Skrítnar áherslur

Ég veit ekki hvort fleirum hafi fundast það frekar undarlegt, en allavega finnst mér frekar skrítið hvað kerfið skyndilega virkar fljótt í þessu máli. Á tæpum sólahringi er búið að yfirheyra þa ákærðu ásamt vitnum og gefa út ákæru. Síðan eftir þingfestingu málsins er þeim sleppt lausum.

Um svipað leyti er manni rænt, honum misþyrmt hrottalega og hent út úr bifreið á ferð, nokkuð sem auðveldlega hefði getað valdið dauða mannsins. Hann kemst illa leikinn að verslunarmiðstöð þar sem hann brýtur rúðu til að fá aðstoð. Einn af hrottunum sem grunaður er um verkið, er handtekinn, færður til yfirheyrslu og loks sleppt til að hann geti samræmt sögu sína við hina þrjá sem ganga lausir. Hverjir ætli séu meiri ógn við almenna borgara?

Þessi ólíku viðbrögð kerfisins virðast því miður vera regla fremur en undantekning þegar kemur að mótmælendum eða þeim sem valdhafar hafa skoðun á. Öllu var til tjaldað fyrir austan fjall þegar verið var að mótmæla fyrir austan tjald, einkaher ríkislögreglustjóra sendur á svæðið og ekki til sparað í aðgerðum gegn "stórhættulegum" mótmælendum í tjaldbúðum. Meira að segja var gengið svo langt að matur var tekinn ófrjálsri hendi af ofstækisfulum sérsveitarmönnum, af borgurum sem höfðu það eitt sér til sakar unnið og það var að keyra nálægt tjaldbúðum mótmælenda. Við það bættist að ríkissaksóknari viðhaðfðist ekki þegar lögreglumaður reyndi að keyra mótmælanda niður, heldur kærði mótmælandann fyrir skemmdir á bifreiðinni eftir framburð sama lögreglumanns. Hvar voru áherslurnar á hlutlausa rannsókn þá?

Á sama tíma hefur sifellt meir og meir verið skorið niður til almennra löggæslustarfa og lítið sem ekkert tekið á ofbeldismönum og öðrum harðsvíruðum glæpamönnum sem ógna almenningi og nú í dag er mönnun almennra lögreglumanna  þegar kemur að álagstímum hér á Reykjavíkursvæðinu, varla nægileg til að halda almennri gæslu á sveitaballi.

Ekki má gleyma trukkamótmælendum einnig. Skyndilega birtist þar óeirðarlögregla vegna þess að þeir höfðu truflað silkihúfur við það að troða ofan í sig einhverri steikinni á kostnað skattborgaranna, við atviksem eftir á sérð er á mörgu leyti sambærilegt á við það þegar SUS-arar ryðjast inn á skattstofuna með stælum og jafnvel smá ofbeldi í garð borgaranna, hindrandi lögbundinn rétt manna og truflandi starfsemi opinberra stofnanna. Hvar er þá óeirðarlögregla?

Svo er það nú Baugsmálið þar sem hundruðum milljóna er eytt í handónýtt mál og allur tiltækur mannafli kallaður til. Á sama tíma er lögreglan tregari en andskotinn, þegar kemur að því að rannsaka einn stærsta þjófnað Íslandssögunnar eða olíusamráðsmálið, dregur lappirnar og með semingin lætur einn mann í verkið, svo tryggt sé að það klúðrist. Hvar voru t.d. endurákærurnar og mannafli þá?

Fleiri skrítnar áherslur finnast og ekki bara í glæpamálum. Þegar tengdatóttur ráðherra vantaði ríkisborgararétt til að geta komist á námslán, þá var því reddað á átta dögum af Útlendingastofnun, ráðuneytum og Alþingi. Á sama tíma bíður fólk eftir afgreiðslu ríkisborgaréttar í marga mánuði eða ár ásamt því að flóttamenn dúsa í húsi einu á SUðurnesjum jafnvel árum saman. Og vei þeim sem asnast til að kvarta yfir því, viðkomandi verður sendur í mun verri búiðir á Ítalíu þar sem hans bíður farseðil aðra leðina heim í gröfina jafnvel. Sá hefði betur nefnt námslán fyrst, hælisvistin hefði örugglega beðið í næsta Cheerios-pakka frá 'Utlendingastofnun til handa honum.

Er ekki kominn tími til að taka til í þessu kerfi svo að lög og regla gildi um alla, og eðlileg vinnubrögð séu höfð í öllum málum, ekki þau vinnubrögð sem þóknast valdhöfum hverju sinni. Er ekki einnig kominn tími til að kerfið virki þegar kemur að glæpamálum en ekki þegar það kemur að mönnum sem valdhöfum er í nöp við? Er svo ekki kominn tími til að mannslíf séu meir metin en hagsmunir fyrirtækja og peningamanna?

Skrítnar áherslur segi ég bara.

 


mbl.is Neituðu sök fyrir dómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hin Hliðin

Nokkrir góðir punktar en að megninu til ert þú að tala með rassgatinu.

Hin Hliðin, 29.7.2008 kl. 22:40

2 identicon

Þessi pistill ætti að fara í blöðin,svo fleiri gætu lesið athyglisvert hjá þér takk.

Númi (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 23:09

3 identicon

Góður pistill.

Þegar málin eru borin saman með þessum hætti, verður ósamræmið augljóst. Þannig á opinber stjórnsýsla EKKI að vera.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 07:45

4 identicon

Heldurðu virkilega að lögrelgan hafi verið

stofnuð til að hjálpa og vernda plebba eins og þig?

Ágætt að þú skulir vera að sjá ljósið félagi.

Þú splæsir næsta bjór!

Hebbi (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband