25.1.2009 | 22:38
Opinn borgarafundur á Selfossi mánudagskvöldið 26. janúar kl. 20:00
Þá er búið að negla næsta Borgarafund og verður farið út fyrir höfuborgarsvæðið í þetta sinn, til Selfoss. Verður fundurinn haldinn á Hótel Selfossi.
Við munum bjóða þó upp á rútu frá húsnæðinu í Borgartúni 3, ef enhverjir áhugasamir vilja fara með og að sjálfsögðu eru allir velkomnir. Einhverjir ráðherrar voru búnir að staðfesta komu sína, sýslumaður og þingmenn.
Hér er svo tilkynningin sem var send á fjölmiðla og birt á heimasíðu okkar www.borgarafundur.org:
"Nú munum við halda Opinn borgarafund á Hótel Selfossi, mánudaginn 26. janúar kl 20-22. Við hvetjum íbúa Suðurlands að fjölmenna á fundinn.
Rútuferðir
Kl. 18:30 fer rúta frá Borgartúni 3 og hvetjum við íbúa höfuðborgarsvæðisins að fjölmenna austur fyrir fjall. Vegna takmarkaðs sætaframboðs er hinsvegar nauðsynlegt að panta sæti í rútuna. Það gerið þið með því að senda póst á borgarafundur@gmail.com þar sem fram verður að koma nafn, fjöldi sæta og símanúmer.
Fundarefni
Staða þjóðarinnar. Fortíð - Nútíð - Framtíð.
Frummælendur
- Hallgrímur Helgason - rithöfundur
- Sigríður Jónsdóttir - bóndi, kennari og skáld
- Ásta Rut Jónasdóttir - Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna
- Svanborg Egilsdóttir - yfirljósmóðir.
Auk þess er öllum þingmönnum suðurlands, sýslumanninum í Árnessýslu, heilbrigðisráðherra og félagsmálaráðherra boðin þátttaka í pallborðsumræðunum.
Fyrirkomulag
Fundarform verður með sama sniði og áður, þegar frummælendur hafa lokið máli sínu er orðið gefið laust og fundargestir úr sal fá að tjá sig eða spyrja þátttakendur í pallborði spurninga. Hver aðili hefur tvær mínútur til að tjá sig svo gott er að vera vel undirbúinn.
Sýnum samstöðu og borgaralega virkni og fjölmennum á fundinn.
Spyrjum, hlustum og fræðumst."
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
- don
- soleys
- tharfagreinir
- sigurgeirorri
- neddi
- smali
- omnis
- nanna
- baldurkr
- siggi-hrellir
- gorgeir
- paul
- geimveran
- skari60
- semaspeaks
- vest1
- thj41
- gudrunlilja
- zeriaph
- siggisig
- gudbjorng
- svatli
- athena
- ace
- ragnarb
- einarolafsson
- amadeus
- brell
- thorsaari
- tbs
- vilhjalmurarnason
- patent
- jennystefania
- drum
- folkerfifl
- larahanna
- ragnar73
- hildurhelgas
- ladyelin
- sigurduringi
- sij
- hedinnb
- valgeirskagfjord
- hehau
- baldvinj
- jonarnarson
- olinathorv
- saemi7
- agustg
- ingaragna
- liljaskaft
- astajonsdottir
- reisubokkristinar
- lehamzdr
- sparki
- malacai
- leifur
- evaice
- gus
- tryggvigunnarhansen
- kjarri
- vistarband
- fun
- einari
- spurs
- annaeinars
- gattin
- kaffistofuumraedan
- launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki segja að það verði farið til Selfossar, nema það eigi að vera brandari, svipað og að fara til Akureyris.
En ég ætla að reyna að koma að sjálfsögðu. Um að gera að sem flestir geri það.
ómar Ragnarsson Þorfinnur (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 00:07
DOH!
Búinn að laga það Ómar, takk fyrir.
AK-72, 26.1.2009 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.