18.10.2008 | 20:26
Illa unnin frétt, skjaldborgin um Davíð og umhugsanarverð blaðamennska
Það er ekki svo langt síðan að Pétur Gunnarson fyrrum Eyjumaður, gagnrýndi fjölmiðla fyrir tilkynninga-blaðamennsku og er þessi frétt um mótmælin á Austurvelli gott dæmi um slíkt. Hún er byggð upp á tveimur tilkynningum og ber þessi greinilega merki að viðkomandi hafi ekki veirð á svæðinu, ólíkt mér.
Fyrir það fyrsta þá sýndist mér vera e.t.v. um 2 þúsund manns þarna , frekar en fimm hundruð og gætu verið talsvert fleiri. Mikið af fólki bættist í hópinn eftir að mótmælafundurinn hófst og gæti jafnvel verið mun meiri fjöldi hafa verið þarna.
Svo er það þetta með að verið sé að leggja Davíð í einelti og hann einn eigi að axla ábyrgð. Það er engan veginn ekki rétt enda voru ég sem og mitt fólk þarna undir þeim formerkjum, að það yrði að skipta um stjórn og stjórnendur Seðlabankans 1,2 og 3. Ekki vorum við þau einu, heldur einnig allir þeir sem tóku til máls ásamt því að fleiri yrði að draga til ábyrgðar. Hörður Torfason orðaði það mjög snyrtilega að tll þess að draga mennina sem hafa leitt okkur til glötunar, yrði að taka tappan úr baðkarinu fyrst til að baðkarið tæmdist, og Davíð er sá tappi. Ef hann fer, þá fylgja þeir á eftir sem bera ábyrgð á þessu öllu.
Annars velti ég nú þessu fyrir mér með hversu mikil skjaldborg er slegið utan um einn mann. Það virðist vera minni áhugi hjá Sjálfstæðismönnum að taka á málunum heldur en að bjarga þessum fallna foringja sínum frá því að þurfa gjalda gjörða sinna. Frekar á þjóðarskútan að farast heldur en að sól hans hverfi í myrkur sögunnar ásamt græðgisvæðingunni sem hann á sinn þátt í. Maður veltur því einnig fyrir sér hvort menn séu bara hreinlega í svona mikilli afneitun um þátt hans í glötun okkar eða hvað það sé. Hann er ekki eini aðilinn sem er ábyrgur heldur einn af tugum, ef ekki hundruði, og allir verða þeir að þeir að víkja frá völdum.
Því miður verður örugglega þannig að á meðan Björn Bjarnason og Sjálfstæðisflokkurinn stjórnar rannsókn mála, þá verður hvítbókin hvítþvottur á þeirra innvígðu og innmúruðu flokksmönnum og ræstingakonunni kennt um. Ekki get ég allavega séð að byrjunin hafi verið beysin,fólkið sem bar ábyrgð á sjóðunum og IceSave situr sem fastast í Landsbankanum sem er skipaður pólitískr sjtórn, og Illugi Gunnarsson ekki einu sinni spurður af fjölmiðlum um ábyrgð sína sem stjórnarmanns í Glitnis-sjóðum.
Svo má velta því fyrir sér að lokum hvort það hafi ekki áhrif á dómgreind blaðamanna Morgunblaðsins að vera fyrst og fremst flokksmálgagn en ekki fjölmiðll. Allavega virðist ekki fara mikið fyrir blaðamennsku þegar kemur að þætti Sjáflstæðsiflokksins og Davíðs í þessum málum, heldur er forðast að ræða þau mál. Allavega hefðu flestir fjölmiðlarslegið því upp á forsíðu að Seðlabankasjtóri væri að hringja í forstjóra N1 til að segja honum að fyrirtækið fengi gjaldeyri, og hjólað í Seðlabankastjórann og samflokksmann hans á Alþingi, sem er stjórnarformaður sama fyrirtækis. Er ekki hlutverk fjölmiðla einmitt að vera ekki að fela sovna hluti heldur draga þá fram? Er ekki hlutverk fjölmiðla að veita aðhald í stað þess að sitja eins og þægir rakkar í bið eftir frétt matreidda af valdamönnum, ef þeim það þóknast.
En svona er það, það mun ekkert breyast hér heldur ræður hið gamla Ísland ríkjum enn með þægum fjölmiðlum, spilltum stjórnmálamönnum og gráðugum hýenum i teinóttum jakkafötum.
Mótmæla Davíð Oddssyni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
- don
- soleys
- tharfagreinir
- sigurgeirorri
- neddi
- smali
- omnis
- nanna
- baldurkr
- siggi-hrellir
- gorgeir
- paul
- geimveran
- skari60
- semaspeaks
- vest1
- thj41
- gudrunlilja
- zeriaph
- siggisig
- gudbjorng
- svatli
- athena
- ace
- ragnarb
- einarolafsson
- amadeus
- brell
- thorsaari
- tbs
- vilhjalmurarnason
- patent
- jennystefania
- drum
- folkerfifl
- larahanna
- ragnar73
- hildurhelgas
- ladyelin
- sigurduringi
- sij
- hedinnb
- valgeirskagfjord
- hehau
- baldvinj
- jonarnarson
- olinathorv
- saemi7
- agustg
- ingaragna
- liljaskaft
- astajonsdottir
- reisubokkristinar
- lehamzdr
- sparki
- malacai
- leifur
- evaice
- gus
- tryggvigunnarhansen
- kjarri
- vistarband
- fun
- einari
- spurs
- annaeinars
- gattin
- kaffistofuumraedan
- launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
heyr heyr.. sammála hverju orði !!
Óskar Þorkelsson, 18.10.2008 kl. 23:47
Ótrúlegt hvað þjónar Davíðs og Björns Bjarnasonar leggja sig niður við að skrökva að fólki, og ekki vex traust okkar á að dómsmálaráðherra skipi saksóknara til að rannsaka bankamálin þegar þjónar hans skrökva um svona einfalda hluti sem við öll sjáum berum augum að er lygi. Ég tók nokkrar myndir sem má sjá á blogginu mínu, augljóslega voru þarna miklu fleiri en „á fimmta hundrað“.
Helgi Jóhann Hauksson, 18.10.2008 kl. 23:53
heyr heyr .....
gerið reyðasafnið að Fíflasafni, stillið þar inn hálfvitunum og auglýsið.
Garanterað að það hrífur túristann næsta sumar.
Idiots on display !
Svona líta þeir út. varist að svona komist að völdum meira en í eldhúsinu heima hjá sér.
hvutti, 19.10.2008 kl. 09:42
Öllum Þingmönnum sjálfstæðis og framsóknar ber að reka burt úr þinghúsi og banna þeim að koma nálægt því framar. svo þarf að höfða víðtækt sakamál, gegn þeim og bankastarfsmönnum sem hlut eiga að máli. En allra nauðsynlegast er að við gerum stjórnmálamönnum ljóst strax að þetta verður ekki liðið, með öllum þeim ráðum sem til þarf
Þórhallur, 19.10.2008 kl. 11:18
grein i e24.no í dag um DO og hrunið í bankakerfinu... sagt er þar berum orðum að DO hafi ekki hlustað á ráð FAGMANNA í bankakerfinu.. og bara olnbogast áfram með sína stefnu... sem er gjaldþrota í dag.
http://e24.no/makro-og-politikk/article2717323.ece
Óskar Þorkelsson, 19.10.2008 kl. 11:27
Fréttamennskan af þessum fundi var eins og allar upplýsingar kæmu frá Lögreglunni um fjöldann. Hún sagði 400 manns og svo 500 manns. En blaðamennska á Íslandi hefur sl. ár einkennst af því að koma á framfæri því sem búið er að matreiða ofan í „blaða“mennina.
Ævar Rafn Kjartansson, 19.10.2008 kl. 15:14
Ég sá ábendingu um þessar tölru lögreglunnar og fréttaflutninginn. Fréttirnar eru settar í loftið rétt eftir klukkan þrjú um að þarna séu fimm hundruð manns. Fyrsta frétt með töluni er kl. 15:10 á DV og svo var fyrsta útgáfan af mótmælafréttinni sett í loftið hér á mbl.is kl. 15:22. miðað við það sem má sjá hér á málefnin.com. Þar má einnig sjá ábendingu um það að ljósmyndirnar eru frá því þegar Hörður Torfa var að spila ÁÐUR en tónleikarnir hófust og fréttinni er allavega breytt tvisvar yfir daginn.
Eru þetta fagleg vinnubrögð fjölmiðils?
AK-72, 19.10.2008 kl. 15:28
Þetta er sannarlega afar dapurleg lesning, en við hverju er að búast þegar fólk hefur ekki grunnskilning á talningu og samlangningu.
Auðvitað voru ekki 2000 manns þarna en þar sem almennt hefur verið venja lögreglu að oftelja mætti ætla að frekar hafi verið þarna 400 manns en ekki 500.
En þetta er FLOTT frekari landkynning hjá Reuters - verið stolt ! ... og haldið áfram að moka holuna.
Þetta er náttúrulega Davíð að kenna - og líka þessi litla mæting - er það ekki?
Sigrún G. (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 15:35
Talan 500 kemur beint frá lögreglumönnum sem eru þjálfaðir í því að áætla mannsfjölda á tilteknum svæðum. Við tökum þær tölur yfirleitt trúanlegar nema eitthvað mikið misræmi virðist vera, enda erfitt að sjá hvaða hagsmunum lögreglan hefði að þjóna með því t.d. að halda Davíð við völd.
Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 18:24
Ég get reyndar ekki annað en tekið undir að þetta er ekki sérlega fræðandi eða djúp frétt sem þú linkar á. Ég er bara að benda á hvaðan talan sjálf kemur, fjölmiðlar giska ekki á slíkt né skálda það - það er bara hringt í lögguna.
Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 18:26
Svo er Samfykingin Svikarar við þjóðin þjóðin kaus hana ekki til að fara með Sjálfstæðisflokki heldur til að fella hann úr stjórn
Burt með Samfylkingu og sjálfstæðisflokk
Æsir (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 20:01
Ef Davíð verður látinn fara þá klofnar Flokkurinn. Það má ekki gerast. Því er forgangsröðin einföld: Flokkurinn fyrst þjóðin svo. Þó það þýði algert efnahagshrun............til laaaaaaaaaaaangs tíma.
Kristjana Bjarnadóttir, 19.10.2008 kl. 22:32
Var að skrifa pistil um talninguna, sem er fáránleg.
Lára Hanna Einarsdóttir, 20.10.2008 kl. 02:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.