Project 100-Kvikmyndataka á Menningarnótt

Stundum fáum við félagarnir svo skemmtilegar hugmyndir að við verðum að framkvæma þær. Ein af slíkum kom upp á "brain-storming" á Patró  þegar heimildarmyndahátíðin Skjaldborg stóð sem hæst. Eftir að henni hafði verið varpað fram og menn hugsuðu meir og meir, því ákveðnair urðum við í því að framkvæma hana, enda vorum við ekki komnir á það stigið að fara að leysa öll heimsins vandamál yfir bjór en eins og margir kannast örugglega við, þá gleymast slíkar lausnir fljótt. Hjólin fóru svo fljótlega af stað eftir heimkomu og opnuðum við annarsvegar Facebook-síðu og svo heimasíðu sem DV tókst reyndar að skrifa vitlaust þegar þetta var kynnt þar en aðsetur hennar er: www.projecthundred.com.

En hver er hugmyndin? Hún er frekar einföld á pappír. Við ætlum að fá 100 manns, helst með mini-DV vélar, til að taka upp klukkutíma af tónleikunum á Menningarnóttu í samvinnu við Reykjavíkurborg, og klippa saman í eina mynd sem verður allt að 55-60 mínútur þar sem allir fá að njóta sín. Ekki má slökkva á vélum frá því að byrjað er en á meðan tökum stendur hefur þáttakandinn algjörlega frjálst val um efnistök, sjónarhorn eða annað þó við setjum þær takmarkanri að halda sig innan tónleikasvæðis. Ætlunin er svo í framhaldi að sýna myndina á Skjaldborg og svo á Menningarnóttu 2009 og verður myndin svo í framhaldi aðgengileg á heimasíðunni. 

Þessa daganna erum við í leit að sjálfboðaliðum til að taka þátt í þessu og hafa nokkrir skráð sig og það ánægjulegasta var að fyrsti þáttakandinn var 54 ára gömul kona. Okkar draumur er nefnielga að fá sem mesta breidd í aldri, kyni, störfum, reynslu o.fl. til að ná flóru samfélagsins á bak við vélina. Talandi um reynslu, þá gerum við engar sérstakar kröfur um reynslu, eingöngu um það að fólk komi með sína vél sjálft, við ætlum að skaffa mini-DV spólur sjálfir og stefnum að því að halda kynningu á kvikmyndatöku fyrir þáttakendur þar sem rennt er yfir grunnatriðin.

Ef þið viljið vita meir, þá kíkið endilega á heimasíðuna og skráið ykkur eða sendið spurningar. Ef fólk er ekki viss um vélarnar sínar, þá getum við fundið út hvenrig þær eru. Eins og ég sagði, við viljum helst Mini-Dv til að auðvelda eftirvinnsluna sem verður bilun en ætlum ekki að vera neitt strangir á því, við viljum að þetta gerist frekar en að hengja okkur á smáatriði.

Að lokum þá væri ég mjög þakkláttur ef fólk getur látið áhugasama vita eða jafnvel sett upp auglýsinga-"banner" á síðuna sína en hann má finna hér og stærri útgáfu hér.

 Bið ykkur vel að lifa.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrea

Frábær hugmynd! Algjörlega hæfileikalaus á þessu sviði en hlakka til að sjá afraksturinn

Andrea, 16.6.2008 kl. 19:49

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Setti upp borðann. Vona að þetta gangi upp :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 16.6.2008 kl. 20:23

3 Smámynd: AK-72

Þakka þér fyrir kærlega,  Svanur. 

Og einnig takk fyrir okkur Andrea. Það er nú samt um að gera að reyna og athuga hvort mðaur hafi hæfileika, allavega stendur þer það til boða að vera með, jafnvel þó þú hafir enga reynslu eða teljir þig ekki hafa hæfileika:)

AK-72, 16.6.2008 kl. 20:46

4 Smámynd: Andrea

Takk fyrir það :) En ég er ein af þessum sem hef ekki listrænt/skapandi gen í öllum skrokknum! En ég bæti það bara upp með því að vera aktívur neytandi hinna ýmsu lista:)

Andrea, 16.6.2008 kl. 21:53

5 Smámynd: Geimveran

Mér finnst þetta frábær hugmynd og veit að þetta verður flott.

Kvikmyndagerðagúrúið úr minni fjölskyldu er þegar búið að skrá sig eins og þú veist og ég er alltaf að auglýsa þetta meðal vina og ættingja - veit að einhverjir ætla að skoða þetta

Spurning um að fara að æfa sig í bænum í dag.

Geimveran

Geimveran, 17.6.2008 kl. 09:55

6 Smámynd: AK-72

Blessuð Bryndís,

Mini DV er Digital Video-tökuvél sem notar litlar spólur, svokallaðar Mini-DV spólur.

Ef þú sendir mér fullt nafnið á Samsung-vélinni þá gæti ég tékkað fyrir þig ef þú ert ekki viss

AK-72, 20.6.2008 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband