan þú getur ekki horfst í augu við raunveruleika dagsins í dag og hann er einfaldlega yfirlýst heimstyrjöld ákveðins hóps Múslíma gegn öllum öðrum þá ertu lítt marktækur. Það þarf karlmann til að horfast í augu við staðreyndir lífsins og hinn Íslamska veruleika, en þú og þó nokkrir sálufélagar þínir eru engir menn til að gera það, eins og sést hér ofar á þræðinum.
Fólk getur auðvitað hagað sér eins og strúturinn og stungið höfðinu niður í sandinn þegar hættu ber að höndum, en það leysir ekki vandamálið og það fer ekki í burtu af sjálfsdáðum.
Reyndu nú að púsla þessu inn í innleggsgreinina þína.
Skúli Skúlason
Sk. + Sk. (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 21:30
Það er ekki það sama að gagnrýna hugmyndafræði og manneskjur. Ég þekki múslima frá mörgum löndum og finnst þeir vera frábært fólk, en samt þykir mér hugmyndafræðin Íslam vera ofbeldisfull og bera ekki umburðarlyndi gagnvart öðru fólki. En að vera að halda því fram að allir þeir sem telji sig vera múslima séu morðingjar og vitleysingjar er fásinna.
Sigurður Árnason, 9.6.2008 kl. 21:41
Skuli; Hvers vegna ræðstu alltaf að persónu manna sem eru þér ekki sammála?
Er "málstaðurinn" svona veikur? Málfar þitt og meiningar eru svo ataðar rökvillum að það væri hægt að nota þessa texta til að kenna hvernig á ekki að skrifa í rökræðu. - Jafnvel þótt ég sé ekki sammála þér um neitt, ratast þér satt orð á munn þegar þú loks viðurkennir að veruleikinn er
"...yfirlýst heimstyrjöld ákveðins hóps Múslíma gegn öllum öðrum.."
Um þetta hefur enginn deilt og um aðferðir þessa hóps m.a. fjallar grein AK-72.
PS.
Hvernig gengur annars að breiða út fagnaðarerindið á nýja staðnum?
Svanur Gísli Þorkelsson, 9.6.2008 kl. 21:49
Brúna og rauða pestin þ.e. fasismi og kommúnismi eru hjóm eitt hjá grænu pestinni, þ.e. islam. Nái íslam of miklum tökum á samfélagi þá verður ekki aftur snúið.
marco (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 21:50
Baldur. Ég vil minna á spurningu mína frá síðasta þræði. Telur þú að Múhameð hafi verið spámaður Jehóva og að opinberanirnar birti vilja hans?
marco (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 22:07
Nei það tel ég ekki. Ekki reyna að leika neinn Sókrates! kv. B
Baldur Kristjánsson, 9.6.2008 kl. 22:17
Hippókrates: Aðeins að kommenta meir út á þessi orð þín:"Þú beinir hins vegar athyglinni frá grundvallarmuninum á fordæmingu öfgamanna og friðelskandi múslima með andstöðu þinni á skrifum Skúla m.a. Þessi færsla þín beinir athyglinni frá því sem menn óttast og meginatriðinu, öfgum."
Ég er nú ekki sammála þessu og tel þurfa að útskýra betur. 'Eg tel Skúla sem slíkan vera samksonar öfgamann og múslimsku klerkana sem hann notar í prédikunum sínum um vonsku múslima. Sami áróðurinn og sama fræðin liggur á bak við, þ.e. ofangreind aðferðarfræði í áróðri sem ég fjallaði um í þessu bloggi. Alls staðar þar sem öfgaöfl af einvherju tagi ásælast völd, þá beita þeir þessari áróðurstækni gegn fókus-punktinum sem þeir nota til að ná til fólks hvort sem það eru öfgamúsimar, nasistar, öfgakristnir o.fl. Ef menn ætla að berjast gegn öfgum, þá verða þeir að þekkja einnig og hafa heyrt af hvernig þessari áróðurstaktík sem og öðrum, er beitt gegn mengi fólks og einng hvernig verið er að hafa áhrif á það fólk og hvaða forsendur fær það til að gleypa við áróðrinum. Ef við þekkjum ekki áróðurinn sem er beitt og leyfum áróðri af því að ná tökum á fólki okkar megin, þá stefnir það í alveg sömu átt og við þykjumst vera að berjast gegn: þ.e. við leyfum öfgaöflunum okkar megin að ná tökum.
Svo eru margir fleiiri faktorar sem spila yfirleitt inn í uppgang öfga-afla en bara áróður: þjóðfélagsaðstæður, stríð, ýmiskonar hörmungar, spillingaröfl o.fl. sem gefa öfgamönnum færi á að nýta sér. Ég held t.d. að þessi "samningur" Bush-stjornarinnar sem Þarfagreinir minnist á hér frekar snemma, sé eingöngu til þess fallinn til að annarsvegar að auka enn á óanægju og hatur írasks almennings í garð Bandaríkjamanna og svo hisnvegar nýtist hann fullkomlega öfgamönnunum sem segja:"Sko, sögðum við ekki? Þeir höfðu engan áhuga á að frelsa ykkur, þeir vildu bara stela landinu okkar og reyna að kúga okkur"
AK-72, 9.6.2008 kl. 22:21
Eitt enn, Hippókrates. Þu talar um að það sé óþarfi að blanda vestrænum öfgamönnum inn í umræðu um íslamista en ég tel svo ekki vera. Ástæðan er fyrst og fremst sú að báðir þessi eru fyrir það fyrsta sami skítur í mismunandi pakkningum og svo í öðru lagi, er að báðir notfæra sér illverk hinna sér til framdráttar og fylgisaukningar.
AK-72, 9.6.2008 kl. 22:26
Æi, Skúli, þakka þér fyrir þessi fögru og hlýju orð um mig sem fá mig til að heillast algjörlega og játast þínum málstað. Eitt verð ég þó að spyrja og treysti á að maður sem hefur svona sterkar skoðanir og mikla vitneskju um þetta mikla alheimsvandamál, hvaða lausnir hann hafi og hvort hann sé með einhverja endanlega lausn á múslima-vandamálinu sem hann vill deila með okkur? Ég hef bara hreinlega enga trú á að Skúli geti ekki komið með svörin fyrir okkur, maðurinn er svo víðsýnn spekúlant.
AK-72, 9.6.2008 kl. 22:35
Takk fyrir Baldur!
Nú hefur þú sagt að kristni og íslam snúist um sama guðinn þ.e. Jehóva.
Er Múhameð þá ekki falsspámaður?
Hvað áttu við með Sókrates-kommentinu?
marco (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 22:54
Marco, Það er enginn spámaður í sínu heimalandi nema... Múhameð :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 9.6.2008 kl. 23:29
Hippókrates,
kristnir öfgamenn eru hluti af vandanum, og eiga því heima í þessari umræðu.
Þeir græða á andúð fólks í garð múslima, þeir vilja heilagt stríð. Þeir eru að bíða eftir
heimsenda og endurkomu krists. Að mínu viti á ekki að sýna öfgafólki neitt umburðarlyndi
sama hverju þeir trúa, því þeir sína hinum hógværu ekki sömu kurteisi.
Herbert (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 09:02
Spot on Hippókrates!!
marco (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 09:39
Góðan daginn herrar mínir lesarar og skrifarar.
FRAMKOMA ÍSLAMISTA Á VESTURLÖNDUM.
Hann Ak-72 hefur eytt miklu púðri í mín skrif en forðast eins og heitan eldinn að ræða neitt efnislega í þeim, heldur einbeitir sér að því að koma því sem ég segi inn í púzzluverk sitt hérna efst á þræðinum. Hann hefur engar áhyggjur af framkomu Íslamska Klerkaveldisins á Vesturlöndum og þjóna þeirra, þar sem þeir krefja Vestræn samfélög um að aðlagast að Íslam og hafna aðlögun að Vestrænum gildum, jafnframt því sem þeir blóðsjúga velferðarkerfi viðkomandi þjóða af bestu list og svo sannarlega angrar siðferðismat þeirra þá ekki í þeirri framgöngu.
HIÐ TVÖFALDA SIÐFERÐI Í ÍSLAM.
Hvernig á góðhjartað, velviljað og grandalaust fólk á Vesturlöndum að vara sig á hinu tvöfalda siðferði í Íslam. Var okkur nokkurn tíman kennt neitt því líkt í skólum. Var okkur nokkur tíman sagt frá hinu íslamska ,,Jihad“ hugtaki. Var hið pólitíska Íslam nokkurn tíma kynnt fyrir okkur, eðli þess og gildi? Nei, ég man ekkert eftir því.
Hvar fellur hið tvöfalda siðferði Íslam inn í púzzluspil Ak-72. Væntanlega sýnir hann okkur það hér síðar í dag. En þangað til langar mig að kynna fyrir ykkur góðir lesendur grunn hugmyndir í íslamskri siðferðiskennd.
SIÐFERÐISKENND ÍSLAMISTA
Það merkilega við Íslam er að tvær gagnstæðar staðhæfingar um sama efni, eru taldar sannar vegna þess að staðhæfingarnar komu frá Allah. Tökum sem dæmi: Í Mekka-Kóraninum í kaflanum um Kúna málsgrein 256 (002:256) stendur: ,,Engum skal þröngvað til Trúar.“ Í Medína-Kóraninum í kaflanum um Þýfið málsgrein 39 (008:039) stendur hins vegar þver öfug staðhæfing: ,,Berjist við heiðingjana þangað til allir dýrka Allah.“ Þessi tvöfalda boðun hefur skapað mikinn misskilning á Vesturlöndum og einnig meðal Múslíma. Spurningin hvor fullyrðingin er rétt eða eru þær báðar réttar eins og Íslam segir, og nýttar eftir ytri aðstæðum. Sú fyrri nýtt þegar Múslímar eru fáliðaðir í gestgjafasamfélaginu en sú síðari þegar þeir eru nægilega fjölmennir til þess að hefja vopnaða árás á gestgjafana og gera blóðuga byltingu og valdarán eins og boðað er í Kóran 008:039.
Það er fullt af svona mótsögnum og firrum í Kóraninum. Vestrænir menn notast hins vegar við einfalt siðgæði í höfuð atriðum. Eina alls herjar reglu sem gildir fyrir alla. Í augum hins vestræna manns er önnur staðhæfingin röng of tveim mótsögnum. Staðhæfingin er annað hvort rétt eða röng.
AK-72 Þú spyrð mig um hver mín ábending sé eða hvað skuli gera.
Númer eitt er að læra að þekkja (andstæðinginn, Sun Zhe kínverskur hershöfðingi uppi um 200 árum f.kr. í ,,Art of War“) þann sem vill ræna af þér borgararéttinum, þjóðerni, eignum þínum og fjölskyldu. Hvernig fer maður að því? Jú, þú lærir í þessu tilviki um hið stjórnmálalega Íslam og ,,Jihad“ hugtakið. Þar ertu komin með þá þekkingu sem þú þarft til að meðhöndla vandamálið.
Skúli Skúlason
Sku.....Sku..... (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 10:49
Skúli:
Gott og vel....og hvernig viltu svo "meðhöndla vandamálið" ?
Jesús Kristur (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 10:55
Upphafsgreinin er afar athyglisverð. Einkum vegna þess að eftir nokkur málefnanleg komment þá vakti umræðan af blundi nákvæmlega sömu öfl og hún fjallar um. Virðast þar fyrst og fremst vera á ferðini Íslamafóbar sem mikið fer fyrir í bloggheimum. Ég leyfi mér að efast um að þessir menn hafi nokkru sinni kynnst manni sem aðhyllist Islam, þ.e. trúir á Guð samkvæmt boðun Múhameðs spámanns. En menn þessir fljúga lágt á vængjum fávisku og hræðslu í stað þess að svífa í hásölum vinda á sterkum vængjum fullvissu og kærleika.
Sá sem er sterkur í trú sinni er heill og treystir Guði sínum. Hann ber því engan kala til þeirra sem trúa á annan hátt því að trú hans er heil og kærleikur hans fölskvalaus. Sá sem efast um Guð sinn, óttast um málstað sinn og leggur því fæð og hatur á þá sem hann telur að trúi öðru og kunni að hafa rétt fyrir sér. Hann lítur á önnur trúarbrögð sem óvinveitt vegna þess hve hann efast um sína eigin stöðu.
Ég legg til að menn stilli sig í umfjöllun um önnur trúarbrögð en sín eigin og sýni sjálfum sér þá virðingu að tala frekar um það sem þeir sjálfir þekkja. Þegar öllu er á botnin hvolft hefur fólk meiri áhuga á að kynnast þekkingu manna heldur en skoðunum þeirra.
Hreiðar Eiríksson (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 11:04
Hreiðar. Þvílíkur þvættingur!
marco (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 11:36
Frábær grein og athugasemdirnar sanna hvert orð sem þar stendur.
Að lokum mjög góður punktur hjá Hreiðari
Páll Postuli (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 11:57
Hippókrates,
Hvað er t.d. Bush annað en öfgu-kristin þegar hann segir hluti eins og að hann trúi að hann sé að vinna verk Guðs með að ráðast inn í Írak? Yfirlíst stefna var að troða lýðræði og "frelsi" ofan í kokið á þeim með góðu eða illu, í jesú nafni amen. (Þó að það sé að koma í ljós núna reyndar að innrásin er einhverskonar nýlendustefna þeirra BNA manna) Og hverjar eru afleiðingarnar? Andúð hógværa múslima á vesturlandabúum hefur aukist, og þeir hlaupa í fangið á vitleysingjunum og áður en þeir vita af eru þeir komnir með sprengjubelti fyrir sig og sína.
Orsök afleiðing.
Öfgamenn báðu megin vilja heilagt stríð. Og öfgamenn hér á vesturlöndum er að takast að æsa venjulegt fólk upp í einhverja vitleysu. Það sama er að gerast hjá múslimunum. Gott dæmi er vesenið út af þessu blessuðu teikningum. Þar högnuðust bæði öfgaöflin, múslimar segja þeir niðulægja okkur og trú okkar (drepum þá alla), þeir hérna megin segja þeir ráðast á grundvallar gildi okkar (drepum þá alla). Allir græða nema náttúrulega við, hógværa "venjulega" fólkið.
Herbert (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 12:56
Írakstríðið er þvæla. Þó Saddam hafi verið óþverri þá hélt hann þó íslamistaandstyggðinni niðri.
Einhversstaðar sá ég skrifað af einhverjum Dhimmitrúðanna að múslimar í Danmörku væru "aðeins" 3,3% þjóðarinnar. Hvað var hlutfallið fyrir 10 árum eða 20 árum. Það er vöxturinn sem skiptir máli. 3,3% er heldur ekki lítið. Á íslenskum skala myndi það gera u.þ.b. 10.000 manns. (Ég má ekki til þess hugsa!)
marco (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 13:22
Jesús Kristur í færslu 64. ,, Gott og vel....og hvernig viltu svo "meðhöndla vandamálið" ?“
Kynntu þér fyrst hið pólitíska íslam og ræddu málin svo.
Slóðin er þessi og það eru 6 þættir sem fjalla um málið: http://blogg.visir.is/hermdarverk/2008/05/30/hi%c3%b0-stjornmalalega-islam-i-hluti/
Svanur Gísli í færslu 49.
Farðu á þessa slóð og hún ætti að svara fyrirspurn þinni: http://www.iceblog.org/entry.php?w=hrydjuverk&e_id=58
Hreiðar í færslu nr. 65.: ,, Ég legg til að menn stilli sig í umfjöllun um önnur trúarbrögð en sín eigin og sýni sjálfum sér þá virðingu að tala frekar um það sem þeir sjálfir þekkja. Þegar öllu er á botnin hvolft hefur fólk meiri áhuga á að kynnast þekkingu manna heldur en skoðunum þeirra..“
Já, átti fólk bara ekki að stilla sig í Frakklandi þegar brenndir voru fyrir þeim 1500 bílar og halda sér saman. Áttu Hollendingar bara ekki að halda sér saman og stilla sig þegar Theo Van Gogh var skorinn á háls. Áttu Danir ekki bara að halda sér á mottunni þegar enginn listamaður þorði að skreyta barnabók um líf Múhameðs. Eiga Svíar bara ekki að halda sér saman nú þegar þeir geta ekki einu sinni komist inn í viss hverfi í Malmö með sjúkrabíla án þess að lögreglubílar fylgi með. Eiga Frakkar bara ekki að halda sér saman þegar lögregla þeirra kemst ekki inn í hverfi í París nema í brynvörðum bílum. Eiga Bretar bara ekki að halda sér saman eftir að rúmir 50 manns voru drepnir í samgöngukerfinu og um 1000 særðir. Eiga Spánverjar bara ekki að halda sér saman eftir að Íslamistar drápu um 200 manns og limlestu um 2000 í fjórum eða fimm lestarsprengingum í Madrid. Átti Americaninn ekki bara að halda sér á mottunni þegar 3000 manns var drepinn á einu bretti í Tvíburaturnunum. (Sem betur fer hafði Amerikaninn vit og kjark til þess að tukta liðið til í Afganistan og Írak og mættu taka klerkaveldið í Íran í gegn sem fyrst mín vegna.)
Já, Hreiðar hefurðu ekki góð sambönd við Íslamistana, viltu ekki vera svo vinsamlegur að sjá til þess að þeir stilli sig. Mér sýnist þörfin vera þeim megin á stillingu. Mæli með lesefni fyrir þig: ,,Biedermann og Brennuvargarnir“ tilvalin hugvekja.
Sk....Sk. (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 14:28
Ég hef sjaldan lesið aðra eins upptalningu. Ég skil vel af hverju Sk...Sk leggur ekki nafn sitt við málflutning sinn. Glæpir þeir sem Sk...Sk. telur upp eru vissulega svívirðilegir. Annað sem hann telur upp er hreinn uppspuni þótt hann geri þar engan greinarmun. En ekkert af þessu stafar frá einhverjum trúarbrögðum. Ekki frekar en glæpir, sem aðrir fremja, tengist trúarbrögðum sem þeir aðhyllast. Við Íslendingar höfum t.d. ekki farið varhluta af glæpum presta, biskupa og sjálfsskipaðra erindisbera Krists en ekkert af þessum málum varpar inn minnsta skugga á kristna trú.
Þessi Sk...Sk. segir mig hafa einhver sambönd við eitthvað sem hann kallar Islamista (fyrirbæri sem er reyndar ekki til). Það er að því leiti rétt að ég hef farið víða um ævi mína og kynnst mörgu fólki af mismundandi trúarbrögðum. Eru þar bæði kaþólskir, mótmælendur, grískir og rússneskir rétttrúnaðarmenn og konur, búddístar, gyðingar og múhameðstrúarmenn. Allt þetta fólk á það sameiginlegt að vera miklir vinir mínir og enginn þeirra hefur framið ódæðisverk, hvorki gegn mér eða öðrum.
Ég ítreka fyrri ummæli mín um að ég hef almennt meiri áhuga á þekkingu og reynslu, heldur en skoðunum. Það er auðvelt að hafa skoðun, sérstaklega ef maður gerir litlar kröfur til þekkingarlegs grunns þeirra, en öllu meira virði er að hafa reynslu.
Hreiðar (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 14:38
Skúli:
Þér ferst að tala um að fara í kringum hlutina.
Ég er búinn að lesa þessar greinar þínar. Ég er að spyrja ÞIG hvað ÞÚ vilt gera í þessu vandamáli.
Af hverju geturðu ekki svarað því beint út?
Jesús Kristur (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 14:44
Nasistatrickið notað eina ferðina enn til að þagga niður gagngrýni á Islam.
Alexander Kristófer Gústafsson, 10.6.2008 kl. 15:03
Það er fyndið að fólk heldur að gagngrýni á Islam sé eins áróður og nasistanir notuðu til að útrýma gyðingum. Sýnir hvað pc lýðurinn er veruleikafyrtur
Alexander Kristófer Gústafsson, 10.6.2008 kl. 15:08
Skúli hefur greinilega meiri þekkingu á íslam en þú, hann týnir upp raunverulega reynslupunkta í samskiptum íslams við vesturlönd á undanförnum árum. Á þessu tvennu byggir hann skoðanir sínar. Vegna þessa er síðasta komment þitt broslegt.
Þínar skoðanir eru bara tillært pc-bull án gagnrýnnar hugsunar.
marco (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 19:13
Síðasta komment var ætlað Hreiðari.
Að bera saman gyðinga og múslima er þeim síðarnefndu ekki hagfellt. Margir af fremstu vísinda og listamönnum vesturlanda voru og eru gyðingar. Íslam hefur afturþróað menningu landa sinna og orðið til þess að einhver elstu menningarsvæði heimsins eru þriðja heims ríki í dag.
Vesturlönd hafa ekkert með íslam að gera og eiga að halda þessum vágesti frá af öllum mætti.
marco (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 19:21
"marco" þessi er greinilega villtur líkt og Sk...Sk. sem "marco" kallar "Skúla". "Samskipti íslams við vesturlönd" eru engin. Íslam er samheiti yfir nokkrar trúarhreyfingar. Meðal átrúenda þeirra, líkt og allra annarra trúarbragða, eru glæpa- og ofbeldismenn. Sumir þeirra nota eða misnota þessa trú með því að fremja óhæfuverk í nafni hennar. Það hefur hins vegar ekkert með trúnna sjálfa að gera. Alveg á sama hátt hafa menn á Vesturlöndum hunsað lýðræðislegar leikreglur og grundvallarmannréttindi í þeim tilgangi að "breiða út lýðræði og virðingu fyrir mannréttindum". Þeir hafa því líka misnotað hugmyndafræði og réttlætt með henni ofbeldisverk sín.
Ég hef ekki séð neinn hérna bera saman gyðinga og múslima. Enda er það ekki hægt. Ekkert eitt er sameiginlegt með gyðingum, annað en trú þeirra, og þeir eru eins mismunandi og þeir sem aðhyllast önnur trúarbrögð eða engin. Sama á við um múslima.
Einhver sagði mér að "greind" þýddi hæfileikann til að greina sundur viðfangsefni og halda þeim aðgreinum í umfjöllun. Það þarf því greind til að skilja að Íslam og ofbeldisverk er ekki það sama. En "greind" er ekki öllum gefin og sumir þurfa að þróa hana með sér.
Sk...Sk. hefur semsagt talið upp nokkur ofbeldisverk sem framin hafa verið í heiminum að undanförnu en sleppt þeim stærstu, mannskæðustu og alvarlegustu af því að það þjónar ekki skoðunum hans. Síðan tengir hann þessi ofbeldisverk við einhver stærstu trúarbrögð í heiminum. Varla hægt að kalla þetta vandaðan málflutning frekar en ef einhver segði að ofbeldisverk á Íslandi væru öll Þjóðkirkjunni að kenna. Það væri ótrúlega bjánaleg staðhæfing og einnig eru staðhæfingar Sk...Sk. það.
Hreiðar (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 19:55
Gott kvöld Hreiðar,
Því í ósköpunum þarf fólk eins og þú að birtast hérna á þræðinum og hafa ekkert annað en firrur og staðleysur fram að færa. Þú líkir saman Þjóðkirkjunni og Íslam. Veistu ekkert um hvað Íslam snýst maður? Hefurðu aldrei lesið 8. og 9. kafla Kóransins, veistu nákvæmlega ekkert um hvað Jihad er.
Ef dæma má af færslu þinni nr. 78 þá mundi ég gefa þér algjört núll í þekkingu á Íslam og tengsl þess við ofbeldisverk. Vil ég benda þér á að fara inn á http://www.iceblog.org.is/?w=hrydjuverk og lesa þér til áður en þú ferð að opinbera vanþekkingu þína á málefninu frekar. Eins og þú skrifar núna, þá ertu einfaldlega markleysingi í þessum málaflokk. Vonandi ertu betur að þér í öðrum málefnum og ættir því að halda þig við þau.
Skúli Skúlason
Sk...Sk... (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 20:23
Hreiðar. Auðvitað hefur enginn ykkar dhimmi-trúðanna borið saman gyðinga og múslima, það myndi eingöngu veikja málstað ykkar.
Hins vegar finnst ykkur styrkjandi að bera saman neikvæða umfjöllun um íslam sem byggð er á staðreyndum um trúna og verk hennar annars vegar og síðan helför gyðinga hins vegar. Helförin kemur þessari umræðu ekkert við og það er skammarlegt að nefna hana í sambandi við hana.
Samskipti íslams og vesturlanda eru engin segir þú. Hvers konar bull er þetta?
Skilgreing viðmælanda þíns á greind er mjög þröng. Auðvitað sjá allir að íslam og ofbeldisverk eru ekki það sama. Alveg eins og nasisminn og helförin eru ekki það sama.
Ofbeldisverkin sem Sk. nefnir eru framin af múslimum í nafni spámannsins undir herópinu Allah akbar! Það þarf "yfirburðagreind" til að sjá ekki samhengi milli þeirra og íslams.
Þú segir að ég sé villtur. Þó vonandi ekki kynvilltur því þá mættu vinir vina þinna bregða snöru íslams um háls mér og hengja mig að boði spámannsins og aftur hrópa Allah akbar en það kæmi auðvitað íslam ekkert við.
marco (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 20:51
AK-72 - "......Helförina, áróðurstækninni sem Göbbels fullkomnaði ásamt Streicher og fleirum, beitt enn á ný og byggir á áróðurstækni sem kallast Sköpun óvinar, sem hefur verið beitt í gegnum aldirnar þegar kemur að stríðum en einnig frá tímum nasista í hatursáróðri og má þar t.d. nefna Rúanda og Bosníustríðið sem góð dæmi um notkun þessarar áróðurstækni"
Þessi uppskrift að áróðurstækni sem þú virðist hafa fundið, er hún í þínum huga meðfædd, lærð eða eitthvað sem smitast milli manna?
AK-72 - "Ekki er gert ráð fyrir á engan hátt að í þeim leynist gott og að hópurinn sé allur eins og illskan erfist milli kynslóða"
Það getur svo sem virst að þessi regla gildi yfir okkur sem gagnrýnum Islam og Islamvæðingu hér á blogginu. Hef ekki yfirsýn á því sjálfur. En hún er eiginlega farin að gilda yfir ykkur hina líka, sem viljið þagga niður í okkur. Við erum fyrst og fremst að vara við innflutningi á múslimum til Íslands, að fenginni þeirri þekkingu sem við höfum aflað okkur um hvernig svoleiðis innflutningur hefur gengið í öðrum löndum Evrópu. Við höfum líka nokkrir okkar haldgóða þekkingu á innihaldi Kóransins, sem þú virðist telja aukaatriði í lausn þessara mála.
AK-72 - "Það eru kristin hryðjuverkasamtök á Ítalíu sem hafa staðið fyrir sprengjuherferðum í moskum og árásum á múslima en lítið fjallað um. Maður veltir fyrir sér iennig í framhaldi af því, hvað annað er ekki okkur sagt í vestrænum fjölmiðlum sem velja og hafna hvað við eigum að frétta."
Við sem höfum það sem hugsjón að vara við Islam erum m.a. að benda á að svona getur ástandið orðið hér á landi líka. Styttist í það í Danmörku. Þetta gerðist líka í kjölfar morðsins á Theo Van Gough í Hollandi fyrir nokkrum árum.
Stjórnmálamenn hér í Danmörku voru mjög varkárir í sínum yfirlýsingum á Grundlovsdagen 5. júní út af árásinni á danska sendiráðið í Islamabad um síðustu mánaðamót. Einn þeirra tók þó fram að tjáningarfrelsið væri eitt af því sem Danir myndu ekki gefa eftir, en tók fram að múslimir í Danmörku yrðu ekki látnir gjalda fyrir gjörðir öfgamanna í Pakistan. Ímámar tóku daginn eftir (eftir föstudagsbæn) í sama streng og fordæmdu árás öfgamanna. Svo ró og friður ríkir hér þrátt fyrir þessi voðaverk.
Herbert - "kristnir öfgamenn eru hluti af vandanum, og eiga því heima í þessari umræðu. Þeir græða á andúð fólks í garð múslima, þeir vilja heilagt stríð. Þeir eru að bíða eftir heimsenda og endurkomu krists. Að mínu viti á ekki að sýna öfgafólki neitt umburðarlyndisama hverju þeir trúa, því þeir sína hinum hógværu ekki sömu kurteisi."
Hér nefnir Herbert atriði sem líka ber að hafa í huga varðandi stefnu Bandaríkjanna í málefnum Ísraels og múslímaríkja. Margir kristnir trúarsöfnuðir ýta undir baráttu Bandaríkjanna með Ísraelsmönnum einmitt til að hafa áhrif á endurkomu Jesú Krists (að því er þeir trúa). Og ekki nóg með það. Sömu aðilar trúa því að Gyðingum hafi verið lofað land allt frá Egyptalandi til Íraks og telja sig vera að hjálpa Guði við að það loforð gangi eftir gagnvart Abraham forðum daga.
Hreiðar - "Upphafsgreinin er afar athyglisverð. Einkum vegna þess að eftir nokkur málefnanleg komment þá vakti umræðan af blundi nákvæmlega sömu öfl og hún fjallar um."
Sammála þessu áliti Hreiðars. Þessi uppskrift AK-72 virðist gilda um hans aðferðir líka.
Hreiðar - "Ég hef sjaldan lesið aðra eins upptalningu. Ég skil vel af hverju Sk...Sk leggur ekki nafn sitt við málflutning sinn. Glæpir þeir sem Sk...Sk. telur upp eru vissulega svívirðilegir. Annað sem hann telur upp er hreinn uppspuni þótt hann geri þar engan greinarmun. En ekkert af þessu stafar frá einhverjum trúarbrögðum."
Þessi ummæli skil ég ekki, Hreiðar. Hefur þú kynnt þér innihald Kóransins? Já, eða innihald sögu Abrahams í Gamla Testamentinu? Hvort tveggja er í órjúfanlegum tengslum við hugsunarhátt margra trúaðra.
Jurgen - "...langt í frá en þeir hafa sagt mér frá vinum sínum sem hafa tekið saman við danskar stelpur og þegar leið að fyrsta barninu þá kom brot á sambandið. Það sem stóð upp úr var það að músliminn vildi umskurð en sá kristni ekki og sá kristni vildi fermingu en sá múslimski ekki."
Þarna bendir Jurgen einmitt á eitt dæmi af mörgum sem lesa má um í hinni fordæmdu bók "Islamistar og Naívistar". Ættar- og fjölskyldubönd múslima eru með ólíkindum sterk og kröfurnar óheyrilega miklar, þegar komið er að því sem aðskilur okkar venjur og siði.
Hreiðar - "Ég hef ekki séð neinn hérna bera saman gyðinga og múslima. Enda er það ekki hægt."
Margt eiga muslimir og Gyðingar sameiginlegt, Heiðar. Múslimir segjast eiga sama forföður, Abraham. Þeir umskera drengi eins og Abraham fyrirskipaði (og stúlkur líka). Þeir fasta ekki ósvipað Gyðingum og líta á útlendinga svipuðum augum og Gyðingar. Fleira er hægt að tína til, en ég veit eiginlega ekki hvað þú ert annars að meina.
Með kveðju
Sigurður Rósant, 10.6.2008 kl. 21:06
RASISMI Í ÍSLAM
Íslam kennir að kristið fólk og Gyðingar séu APAR OG SVÍN.
Rasisminn í Kóraninum, sem er hluti af stjórnarskrá Írans og Saudi Arabíu í dag og grundvöllur Sharia laga. Sem gæti varðað við Almenn Íslensk Hegningarlög 233. Gr. A.
Vel þekkt er fyrirbæri úr Kóraninum er uppnefning Múslima á Gyðingum og Kristnu fólki að kalla þá hópa ,, apa og svín". Þetta kenna þeir í skólum Saudi Arabíu, jafnvel einnig á Vesturlöndum börnum frá 5 ára aldri. Aðrir hópar Ekki-Múslíma fá svipup ummæli frá Allah/Múhameð.
005.060: Vér boðum: ,, Er nokkuð verra heldur en hegning Allah? " Þeir sem Allah hefur blótað af reiði sinni og umskapað í APA OG SVÍN, þeir sem tilbiðja hið illa. Það er illa komið fyrir þeim, því þeir fara villur vegar.
Skúli Skúlason.
Sk.. Sk... (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 21:09
Kæri Heiðar; Þú situr hér undir harðri orrahríð þeirra sem hafa tekið að sér að sýna svart á hvítu hvernig efnisatriði færslu AK-72 úfærast í raun og veru. Þar er engu eirt og ég er mest hissa á því hversu þolinmóður þú ert.
Skúli sem hefur formlega verið gerður brottrækur af þessum vettvangi fyrir ósæmandi málflutning, misnotar æðruleysi AK-72 og eys nú úr flórnum sem greinilega hefur safnast fyrir í á undanförnum dögum. Ég skil því ekki í fólki sem reynir að spyrða skoðanir sínar við hans.
Svanur Gísli Þorkelsson, 10.6.2008 kl. 22:32
Svanur. Með Heiðari áttu líklega við Hreiðar.
Ásakanir Hreiðars eru bull og blaður og það stendur ekki steinn yfir steini í hans málflutningi á þessum þræði.
Það er með ólíkindum hvað tilvitnanir í kóraninn fara í taugarnar á þér ef þess er gætt að fyrir þér er hann heilagt rit.
Texti kóransins er svo viðbjóðslegur að sumir vilja loka menn úti fyrir það að birta glefsur úr honum. Skúli skrifaði ekki kóraninn, heldur einhverjir kallar út frá múhameð út frá Gabríel út frá Allah. Múhameð var illmenni sem laug þessu bulli upp á Gabríel og Allah er ekki til. Væri í ljósi þessa ekki nær að banna kóraninn?
Ágætur prestur sem lítur hér inn stöku sinnum telur Allah og Jehóva vera sama guðinn. Hann telur "opinberanir" múhameðs ekki birta vilja Jehóva. Þetta er svolítið snúið. Ég held ég verði að endurtaka spurningu mína til hans.
Var Múhameð falsspámaður?
marco (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 23:10
Hef ekki haft tíma til að leggja orð í belg hérna, en ætla að tækla nokkur atriði samt, miera á morgun og vonandi fyrirgefst það:
Sigurður Rósants: Fyrir það fyrsta er áróður eitthvað sem er stúderað og hægt að læra. Þessi fræði sem er beitt hér og Skúli og fleiri svoleiðis demba yfir okkur, eru mjög góð dæmi um beitingu þeirra, allt frá því að ráðast gegn þeim sem mótmælir, Kóransversanna til að sýna illsku múslima og svo auðvitað þetta klassíska með að það þurfi að losa Evrópu við þennan vágest. Lestu þessa grein sem ég benti á og skoðaðu áróður nasista út frá þessum vinklum, bara að bakka aðeins frá. Ef þú hefðir séð það sem ég sagði hér áður um að ég hefði ímugust á öllum öfgamönnum og hvers vegna ég tel að við þurfum einnig að berjast af hörku á móti þeim öflum hér á Vesturlöndum sem eru að ýta undir fordóma og hatur í garð múslima. Nota bene, ég tel suma hér sem eru ósammála mér nokkuð vel viðræðuhæfa þó að við lítum ólíkt á hlutina.
Varðandi svo það að vara við innflutningi múslima þá finnst mér það bjánalegt því múslimar eru alveg eins og annað fólk, flestir í fínu lagi en smábrot óþverrar og því á ekki að mismuna þeim á einn eða annan hátt út frá þessum örfáu.
Svo varðandi að Kóraninn sé auka-atriði, það er hann og texti hans í þessu öllu. ÖLL TRÚRIT SEM OG TEXTA, ER HÆGT AÐ NOTFÆRA SÉR Í HATURSÁRÓÐRI MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA SETNINGAR ÚR SAMHENGI, TIL AÐ MYNDA ÞANN SANNLEIKA SEM MAÐUR VILL AÐ AÐRIR SJÁI! Er þetta nógu skýrt? Ég get m.a.s. gruflað í Nýja testamentið og búið til þá mynd af Jesúsi að hann hafi verið villimaður og stríðsherra með rétt völdum setningum. Trú snýst nefnilega fyrst og fremst um túlkun einstaklingsins sjálfs og hvað hann er að leita eftir og örugglega 90% eða meir allra trúiðkanda, hvort sem þeir eru kristnir, múslimar, hindúar eða annarar trúar, eru einfaldlega að leita eftir því góða til að styrkja sitt sálarlíf. Restin er að leita eftir einhverju til að réttlæta valdagræðgi, hatur sitt og fordóma t.d., hvort sem þeir eru að grufla í trúarrit sín eða annara.
Hreiðar: Margir góðir punktar hjá þér, takk fyrir innlitið og að halda uppi stemmingunni hér á meðan:)
Svanur: Æðruleysi mitt gagnvart Skúla hefur ekkert að gera með þetta nú, jafnvel þó ég hafi verið spurður í kvöld hvers vegna ég væri ekki búinn að úthýsa honum út af öllu þessu hrikalega stóra letri sem pirrar sumt fólk sem hér les(orð hans dæma hann sjálfan). Ásstæðan er einföld með hann og einn annan sem fer hér geyst, því meiri óþverraskapur sem sést frá þeim, því meira sanna þeir það sem e´g er að vara við. Er forvitinn þó að vita hvort hann sé í Krossinum líkt og var fullyrt við mig:)
AK-72, 11.6.2008 kl. 00:18
Marco; auðvitað Hreiðar. Ásláttarvilla sem er auðvelt að leiðrétta.
Ég vitna oft í Kóraninn og er ekki smeykur við að ræða efni hans og túlkun tilvitnanna.
Skúli togar og teygir sínar tilvitnanir, skýtur inn í þær "eigin" skýringum sem alltaf eru villandi og rangar og þar að auki löngu hraktar í ræðu og riti. Þær þjóna þeim eina tilgangi að villa um fyrir fólki sem ekkert veit um Kóraninn og Íslam eða þann menningarheim sem Íslam óx í/úr og síðan mótaði. En fyrir fólk eins og mig sem hef eitt síðustu 40 árum í að lesa mig til um Íslam og önnur trúarbrögð, líta skrif Skúla út eins og illgjarnt krot.
Hvernig svarar maður slíku salernisgrafíti? Hvernig er hægt að taka slíku alvarlega? Ég reyndi það til að byrja með og fékk þá yfir mig það sama og allir aðrir sem ekki hrópa Amen við því sem hann segir, eða; Þú hefur greinilega ekki lesið kóraninn, þú ert naivisti, þú ert þetta og þú ert hitt. Þannig umræðu er að sjálfsögðu sjálfhætt hvað mig varðar.
Svo ert þú að spyrða þig saman við þessar skoðanir svo þétt að ekki má á milli sjá. Hvar er sjálfstæða leitin að sannleikanum, hvar er viljinn til að skilja annað fólk, hvar er hin almenn kurteisi.
Svanur Gísli Þorkelsson, 11.6.2008 kl. 00:23
Ak. Endilega komdu með þessi dæmi um Jesú sem þú segist geta hrist fram úr erminni.
Þú segir:
"ÖLL TRÚRIT SEM OG TEXTA, ER HÆGT AÐ NOTFÆRA SÉR Í HATURSÁRÓÐRI MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA SETNINGAR ÚR SAMHENGI, TIL AÐ MYNDA ÞANN SANNLEIKA SEM MAÐUR VILL AÐ AÐRIR SJÁI! "
Þannig að manifestóið er aldrei tækt í umræðum um trúmál eða stjórnmál. Það er alltaf hægt að halda því fram að um hatursáróður sé að ræða. Úff, það er vandlifað.
marco (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 00:29
Svanur. Mér sýnist þú að mestu gera það sama og Skúli, þ.e. dúndra fram tilvitnunum í kóraninn og ritin með eigin athugasemdum. Skúli hefur bara úr svo miklu meira að moða og skrifar beinskeyttari texta. Hverjir hafa hrakið skilning Skúla á kóraninum?
Andi kóransins er hreinn og beinn: "Taktu íslam eða farðu til helvítis". Hefur þú lesið þennan hrylling í 40 ár án þess að átta þig á þessu?
Hvað hefur þú ekki kallað Skúla og hans skrif, "salernisgrafití", smekklegt.
Þú hefur meira að segja kallað mig Skúla eða því sem næst.
Þú ert með þína túlkun á íslam sem er ekkert í líkingu við túlkun hundruða milljóna múslima á því. Þig langar svo mikið til að túlkun þín sé sönn að þig verkjar. Því miður er það bara óskhyggja. Skilningur Skúla liggur mikið nær raunveruleikanum.
marco (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 01:38
Aisha var aðeins sjö ára. Hún var dóttir Abu Beks. Sennilega hefur Múhameð kvænzt henni til heiðurs vini sínum. Hið eiginlega hjónaband hófst þó ekki fyrr en hún varð 10 ára. Á þeim aldri hafa margar stúlkur í Austurlöndum náð því nær fullum líkamsþroska. Aisha var eina stúlkan, sem hann þekkti.
Svanur. Veistu hvaðan þessi texti er tekinn. Einhversstaðar hélstu því fram að allt tal um barnaníð múhameðs væri uppspuni.
Þessi texti er tekinn af heimasíðu íslenskra múslima. Að vísu færa þeir aldurinn upp um eitt ár til að þetta líti vel út. Þú segir að sagan sé ekki sönn, það má vera, en múslimar trúa henni greinilega, hún er hluti af íslam og það er það sem máli skiptir.
Takið eftir setningunni um líkamsþroskann. Ef þetta er ekki viðbjóður.........
marco (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 01:45
Marco; Hvar lestu úr þessari setningu kóransins, " Hvað trúarbrögð varðar, skulu engar þvinganir gilda", Ekki beint það sem þú segir að hann segi.
Ég veit hvaðan þessi frásögn af Aisha er upphaflega komin og hana er ekki að finna í Kóraninum. Aftur á móti er hún ekki ósennileg eins og hún er sögð þarna. Það er ekkert, ég ítreka, ekkert sem ekki er fullkomlega í samræmi við siði og menningu Arabíu og allra landa heimsins á þessum tíma. Ungmeyjagiftingar voru stundaðar í Kína, á Indlandi, í Afríku, í Suður-Ameríku, og í Evrópu, sérstaklega á meðal aðalsins og konungsætta allt fram á síðustu öld, án þess að það þætti nokkuð athugavert við það.
Orðið barnaníðingur er heiti á ákveðinni sýki, sálræna sýki sem hefur ekkert með þessi hjónabönd að gera.´
Tímarnir breytast og viðmið siðaboða breytast. - Í Íslam er af nægu að taka ef við viljum gagnrýna trúna með nútíma gleraugum, en það er álger óþarfi að búa til ágreining út af því sem ekki er rétt haft eftir.
Svanur Gísli Þorkelsson, 11.6.2008 kl. 02:26
Ég sé að menn hafa farið mikinn í að svara mér síðan ég leit hingað síðast. Allt er það gott og blessað og gerir lítið annað en að sanna mál málshefjanda. Andmælendur mínir rugla enn saman skoðunum og vitneskju. Einnig rugla þeir saman fylgni og orsakasamhengi. Allt þetta hringsnýst svo fyrir þeim uns þeir hafa fundið leið til að klæða islamafóbíu sína í einhvern þann búning sem þeir álíta skynsemisrök. Eftir stendur það sem allir hafa vitað um langan tíma: Að þetta eru fordómar og að fordómar byggjast á ótta of fávísi.
Hreiðar (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 08:35
Þetta átti að vera: "...ótta OG fávísi."
Hreiðar (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 08:36
Örstutt til Hippókratesar: mun svara þér þegar tími gefst, enda heldur þú þig við málefnalegheitin.
AK-72, 11.6.2008 kl. 09:02
Jesús Kristur, færsla nr. 64. ,, hvernig viltu svo "meðhöndla vandamálið?“
Svar: Ég mundi leggja ríka áherslu á að Moskuklerkarnir fengju endurmenntun og kennt á lýðræðið. Hlutverki Moskunnar yrði breytt í að vera aðeins tilbeiðslustaður og aflagt sem samhliða stjórnstöð ríkisstjórnar gestgjafaþjóðarinnar. Það sama gildir um kennslu afkomenda íslamskra innflytjenda, leggja skal ríka áherslu á uppfræðslu í lýðræðishefðum og gildum gestgjafaþjóðfélagsins. Jurgen í færslu 72 varpar góðu ljósi á ágreining í blönduðum hjónaböndum í Danmörk.
Hreiðar í færslu 71. ,, Annað sem hann telur upp er hreinn uppspuni þótt hann geri þar engan greinarmun.“ ,
SK. Værirðu til í að tilgreina það sem þú kallar ,,hreinan uppspuna.?“ Hreiðar.
Hreiðar skil ég þig rétt í því að þú teljir engin tengsl milli hins pólitíska íslams eins og það er boðað í Kóraninum Annálunum og Ævisögu Múhameðs og þeirra rúmra 11.000 hryðjuverka sem framin hafa verið síðan 11. Sept. 2001 um allan heim og eru sögð af gerendunum framin í nafni Íslam og Allah. Telurðu þessa hryðjuverkamenn fara með fleipur? Sjá slóð um skýrslur um dagleg hryðjuverk Íslamista á http://www.thereligionofpeace.com.
Einnig mæli ég með lesefni fyrir þig: ,,Íslamistar og Naívistar“ svo og bókina ,,Frjáls“ eftir Ayaan Hirsi Ali svo þú fáir smá innsýn í hinn Íslamska heim og getir betur rætt um ,, skoðanir og vitneskju“ sem þú kemst svo vel að orði með.
AK-72 í færslu nr. 45. ,, Svo vill ég bæta við með Ítalíu að um daginn var ég að lesa grein um hryðjvuerkasamtök sem er ekki talað um í vestrænum fjölmiðlum nema í litlum mæli. Það eru kristin hryðjuverkasamtök á Ítalíu sem hafa staðið fyrir sprengjuherferðum í moskum og árásum á múslima en lítið fjallað um. Maður veltir fyrir sér iennig í framhaldi af því, hvað annað er ekki okkur sagt í vestrænum fjölmiðlum sem velja og hafna hvað við eigum að frétta.“
Sk.Sk. Mér finnst talsvert athyglisvert að blöðin skuli ekki gera meira úr þessum hryðjuverkum. Þau eru nú vön því að blása hlutina frekar út en að þegja yfir þeim. Ég mundi telja svona atburði fréttnæma. En satt að segja þá held ég einfaldlega að þetta séu bara ýkjur frá Íslamistum.
Ak-72 í færslu 85. ,, Er forvitinn þó að vita hvort hann sé í Krossinum líkt og var fullyrt við mig.“
Sk. Sk. Ágæti Aki, þú skalt ekki trúa öllu sem sagt er um mig því það er svo oft haugalygi og hvergi nálægt raunveruleikanum. Ég hef verið í Þjóðkirkjunni frá því ég var skírður og hef engar fyrirætlanir um að breyta því. Fer í kirkju flest alla sunnudaga, en mundi nú varla telja mig öfga kristinn fyrir það þó að ég njóti þess að sitja í kirkju. Ég geri ekki ráð fyrir því að neinn geti nefnt neinar tilvitnanir mínar í Kristnidóminn sem mundu teljast öfgafullar.
Sk. Sk. AK-72. Í sambandi við inngangserindið þitt, sem þú hefur lagt mikla vinnu í þá tel ég málflutning þinn og ályktanir ekki byggja á raunveruleikanum. Áróður og tilefni hans að því er Herr Goebbels áhrærir gagnvart Gyðingum, þá eru þar allt aðrar formúlur og forsendur, heldur en umkvartanir Vesturlandabúa vegna framferðis Múslíma og formúlanna (hinu pólitíska Íslam) sem þeir segjast sjálfir fara eftir í Kóraninum. Á þessu geturðu ekki gert greinarmun fremur en svo margir jábræður þínir, þetta verður því allt að einum hrærigraut hjá þér, enda eru þið sprottin upp úr kristnu umhverfi og heimsmyndin mótuð af því, hvort sem ykkur líkar betur og en verr. Hinn íslamski veruleiki er ykkur fjarlægur og þið skiljið hann ekki.
Ég verð samt að segja þér til hross að þú leyfir umræður andstæðra skoðana á vefsíðu þinni og það tel ég þér vera til mikils lofs.
Sk... Sk... (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 11:19
Skúli:
Takk fyrir svarið en í raun varstu áður búinn að stinga upp á annars konar "lausn á vandamálinu":
"Sem betur fer hafði Amerikaninn vit og kjark til þess að tukta liðið til í Afganistan og Írak og mættu taka klerkaveldið í Íran í gegn sem fyrst mín vegna."
Sérlega kærleiksrík orð þarna sérstaklega þar sem bara í Íraks stríðinu hafa fallið margfalt meira af saklausum borgurum en í íslamstengdum hryðjuverkum frá upphafi.
Næst þegar þú situr í kirkju og hlustar á kærleiksboðskap minn hafðu þá hugfast að hann er ekki bara upp á skraut.
Jesús Kristur (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 11:38
Góðan daginn Svanur G.,
Ég sé að þú eyðir miklu púðri í mig og það sem ég segi hittir þig illa sem Múslíma. Þú ert ekkert einn um það. Múslímum er mein illa við það þegar flett er ofan of Íslam og Mó, en þeir verða að lifa við tjáningarfrelsið og það er engin skynsemi í því að bera neina virðingu fyrir barnaníðingnum og sifjaspellinum Mó, frekar en firru- og mótsagnakenndum kenningum Kóransins. Það er mikilvægt fyrir vestrænt fólk að skilja tvöfeldnina í siðferði Íslams, hið pólitíska Íslam og ,,Jihad“. Á þann hátt er einnig betra að fást við vandamálið.
Þakka þér fyrir að opinbera fyrir öllum afstöðu þína til tjáningarfrelsins, með því að róa öllum árum að því að vefsíðu minni var lokað og þú vilt einnig að Ak-72 loki á mig og aðra sem hafa áttað sig á hinu tvöfalda íslam. Íslamistar eru gegn tjáningarfrelsinu, því þeir vita að ef hugmyndafræði þeirra fær sömu meðferð og Kristnidómurinn þá er út um Íslam. Íslam lifir á fáfræði, leynd og blekkingum Íslamska Klerkaveldisins.
Þú ættir að vera síðasti maðurinn sem talar um að ég niðurlægi aðra. Finnst þér niðurlægjandi að ég segi öllum að þú sért Múslími. Telurðu að ég sé að ljúga. Af verkunum skuluð þér þekkja þá. Svo er um þig Svanur. Þú þekkist af þínum verkum.
Þú og aðrir Múslímar skrifið ykkur ekkert frá hneykslinu um 6 ára stúlkubarnið Aishu og tilgangslaust fyrir ykkur að setja endalaust fram einhverja flatkökulogik máli ykkar til stuðnings. Íslamskar ritningar skýra frá því að Mó hnjáaði Aishu strax frá því hún kom í hans hús og sýndi þar með sínar afbrigðilegu kynhneigðir. Hann nauðgaði henni svo þegar hún var 9. Ára samkv. Ritningunum. Þetta er nú hin glæsilega fyrirmynd ykkar Múslíma. Sveiattan, segi ég nú bara. Mikil er trú þín Svanur.
Skúli Skúlason.
Sk.... Sk........ (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 11:41
Góðan daginn Jesús Kristur. Auðvitað ber ég mikla virðingu fyrir þér og boðskap þínum og geri mitt besta miðað við kringumstæður, þú sagðir okkur einmitt að breiða út kristnidóminn friðsamlega, en ég man ekkert eftir því að þú segðir okkur að gefa eftir kristin lönd. Láttu mig vita ef það er misskilningur og hvort að þú vilt að við látum Múslímana fá það sem eftir er af löndum okkar kristinna.. Þinn auðmjúkur átrúandi. Það er gott að komast svona í beint samband við þig. Hvílík gæfa og heiður. Amen.
Í Írak eru lang flest mannslát af völdum Múslíma sem eru að berjast við aðra Múslíma. Það hafa þeir gert í 1400 ár meir og minna stanslaust og sé ég ekki að Bandamenn hafi reynt að setja niður manndrápin sem mest og skapa lýðræði og þann frið sem því fylgir og farsæld.
Skúli Skúlason
Friðarsinninn Sk. Sk. (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 11:55
Jesús, Afsakaðu smá leiðrétting, á færslu 99.
,,og sé ég ekki að Bandamenn hafi reynt."
á að vera ,, og sé ég að Bandamenn hafi reynt."
Ég vona að þú fyrir gefir mér þessi mistök Jesús minn.
Skúli Skúlason
Friður 6969696 (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 12:00
Guð minn almáttugur.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.6.2008 kl. 12:59
Svanur. Þetta getum við gert vikum saman. Hvað lest þú úr þessari setningu "Þeir sem afneita opinberunum Allah verður þunglega refsað, því Allah er máttugur og hegning er á hans valdi". Ertu ekki bara að gera það sama og þú hnýtir í Skúla fyrir að gera.
Það er til þess tekið að múhameð hafi haft samfarir við, s.s. riðið níu ára barni. Nefndu mér dæmi um menn frá þessum tímum þar sem það er tekið fram með svipuðum hætti, það getur vel verið að þú getir það. :-)
Múhameð er að þínu áliti sendiboði guðs og heilagur maður. Gerir þú ekki meiri kröfur til þinna heilögu en þetta? Mega þeir gera hvað sem er í krafti meints tíðaranda?
Múhameð
marco (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 13:26
Hreiðar. Það er ekki nóg að nefna bara hugtök, maður verður ekkert gáfaðri fyrir það.
Ak. Ég tvímana þig. Komdu með setningarnar um Jesú?
marco (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 13:33
Sæll aftur Jesús Kristur, fyrst ég er kominn í beint samband við þig, sem er alveg stórkostlegt þá er ég með brennandi spurningar yfir þig. Þannig er að þeir félagarnir Allah og Mó hafa verið að bera út hinn versta óhróður um þig og segj Kristna menn hafa falsað ritningarnar og segjast vera með hina einu sönnu Krisni í Kóraninum.
1) Þeir halda því meir en segja blákalt fram að þú sért ekki sonur Guðs, þrátt fyrir það að þú margtakir þetta fram í NT og spáð fyrir um komu þína í GT og segja að þú hafir svarið allt slíkt af þér í viðurvist Allah.
2) Þeir segja að það sé engin heilög þrenning til, það sé bara hjáguðadýrkun, því að Allah hafi enga félaga.
3. Svo segja þeir að þegar þú birtist á skýjunum og stígir niður til jarðar, þá ætlirðu að mala Krossinn og drepa Svínið (kristið fólk).
Ég hef séð að þú hefur birst á fjölmörgum vefsíðum og bloggum um víða veröld, og það má svo sem yfirfæra það á að þú komir þannig á skýjunum. Manni datt bara alls ekki í hug þessi bráðsnjalla lausn þín að nota internetið til að birta opinberanir þínar. Þú ert auðvitað alveg stór snjall og kemur með bestu lausnirnar.
Ég bíð ofsa spenntur eftir því að þú leysir nú endanlega úr þessum spurningum sem hafa haldið fyrir mér vöku síðan ég las Kóraninn fyrst um 1960.
Skúli Skúlason.
Sk. .. .. Sk.. .. (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 13:56
ak-72:
Þú ert barnalegur kjáni og vona ég að þú farir að taka hausinn úr sandinum og farir að vakna.
Ég hef bara ekki séð annan eins navíista og kjána.
Óska ég þér bata í höfðinu, því augljóslega er eitthvað mikið að þar.
arnar (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 16:18
Góðir lesarar og skrifarar. Hérna er mynd sem þið gætuð haft áhuga á að sjá um trú friðarins Íslam.:
http://video.google.com/videoplay?docid=-871902797772997781
Skúli Skúlason
Sk.... Sk.... (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 18:04
Þar sem að ég hef raunverulegan áhuga á að fræðast um trú friðarins, Íslam, læt ég það vera að lesa áróðurinn þinn Skúli.
Neddi, 11.6.2008 kl. 18:28
Verð að byrja því að hrósa Arnari fyrir einstaklega gott og málefnalegt innlegg sem fær mig til að skipta um skoðun. Ég skal drífa mig í því að láta tékka hausinn á mér því ég sé hversu mikill kjáni ég er út frá þessari rökfærslu hans sem er líklegast sú besta só far. Ef ég skyldi gleyma því í barnaskap mínum að mæta til læknisins, þá má hann minna mig á það, ég á tíma 1.júní árið 2058.
Hippókrates: Ég lít á þetta að þetta tengist allt saman og líkt og ég sagði áður, þá er hatursáróður og öflin sem hér eru á Vesturlöndum, engu hættuminni en þau íslömsku. Áróður þeirra er talsverður og netið notað til hins ítrasta ásamt ýmiskonar vel útfærðum haturssíðum á borð við þau sem Skúli notar mest: Jihad Watch, Religion of peace o.fl. í þeim dúr. Þar að auki þar sem margir sem láta glepjast, þá vilja þeir sömu ekkert kannast við að verið sé að kynda undir fordóma eða ofsækja múslima í Evrópu. Nei, svarið eryfirleitt að það séu ekki til fordómar gegn íslam eða reynt að gera ítið úr því á allan hátt, á meðan öfgahægriöfl með fasískan bakgrunn, eru t.d. kominn í stjórnarmeirihluta á Ítalíu þar sem þau spila inn á "múslima-grýluna" og annan ótta. Mér finst persónulega andrúmsloftið og frasarnir í Evrópu vera farnir að minna mig á gyðingahatrið fyrir seinna stríð og við verðum að stoppa það samhliða íslamistunum.
Varðandi svo það, að hóparnir geti ekki búið saman, þá tel ég ekki mikið til í því. Flestallt fólk getur búið saman en þó er það alltaf og allstaðar lítil prósenta hóps sem þarf að eyðileggja fyrir hinum óháð hvort það sé þjóðerni, trú, kynhneigð eða annað. Einhverjir einstaklingar reyna svo að upphefja sjálfan sig með því að notfæra sér þennan litla hóp, til að fá útrás fyrir valda- eða ofbeldisfíkn sína og ráðast gegn þeim sem saklausir eru. Ef við lítum t.d. á Bretland þá hefur veirð þó nokkur sátt og samlyndi meðal flestra þar líkt og í flestum löndum Evrópu og Ameríku og þar hafa múslimar búið í tugi ára. Mistökin sem flestir gera þó í dag, er að láta fordóma og hatursáróður ná völdum í umræðu og leyfa því að grasserast án þess að mótmæla eða gera nokkuð. Vð það myndast núningurinn fyrst og fremst sem getur leitt til leiðinda seinna og ef menn vilja sleppa við slíkt ástand er sama lausnin: fræðsla í báðar áttir, eyða þjóðfélagsaðstæðum sem getur valdið fordómum og spennu, og taka á glæpaöflum báðum megin en ekki líta framhjá því annar aðilinn tilheyrir "góða" liðinu. Aftur á móti ef aðferðum er beitt sem miðast við að auka spennu á borð við aðskilnaðarstefnu eða einangrunarstefnu, mismunum o.fl. þá einfaldlega byggir það upp vandræði. Þar sem er spenna í dag, er nefnielga sprottinn upp úr slíku sem veldur því að öfga-íslam vex ásmegin, þeir múslimar sem eru í aðstæðum þar sem er drullað yfir þá á hverjum degi og komið fram við þá eins og skepnur, eru nefnielga auðveldir þegar kemur að recruitment fyrir íslamistana. Þeim finnst þeir boðnir velkomnir og íslamistarnir koma fram við þa´eins og jafningja, sama tækni og beitt er hinum megin af hálfu fasista-aflanna sem er að vaxa ásmegin í Evrópu.
Persónulega vildi ég svo taka alla þessa öfgamenn, setja þá á eyju og láta þá berjast til síðasta blóðdropa og senda þennan eina eftirlifandi með næsta skipi í ísbjarnarfóðrun. Einn athyglisverður punktur annars í lokin, félagi minn sem er á svipaðri skoðun og þú, hann var að segja mér frá athyglisverðri staðreynd. Fyrir 11. september 2001 þá voru íslamistar á hraðri niðurleið í múslimalöndum í fylgi. Afganistan og Írakstriðið, Abu Ghiraib, Guantamno o.fl. hefur aftur á moti híft þá upp í vinsældum. Ef við miðum við það, er þá eingöngu rétt að berja á þeim eða eigum við ekki einnig að taka á þeim öflum einnig sem hafa fært þeim þessa fylgisaukningu?
AK-72, 11.6.2008 kl. 21:02
Fyrir marco og hans heimtingu um að sýna fram á að hægt sé að taka allan texta úr samhengi, þá er hér eitt brot. Vill einnig segja að trúartexti allur, snýst um túlkun á boðskap en ekki nákvæman texta því slík bókstafs-tilvitnun nýtist öfgamönnum eingöngu hvort sem þeir eru með eða á móti þeirri trú sem verið er að vitna í. Áróður nasista byggðist á þessum beinu Talmud-tilvitnunum og að sama skapi þessi hatursáróður í dag gegn múslimum öllum.
Hér er tilvitinuni og það bara snemma í Nýja testamentinu. Ef ég væri hatursmeistari á borð við Skúla, Robert Spencer, Streicher og félaga, þá myndi maður mæla svona:
"Illska Jesús beið allra sem ekki vildu þýðast hann. Fólki var tilkynnt um það að ef það myndi ekki tilbiðja hann og "föður hans" þá yrði refsingin grimm. Ein sendiboði þessarar illsku mælti svo við fólk líkt og má sjá í Matteusar-gubbspjallinu:
Öxin er þegar lögð að rótum trjánna, og hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og í eld kastað. 11Ég skíri yður með vatni til iðrunar, en sá sem kemur eftir mig, er mér máttugri, og er ég ekki verður að bera skó hans. Hann mun skíra yður með heilögum anda og eldi. 12Hann er með varpskófluna í hendi sér og mun gjörhreinsa láfa sinn og safna hveiti sínu í hlöðu, en hismið mun hann brenna í óslökkvanda eldi."
Þarna má sjá að Jesús stefndi að gereyðingu allra þeirra sem vildu ekki gangast undir trú hans og nægir að benda á að gyðingar sem ekki tóku Kristni, voru drepnir í milljónatali af áhangenda Jesús, Adolf Hitler, sem eingöngu fylgdi þarna eftir fyrirmælum Jesús."
AK-72, 11.6.2008 kl. 21:13
Smá komment varðandi Austurbæjarskóla. Stóra svínakjöts-málið þar var víst allt saman byggt á missklingingu og m.a. hefur Björn Bjarna vitnað til um það að starfsmaður hafi komið upp að honum eftir ræðu, og sagt við hann að það sé óskiljanlegt hvernig þetta mál sem ekkert var, fór í fréttir. Sannleikurinn er víst sá að það var nýr kokkur í mötuneytinu og hafði ekki notað skinku í matinn og ekki út af trúarlegum ástæðum. Enginn hafði spáð í þessu þar til skyndilega birtist frétt um það í Fréttablaðinu í öllum æsingnum eftir 11. september og síðan ekki sögunni meir. Mér hefur alltaf þótt þetta mál sem ekkert var, hjákátlegt en sýnir kannski best hvernig sögur sem byggðar eru á veikum eða röngum bakgrunni festa sig í sessi í áróðri.
Þakka þér annars fyrir að halda þér málefnalegum þó við séum ósammála um margt. Vonandi taka fleiri þig til fyrirmyndar í svona umræðum.
AK-72, 11.6.2008 kl. 21:19
Gott kvöld Hippokrates og Ak-72.
Það er búið að skipta mötuneytum fjölda skóla erlendis til þess að þóknast halal dyntum Múslíma.
Það er einnig búið að skipta íþróttahöllum og sundlaugum til að þóknast íslamska klerkaveldinu víða. Meira fylgir á eftir.
Aki-72. Ef ég leyfði mér að oftúlka einhverjar setningar eins og þú gerir hér með Matt þá væri ég talin algjör öfgamaður. En svona bessaleyfi tek ég mér ekki eins og þú gerir. Þetta er þó gott sýnishorn fyrir málflutning þinn.
PS. Mér skilst að endurskoðunarsinnar Moggabloggsins séu búnir að loka blogginu hans. Johny Rebel. Fram fram fylking rétthugsunarinnar!!!
Sk. ... Sk.... ... (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 21:59
Jú, þeta er rétt hjá AK. Það er hægt að taka Gamla og Nýja Testamenti og fara um það alveg sömu höndum í annarlegum tilgangi. Skeytasvo við öðrum kvótum úrk ristilegum bókmentum frá ýmsum tíma og skjóta svo inní atburðum úr sögunni sem staðfesta hve kristni eða þá gyðingdómur eða eitthvað annað er hræðilega óskaplegt o.s.frv.
Eg ætla bara ekki að gera það. Af hverju ? Vegna þess að eg veit ósköp vel að ekki er allt sem sýnist. Allt er ákveðnum túlkunum háð og trúarlegir textar eru sérlega vandmeðfarnir and so on.
Þetta veit eg ósköp vel því eg hef lengi haft áhuga á hinum ýmsu trúarbrögðum og trúartextum, tilbrigðum þeirra og túlkunum út og suður.
Þess vegna leggst yfirleit enginn með fullu viti svo látt eins og td þeir sem standa að hatursáróðurs farganinu sem skollið hefur yfir síðustu misseri. Yfirleitt ekki. Jú jú, það eru dæmi um slíkt í sögunni að ákveðinn hópur hefur verið lagður í einelti með svipuðum hætti, en á síðustu áratugi td. í Evrópu er það fáheyrt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.6.2008 kl. 22:10
Marco! Ég var að vísa í hina þekktu aðferð Sókratesar að leiða andmælanda sinn til sinnar eigin niðurstöðu. kv. B
Baldur Kristjánsson, 11.6.2008 kl. 22:19
Ak. Ertu ekki þarna að vitna í Jóhannes skírara? Það dugir illa til að negla Jesú. Hér er líka um svo mikla myndlíkingu að ræða að á engan hátt er saman að jafna við helvítisboðskap kóransins. Þú hlýtur að geta gert betur. (Ég veit það er hægt). Ég bið menn að nota þetta ekki til að klína einhverjum skoðunum á Ak sem ekki eru hans. Þetta er bara "for the sake of the argument".
Baldur. Takk fyrir svarið. Ég spurði þig líka annarar spurningar. Ég veit að hún er óþægileg en mér finnst þú verða að svara henni á einhvern hátt.
Hippókrates og Ak. Maður gæti sagt: "get a room" en ég ætla ekki að segja það.
marco (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 23:22
marco: Af því ég veit að Ak er á fullu að finna sverð og brennu tilvitnanirnar í NT þá getum við talað um annað. Hvar er herbergið ykkar Skúla :) Nei bara Joke.
Segðu mér samt, af því þú nýtur þess í krafti nafnleyndar, hverrar trúar ertu og hversvegna er þér svona illa við múslíma. Hafa þeir gert þér eitthvað persónulega?
Svanur Gísli Þorkelsson, 11.6.2008 kl. 23:32
Ég telst til hinnar íslensku þjóðkirkju. Múslimar hafa ekki gert mér neitt persónulega frekar en t.d. nýnasistar.
Mér er ekki illa við múslima. Aftur á móti tel ég íslam vera eitt versta sundrungar og eyðingarafl sem fyrirfinnst á plánetunni.
Ég tel trúna vera upplogna af fullkomnu illmenni (ef slíkt er til) og vera ok á herðum iðkendanna og ógn við alla sem ekki eru iðkendur.
Ég lauk nýlega við lestur kóransins og ég skil ekki blindu manna gagnvart illskunni sem sprettur þar upp úr svo til hverri blaðsíðu. Menn sem horfa fram hjá þessu hljóta að lesa í meira lagi valkvætt.
marco (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 23:44
Hippókrates, ég tel alls ekki að allar skoðanir í þessu máli séu áróður þó ég sé ekki sammála þeim. Hins vegar er það sem að Skúli C/P-ar ekkert annað en áróður að mínu mati.
Þú aftur á móti getur rökrætt málið sem er meira en hægt er að segja um Skúla.
Neddi, 12.6.2008 kl. 00:04
Marco; Hvernig skýrir þú að máttug siðmenning sprettur af kenningum "fullkomin illmennis"?
Og hvernig getur þér ekki verið illa við fylgjendur "fullkomin illmennis"?
Mundi þér ekki vera illa við alla fylgjendur Hitlers sem kölluðu sig Nazista úr því þú fórst að minnast á þá?
Svanur Gísli Þorkelsson, 12.6.2008 kl. 00:26
Af því þú minnist á Kórnainn og lestur hans. Það er hefð fyrir því, eins og þú veist örugglega, að túlkun hverrar setningar getur verið á 14 vegu sem hver hefur sitt heiti og hver hefur sínar ákveðnu áherslur. Hvaða grein túlkunnar hafðir þú hliðsjón af við lestur Kóransins?
Svanur Gísli Þorkelsson, 12.6.2008 kl. 00:30
Einhver sem kallar sig "marco" sagðist "tvímana" mig að koma með "setningar um Jesú". Ekki veit ég nákvæmlega hvað hann á við en mér sýnist jafnvel að hann sé að mana mig til að hallmæla Jesú Kristi á áþekkan hátt og menn hafa leyft sér að hallmæla Múhameð spámanni. Við þessu á ég aðeins eitt svar. "Ég mun hvorki í dag né aðra daga hallmæla nokkrum þeim sem leitt hefur einhver trúarbragða heims. Ég mun heldur ekki hallmæla fylgjendum nokkurra trúarbragða".
Engir tveir múslimar eru eins, engir tveir gyðingar, engir tveir kristnir og engir tveir búddistar. Engir tveir menn eru eins. Það er því heimskuleg einföldun að tala um að "múhameðstúrarmenn séu svona" eða "kristnir séu ...." Það er ekkert vit í því. En þótt við séum öll mismunandi þá höfum við öll áþekka eiginleika og tilheyrum einni og sömu fjölskyldunni. Að flokka menn í góða eða illa eftir trúarbrögðum er álíka gáfulegt og að flokka menn eftir háralit, smekk þeirra á litum eða tónlistarsmekk. Allir tilbiðja sama guð en aðeins bænirnar eru mismunandi og bænasiðirnir. En það eru hins vegar aðeins aukaatriði sem fávísir menn leika sér að því að gera að þrætuepli og afsökun fyrir ofbeldi og hatursáróðri.
Ég hef tvívegis búið innan um ólíka trúarhópa. Í hvorugt skiptið olli það nokkrum minnstu vandræðum þótt fólk sem bjó hlið við hlið tilbæði Guð á mismunandi hátt. Úr annarri áttinni barst bænakall meðan úr hinni áttinni bárust söngvar úr glaðlegri og litríkri kristinni messu fólks af afrískum uppruna. Inn á milli voru búddistar, bahá´íar og trúlausir. Allir þessir trúarhópar stóðu fyrir kærleiks- og líknarverkum og milli þeirra var engin togstreita. Og svo eru Sk...Sk. og fleiri að reyna að búa til þannig togstreitu hér uppi á Íslandi. Ótrúleg viðfangsefni sem menn velja sér.
Hreiðar (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 00:31
Hippókrates; Ég á mörg afrit af skrifum Skúla. Þau eru ekki hlutlaus skoðun á Íslam, því miður. Hann segir berum orðum að Íslam sé á borð við Nazisma, allir múslímar, ekki bara einhverjir öfgamenn eins og Nazistar. Hann nafngreinir aldrei þá sem hann á við, alhæfir ætíð.
Ég er síðustu setningum þínum afar sammála; "Ég fyrirlít kvenkúgunina og hryðjuverkamennina"
Svanur Gísli Þorkelsson, 12.6.2008 kl. 00:41
Hreiðar. Ég var ekki að mana þig til neins heldur Ak.
Svanur. Eitthvað segir mér að þú sért að reyna fella mig á eigin bragði. Sjáum til hvort þér tekst það.
Hvernig skýrir þú að máttug siðmenning sprettur af kenningum "fullkomin illmennis"?
Það þarf engra skýringa við. Múhameð var að mínu mati því sem næst fullkomið illmenni en ekki fullkominn fáviti.
Og hvernig getur þér ekki verið illa við fylgjendur "fullkomin illmennis"?
Það er alltaf von til að menn bæti sig. Aftur á móti vil ég ekki taka sénsinn á að flytja inn múslima í massavís.
Mundi þér ekki vera illa við alla fylgjendur Hitlers sem kölluðu sig Nazista úr því þú fórst að minnast á þá?
Nei. Heimildum ber saman um að baðverðirnir í Dachau og fleiri slíkum stöðum hafi verið vænstu skinn svona prívat, hvað þá svona meðalnasistinn. Þó myndi ég ekki hafa viljað flytja þá inn í massavís heldur. Nasisminn er aftur á móti ill stefna.
Af því þú minnist á Kórnainn og lestur hans. Það er hefð fyrir því, eins og þú veist örugglega, að túlkun hverrar setningar getur verið á 14 vegu sem hver hefur sitt heiti og hver hefur sínar ákveðnu áherslur. Hvaða grein túlkunnar hafðir þú hliðsjón af við lestur Kóransins?
Í alvöru. FJÓRTÁN. Ég hafði enga þeirra til hliðsjónar, heldur las ég þessa "fullkomnu" bók eins og hún kom fyrir, eins og önnur rit sem ég les. Ég er sannfærður um að hinn venjulegi múslimi les bókina með þeim hætti ef hann þá á annað borð les hana. Eru þetta ekki orð guðs? Standa þau ekki ein og sér?
Fjórtán fræðilegar útskýringar. Það var þá heldur betur komin tími á siðbót. Í ljósi þessa sýnist mér að Osama hljóti að vera einhverskonar arabískur Lúter.
marco (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 01:04
Er búinn að lesa þessar færslur allar með mikilli athygli. Hef nú alltaf talið mig vera frekar frjálslyndann hvað varðar trú og trúarbrögð yfirleitt.
Ég verð þó að segja eins og er að mér finnst nú málflutningur AK hafa snúist upp í það að vera nákvæmlega það sem hann fordæmir hér fyrst í bloggi sínu.
Rök Marco og Hippokratesar eru mjög serk og og ekki laust við að ég sé bara frekar farinn að hallast inn á þeirra skoðanir.
Hvað ertu að meina Svanur með þessu? "Það er hefð fyrir því, eins og þú veist örugglega, að túlkun hverrar setningar getur verið á 14 vegu sem hver hefur sitt heiti og hver hefur sínar ákveðnu áherslur."
Ef það má túlka hverja setningu í Kóraninum á 14 vegu, þá er varla von að það sé ágreiningur um túlkunina.
En eitt boðorð gef ég yður að þér elskið hver annan!
null og nix (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 07:21
Hippokrates, ég er hjartanlega sammála þér í fyrirlitningu þinni á kvennakúgun og hryðjuverkum.
En það má spyrja sig, hvað eru hryðjuverk og hvað ekki. Sumt af því sem að Bandaríkjastjórn og stuðningsmenn hennar flokka sem hryðjuverk ætti frekar að vera flokkað sem andspyrna við hernámi. Þar á ég að sjálfsögðu ekki við árásir á saklausa borgara.
Neddi, 12.6.2008 kl. 09:40
Takk til Skúla Skúlasonar ( nr 106 af athugasemdunum) fyrir ad benda á myndina "What the West should know"
Allir aettu ad kynna sér hana og taka afstödu eftir thad.
Kassandra (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 09:43
Góðan daginn lesarar og skrifarar og takk fyrir áhugan á skrifum mínum.
Neddi, færsla 107.
Ertu svona mikill heigull Neddi, þorirðu ekki að vita sannleikann um Íslam? Reyndu að manna þig upp og horfast í augu við sannleikann.
Ak-72 í færslu 109. Ég mundi benda þér á að kynna þér 40-50 ára sögu borgarastríðsins í opna Fjölmenningarríkinu Líbanon og síðustu afrek Hezbollah þar. Það er vasaútgáfa af íslamsvæðingu þjóðar.
SvanurG í færslu 124.
,, Hvernig skýrir þú að máttug siðmenning sprettur af kenningum "fullkomin illmennis"?“
Sk. Hvernig er það með þig Svanur G. Lest þú einhverja aðra mannkynsögu en við flestir. Íslamsvæðing hertekinna þjóða herja Allah tekur venjulega um 300 ár. Á því tímabili hafa oft komið fram nýjungar í vísindum, en ekki hjá Múslímum heldur Ekki-Múslímum. Hvað mörg Nóbelsverðlaun hafa Múslímar fengið, miðað við Gyðinga og Kristið fólk? Segðu okkur það nú SvanurG. Ég tel algjört getuleysi Múslíma á fjölmörgum sviðum í vísindum og tækni vera hugmyndafræði Mó/Allah að kenna. Þeir félagarnir drepa alla vísindalega dáð í dróma. Þannig er það einfaldlega.
Svanur G.: ,, Og hvernig getur þér ekki verið illa við fylgjendur "fullkomin illmennis"?“
Sk. Sk. Heyrðu Svanur, við erum yfirleitt að tala um hið Pólitíska Íslam og afleiðingar þess, en ekki almenna Múslíma. Af hverju þarftu og þínir sálufélagar alltaf að reyna að draga almenna Múslíma inn í þessa umræðu?
Svanur G í færslu 125:
,,Af því þú minnist á Kórnainn og lestur hans. Það er hefð fyrir því, eins og þú veist örugglega, að túlkun hverrar setningar getur verið á 14 vegu sem hver hefur sitt heiti og hver hefur sínar ákveðnu áherslur. Hvaða grein túlkunar hafðir þú hliðsjón af við lestur Kóransins?“
Sk. Ég man ekki betur en að Mó/Allah banni umræður um Kóraninn og að maður eigi að taka hann bókstaflega og fara eftir honum bókstaflega, enda er hann loka boðskapur Allah til jarðarbúa. Þessar fjórtán útleggingar, eru bara til að slá ryki í augu ,,heiðingjanna.“
Heiðar í færslu 127.
Þú missir alveg af aðalatriðinu, sem hið pólitíska Íslam og þau vandræði sem það fyrirbrigði skapar undir stjórn Íslamska Klerkaveldisins frá Moskunum. Það er nokkuð sem þú þarft endilega að kynna þér. Hér er ágætt tengi sem fjallar um hið pólitíska Íslam: http://blogg.visir.is/hermdarverk/2008/05/30/hi%c3%b0-stjornmalalega-islam-i-hluti/
Það er tilgangslaust að vera að tala um fólk, það er ekki málið, heldur stjórnmálin og stefnur þeirra, sérstaklega þegar fólki er talin trú um að stjórnmálastefna sé trúarbrögð eins og gerist með Íslam.
SvanurG í færslu 128.
Þessi færsla þín Svanur segir í raun ekki neitt. Hefurðu einhverja athugasemd við það að ég staðhæfi að Íslam sé verra heldur en Nazisminn. Viltu færa einhver rök gegn þeirri staðhæfingu. Þú hefur greinina svo það ætti að vera auðvelt fyrir þig að færa einhver rök fyrir þínu máli. Með athugasemdaleysi þínu við skrif mín um Íslam og Nazismann ertu í raun að viðurkenna að ég hef rétt fyrir mér. Sjá færslu á þessari slóð: http://hermdarverk.blogcentral.is/blog/2008/4/23/islam-of-fasisminn/
Því miður þá hagarðu þér eins og Múslímar í málflutningi. Þið segið mig lygara, en getið svo ekki andmælt neinu efnislega. Sem sagt staðhæfingar mínar eru réttar.
Neddi í færslu 131.
,, , hvað eru hryðjuverk og hvað ekki“
Sk. Hryðjuverk almennt eru skilgreind sem árás á almenna borgara sem hefur engan hernaðarlegan tilgang heldur aðeins til að hrella og hræða íbúana og hafa áhrif á kosningar meðal annars.
Skúli Skúlason
Sk.... .. Sk... (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 11:42
Marco reit;
Af ávöxtunum skulið þér þekkja þá Sagði Kristur. Þessi orð gerir þú ómerk. Af þínum orðum mætti halda að því meiri sem illskan er því betur fallinn er hún til að verða mankyninu til góðs, vegna þess að sönnu er ekkert er meiri illska en sú sem er klædd í skrúða þekkingar.
Marco reit;
Ég get ekki séð af þessum orðum þínum að skilningur þinn á góðu og illu risti mjög djúpt. Að helda að viðmótsþýður persónuleiki sé einhver mælikvarði á hvort þú er góður eða illur er barnalegt.
Svanur Gísli Þorkelsson, 12.6.2008 kl. 11:51
Kassandra færsla 132,
Þakka þér fyrir kass, Cesar biður að heilsa.
Bestu kveðjur,
Skúli.
Sk. ... Sk... (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 11:54
Skúli.Skrif þín hafa verið metin og veginn lagalega og efnislega og fundinn bæði ólögleg, ósönn og ófræðileg á allan hátt. Þau hafa orðið til þess að þér hefur verið úthýst með áróður þinn af öllum ábyrgum miðlum. Það gerir þér og það sem þú skrifar ekki þess virði að því sé svarað. Ég segi þetta hér svo aðrir lesendur átti sig á hvers vegna þér er ekki svarað efnislega hér eða annarsstaðar.
Svanur Gísli Þorkelsson, 12.6.2008 kl. 12:06
Svanur. Þú skrifar.
"Af ávöxtunum skulið þér þekkja þá Sagði Kristur. Þessi orð gerir þú ómerk. Af þínum orðum mætti halda að því meiri sem illskan er því betur fallinn er hún til að verða mankyninu til góðs, vegna þess að sönnu er ekkert er meiri illska en sú sem er klædd í skrúða þekkingar".
Hvenær hef ég sagt að íslömsk "siðmenning" væri mannkyninu til góðs? Ég held að ég sé ekki nógu merkileg persóna til að "ómerkja" orð Krists.
Þú skrifar:
"Ég get ekki séð af þessum orðum þínum að skilningur þinn á góðu og illu risti mjög djúpt. Að helda að viðmótsþýður persónuleiki sé einhver mælikvarði á hvort þú er góður eða illur er barnalegt".
Illar gjörðir gera fólk ekki sjálfkrafa að illmennum. Öll erum við syndarar. Sumir af böðlum nasismans voru sannarlega fórnarlömb nasismans á sama hátt og allir sjálfsmorðsprengjumenn íslams eru fórnarlömb íslams. (Oh boy, are they in for a disapointment) Að sjálfsögðu eiga illgjörðarmenn að fá refsingu. Aftur á móti er stefna sem ber í sér illsku allt annað mál, hún getur ekki iðrast og ekki er hægt að fyrirgefa henni. Það eina sem hægt er að gera er að forðast hana.
Þú virðist eiga erfitt með að skilja milli stefnu og fylgjenda hennar.
Það þarf kannski að útskýra þetta fyrir þér fjórtán sinnum.
marco (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 12:14
marco; Berðu á móti því að af Ilsamíska menningin hafi verð mankyninu til góðs?
marco reit; "Illar gjörðir gera fólk ekki sjálfkrafa að illmennum."
Hvernig er hægt að segja til hvort fólk er gott eða illt hvað þá dæma fólk, ef ekki af gjörðum þeirra?
Svanur Gísli Þorkelsson, 12.6.2008 kl. 12:22
Svanur. Síðasta svar þitt Skúla er ekki sæmandi. Þó að hinir og þessir telji skrif hans hitt og þetta þá er langt frá því að hinir og þessir hafi á nokkurn hátt sannað mál sitt.
marco (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 12:27
Svanur skrifaði:
"marco; Berðu á móti því að af Ilsamíska menningin hafi verð mankyninu til góðs?"
Já. Þetta ætti nú að vera öllum ljóst sem kunna að lesa.
Svanur skrifaði:
"marco reit; "Illar gjörðir gera fólk ekki sjálfkrafa að illmennum."
Hvernig er hægt að segja til hvort fólk er gott eða illt hvað þá dæma fólk, ef ekki af gjörðum þeirra?"
Er þá engum viðbjargandi ef hann hefur gert eitthvað illt af sér? Ég tel Múhameð hafa verið því sem næst fullkomið illmenni vegna eigin glæpaferils og þrotlausrar baráttu við að gera aðra að illgjörðarmönnum og gera svo að lokum guð almáttugan ábyrgan fyrir því.
marco (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 12:35
Þetta eru bara staðreyndir sem ég benti á. Hvað er að sanna í þessu sambandi? Þarf fólk að sanna hvaða álit þeir hafa á þessum skrifum. Eða þurf þeir að færa önnur rök en álit þeirra sérfræðinga sem þeir leita til? Hvað er málið?
Svanur Gísli Þorkelsson, 12.6.2008 kl. 12:36
Marco;
Það er ekki heil brú í þessari steypu hjá þér núna.
Fangaverðir Nasista í Dachau eru orðin "vænstu skinn", upphafsmaður Íslam er "fullkomið illmenni" og hin siðmenning múslíma varð mannkyninu ekki til góðs þrátt fyrir að um hið andstæða sé vitnað af öllum, ég segi öllum, helstu söguskoðendum heimsins.
Hefur þú áhuga á að sjá hvað menn eins og Gibbon, Ameer Ali, Toynbee, Hitti, Runciman, Arberry, og Watt hafa um málið að segja, eða viltu rengja þá líka?
Svanur Gísli Þorkelsson, 12.6.2008 kl. 12:47
Svanur skrifar:
"Skúli.Skrif þín hafa verið metin og veginn lagalega og efnislega og fundinn bæði ólögleg, ósönn og ófræðileg á allan hátt. Þau hafa orðið til þess að þér hefur verið úthýst með áróður þinn af öllum ábyrgum miðlum. Það gerir þér og það sem þú skrifar ekki þess virði að því sé svarað. Ég segi þetta hér svo aðrir lesendur átti sig á hvers vegna þér er ekki svarað efnislega hér eða annarsstaðar".
og svo:
"Þetta eru bara staðreyndir sem ég benti á. Hvað er að sanna í þessu sambandi? Þarf fólk að sanna hvaða álit þeir hafa á þessum skrifum. Eða þurf þeir að færa önnur rök en álit þeirra sérfræðinga sem þeir leita til? Hvað er málið?"
Er nú mat lögfróðra og annarra fræðimanna bara orðin einhver álit sem ekki þarf að sanna með neinum hætti?
Menn gætu byrjað á að tilgreina þá sérfræðinga sem standa að baki álitunum og vísað svo í meðfylgjandi rökstuðning.
Þó er alltaf best að mynda sér skoðanir, kynna þær og rökræða við andstæðingana án þess að vitna til einhverra alviturra ósýnilegra sérfræðinga.
Þetta vekur mikilvæga spurningu. Leitaðir þú til lögfræðinga vegna skrifa Skúla í þeim tilgangi að stöðva málflutning hans?
marco (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 12:53
Svanur. Þú ert slappur Sókrates.
Ég er að tala við þig. Ekki einhvern haug af nöfnum sem þú droppar. Er sjálfstæð hugsun kannski ekki þín sterkasta hlið?
Nú er ég farin að rengja Gibbon og Órangútan, ómerkja orð Jesú og búinn að taka slátrarana í Dachau í dýrlingatölu.
Var einhver að tala um hatursáróður?
marco (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 12:59
Marco; Þú snýst og snýst í hringi.
Þú skrifar;Nei, blog.is gerði það.
marco; Já þú rengir helstu sagnfræðina heimsins um leið og þú heldur því fram að siðmenning Íslam hafi ekki gert mannkyninu neitt gott. Svo einfalt er það.
Sjálfstæð hugsun er ekki mikils virði ef hún leiðir fólk út í kviksyndi fullyrðinga sem ekki standast neina skoðun. Það er líka betra að sjá hvaða upplýsingar eru til um málið áður en maður fer að mynda sér skoðanir.
Svanur Gísli Þorkelsson, 12.6.2008 kl. 13:40
Svanur. Já, vísað í sérfræðinga máli sínu til stuðnings. Í einni færslu skrifaðirðu um einhverja nafnlausa sérfræðinga og í annari nefnirðu einhvern haug af nöfnum. Engar tilvísanir, enginn rökstuðningur. Gjörsamlega tilgangslaust.
Ég hef ekki ennþá rengt þessa kalla þína. Ég hef bara þín orð fyrir því að þessir menn séu yfirleitt til. En aftur á móti vill svo til að til eru mörg gervivísindin.
Ég sagði að íslam hafi ekki verið mannkyninu til góðs. Það er ekki það sama og segja að íslam hafi ekki gert mannkyninu neitt gott. Þó get ég kvittað undir báðar fullyrðingarnar.
marco (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 14:43
Svanur í færslu nr. 138
,,Skúli.Skrif þín hafa verið metin og veginn lagalega og efnislega og fundinn bæði ólögleg, ósönn og ófræðileg á allan hátt.“
Skúli: Hvar er nú ritgerðin um hvað var ólöglegt, ósatt og ófræðilegt á allan hátt? Sannleikurinn er sá að sú ritgerð er ekki til, hefur aldrei verið til og verður aldrei til. Hver mat bloggsíðuna hrydjuverk.blog.is. Var það Salmann Tamimi, Djákninn Halldór, sem er með öll prófin sín í Kristinni Guðfræði, en engin í Íslömskum fræðum. Voru þetta ráðgjafar Geirs lögfræðings Moggans?
Svanur: ,,Þau hafa orðið til þess að þér hefur verið úthýst með áróður þinn af öllum ábyrgum miðlum.“
Skúli: Mér vitanlega hefur mér aðeins verið vísað af moggablogginu. Ertu að segja að það sé hinn eini ábyrgi miðill? Ég er hræddur um að ýmsir myndu vilja neita því.
Svanur: ,, Það gerir þér og það sem þú skrifar ekki þess virði að því sé svarað. Ég segi þetta hér svo aðrir lesendur átti sig á hvers vegna þér er ekki svarað efnislega hér eða annarsstaðar.“
Skúli: ,,Svanur minn, viðurkenndu það bara að þú ert enginn maður til þess að deila um þessi mál við mig efnislega, enda þarftu alltaf að fela þig bak við einhverja íslamska fræðimenn.“ Svo er ástandið um aðra Múslíma hér og erlendis sem ég hef staðið í skoðanaskiptum við. Þú beitir sömu Múslímalummunum og þeir. Ég kann þetta leikrit ykkar allt utanbókar og er ekki neinum vandræðum með ykkur.
Skúli Skúlason
Sk. Sk.... (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 14:50
Jesús Kristur í færslu 104.
Góðir lesarar, ég vil lýsa hermeð eftir honum ,,Jesús Kristi“ en hans hefur ekki orðið vart síðan ég lagði fyrir hann neðanskráðar guðfræðilegar fyrirspurnir í gær. Það er hugsanlegt að hann hafi farið á bókasafnið til að fletta þessu upp, en um það veit ég ekki, en það er brýnt að leysa úr þessum vandamálum. Ég set því fyrirspurnina hér inn aftur og vonast eftir svari:
Sæll aftur Jesús Kristur, fyrst ég er kominn í beint samband við þig, sem er alveg stórkostlegt þá er ég með brennandi spurningar yfir þig. Þannig er að þeir félagarnir Allah og Mó hafa verið að bera út hinn versta óhróður um þig og segj Kristna menn hafa falsað ritningarnar og segjast vera með hina einu sönnu Krisni í Kóraninum.
1) Þeir halda því meir en segja blákalt fram að þú sért ekki sonur Guðs, þrátt fyrir það að þú margtakir þetta fram í NT og spáð fyrir um komu þína í GT og segja að þú hafir svarið allt slíkt af þér í viðurvist Allah.
2) Þeir segja að það sé engin heilög þrenning til, það sé bara hjáguðadýrkun, því að Allah hafi enga félaga.
3. Svo segja þeir að þegar þú birtist á skýjunum og stígir niður til jarðar, þá ætlirðu að mala Krossinn og drepa Svínið (kristið fólk).
Ég hef séð að þú hefur birst á fjölmörgum vefsíðum og bloggum um víða veröld, og það má svo sem yfirfæra það á að þú komir þannig á skýjunum. Manni datt bara alls ekki í hug þessi bráðsnjalla lausn þín að nota internetið til að birta opinberanir þínar. Þú ert auðvitað alveg stór snjall og kemur með bestu lausnirnar.
Ég bíð ofsa spenntur eftir því að þú leysir nú endanlega úr þessum spurningum sem hafa haldið fyrir mér vöku síðan ég las Kóraninn fyrst um 1960.
Skúli Skúlason.
Sk. Sk. (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 15:10
Bara svo það sé á hreinu þá er sagan um mötuneytið og svínakjötið í Austurbæjarskóla bara urban legend. Hef það beint frá kennurum í nýbúadeildinnni. Það er alltaf boðið upp á brauð eða í stað heita matarins ef nemendur geta einhverra hluta vegna ekki borðað hann, hvort sem það er vegna trúar, hefða eða ofnæmis.
Kennarinn (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 15:33
marco reit;
Afsakaðu þetta marco. Þetta voru mín mistök að gera ráð fyrir að þú hefðir lesið sögu og þekktir a.m.k. til helstu sagnfræðina heimsins eða bóka þeirra.
Í öðru lagi gerði ég ráð fyrir að; ef þú hefðir ekki lesið neitt og fullyrðingar þínar væru bara út í loftið, þá mundirðu geta flett þessum "köllum" upp og komist í raun um að þeir eru virtir sagnfræðingar sem tillit er hægt að taka til og síðan kynnt þér hvað þeir hafa að segja um málið. - Ég legg til að þú takir þér aðeins hlé og lesir.
Síðasta setning þín er kostuleg.
Nefndu þá dæmi um eitthvað "gott" sem Íslam hefur gert, fyrst þú getur skrifað undir að svo sé.
Svanur Gísli Þorkelsson, 12.6.2008 kl. 15:44
marco reit ; "Það þarf kannski að útskýra þetta fyrir þér fjórtán sinnum."
Hérer smá innlegg í þessa túlkunarumræðu marco.
Svanur Gísli Þorkelsson, 12.6.2008 kl. 16:05
Svanur. Sparaðu mér sporin og komdu með einhver dæmi. Eða hefurðu kannski bara lesið kilina á þessum bókum?
Þú skrifaðir:
"Síðasta setning þín er kostuleg.
Nefndu þá dæmi um eitthvað "gott" sem Íslam hefur gert, fyrst þú getur skrifað undir að svo sé".
Þarna eru tvær fullyrðingar.
1. Íslam hefur ekki verið mannkyninu til góðs.
2. Íslam hefur ekki gert mannkyninu neitt gott.
Ég get skrifað undir báðar.
Þú þyrftir kannski að kíkja aftur í "Litlu gulu hænuna". Sú bók hefur kennt mörgum manninum að lesa.
marco (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 16:17
Þú er búinn að mála þig svo kyrfilega út í horn marco að þú kemst ekki neitt og grýpur því til barnalegra stæla og hártóganna. Slappaðu nú af og lestu.
Fullyrðingarnar eru; "Ég sagði að íslam hafi ekki verið mannkyninu til góðs".
og "Það er ekki það sama og segja að íslam hafi ekki gert mannkyninu neitt gott."
Sérðu ekki bullið í þér?
Svanur Gísli Þorkelsson, 12.6.2008 kl. 16:40
Skúli:
Hafðu engar áhyggjur...,ég ætla hvorki að drepa þig né annað kristið fólk. Þú getur andað léttara.
Hvað hann Lúsi gerir þegar þú (nánast óumflýjanlega) mætir þarna niður get ég svo engu lofað með.
Ég skal reyna að setja inn gott orð fyrir þig....við þekkjumst nú síðan í gamla daga.
Ef þessar spurningar hafa haldið fyrir þér vöku í nærri hálfa öld þá áttu þér nú ekki mikið líf.
Ég get lofað þér að það er ekki útbreidd skoðun meðal múslima að ég ætli að stíga niður og drepa kristið fólk eða að kristið fólk sé réttdræpt að öðru leyti.
En ég get líka lofað þér því að það er eflaust til eitthvað af múslimum sem er á þeirri skoðun. Þannig menn eru ekki gott fólk, um það þrætir enginn.
Það sem þú þarft að gera Skúli minn er að horfa í spegil og spyrja sjálfan þig þessarar spurningar:
"Er ég eitthvað skárri".
Með friði og von um betrun,
Jesú.
Jesús Kristur (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 16:42
Ágætu lesarar og skrifarar.
Ég held að það sé orðið nokkuð ljóst að SvanurG hefur takmarkaðan hæfileika til að mynda sér eigin skoðun á Kóraninum og kenningum hans, öðru vísi en að fara í túlkanir ,,íslamskra sérfræðinga" sem hann svo hleypur á bak við í hvert sinn sem hann er spurður að einhverju. ,,Sérfræðiálit" fyrrverandi Múslíma og annarra fræðimanna eru marklaus að hans áliti, enda ekki í takt við hans óskhyggju.
Marco á hinn bóginn skilur mælt mál í Kóraninum og hefur kjark til að horfast í auga við hinn íslamska veruleika og vinnur út frá því. Svanur G, hefur greinilega ekki þann eiginleika.
SvanurG er ennfremur ekki nógu og sjálfstætt hugsandi til að svara neinum af mínum fjölmörgu athugasemdum og lít ég því á hann á svipaðan hátt og sprungið dekk undir bíl, að hann er gagnslaus.
Skúli Skúlason.
Sk. .. Sk (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 16:50
Kæri Jesús minn,
Þú fyrirgefur, en ég átti nú von á afdráttarlausari svörum frá þér en þetta um svona mikilvæg spursmál. Þúgætir ef til vill leitað hjálpar hans Séra Baldurs hérna á þræðinum í þessum spursmálum hann hefur svörin sjálfsagt á reiðum höndum, hann er hvort eð er í þinni þjónustu.
Ég verð víst að sætta mig við það að það eru ekki allir ,,Jesús Kristur" sem segjast vera það.
Þú sem eintak ættir að athuga þinn gang í rólegheitum, og spyrja hvort þú sért ekki eitthvað annað en þú heldur að þú sért.
Kærar og einlægar kveðjur
Skúli Skúlason
Sk. ... .. Sk (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 16:58
Svanur. Ertu að segja mér að þú skiljir þetta ekki?
Þarna er fullyrðing innan fullyrðingar. Það má með einbeittum vilja misskilja þetta eitthvað en eftir stendur að ég get skrifað undir þetta allt saman og það er ekki með nokkru móti hægt að skilja þetta sem svo að ég haldi því fram að íslam hafi gert mannkyninu eitthvað gott.
Gæti verið. Ég sagði að himininn væri blár. Það er ekki það sama og að segja að himininn sé alltaf blár.
Kjarninn. 1. Himininn er blár. 2. Himininn er ekki alltaf blár.
Hvort tveggja er rétt, ekki satt? Geturðu fundið út að ég hafi í seinna tilvikinu meint að himininn væri alltaf blár. Talandi um hártoganir og barnaskap.
Það er ekki skrýtið að þú þurfir útskýringar við kóraninn.
marco (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 17:02
Gott kvöld Marco, þú stendur þig eins og hetja.
Ég er hræddur um að þetta sé allt of flókið fyrir hann SvanG.
Bestu kveðjur,
Skúli.
Sk. ... Sk. (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 17:45
Takk fyrir það Skúli.
Satt að segja hélt ég að mótspyrnan yrði harðari af hendi Svans. Hann virðist af ýmsum vera álitinn einhverskonar "átorítet" í málefnum íslams vegna mikils fróðleiks og djúps skilnings. Það kom mér verulega á óvart hversu auðvelt er að sópa gólfið með málflutningi hans og þarf ekki nema aðra höndina til.
marco (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 18:03
Gott kvöldið Marco
Mér sýnist á þessum færslum og frammistöðu SvansG að það sé hægt að afskrifa hann sem áhugaverðan álitsgjafa. Mér datt ekki í hug að hann væri svona slappur en ég hef séð svipaða frammistöðu hjá honum á öðrum bloggsíðum og svipaða útreið..
Bestu kveðjur,
Skúli.
Sk... ..Sk. (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 20:52
Hehe. Þetta er að verða eins og í stjórnmálunum. Stórar yfirlýsingar, lítið um rök og sannleikurinn látinn lönd og leið í þágu málstaðarins. Að loknum kosningum lýsa svo allir sjálfa sig sigurvegara og að andstæðingurinn hafi tapað. Mér sýnist að enginn hafi sigrað þessa rökræðu nema helst AK-72 með því að skrifa pistil sem kallaði fram viðbrögð sem sönnuðu málflutning hans sjálfkrafa.
Hreiðar (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 21:38
Ef ég mætti aðeins trufla ykkur við að bera saman á ykkur tippin þið kumpánar Skúli og Marco þá finnst mér persónulega að þig eigið ekki mikið í hann Svan hvorki í rökræðum né fróðleik.
Þann fróðleik sem þið nemið setjið þið nefnilega í gegnum hakkavél, "filterið" hann og aðlagið að ykkar mjög þröngu heimsýn. Fyrir utan hvað hann er mikið betur innrættur en þið.
Bara svona fyrir forvitnis sakir langar mig að spyrja að einu...hvað þekkið þið marga múslima persónulega?
Jesús Kristur (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 22:52
Alltaf talar þú um einstaklinga en ekki stefnu. Það mætti halda að þú kæmir af einhverju öðru málssvæði.
Svanur því miður nær ekki máli. Það kemur ekkert frá honum sjálfum heldur tafsar hann fyrst um einhverja sérfræðinga, setur svo upp einhvern kjánalegan menntahroka og endar með rakalausu bulli um rökþröt andstæðingsins og hengir sig að lokum í orðhengilshætti. Það þarf ekki mikið að hjálpa honum að hafa sig að fífli.
Ég veit ekki um innræti hans en þráhyggja hans við að verja helstefnu sem umber ekkert nema sig sjálfa ber því ekki gott vitni. Maður sem að opinberlega ver stjórnmálaafl sem að gengur milli bols og höfuðs á trúbræðrum hans í fullkominni harmoníu við manifestó sitt, ætti að draga hausinn út úr......ég veit ekki hverju, þrífa gleraugun og fara að skoða hlutina sjálfur en ekki aðeins í gegnum einhverja tillærða ritsóða.
marco (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 23:14
Ahem, "umber ekkert annað en sjálfa sig". Mig rámar að ég hafi bent á söguleg dæmi þar sem gyðingum var betur borgið undir stjórn múslima en kristinna, kristnir fengu að reisa og eiga land það sem kirkjur þeirra voru byggðar á o.fl. Er það óþol í garð annara?
Hvað með kristni, er hún ekki helstefna einnig ef við lítum á Bush og gjörðir hans:pyntingar, fjöldmaorð, mannréttindabrot o.fl. og allt út af því að Guð sagði honum að gera það? Hvað með Hitler, hann vitnaði til Lúthers og kristni, þegar hann þurfti að vvotta til um illsku gyðinga, er ekki kristni helstefna út frá því? Æjá, það gildir víst ekki þegar um aðra en múslima er að ræða, þeir gera allt út frá trúnni en Hitler og Bush út af öðrum hvötum samkvæmt þeim seka þá hatursstefnu sem sést hér m.a. og viða í Evrópu. Hatursstefnan sem íslamaphóbistarnir og öfgaklerkarnir boða, er hin eina sanna helstefna. Sami skíturinn, sitt hvorum megin við línuna og sama við erum yfir hina hafnir í hreinleika okkar, þeir eru svo vondir-kjaftæðið í gangi og báðir þykjast vera svo morally superior í prédikun illsku sinnar.
Og svona í lokin til að draga aðeins úr sigurvissu: það er ekki til sigur í rökræðum á internetinu:)
AK-72, 12.6.2008 kl. 23:32
Marco:
Með öðrum orðum, þú þekkir ekki einn einasta múslima persónulega...gotcha.
Hvað með þig Skúli?
Jesús Kristur (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 23:42
Marco;
Aftur horfir þú í augu sjálfs þín og líkar ekki það sem þú sérð. Þú bendir einum putta að mér og um leið þremur að sjáfum þér. Gremja þín drýpur af hverju orði þínu og engin getur hjálpað þér nema þú sjálfur.
Ég hef ekki áhuga á frekari viðræðum á þessum nótum, þær leiða greinilega ekki neitt gott af sér.
Ég óska þér alls hins besta,
Svanur Gísli Þorkelsson, 12.6.2008 kl. 23:55
Hippó:
sleggja smeggja....ég endurtek að ég er bara að spyrja fyrir forvitni sakir.
Jesús Kristur (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 00:10
Hippókrates. Góð ábending.
Ak-72, Það sem ég segi og hef alltaf sagt er að íslam er helstefna. Hún er ekki helstefna út af Osama og hans kónum heldur er stefnan sjálf ill. Þetta hefur alltaf verið mitt argument og þetta er það sem við erum svo ósammála um.
Það sem þú segir um kristindóminn er allt annar hlutur. Þú nefnir til kristin og nafnkristin illmenni að margra áliti og ætlar að negla kristnina út frá þeim. Ég vil meina að kristnin þ.e. stefnan sé ekki ill.
Jesús. Þetta er alltof ódýrt. Þekkir þú einhvern nasista? Ef ekki, geturðu þá ekki myndað þér skoðun á nasisma?
marco (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 00:14
marco: Er gyðingdómur "helstefna" ? Er sú stefna "ill"?
Jesús Kristur (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 00:19
Hippó:
"Gotcha" þýðir einfaldlega "skil þig". Hvorki minna né meira.
Marco:
Og meðan ég man.....ertu kristinn?
Jesús Kristur (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 00:22
Svanur. Ákefð, ekki gremja. Ég skil vel að þú viljir ekki ræða þessi mál meira við mig. Ég fer ekki nánar út í það. Mér þykir leitt hafi þér sárnað en get þó ekki varist þeirri hugsun að hér hafir þú bragðað á eigin meðölum. Þú og þínir félagar hafið oft á tíðum haft í flimtingum persónu og geðheilsu Skúla nokkurs Skúlasonar. Ekki satt?
Ég óska þér sömuleiðis alls hins besta.
marco (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 00:24
Jesús. Nei og nei. Ég tilheyri íslensku þjóðkirkjunni.
marco (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 00:27
Marco: Hefurðu lesið gamla testamentið?
Jesús Kristur (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 00:30
Já.
marco (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 00:36
Ég þekkti marga múslima þegar ég var erlendis og var með þeim á hverjum degi og þeir voru allir frábært fólk, en samt er ég sammála Marco og Skúla að Íslam er helstefna og búin til af manni sem var einfaldlega falsspámaður. Prufið að bera saman lífsstíl og orð Múhameðs við Jesú, Búdda, Krishna og þá sjáið þið að sá maður var ekki að flytja boðskap guðs. Þetta er einfaldlega augljóst þegar fólk skoðar trúarbrögð eitthvað af viti og trúir ekki í blindni.
Sigurður Árnason, 13.6.2008 kl. 00:45
Gott Hippkrates!
Ég skil ekki alveg áhuga manna á þrætubókarlist um smáatriði þegar að þessu máli kemur. Hér eru menn sem gjörsamlega hrauna yfir menn með gífuryrðum, ásökunum um rasisma, illt innræti og jafnvel geðveilu þegar þeir benda á augljósa hluti.
Afsáttur af málfrelsi og lögum vesturlanda til að láta undan kröfum múslima er að mínu mati alltaf óásættanlegur. Þeir verða aldrei saddir af honum.
Innflutningur á hræðilegu kynjamisrétti er eitthvað sem vesturlönd hafa ekkert við að gera.
marco (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 01:47
Góðan daginn góðir lesarar og skrifarar. Þið afsakið mig en ég fór að horfa á sjónvarpið milli 9 og 10 í gærkvöldi og að sofa um miðnætti. Ég er búinn að lesa miðnæturpóstana ykkar og sé að hann Jesús Kristur hefur ekki leyst úr þeim guðfræðilegu fyrirspurnum í færslum 104 og endurtekið í færslu 150, sem ég lagði fyrir hann, en hann hefur ef til vill ekki haft tækifæri til að ræða við hann Séra Baldur um málið. Vænti ég svars fyrr en síðar og úrlausnar á þessu flókna máli.
Einnig vildi ég benda ykkur á grein sem sýnir útbreiðslu Íslams í hinum ýmsu löndum heims og helstu ,,Jihad“ verkefni Múslíma eftir hlutfalli af íbúafjölda. Slóðin er þessi:
http://blogg.visir.is/hermdarverk/2008/06/12/islam-er-ekki-truarbrog%c3%b0/#comments
Jesús Kristur, bróðir besti, spyr mig í færslu 168 hvað marga Múslíma ég þekki persónulega. Ég þekkti marga hér fyrr á árum þegar ég ferðaðist mikið um Norður Afríku. Það var ágætis fólk, nema þeir sem voru að reyna að stela af manni, en það er önnur ella. Hins vegar hef ég verið mikið í skoðanaskiptum við Múslíma á Múslímastöðvunum í Bandaríkjunum og það er allt önnur tegund af fólki enda að reyna að framfleyta hinu pólitíska Íslam. En það eru ekki Múslímar almennt sem eru til umræði af minni hálfu, heldur hið stjórnmálalega Íslam. Það er fasísk stefna, sem býður upp á rasisma, kynþáttamismunun, kynjamismunun, barnaníð, sifjaspell, hernað til pólitískra áhrifa, valdarán með blóðugri byltingu (Kóran 008:039 og 002:193) eignaupptöku, þrælahald, þrælasölu, fjölkvæni og endalausan sora með ofbeldi og grimmdarlegum, lævísum og vélráðum útbreiðsluaðferðum.
Sk. Sk....... (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 10:12
Jafnrétti kvenna í Íslam: (sjá sló: http://www.theillustratedpig.blogsport.com)
Ramses II (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 14:57
ég hafði það nú ekki í mér að lesa allar þessar athugasemdir en ég hafði gaman af greinini.. eitt sem mér þótti spaugilegt er þú varst að lýsa óvininum þá fór ég ósjálfrátt að hugsa um tyrkjaránið. ég veit nú ekki af hverju. var að spá hvort ég hefði verið heilaþveginn á mínum skólaárum i breiðholtinu. allavega fannst mér skrítið að fara hugsa um tyrki alltíeinu.
ragz van der breiðholt (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 18:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.