„Nei takk, komið aftur eftir hreinsun“

Langaði til þess að benda á þessa grein á NEI, sem er athyglisverð. Ég hef allavega fengið það staðfest að svona er álit heimsins á okkur af hálfu erlendrar stjórnsýslu, frá aðila sem þekkir þar vel til.

Þetta sýnir bara einfaldlega að það þarf að fara fram hreinsun á stjórnkerfinu um leið og við byrjum að huga að breyttu stjórnskipulagi með lýðræði í staðinn fyrir ráðherra- og flokksræðis. Við þurfum einnig að aðgreina þrískiptingu vald og tryggja að vina- og vandamannasráðningum óhæfs fólks til handa óhæfu og flokksbundnu fólki sé gerð brottræk úr íslensku samfélagi. Ef það breytist ekki neitt, þá held ég að það sé óhætt að kvitta upp á einn mesta landlfótta vestræns lands því líkt og afstaða míns vinahóps er, þá er örugglega um 60-70% hans að hugsa um brottflutnig frá landinu. Við höfum bara einfaldlega engan áhuga á að búa í þjóðfélagi þar sem þessi spilling fær að viðgangast og engar breytingar verða á sama tíma og okkur er ætlað að borga óútfyllta IceSave-tékka og skuldir mannana sem ríkistjórnin verndar. Nei takk og bless þá, þjóðfélagið í núverandi mynd er ekki þess virði til að eyða tíma og lífi sínu í.

Minni svo á að á morgun mánudag, þá verður borgarafundur í NASA þar sem fjölmiðlar eiga að svara fyrir þátt sinn og ábyrgð í því hvernig fyrir okkur er komið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vantar link.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.11.2008 kl. 05:26

2 Smámynd: AK-72

OOps, setti hann inn sem feitletraðan þarna efst.

AK-72, 17.11.2008 kl. 08:41

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Fjárglæframenn hafa með aðstoð ríkisstjórnarinnar og seðlabankans framið óafsakanlegan glæp gegn heillri þjóð. Það breytir ekki því að ESB beitti heila þjóð fjárkúgun og sýndi að Evrópusambandið skilgreinir sig sjálft sem hryðjuverkasamtök.

Theódór Norðkvist, 17.11.2008 kl. 10:58

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ráðamenn í Noregi sögðu að aðgerðir ríkisstjórnarinnar og ráðamanna væri katastroffa, ekkert minna en það.  Og svo eru menn ennþá að heimta sannanir, fyrir hverju.  Nei það eru ennþá til fólk hér sem leitar með logandi ljósi að leiðréttingum og afsökunum fyrir gjörðum þessara forkólfa.  Það færi best á því að þeir ásamt ráðamönnum færu burtu eitthvert annað og leyfðu okkur að hafa virkt lýðræði. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.11.2008 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband