Hýenur hlutabréfamarkaðarins-Grein frá því í sumar og eftirleikur hennar

Þegar Exista stal af mér hlutabréfunum í Símanum síðastliðið sumar, þá ákvað ég í reiði minni að skrifa grein í Morgunblaðið, þar sem ég lýsti framferði þeirra sem því miður vakti ekki mikla athygli nema hjá vinnufélögum, vinum og ættingjum. Greinin sú fór ekki vel í þá Exista-menn og var einn þeirra sendur í það að svara mér. Svargreinin var annarsvegar hálfgerð lofgrein um hvað Exista væri stöndugt og æðislegt fyrirtæki og hvað þeir hefðu marga hluthafa. Reyndar var þetta með hluthafana ansi vafasamt þar sem margir þeirra höfðu eignast bréf í Exista þegar Kaupþing ákvað að sleppa því að greiða út arð í peningum, heldur lét hluthafa sína fá Exista-bréf, hvort sem var um að kenna blankheitum eða öðru.

Restin af greininni fór í hrokafullan skæting sem mannin fannst varla svaraverður, þar sem annarsvegar var gefið var í skyn að maður væri að ljúga og jafnvel eitthvað klikk fyrir að hafa viljað halda mínu hlutafé í Símanum. Að lokum klykkti manngreyið út með því að það væri nú aldrei hægt að gera öllum til geðs og að sjálfsögðu yrðu alltaf einhverjir óánægðir með það að vera rændir.....ég hef nú ekki séð enn fólk dansa um af gleði yfir því að vera rænt.

Svo leið sumarið, ég sendi inn fyrirspurn um gjörðir Exista og hvort þetta væri leyfilegt, til FME sem af sinni alkunnu vandvirkni og áhugamennsku um hagsmuni almennings, svaraði aldrei. Í framhaldi tóku miklar annir við, sem höfðu meiri forgang en að hjóla í Exista strax þó ég hugleiddi næstu skref. Ég hugsaði mér að e.t.v. ætti maður að reyna að hafa samband við e.t.v. Vilhjálm Bjarnason, þingmenn og jafnvel viðskiptaráðherra með beiðni um að hið minnsta yrði tekið á þessum málum svo stórfyrirtæki gætu ekki rænt pínulitla hluthafa í krafti valds síns. En svo dundi ósköpin á þjóðinniog í dag, segi ég fyrir mitt leyti að ég græt svo sem ekki peningin en maður vill að tekið sé á siðferðinnu og að svona geti ekki gerst. Reyndar vonast ég einnig til þess að Björgvin viðskiptaráðherra leyfi mér að fara inn í Exista, fremstan í fararbroddi víkingasveitar, þegar kemur að því að taka þurfi til á þeim bænum. Ég þarf nefnilega að svara svargreininni.

Hérna er þetta greinarkorn:

"Hýenur hlutabréfamarkaðrins

Þann 11. Júní síðastliðinn fékk ég símtal frá Kaupþing sem er í eigu Exista hf., þar sem mér var sagt það að Exista hf. hefði ákveðið að hrifsa af mér hlutabréfin sem ég átti í Símanum eða Skiptum eins og það kallast í dag, í skjóli þess að vera orðinn stærsti fanturinn á skólalóðinni, þ.e. stærsti hluthafinn. Þetta hafði þeim tekist eftir einstaklega vafasöm brögð við það að setja Skipti á markað og kippa í burtu örstuttu síðar án þess að gefa almenningi færi á að eignast hlut í fyrirtækinu líkt og var skilyrði einkavæðingar Símans. Í framhaldi af því þá gerði Exista hf. yfirtökutilboð sem ég ákvað að ganga ekki að enda hafði ég grun um að Exista hf. væri frekar vafasamt fyrirtæki siðferðislega og betra að halda mínum bréfum sem ég hafði átt og vildi eiga, frá því 2001 heldur en að láta hlunnfara sig. Því miður höfðu þeir þá lagaglufu sem kallast innlausn og gefur þeim svipuð réttindi til að ræna nesti smælingjanna líkt og sambærilegir fantar á skólalóðinni og sönnuðu fyrir mér grunsemdir mínar.

Í staðinn fyrir þetta ágæta nesti sem maður átti í formi hlutabréfanna í Skiptum, þá átti ég að fá hlutabréf í Exista að „sama andvirði“, sem myndu afhendast mánuði eftir ákvörðun Exista hf um innlausn án kosts um að geta losnað við þau. Ef þau „jöfnu“ skipti eru skoðuð nánar, þá má sjá þetta er álíka og að láta rífa af sér góða nautasteik og vera afhent vel úldið og maðkað hrossakjöt í staðinn og fullyrt að það sé sami hluturinn. Exista hf. ákvað nefnilega hvað hlutabréfin í sér og Skiptum væru mikils virði, verðlagði eigin bréf á genginu 10,1 og gáfu svo út hlutabréf í sjálfu sér til að standa undir þessu. Þegar ég fékk vitneskju um þetta þá stóð raungengi Exista í 8,85 og hafði einmitt lækkað frá verðlagningu Exista sem gilti. Í dag þegar þetta er skrifað, stendur gengið í 7,60 og má alveg reikna með að það verði komið lægra þegar ég fæ loksins hlutabréfin í þessu fyrirtækii. Ef við setjum þetta upp í krónutölu þá er e.t.v. auðveldara að gera sér grein fyrir tapinu og miðum við gengi hlutabréfanna x 10 þúsund hlutir.

2. júní þegar stjórnin ákveður að gefa út hlutabréf : 101.000 kr.

11. júní þegar ég fæ vitneskju um þetta: 88.500 kr.

28. júní þegar greinin er skrifuð: 76.000 kr.

2. júlí þegar loksins bréfin í Exista eru afhent mér: 70.000 kr. eða lægra?

Í lögum er kveðið á að þegar innleyst eru bréf í skjóli fantaskaps stærsta hluthafans, þá beri að greiða fyrir það með raunverulegu andvirði. Eins og sjá má þá er það ekki gert, heldur er verið að féfletta mig ásamt öðrum sem í þessu lenda, auk þeirra sem gengu að yfirtökutilboði Exista hf. með því að afhenda mér ekki raunverulegt andvirði í peningum. Í staðinn fær maður lélegan og illa lyktandi skeinipappír á yfirverði sem er ekki í neinu samræmi við raunveruleikann og ekkert reynt að bæta það tap sem verður vegna biðtímans. Við það bætist að ég hef engan áhuga á að eiga hlut í fyrirtæki þar sem siðlaust fólk ræður ríkjum . Að mínu mati er þetta því ekki annað en hreinn og klár þjófnaður þó löglegur sé, sérstaklega með tilliti til þess að Exista gefur ekki færi á að fá andvirðið í peningum, heldur fær einhliða að setja alla skilmála sjálft og ræður því algjörlega hvað það lætur fólk fá í staðinn fyrir eigur þess. Ég veit allavega að ef ég myndi haga mér svipað sem einstaklingur þá sæti ég annað hvort inni eða lögreglan væri að vara við þessu sem nýju formi af Nígeríu-svindli.
Í augum leikmanns eins og mér, lítur þetta út sem að hafi verið ætlunin allan tímann hjá því kaldrifjaða og samviskulausa fólki sem fer með stjórnun hjá Exista. Þeir ná þarna að sleppa við að greiða um 25% kaupverðs í Skiptum og munu svo örugglega í framhaldi kaupa hlutabréfin af fólki sem þeir hafa þannig prettað, á spottprísi. Þegar þeir hafa svo náð því til baka sem þeir gáfu út til að „fjármagna“ kaupin í Skiptum, verður svo bréfunum ýtt upp á ný, þeir koma út í gróða og hafa náð að sölsa undir sig stöndugt fyrirtæki með siðlausum klækjum og bellibrögðum á kostnað annara. Þetta er ekki ólíklegt því annað eins hefur gerst og viðskiptasiðferðið frekar dapurt meðal fjárfesta hér á landi.

Að lokum fær þetta mann til þess að hugsa um hvort það sé ekki þörf á því að viðskiptaráðherra beiti sér fyrir lagabreytingum sem geri það að verkum að litlir hluthafar njóti einhverjar verndar frá þeim stóru sem haga sér svipað og Exista o.fl. slíkir. Hér á landi virðist einnig vanta lög til að bæta viðskiptalegt siðferði og vernda almenning fyrir þeim rándýrum sem leika lausum hala í viðskiptalífinu og rífa fólk á hol fjárhagslega. Því er ekki skrítið að fólk eigi létt með að trúa því að bankarnir standi fyrir gengisfellingu krónunnar, sérstaklega þegar viðskiptalegt siðleysii virðist ríkja meðal fagfjárfesta . Ég hvet að lokum fólk til að forða sér frá því að láta peninga sína í fyrirtæki á hlutabréfamarkaði eða sjóði þar sem Exista og slík fyrirtæki fá að leika sér með, því það er öruggt að slíkar hýenur hlutabréfamarkaðsins munu ganga í burtu hlæjandi, með annara manna fé í sínum vösum.  "


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kreppumaður

Djöfulsins nauðgun á almenningi og ekkert annað.

Kreppumaður, 22.10.2008 kl. 20:33

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

jahérna..... 

Óskar Þorkelsson, 22.10.2008 kl. 23:05

3 identicon

seldu sem fyrst, meðan e-ð fæst fyrir bréfin. Exista mun rúlla eins og Stoðir, Samson og hvað þau heita öll. Skriðan er rétt að fara af stað.

Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 04:02

4 identicon

Það þarf ekki að breyta neinum lögum allavega strax, þar sem íslendingar eru ekkert á leiðinni að kaupa sér hlutabréf.. Ég giska á 7-10 ár í það...

David (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 11:04

5 identicon

Gott hjá þér góð grein það mætti skrifa fleiri greinar um sama efni. Hverjir eru svo akitektarnir af þessu og eigendur Exista ?

Ragnar Benediktsson (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 12:11

6 Smámynd: corvus corax

Það má rekja sök og ábyrgðir á öllum svona þjófnaði í skjóli einkavæðingarinnar beint til sjálfstæðisflokksins og þar innanborð liggja allar leiðslur í toppinn sem heitir Ceaucescu Oddsson og er nú aðaltappinn í bleðlabragganum í skjóli forsætisráðherra. Hlífðarskjöldur forsætisráðherra yfir Ceaucescu Oddssyni nær út yfir gröf og dauða. Það er forvitnilegt að komast að því hvað Ceaucescu hefur á forsætisráðherra sem gerir það að verkum að sá auli fer ekki einu sinni að skíta nema með leyfi Ceaucescu Oddssonar.

corvus corax, 25.10.2008 kl. 12:20

7 Smámynd: AK-72

Það er dáldið áhugavert að skoða hverjir eiga Kistu. Það eru SPRON, SPM, SPK o.fl. Sparisjóðir. Kaupþing á SPRON, SPK og SPM, og hverjir áttu Kaupþing? Jú, Exista. Gott dæmi um þetta krossvíxlakerfi sem var í gangi.

Guðmundur Hauksson stjórnarformaður Kistu, er einnig forstjóri SPRON og situr í stjórn Exista, sem fulltrúi Kistu. 

AK-72, 25.10.2008 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband